Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
Hæstiréttur:
Stjórnarmenn Hafskips sýknaðir
af 5 milljóna kröfum þrotabúsins
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm borgardóms Reykjavíkur og
sýknað ýmsa fyrrum stjórnarmenn og forsljóra Hafskips hf., 16
aðila, af kröfum þrotabús félagsins um að þeim verði sameiginlega
gert að greiða búinu rúmlega 5 milljónir króna auk vaxta.
Þrotabúið taldi að hluti þessarar
upphæðar hefði tapast vegna þess
að grunnvísitala skuldabréfa, sem
tekin voru sem greiðsla fyrir hluta-
íjáraukningu á árinu 1985, hefði
verið miðuð við undirritunardag
hvers skuldabréfs í stað þess að í
öllum tilfellum hefði verið miðað við
lánskjaravísitölu febrúarmánaðar
1985 en í þeim mánuði samþykkti
hluthafafundur að auka hlutafé
félagsins um 80 milljónir króna.
Einnig töldu forsvarsmenn þrota-
búsins að í tilkynningu stjómar fé-
lagsins til hlutafélagaskrár um hlut-
afjáraukninguna hefði hlutafé
félagsins verið oftalið um rúmlega
þijár milljónir og þannig hafí kröfu-
hafar og við skiptamenn fengið
ranga mynd af stöðu félagsins.
Tveir hæstaréttardómarar, Þór Vil-
hjálmsson og Hrafn Bragason, skil-
uðu sératkvæði og töldu rétt að
dæma stjómarmenn og forstjóra til
að greiða þrotabúinu um 3 milljónir
auk vaxta vegna síðartalda atriðis-
ins en voru sammála meirihlutanum
um að sýkna af hinu fyrra.
Af 80 milljóna hlutafjárútboði
sem ákveðið var á aðalfundi Haf-
skips í júní 1985, seldist hlutafé
fyrir tæplega 77 milljónir króna og
var þorri þess greiddur með skulda-
bréfum, vísitölutryggðum en vaxta-
lausum til rúmlega fímm ára.
Skuldabréfín voru fjölmörg og gefín
út á tímabilinu febrúar-ágúst 1985.
Að ákvörðun aðalbókara félagsins
var grunnvísitala hvers bréfs miðuð
við útgáfumánuð. Bústjórar þrota-
búsins töldu að þetta hefði kostað
FEIN rafhlöðuvélin
sameinar kosti annarra borvéla
Nýja accu-tec rafhlöðuvélin frá Fein er borvél fyrir fagmenn sem vilja
skila vandaðri vinnu af nákvæmni og öryggi. Fein rafhlöðuvélin býr yfir
fjölmörgum eiginleikum sem sameina kosti annarra borvéla.
6 mismunandi styrkstillingar auka nákvæmni
Fein borvélarinnar og sérstök höggkúpling
auðveldar vinnu á föstum skrúfum.
• Vegur aðeins 1,55 kg með
patrónu og staða handfangs
gefur henni þægilegt jafnvægi.
• Ný hleðsluaðferð tryggir
stuttan hleðslutíma og
langa endingu.
Nákvæmni • öryggi
• Rafhlöðuna má tengjc á enda vélarinnar eða handfang sem gerir hana jafnvíga fjárum vélum.
Kynntu þér gæði og möguleika accu-tec 2 óg 4 rafhlöðuvélanna.
RAFVERHF
Skeífan 3 • 108 Reykjavík • Símar: 91-81 24 15 og 81 2117
i Vestmannaeyjum, Póllinn Isafirði, Glitnir Borganesi, Snarvirki Djúpavogi
félagið rúmlega tvær milljónir
króna. Ágreiningur var um hvort
stjórn félagsins hefði fjallað um
hvemig vísitölubindingu skyldi hátt-
að. Einnig var þess krafist að þeir
menn sem sátu í stjórn félagsins
og framkvæmdastjóri þess á þeim
tíma sem hlutafjáraukning var sam-
þykkt og aukið hlutafé var tilkynnt
Hlutafélagaskrá yrðu gerðir ábyrgir
fyrir fyrrgreindu tjóni búsins, sam-
tals um fímm milljónum króna, auk
vaxta. Kröfurnar voru reistar á
ákvæðum hluta félagalaga um að
stjórnarmenn í hlutafélagi skuli
bæta það tjón sem þeir valda félag-
inu af ásetningi eða gáleysi.
