Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
... má maður
ekki simdur skilja
eftir Jakob Agúst
Hjálmarsson
Það eru stöðugt dregnar fram
tölur um það hversu miklu verr þeim
börnum farnast sem orðið hafa að
ganga í gegnum skilnað foreldra
sinna. Það sýnist því alltaf þyngjast
ábyrgðin sem fólk hefur gagnvart
því að varðveita hjónaband foreldra
barnanna sinna. Ég orða þetta svona
af ásetningi. Þú getur gert það sem
þér sýnist við eigið líf svo sem, en
þú getur ekki leyft þér hvað sem
er við foreldri bama þinna, hvort sem
það ert þú sjálf(ur) eða maki þinn.
Börnin þín eiga rétt sem þér er falið
allra manna fyrst að vemda.
Við þurfum að læra nýja lífsað-
ferð á nýjum tíma. Við fögnum því
að vera ekki fjötruð í viðjar siða-
kerfa fyrri tíðar þar sem sérhver var
undir einhvern seldur og sjálfsá-
kvörðunarréttur lítils virtur og jafn-
rétti óþekkt fyrirbæri. Agi, fátækt
og úrræðaleysi bannaði fólki að slíta
hjónabönd sín á fyrri tíð. Þau voru
þó sjálfsagt lítið betri almennt en
nú gerist þó aðstæður þeirra hafi
verið allar aðrar þá. Nú er það svo
auðvelt í framkvæmd og viðurkennt
sem úrræði að slíta hjónaböndum
að slíkt gerist alltof oft að ófyrir-
synju með ómældum þjáningum fyr-
ir saklaus börnin og reyndar einnig
sjálf hjónin.
Ekki má, og vafalaust dettur eng-
um það í hug, taka orð mín svo sem
á ferðinni sé'stóri sannleikur sjálfur.
Margt af því er nokkurt álitamál og
svo er sú raunin að ekki hafa verið
gerðar neinar rannsóknir um efnið
sem telja má yfirgripsmiklar. Mest
er um að ræða athuganir sem mátt
hefur gera á fyrirliggjandi upplýs-
ingum og bera í einhveiju saman
við erlendar rannsóknir. Samtökin
Barnaheill hafa ákveðið að beita sér
fyrir rannsókn á skilnaðarbömum
og farnaði þeirra, með því að í ljós
kom brýn þörf á því þegar málþing
um það efni var undirbúið og haldið
á degi Sameinuðu þjóðanna 24. októ-
ber í haust.
í þessu skrifí eru tekin fram ýmis
þau atriði er fram komu á greindu
málþingi auk kristinna siðgæðis-
gilda, hvorttveggja vitanlega í túlk-
un þess er þetta ritar. Það er gert
í þeim tilgangi að örva umræðu og
umhugsun um hjónaskilnaði og þá
einkum farnað barna sem í þeim
lenda eða hafa lent. Að vissu marki
komumst við ekki hjá að viðurkenna
hjónaskilnaði sem óumflýjanlega
staðreynd og ber þá skylda til að
læra að lifa við þá sem og aðra
galla á ráði okkar mannanna.
Siðræn gildi
í Móselögum er staðfest sú grund-
vallarregla að þau heitorð sem
hjónabandið er byggt á skuli standa
og tekur Jesús undir það í þeim orð-
um sem yfir hveijum hjónum eru
lesin þá þau erú vígð í hjónaband í
kristinni kirkju, að það sem Guð
hefur tengt saman má maður eigi
sundur skilja. Þetta hefur kirkjan
gert að grundvelli kenningar sinnar
um hjónabandið og jafnvel gengið
svo langt að hafna því að um skiln-
að kunni að vera að ræða nema með
þröngum skilyrðum. Aðspurður
viðurkennir Jesús að manninum sé
nú einu sinni þannig farið að hann
hljóti að skemma möguleika sína til
að lifa í hjónabandi, vegna „harðúð-
ar hjarta" síns, þ.e. vegna sjálf-
hverfni sinnar. En sá sem skilur til
þess að ganga í annað hjónaband
drýgir hór, segir hann. Önnur brot
margvísleg gegn skikkan skaparans
brýtur maðurinn þó jafnan á leið
sinni út úr hjónabandi.
