Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 33

Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 33 er hér merkileg og rótgróin fræði- stofnun, stóð heilan dag fyrir mál- þingi og var prófessor Jónas Kristj- ánsson þátttakandi þar fyrir hönd okkar íslendinga. Um hádegi 9. október var mikill fjöldi manns mættur við höfnina í Washington við komu skipanna. Veðrið gat ekki verið betra, glamp- andi sól, hlýtt veður og á hafnar- bakkanum niður eftir ánni mynduðu fánar íslands, Noregs og Bandaríkj- anna fánaborg við höfnina. Þama léku einnig íslenskir tónlistarmenn, Blásarakvintett Reykjavíkur, fyrir gesti. Síðan fór Vigdís forseti ásamt Sonju drottningu á fund Bush for- seta í Hvíta húsið. Hann fékk áhuga á skipinu og gerði sér ferð niður að höfn ásamt bamabörnum sínum til þess að skoða skipið. Það hafði ekki verið ráð fyrir því gert fyrirfram en var öllum til mikillar ánægju. Hátíðinni lauk síðan í Air & Space Museum, sem er hluti af Smithsonian Institution, að kvöldi miðvikudags 10. október. Þar var efnt til hring- borðsumræðu um siglingar og landa- fundi undir forskriftinni „Frá Vín- landi til Mars“. Þarna vom ýmsir merkir þátttakendur; sagnfræðingur, vísindamaður sem stjórnaði geimfar- inu Víkingi sem sent var til Mars og fyrrverandi geimfari. Fyrir Noreg var þar mættur Thor Heyerdahl og af hálfu okkar íslendinga dr. Sig- mundur Guðbjamason sem nýlega hefur lokið störfum sem rektor Há- skóla íslands. Hann flutti þarna mjög áhugavert erindi um siglingar og landafundi norrænna manna. Þar kom m.a. fram, að ekki var um eina siglingu að ræða eða tvær til Vín- lands heldur margar, þar sem fyrst og fremst íslenskir menn og græn- lenskir tóku þátt í. Þetta vakti at- hygli. Þama vom samankomnir um eitt þúsund áheyrendur. Umræðan fór fram í samkomusal sem heitir Langley Theater sem hefur sæti fyr- ir 600 manns. Ahuginn var svo mik- ill að taka varð annan sal til afnota og var umræðunum sjónvarpið þang- að. Þátttakendur fluttu stutt fram- söguerindi og síðan gafst áheyrend- um tækifæri til að leggja spumingar fyrir þátttakendur hringborðsins og var þetta kvöld hið áhugaverðasta. Frú Vigdís forseti og Sonja drottning Noregs voru þarna meðal áhorfenda og tókst þetta með ágætum." — Að lokum. Höfum við íslend- ingar nokkurn tíma sinnt minningu Leifs Eiríkssonar sem skyldi. „fslendingar hefðu án efa getað sinnt minningu hans betur“, sagði Þórður. „Bandaríkjamenn sýndu mikinn höfðingsskap þegar þeir árið 1930 gáfu til íslands styttuna af Leifi Eiríkssyni sem stendur á Skóla- vörðuholti fyrir framan Hallgríms- kirkju. A henni er áletrun sem mér hefur fundist með afbrigðum áhuga- verð. Það var Bandaríkjaþing sem gaf þessa styttu til Islands í tilefni þúsund ára afmælis Alþingis árið 1930 og var áletrunin samin og sam- þykkt af þingi Bandaríkjamanna. Á styttu Leifs stendur: „Leifur Eiríks- son son of Iceland discoverer of Vin- land.“ Orðin standa þar höggvin í stein. TEXTI: Margrét Þorvaldsdóttir ZIKKON 37 skerimir PIANINO halogen lampi svartur/hvrtur 1 PHj v:- / / KRINGLUNNI 7 • SÍMI 91-686650 P Metsölubloð á hverjum degi! ARB1990 STÓRVIÐBURÐIR i MYNDUMOG MÁLI MEÐ ÍSLENZKUM SÉRKAFLA * * Arið 1990 Stórviðburðir í myndum og máli með íslenskum sérkafla er nýkomin út Þessi fjölþjóðaútgáfa, sem kemur út á 8 tungumálum, hefur nú komið út á íslensku í 26 ár. Hún hlaut þegar í stað frábærar undirtektir og hefur í rúman aldarfjórðung verið aufúsugestur á þúsundum íslenskra heimila. Eins og vænta má er mikil fróðleikur samankominn í þessum 26 árgöngum. Öllum helstu heimsviðburðum þessara ára hafa þar verið gerð skil í máli og myndum. í nýútkomnum árgangi eru 498 myndir, þar af 255 í lit. í íslenska kaflanum eru 78 myndir, þar af 22 í lit. Til fróðleiks voru taldar þær myndir, sem frá upphafi hafa birst í árbókunum og reyndust þær vera tæpar 13.300, þar af rúmar 4.500 í lit. í íslensku köflunum eru þær tæpar 2000, þar af um 400 í lit. Bókaútgáfan Þjóðsaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.