I niðurstöðum meirihluta Hæsta-
réttar, sem skipaður var hæstarétt-
ardómurunum Guðrúnu Erlends-
dóttur, Gunnari M. Guðmundssyni
og Pétri Kr. Hafstein, er fallist á
þá niðurstöðu Friðgeirs Bjömssonar
yfirborgardómara, að það að stjórn
félagsins hafí hvorki sjálf tekið
ákvörðun um vísitölu bréfanna né
borið það mál undir hlutahafafund
verði ekki metið stjómarmönnum
til þeirrar sakar að skaðabótaskyld
varði enda sé óvíst nema sú leið sem
farin var hefði verið valin ef um
hefði verið fjallað. Samkvæmt því
hefðu stefndu ekki sýnt af sér með
útgáfu skuldabréfanna háttsemi
sem metin verði þeim til sakar og
því væru ekki skilyrði til að .gera
þá skaðabótaskylda. Því taldi meiri-
hluti Hæstarétar ekki efni til að
taka afstöðu til þess hvort sýnt hefði
verið fram á að þrotabúið hefði orð-
ið fyrir tjóni vegna mismunandi vísi-
tölu skuldabréfanna. Um tilkynn-
ingu um hlutafjáraukninguna var
fallist á með héraðsdómara að
stjórnarmenn hefðu ekki nægilega
rækilega gengið úr skugga um að
rétt fjárhæð hlutafjár væri þar til
greind. Hins vegar sé hvorki sannað
að félaginu hafi veirð valdið tjóni
með óeðlilegri innheimtu hluta-
fjáraukans né að það að hlutafé var
minna en tilkynnt var hafí valdið
félaginuy eða viðskiptamönnum
tjóni frá dagsetningu tilkynningar-
innar, 21. ágúst 1985, til gjaldþrota-
dagsins, 6. desmber 1985. Hver
aðilanna var látinn bera sinn kostn-
að af rekstri málsins.
í sératkvæði Hrafns Bragasonar
og Þórs Vilhjálmssonar hæstarétt-
ardómara var sýknað af fyrra atrið-
inu en hvað varðar tilkynningu til
hlutafélagaskrár segir að lánar-
drottnar Hafskips hafi mátt á því
byggja að upplýsingar formanns og
stjómar væru réttar og að því hafi
við gjaldþrotaskipti verið rúmum 3
milljónum króna minna til ráðstöf-
unar en ella. Á hinum röngu upplýs-
ingum beri stjómarmenn og for-
stjóri ábyrgð og vildu dómararnir
tveir sem skipuðu minnihluta rétt-
arins gera þeim skylt að endur-
greiða þrotabúinu rúmar 3 milljónir,
auk vaxta.
Worgunblaðið/Sverrir
Frá aftansöng í Langholtskirkju. Jón Stefánsson, organisti er
lengst til vinstri og sr. Flóki Kristinsson sóknarprestur lengst til
hægri.
Aftansöngur hvern virk-
an dag í Langholtskirkju
LANGHOLTSKIRKJA er fyrsta
lútherska kirkjan í Reylg'avík,
sem hefur tekið upp á því að
hafa aftansöng á hverjum virk-
um degi kl. 18. Að sögn sr. Flóka
Kristinssonar, sóknarprests í
Langholtskirkju, verður þetta
fastur Iiður kirkjustarfs í kirkj-
unni í framtíðinni.
Uppistaðan í aftansöngnum er,
að sögn sr. Flóka, söngur Davíðs-
sálma og biblíulegra lofsöngva, en
einnig eru sungnir sálmar, farið
með bænir og lesið úr ritningunni.
„Ég er sammála mörgu fólki, sem
gagnrýnir kirkjuna fyrir að vera
tyllidagakirkja og nú bjóðum við
upp á daglega iðkun. Það virðist
vera það, sem fólk sækist eftir í
Verðlaunaævintýri AB
nýaldarhreyfíngunni, einhvers kon-
ar regluleg iðkun. Með þessu móti
er komið á móts við þetta fólk. Nú
getur það komið daglega og hefur
aðgang að prestinum sínum,“ segir
sr. Flóki.
Sr. Flóki segist hafa hugsað sér
að vera með eitthvað fræðsluefni
inn á milli aftansöngsins. „Það er
einfalt að taka þátt í aftansöngnum
og hann er á þægilegum tíma, t.d.
fyrir fólk, sem er að koma heim
úr vinnunni. Síðan þetta fyrirkomu-
lag byijaði hefur það ekkert verið
auglýst en á milli átta og fimmtán
manns hafa tekið þátt í aftansöngn-
um í hvert skipti,“ segir sr. Flóki
Kristinsson.
ALMENNA Bókafélagið hefur
gefið út bókina Dvergastein eftir
Aðalstein Ásberg Sigurðsson.
Þessi bók hlaut verðlaun í bók-
menntasamkeppni sem AB efndi
til 1990. í kynningu útgefanda
segir:
„Dvergasteinn er ævintýri um 9
ára telpu sem dvelur um tíma hjá
ömmu sinni í litlu þorpi úti á landi.
í garðinum bak við húsið er stór
steinn, sem heitir Dvergasteinn, og
er sagt að í honum búi dvergar.
Uglu tekst að komast í samband
við dvergadreng, sem býr í steinin-
um, og hann segir henni frá hörmu-
legum atburði sem gerst hefur
meðal dverganna. Ugla einsetur sér
að leysa úr þessu vandamáli dverg-
anna og fær í lið með sér mennsk-
an dreng.“
Bókin er myndskreytt af Erlu
Sigurðardóttur.
Dvergasteinn er 123 bls. Um-
brot, filmuvinnu og kápuhönnun
hefur Skerpla annast, en bókin er
grentuð og bundin í Prentsmiðju
Árna Valdemarssonar.