Þegar litið er á afleiðingar hjóna-
skilnaða þá gefur að skilja að margt
þá varðandi rímar ekki við heill og
velfamað þeirra sem hlut eiga að
máli. Skikkan skaparans er allt það
sem tryggir hana og þannig erum
við ekki að tala um einhver háspeki-
leg eða veraldarfirrt málefni þegar
við ræðum um sköpunarguðfræði og
drögum afleiðingar af henni fyrir
hjónabandið og fjölskyldulíf manns-
ins. Þá ekki heldur ef við beitum á
það lögmálum kærleikssiðfræðinnar.
Þú skalt elska náunga þinn eins
og sjálfan þig, og Allt sem þér viljið
að aðrir menn gjöri yrðu það skulið
þér og þeim gjöra. Þessi orðerueinn-
ig frá Jesú. Sömuleiðis: Eins og ég
hef elskað yður, skuluð þér einnig
elska hver annan. Páll postuli bygg-
ir siðfræði sína á þessu lögmáli
kærleikans. í þessu sambandi hugs-
um við til þess hvaða ósk við ættum
ef við værum makinn sem svikinn
er í tryggðum, barnið sem föður-
missirinn er leiddur yfir, eða hvað
það nú er sem hinar sérstöku kring-
umstæður bera með sér. Við erum
ábyrg gagnvart fjölskyldumeðlimum
eftir þeim rökum að við getum ekki
leitt það yfír aðra sem við getum
ekki tekið sjálf.
Við sköpum með hjónaskilnaði
neyð og sorg; drögum upp á okkar
nánustu óhamingju og okkur sjálf
sekt og skömm. Ekkert af þessu er
því miður á huglægu plani heldur
blákaldur raunveruleiki. Hvemig
sem við reynum að loka augum okk-
ar, fegra hlutina fyrir óskhyggju,
tala þeir sem reynsluna hafa fengið
skýru máli um að flest fór verr en
hugsað var í upphafi, og þó svo úr
kunni að hafa ræst um síðir þá var
það fyrir stærri fómir en menn hefðu
verið reiðubúnir til að færa fyrir-
fram.
Rétturinn til að slíta hjónabandi
er neyðarréttur. Sá réttur helgast
af- því að raunsætt mat leiði í ljós
að sú ógæfa sem hjónaskilnaður er
sé minni en sú serfr annars hefði
orðið. Og þar sem enginn er dómari
í eigin sök þá er ráð fyrir því gert
að ráðgjafí sé tilkallaður áður en
skilnaðinum verður ráðið til lykta.
Oftast er það prestur en iðulega
einnig einhver sérfræðingur annar.
í þessum punkti skal það fullyrt
að eins og viðhorfin era í dag er
hjónaskilnaður gerður aðgengilegri
kostur en réttmætt er og hann
íklæddur falskri ímynd þroska og
ábyrgrár afstöðu til hlutanna, eink-
um gildis þess sjálfs er veifar þeirri
beittu breddu, hótar eða krefst hjón-
askilnaðar.
Hjónaskilnaður er ekki tiltæk
lausn á vandamálum hjóna, aðeins
á neyð fjölskyldunnar.
Viðbúnaður og fyrirbyggjandi
stoð
Af þessum ástæðum ber þjóðfé-
laginu að skipa til um ýmsar fyrir-
byggjandi aðgerðir. Stjórnvöldum
ber að tryggja hag fjölskyldunnar
sem best á allan hátt og skoða hjóna-
bandssambúð og fjölskyldu grand-
vallaða á því sem normalástandið
og miða stoð við einstæða foreldra
út frá því. Það er ekki sannfærandi
að tjá það í lögum að ekkert sé at-
hugavert við það uppeldi þar sem
aðeins annað foreldranna er til stað-
ar. Miklu fremur væri ástæða til að
lögfesta sérstaka tilsjón í slíkum
kringumstæðum, því dæmin sanna
að á því sé þörf.
Þá þarf augljóslega að búa unga
fólkið betur undir líf í hjónabandi.
Þau sem hafa skerta fjölskylduí-
mynd þurfa að fá tækifæri til að
leiðrétta hana. Fá þjálfun til að leysa
úr ágreiningi og kreppuaðstæðum.
Væntingar ungs fólks til hjónabands
og fjölskyldulífs era ekki í öllum til-
fellum líklegar til að skapa ham-
ingju. Ýmist eru þær of háar eða
of fátæklegar. Þeir sem ekki ná
markmiðum sínum verða vonsviknir
og hinir sem engin eða lágreist
markmið hafa ná ekki árangri í
hamingjuleitinni, þar sem þeir leita
ekki og vita kannski ekki hvers ber
að leita.
