Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
Orkan, hinír upp-
lýstu og aðrir
eftir Þorvarð
Arnason
Á þessum síðustu og verstu tím-
um er ánægjulegt til þess að vita,
að enn finnast hér svo stöndug
fyrirtæki og traust að þau geti
ráðið sér sérstakan starfskraft til
að fræða og upplýsa almenning um
landsins gagn og nauðsynjar.
Framsæknar mannaráðningar sem
þessar eru ekki síst eftirtektarverð-
ar þegar opinbert fyrirtæki á í hiut.
Ekki alls fyrir löngu birtist í Morg-
unblaðinu grein eftir nýráðinn upp-
lýsingafulltrúa Landsvirkjunar
undir heitinu „Hvað er sjónmeng-
un?“. Fulltrúinn nýi lætur þar ljós
sitt skína á ýmis mál sem varða
orkumannvirki og náttúruvernd.
Fer hann víða yfir. Heldur er sú
týra þó dauf sem upp er brugðið
þannig að fleira fellur í skugga en
upp er lýst. Enda er hlutverk þessa
starfskrafts væntanlega ekki að
„upplýsa" í bókstaflegri merkingu
þess orðs, þ.e. „fræða, kenna“,
heldur veija fyrirtækið þeirri gagn-
rýni sem fram hefur komið á starfs-
hætti þess.
Orkunýting er ekki einkamál
Það er athyglisvert að Lands-
virkjun skuli telja það verðugri ráð-
stöfun almannafjár að leiga sér
penna en að lækka þátttökugjöld á
nýafstaðið Orkuþing. Mikil er til-
litssemi Landsvirkjunar að spara
almenningi þannig sjálfstæða
skoðanamyndun.
Upplýsingar eru forsenda þess
að hægt sé að taka rökstudda af-
stöðu með eða á móti tilteknu
máli. Nýting vatnsorkunnar á ís-
landi er eitt þeirra mála sem hvað
mest eiga eftir að brenna á lands-
mönnum næstu ár og áratugi og
hefðu án efa margir kosið að mega
hlýða á einhver þeirra 70 erinda
sem flutt voru á Orkuþingi ’91.
Aðstandendur þingsins kröfðust
hins vegar tuttugu þúsunda króna
aðgangseyris og því vandséð hvem-
ig þeir ætluðu almenningi að taka
þar þátt. Umræðan átti greinilega
ekki erindi til almennings, að mati
þinghaldenda, þó svo að hér væri
fjallað um sameiginlega auðlind —
og framtíð — allra iandsmanna.
Upplýsingagjöf fulltrúans í áður-
nefndri grein hjálpar lítið upp á
sakirnar, a.m.k. þykir undirrituðum
lítið til þess fróðleiks koma sem
þar er borinn fram. Fátt er það
raunar í greininni sem ekki má
gera athugasemdir við en ég læt
hér duga að minnast á það helsta.
Víkjum þá fyrst að náttúrunni,
verndun hennar og öflum þeim sem
við hana eru kennd.
Fulltrúinn kveður sér hljóðs
Fulltrúinn skrifar: „Náttúru-
vernd snýst ekki um að láta náttúr-
una ósnerta því hún býr yfir niður-
rifsöflum sem raunar eru mun
öflugri hér en þau náttúruöfl sem
virka til uppbyggingar. Staðreynd
er að oft fegrum við landið með
því að grípa inn í gang náttúrunn-
ar til þess að verja hana fyrir sjálfri
sér ... Náttúruvernd er fólgin í
beislun náttúrunnar, rétt eins og
nýtingu hennar.“ Náttúrufræði
þessi þykja mér heldur nýstárleg.
Hvaða „niðurrifsöfl" er fulltrúinn
að tala um? Ætlar hann að „beisla"
eldgos, brim eða hlaup jökuláa?
„Fegrum“ við náttúruna með því
að virkja Gullfoss eða leggja há-
spennulínu milli Iierðubreiðar og
Öskju?
Til þess að komast til botns í
þessu verðum við fyrst að gera
okkur grein fyrir því hvaða
náttúruöfl og hvers konar „niður-
rif“ við erum að fjalla um. Náttúru-
vemd snýst í höfuðatriðum um
tvennt; annars vegar að bæta fyrir
þann skaða sem þegar er orðinn
og hins vegar að koma í veg fyrir
frekari spjöll. Til að ná fyrra
markmiðinu getur þurft að „grípa
inn í gang náttúrunnar" t.d. með
skógrækt eða landgræðslu, enda
er yfirleitt verið að bæta fyrir skaða
sem beint eða óbeint stafar af
umsvifum mannsins. Þegar óspillt
náttúra á í hlut ríkir hins vegar
almennt sá skilningur meðal
náttúruverndarsinna að náttúruöfl-
in fái að fara sínu fram því ekki
mundi það mikil „náttúra" vera,
sem bundin væri og kefluð eftir
geðþóttaákvörðunum misviturra
hagsmunaaðila. Það er sjálfsagt
mál að reyna að „beisla vindinn"
ef það gæti orðið til þess að draga
úr uppblæstri jarðvegs en sömu
forsendur gilda engan veginn um
eyðileggingu fossa eða það að
sökkva gróðurvinjum í kaf undir
uppistöðulón. Slík „beislun“ hefur
ekkert með vemdun náttúmnnar
að gera.
