Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 29

Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 29 Tilnefndar til Islensku bókmenntaverðlaunanna sem forseti Islands afhendir „Svanurinn er mikil saga um litla telpu með hyldýpi í sál sinni, glæsileg saga sem veitir lesanda sínum stórum meira en aðeins þeirrar stundar gaman sem tekur að lesa hana." Ingunn Asdísardóttir í Ríkisútvarpinu „Þessari menningarsögu kemur Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vel til skila einni skemmtilegustu og vönduðustu minningabók sem ég hef lesið . . . þökk fyrir frábæra bók." Ragnhildur Vigfúsdóttir í tímaritinu Veru FORLAGIÐ LAUGAVEGI 18 SÍMI 2 51 88 „Hvar sem gripið er niður í sögu Sigurveigar blasa við augum bráðskemmtilegar, fjörugar og einlægar lýsingar" Sigríóur Albertsdóttir í DV Svanurinn eftir Guðberg Bergsson er tvímælalaust einhver besta bók sem sá höfundur hefur skrifað og er þá langt til jafnað." Kristján Jóhann Jónsson í Þjóöviljanum „EG NYT ÞESS AÐ STORKA ÓTTANUM SEM BÝR í SJÁLFUM MÉR‘ Hann er tilfinningaríkur fagurkeri, skapríkur nautnamaður, hörkutól sem sífellt storkar sjálf- um sér og heiminum. Um hann hefur blásið hressilega og oft hefur hann orðið efni í beittar sögur sem særðu djúpt. Hann háði erfiða baráttu á vígvelli alkohólismans og hrósaði sigri að lokum. Oftar en einu sinni hefur hann horfst í augu við dauðann og haft með naumindum betur. Við hvert fótmál vofir lífsháskinn yfir, lífsháski þess manns sem leitast við að horfast í augu við sjálfan sig og Ijá lífi sínu merkingu. Aðrir hafa tjáð sig við hann í opinskáum __ og einlægum viðtölum, en nú er komið að Jónasi Jónassyni að segja hispurslaust frá lífi sínu og samferðafólki. Svanhildur Konráðsdóttir skráir sögu hans. FORLAGIÐ LAUGAVEGI 18 SÍMI 2 5 1 8 8

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.