í framhaldsskólunum sem flestir
sækja nú í einhverjum mæli eiga að
vera í boði áhugavekjandi og vel
unnin námskeið með sérfróðum
kennurum og leiðbeinendum um
hjónaband, fjölskyldulíf og náin
mannleg samskipti. Það er ekki nóg
að gera unga fólkið að alvísum tölv-
um það þarf fyrst og fremst að
kenna því að lifa.
Nú verður ekki hjá því komist
hversu vel sem að er stuðlað að upp
komi vandamál í heimilislífínu. Þá
þarf að ríkja það viðhorf að eðlilegt
sé að bera það undir aðra, að það
heyri ekki undir einkamálabálkinn
eftir að það er farið að skaða aðra,
einkum börnin.
í lögum um heilbrigðisþjónustu
er ákvæði um félagsráðgjöf á
heilsugæslustöðvum og sjúkrastofn-
unum. Það er aðeins ein heilsugæslu-
stöð á öllu landinu með félagsráð-
gjafa. Það er einnig svipað ákvæði
í grannskólalögunum. Þar er ástand-
ið nokkru skárra en langt því frá
viðunandi og nær þjónusta skv. því
ekki til yngri barna en sex ára en
ekki síst kreppir skóinn hjá foreld-
ram ungra barna sem óþroskaðri eru
og reynsluminni.
Markmið þessara laga eru góð og
verðug og ber að stuðla að fram-
kvæmd þeirra. Það kann að þykja
nú sé allra síst dagráð með fjármagn
til þeirra hluta en stutt umhugsun
nægir til að sjá að sá peningur sem
hér er til varið skilar sér með hærri
rentu en nokkur annar sem á íjárlög-
um er úthlutað.
Það er gleðiefni að hugsa til þess
að á laggirnar sé komin íjölskyldu-
þjónusta kirkjunnar. Hún sýnir að
þjóðkirkjan skynjar að hún ber
ábyrgð að sínu leyti. Hún sem pred-
ikar um hjónabandið og blessar þann
ráðahag karls og konu. Með Fjöl-
skylduþjónustunni er gefinn kostur
á aðstoð við fjölskyldur af margvís-
legu tilefni og vel að merkja: að-
stoð. Það er ekki hugsað á þeim bæ
að búa til vilja úr óvilja. Þar á að
styrkja viljann og hjálpa fólki til að
fínna leiðir og efla hjónabandið og
fjölskyldulífíð til að takast á við lífs-
vandann.
Kirkjan þarf hins vegar að efla
fræðslustarf fyrir fólk um fjölskyldu-
líf og samskipti innan heimilis. Fjöl-
skylduþjónustan getur með viðgangi
orðið verkfæri í því skyni. Sérfræð-
ingar hennar eiga að standa fyrir
símenntunarnámskeiðum fyrir
presta og safnaðarstarfsfólk á sínu
sviði og gangast fyrir almennum
hjónanámskeiðum í samstarfí við
söfnuði.
Almennt talað er mikilvægt nú
að allir taki höndum saman um að
efla fjölskylduna og hefja til vegs
helgi hjónabandsins sem hornstein í
íslensku þjóðfélagi.
Vísir að aðferðarfræði
hjónaskilnaða
Nú er eins og fram er komið það
engu að síður staðreynd að hjóna-
bönd slitna og þá staðreynd verður
að umgangast af ábyrgð. Það eins
og annað þarf að skoða í ljósi reynsl-
unnar og breyttra þjóðlífshátta.
Reynslan hefur leitt eitt og annað í
ljós _sem hægt er að gera sér mat
úr. A áðurgreindu málþingi Barna-
heilla kom sitthvað fram sem geit
er að grundvelli umfjöllunar um
þrennt:
1. Um það hvernig varast skuli
hjónaskilnaði,
2. af hveiju þeir eru óæskilegir
3. og hvernig skuli farið að finn-
ist ekki aðrar færar leiðir.
1.