Háspennt fagurfræði
Fulltrúinn spyr: „Hvað er sjón-
mengun?“ og svarar sér svo á eftir-
farandi hátt: „... sjónmengun
skaðar ekki náttúruna, heldur sýn
mannsins á hana. Það eitt sem
brýtur i bága við fegurðarskyn
áhorfandans veldur slíkum skaða. “
Sjónmengun er sem sé eingöngu
til í huga áhorfandans og fulltrúinn
lætur í veðri vaka að ef fólk kynni
að meta raflínumöstur sem skyldi
þá væri þessi tegund mengunar úr
sögunni fyrir fullt og allt. Ég ætla
hér ekki að deila um fegurðargildi
slíkra mastra, það getur hver les-
andi gert upp við sig. Hins vegar
blöskrar mér sú ofureinföldun sem
fulltrúinn leyfir sér í þessum skrif-
um.
Háspennumöstur eru ekki tijá-
sprotar sem stungið er í svörðinn,
rétt sísvona. Þetta em stór mann-
virki sem mikla fyrirhöfn þarf til
að reisa. Uppsetningu þeirra fylgir
jarðrask bæði umhverfis hvert
mastur og á milli þeirra því leggja
þarf veg eftir endilöngu línustæð-
inu. Náttúmspjöll af þessu tagi
geta varia talist „huglæg“. Jafn-
framt sýnir reynsla að lagning línu-
vega um svæði sem áður voru óað-
gengileg leiðir til enn frekari nátt-
úruspjalla vegna þeirra „hliðar-
slóða“ sem út frá slíkum vegum
óhjákvæmilega myndast. Hér er
því mun meira í húfi en sjónmeng-
unin eingöngu og væri fróðlegt að
vita hvernig fulltrúinn ætlar sér
að „hjálpa náttúmnni“ með jarð-
raski og slóðagerð af þessu tagi.
Hvað sjónmengunina sjálfa varð-
ar þá er hún í eðli sínu ákaflega
lítt frábrugðin annarri mengun.
Flest mengunarvandamál tengjast
umsvifum mannsins og er sjón-
mengun engin undantekning þar
á. Náttúmspjöll af hennar völdum
em jafnan áþrei'fanleg meginþorra
manna. Vera kanri að talsmenn
Landsvirkjunar fylli ljósmyndaalb-
úm sín af fallegum raflínumyndum
en ég efast um að slík iðja sé ann-
ars mjög útbreidd. Fulltrúinn virð-
ist sjálfur eitthvað tvístígandi í
þessu máli því hann birtir ljósmynd
sem sanna á að „20 m möstur eru
ekki stór í víðáttu landsins“. Mynd-
in sannar hins vegar það eitt að
háspennumöstur er erfitt að greina
á illa prentuðum ljósmyndum.
Þorvarður Árnason
„Það er engin ástæða
íil að rasa um ráð fram
í þessum efnum — ork-
an í fallvötnum landsins
hleypur ekki frá okkur.
Nýting þessarar orku
er brýnt hagsmunamál
fyrir þjóðina en það er
ekki sama hvernig að
þeirri nýtingu er staðið.
Lagning háspennulínu
milli Herðubreiðar og
Oskju áður en fullkom-
ið umhverfismat liggur
fyrir er dæmi um það
hvernig ekki á að
standa að þessum mál-
um.“
Orkan og aurarnir
Fulltrúinn skrifar: „Gagnrýni á
framkvæmdagleði og fyrirhyggju-
leysi Landsvirkjunar sem komið
hefur fram að undanförnu á því
tæpast við rök að styðjast." Það
er 'vert að líta á þessa gagnrýni
og svör Landsvirkjunar við henni.
Nýtt álver á Iíeilisnesi, tvöfalt
stærra en það gamla, kallar að
sjálfsögðu á aukna raforkufram-
leiðslu. í tengslum við það var
ákveðið að reisa nýja virkjun á hin-
um enda landsins. Áætlaður kostn-
aður við þessa virkjun, sem kennd
er við Fljótsdal, nemur um 36 millj-
örðum króna og þar af fara 9 millj-
arðar í að leggja háspennulínu
þvert yfír landið. Línu þessa á að
reisa í áföngum og hafa þeir allir
sætt umtalsverðri gagnrýni, mest
þó sá sem nefndur „Fljótsdalslína
1, Leið A“ eða „Þríhyrningsleið".
