Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
23
Til glöggvunar og fróðleiks:
80 æltartölur, 96 kort, töflur,
orðskýringar, textar um heimsmynd
Snorra og ítarlegur inngangur.
„KRINGLA HEIMSINS, SÚ ER MANNFÓLKIÐ BYGGIR..."
Snorri Sturluson er mesti rithöfundur sem ísland hefur alið. Nú eru 750 ár síðan hann var veginn í Reykholti
og honum til heiðurs hefur verið gerð ný útgáfa af Heimskringlu, helsta verki hans, sú fyrsta með
nútímastafsetningu.
Þessi glæsilega útgáfa er í þremur bindum. í tveim hinum fyrri er texti verksins ásamt ítarlegum
vísnaskýringum, og þriðja bindið geymir margháttaðan fróðleik sem varpar Ijósi á verkið úr ýmsum áttum.
Kort, ættarskrár, töflur og skýringarmyndir leiða lesandann inn í miðaldaheim Snorra.
Fjölmargir fræðimenn komu við sögu en ritstjórn var í höndum sama hópsins og gaf út fyrir nokkrum árum
hinar rómuðu útgáfur á íslendinga sögunum og Sturlungu með nútíma stafsetningu.
Mál IMI og menning
Laugavegi 18, sími: 24240. Síðumúla 7-9, sími: 688577