Margt mæðir svo sem á hjóna-
böndunum sem áður lét sín að litlu
getið og kröfurnar eru allt aðrar í
dag en var. Margt er sannarlega í
því efni-eftirsókn eftir vindi en breyt-
ir ekki öllu allt í einu. Þau úrræði
sem þörf er á að halda að nútíma-
fólki eru nokkur: Fyrst er að það
fullvissi sig um að þær væntingar
Jakob Ágúst Hjálmarsson
sem það gerir sér í hjónabandinu
og fjölskyldulífinu almennt séu
raunsæar. Að þau þurfí ekki að lifa
í sífelldum vonbrigðum yfir mark-
miðum sem ekki nást. Sama er hvort
hér er í huga haft frami, efnaleg
gæði eða framlag makans.
Svo er að gera sér skýra grein
fyrir hvaða óskir eru mikilvægastar.
Sé það til að mynda heitust ósk að
eignast börn og ala þau upp þá er
viðbúið að eitthvað þurfi að víkja til
að það megi takast. Ef aðrar óskir
sem fara í bág við það verður að
fresta þeim eða jafnvel bameignum.
Þetta heitir fjölskylduskipulagning
og er okkur leyfíleg á grundvelli
ábyrgðarinnar sem við hljótum að
axla barna vegna og hjónin gagn-
vart hvort öðra.
I þriðja lagi vil ég svo nefna það
sem gera má til þess að rækta hjóna-
bandið. Að hjónin gæti þess að eiga
nægar stundir hvort fyrir annað,
slökkva heldur á sjónvarpinu og setj-
ast á rökstóla eða sýna hvort öðru
umhyggju og ást, láta sér líða vel.
Flest hjón lenda í erfíðleikum í
sambúðinni sem þeim er ekki fært
að ráða framúr einum sér. Sé ekki
að gert er kominn brestur í hjóna-
bandið sem óhyggilegt er að lifa
með. Miklu betra er að leita sér ráð-
gjafar meðan vandinn er viðráð-
anlegur. Þá eram við prestamir til
taks, sálfræðingar og félagsráðgjaf-
ar bjóða einnig þjónustu sína.
Traustur vinur getur einnig dugað,
en límfram allt: Ekki láta dankast!
2.
Fyrir það fyrsta er það næsta
óvenjulegt að börn sem yfirhöfuð
geta haft skoðun á málefnum for-
eldra sinna sjái það ekki vera betra
að þau haldi áfram hjónabandi sínu
eða sambúð en að skilja. Almennt
virðist yfir þau keyrt af foreldrum
og öðrum sem að máli koma og þau
oftast með einum eða öðrum hætti
gerð að átakavettvangi foreldra
sinna.
Börnin verða jafnan fyrir missi
við skilnað. Annað foreldrið hverfur
úr daglega lífinu og sá missir er ít-
rekaður í hvert sinn sem það þarf
að skiljast við það eftir ánægjulega
samveru.
Barnið verður fyrir aðstöðuskerð-
ingu, félagslegu raski og fær yfír-
leitt minni umönnun eftir skilnað en
áður. Það þekkja þau sem reynt
hafa að það er erfitt að ala börn upp
einsamall.
Þó tveir séu almennt betri en einn
er líka erfítt fyrir barnið að taka
nýtt foreldri inn í líf sitt. Það hefur
ekki haft aðlögun tilhugalífsins eins
og kynforeldrið, allt í einu er kominn
nýr pabbi eða mamma inn á heimil-
ið. Sem betur fer fer oftast vel en
sjaldnast án átaka að minnsta kosti
í sálinni.
3.
Ef komnir era í hjónabandið alvar-
legir brestir sem fólk sér að verða
ekki færðir í réttar skorður á ný er
á ýmislegt að líta. Ég nefni tímasetn-
ingu skilnaðar. Frestun um einhver
ár er oft réttlætanleg fórn vegna
heillar barnanna. „Vopnahlé“ er þá
samið eða þá að fyrirkomulagi er
breytt t.d. með fjarvistum vegna
starfa svo halda megi út og jafnvel
skapa aðlögun.
Mikilvægt er að huga að því í tíma
að gera börnunum ljóst að þau eigi
enga sök í ósamkomulagi foreldr-
anna. Þeirra sé ekki að velja né ráða
fram úr hlutunum. Það geri foreldr-
ar þeirra með góðra manna ráðum.
Vonandi er að skapast möguleiki
fyrirþeirri manneskjulegu ráðstöfun
að foreldrarnir hafi bæði forsjá
barna sinna eftir skilnað. Undir þeim
kringumstæðum eiga þau þá skyldu .
bæði að sjá börnum sínum forráð I
og engin ástæða til að ætla að þau
geti það ekki blandi þau ekki öðram
ágreiningsefnum sínum inn í þau j
ráð, en afar sjaldan er ósamkomulag
um forsjá barna mikilvæg skilnaðar-
ástæða.