Línu þessari er ætlað að liggja frá
Valþjófsstað í austur að Svartár-
koti við vestuijaðar Ódáðahrauns
og þaðan til Rangárvalla. Línan á
að liggja rétt sunnan við Herðu-
breiðartögl, eða nokkurn veginn
mitt á milli Herðubreiðar og Öskju,
og þaðan þvert yfir Ódáðahraun.
Val Landsvirkjunar á þessari
línuleið hefur vakið mikla og al-
menna óánægju vegna þeirra nátt-
úruspjalla sem lagning hennar mun
óhjákvæmilega hafa í för með sér.
Náttúruverndarþing, Landvernd,
Náttúruverndarsamtök Austur-
lands og fleiri samtök hafa and-
mælt þessari Ieið en þess í stað
lagt til að línan verði lögð meðfram
núverandi Byggðalínu. Landsvirkj-
un hefur einkum rökstutt val sitt
með tilvísun til hagkvæmnis-
ástæðna. Á sögn talsmanna fyrir-
tækisins kostar hver kílómetri línu-
lagnarinnar að meðaltali um 15
milijónir króna. Heildarlengd Þrí-
hyrningsleiðar, frá Fljótsdal til
Rangárvalla, er u.þ.b. 200 kíló-
metrar en Byggðalínuieið hins veg-
ar 8-10 kílómetrum lengri. Lands-
virkjun fullyrðir að Þríhyrningsleið
sé ódýrari kostur sem fyrirtækinu
beri því að taka, þó svo að um-
hverfisskaðinn verði mun meiri en
ef farið væri meðfram Byggðalínu.
Ég hef einkum tvennt við þessa
fuliyrðingu að athuga. í fyrsta lagi
er ekki gefið að kostnaðurinn við
línulagnirnar sé nákvæmlega sá
sami á báðum leiðum og eru raun-
ar sterkar líkur á því að það kosti
minna að leggja hvern kílómetra
meðfram Byggðalínu. Kostnaður
við vegagerð er áætlaður 2-3 millj-
ónir á kílómetra, sá hluti kostn-
aðarins yrði nær öruggiega minni
ef farið væri meðfram þjóðveginum
í stað þess að klöngrast yfir hraun,
dyngjur og aðrar jarðmyndanir.
Ekki þyrfti mikinn sparnað á 200
kílómetra línuleið til að bæta upp
þann kostnað sem af 8 kílómetra
lengingu hlytist — og e.t.v. gott
betur.
í öðrujagi mætti svo benda á
það, að Fljótsdalsvirkjun í heild
sinni er óhemju „dýr“ framkvæmd,
ekki eingöngu frá peningalegu
sjónarmiði heldur einnig hvað eyði-
leggingu náttúrunnar varðar.
Þannig munu t.d. Eyjabakkar, ein
helsta hálendisvin landsins, hverfa
að eilífu undir 50 ferkílómetra uppi-
stöðulón. Skaðinn er því nógur fyr-
ir þótt ekki bætist við háspennulína
við rætur Herðubreiðar, gjörsam-
lega að óþörfu. Slík óþarfa náttúru-
spjöll mega ekki viðgangast, jafn-
vel þótt það lcosti einhver fjárútlát
að flytja línuna. Ef svo ólíklega
vill til að Byggðalínuleiðin reynist
dýrari en Þríhyrningsleiðin, ber að
líta á þann kostnað sem jafn sjálf-
sagðan lið í arðsemisútreikningum
framkvæmdarinnar og þann vaxta-
GLETTNI
ÖRLAGANNA
EFTIR
INGIBJÖRGU
SIGURÐARDÓTTIR
INGIBJÖRG
SIGURÐARDÓTTIR
er án efa ein af vinsælustu
skáldkonum á íslandi í dag.
Nú fá aðdáendur hennar enn
eina spennandi ástarsögu frá
henni.
Þetta er 30. skáldsaga
Ingibjargar, og það eitt segir
sína sögu um hinn stóra
lesendahóp.
Depill
fer í lystigarð
EFTIR ERIC HILL
Ný barnabók um Depil,
sem nú fer í lystigarð
með vinum sínum.
Eins og fyrri bækurnar um
Depil, er þessi bók tilvalin
fyrir yngstu lesendurna
og ekki síður fyrir foreldra
til að lesa fyrir bömin.
Verð kr- 700,-
8ÓKAF0RLDGS8ÓH