Sjaldnast virðist neinn hafa fyrir
því að ræða við þau um það sem á
seyði er og útskýra, sefa eða styrkja.
Þeim er ekki hlíft nægilega við átök-
um foreldra sinna og jafnvel leynt
sem ljóst dregin inn í þau með kröfu
um afstöðu sem þau hvorki geta né
vilja þurfa að taka. Þau neyðast til
að taka afstöðu með öðru foreldra
sinna en fá þá jafnframt sekt-
arkennd gagnvart hinu ellegar reyna
að réttlæta sig með því að sverta
mynd hins og skemmist þá ímynd
þess án raunverulegrar ástæðu barn-
inu til mikils tjóns.
Um umgengni foreldra eftir skiln-
að gagnvart börnum væri þeim betra ,
að bíta úr sér tunguna en að hnjóða
í hitt. Það ríður á að öryggiskennd
þeirra styrkist og ekkert vinnur eins
á móti því að lenda í skotlínu milli
foreldranna. Viss reglusemi í kring-
um umgengni er nauðsynleg en að
öðru leyti er hollt að láta barnið sjálft
ráða umgengninni eftir því sem
þroski þess leyfir. Það leitar til for-
eldra sinna eftir þörfum sínum sé
aðgangurinn án hindrunar.
Gæta þarf þess að ekki myndist
óútskýrt tómarúm milli barns og
þess foreldris sem frá því fer. Hins
vegar er ekki víst hvort það foreldr-
ið sem með bamið er sé endilega
heppilegasti aðilinn til útskýringa.
Það geta verið aðrir ættingjar eða
tilkvaddir stoðaðilar.
Nauðsynlegt er að börnin séu
vernduð fyrir skammartilfinningu
eða fínni að sér sé hafnað.
Gæta þarf þess að umhverfis-
breyting verði ekki eftir skilnað.
Systkin má ekki skilja að verði því
mögulega forðað.
Athuga um allar aðgerðir eða
ráðstafanir sem styrkt geti félagsleg
og fjárhagslegt öryggi barna.
Tengslin við afa og ömmu og þá
ættingja sem tilheyrir því foreldrinu
sem í burtu fer af heimilinu mega
ekki rofna við skilnað.
Vond framkoma foreldris gagn-
vart barni er barnaverndamál og
ætti að meðhöndlast sem slíkt þeir
sem varir verða bera ábyrgð gagn-
vart barninu um að skerast í leik-
inn. Drykkjuskapur, neysla vímu-
efna, geðveiki, afræksla eða ofbeldi
eru vágestir á heimilum og kalla á
ábyrga afstöðu og geta stundum
leitt til hjónaskilnaða með, vel að
merkja, réttmætri og raunverulegri
skilnaðarástæðu. Ekkert foreldri
getur tekið á sig þá ábyrgð að haf-
ast ekki að þegar hitt foreldrið er
að eyðileggja barn sitt.
Lokaorð
Það bar ríka nauðsyn til þess að
meiri hreyfíng komist á málefni fjöl-
skyldunnar, hjónabandsins og barn-
anna í þessu blessaða landi okkar.
Þau mega ekki vera skrautfjaðrir á
stefnuskrám stjórnmálaflokkanna,
sem engu skipta þegar út í þjóðmála-
baráttuna er komið. Efnahagur
hennar er ekki allt og rangt að leggja
slíka ofuráherslu á hana svo sem
gert er. Sá á nóg sér nægja lætur
segir májtækið og engin ástæða til
að láta sífellt æra sig með áróðri
og auglýsingum sem gera mann
vansælan ef maður á ekki það sem
falboðið er. Það er hvorugt mæli-
kvarði á lífshamingju hvort maður
á ríkisskuldabréf, drekkur kók eða
kaupir þessar sérstaklega góðu
pappírsbleiur sem era framleiddar í
tveim gerðum: Þykkar að framan
fyrir stráka en að aftan fyrir stelp-
ur, að ég tali nú ekki um utanlands-
ferð í ár. Það er líka sól og sumar í
Hljómskálagarðinum.
Höfundur er dómkirkjuprestur,
varaformaður stjórnar
Fjölskylduþjónustu kirkjunnar og
ístjórn Barnaheilla.