Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 38

Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 38
38 MORGUNBLÁÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 Boris Jeltsín Sjálfsævi- saga Boris Jeltsíns BÓKAÚTGÁPAN Örn og Örlyg- Uppboðsfyrirtækið Sotheby’s í London: Sigrúnu Eðvaldsdóttur boðið að kynna sér fíðlur SOTHEBY’S uppboðsfyrirtækið í London hefur boðið Sigrúnu Eðvaldsdóttur, fiðluleikara, að koma til London til þess að kynna sér þær fiðlur sem fyrirtækið hefur á boðstólum. Sigrún segist búast við að fara til London 2. janúar. Verið er að safna fyrir fiðlu handa Sigrúnu hér á Iandi. „Það kom hingað yfirmaður hjá Sotheby’s sem frétti af fiðlu- málunum, fékk að vita að búið væri að stofna reikning og áhug- inn væri mikill, og hann bauð mér að koma til Bretlands og prófa fiðlurnar þeirra. Ég býst svo við að fara þangað út strax 2. janúar og vera í nokkra daga,“ sagði Sigrún í samtali við Morg- unblaðið. Hún sagðist vita til þess að nokkur hljófæri væru á boðstólum hjá fyrirtækinu. „Selma, píanóleikarinn minn, og Rut Jngólfsdóttir voru þarna úti um daginn og skoðuðu nokkur hljóðfæri. Þeirra á meðal var gömul ítölsk Rocca fiðla, en ég hef heyrt að þær séu alveg frá- bærar, ein Stradivaríus fiðla og önnur sem hann gerði bara botn- inn á. Þess vegna er hún ekki eins dýr,“ sagði Sigrún og nefndi sem dæmi um verðlag að settar væru 11-12 milljónir á Rocca fiðluna. Sú fiðla hefur að sögn Sigrúnar fimmfaldast í verði á síðustu 10 árum. „Þess vegna verður sennilega alveg vonlaust að kaupa hana eftir 10 ár,“ sagði hún. Sigrún sagði að hún þyrfti í rauninni _ gott hljóðfæri sem fyrst. „ Ég hef að vísu verið svo heppin að ég hef fengið lánaða fiðlur hér og þar þegar ég hef verið að gera eitthvað sérstak- lega mikilvægt en á næsta ári er orðið alveg nauðsynlegt fyrir mig að fá gott hljóðfæri," sagði Sigrún. Hún er búsett í Indiana í Bandaríkjunum en stödd á ís- landi um jólin. Hvað framtíðina varðaði sagði Sigi'ún að hún héldi áfram að læra ný verk, taka þátt í keppnum og halda tón- leika. Tékkareikningur númer 2400 í aðalbanka Búnaðarbankans hefur fengið nafnið Fiðla fyrir Sigrúnu, og inn á hann geta þeir lagt peninga sem vilja styðja fiðlukaupin. ur hefur gefið út bókina Gegn ofurvaldi - Baráttusögu Boris Jeltsíns - sjálfsævisögu fram til síðustu atburða. Veturliði Guðna- son þýddi. I kynningu útgefanda segir m.a.: „Bókin kom fyrst út árið 1990 og kom þá óþyrmilega við kauninn á valdaklíku kommúnista í Sovétríkj- unum. Boris Jeltsín er af fátækum bændum kominn en honum tókst með harðfylgi að ganga mennta- veginn og vekja á sér athygli vald- hafanna. Hann var kominn í æðstu valdastöður þegar honum ofbauð ástandið og gerði uppreisn gegn kerfínu sem dæmdi hann strax úr leik. Gorbatsjov lét hann vita að hann ætlaði honum ekki að koma framar nálægt stjómmálum. Valdaklíkan ákvað að ganga af Jeltsín pólitískt dauðum, en hann sneri dæminu við, gerði út af við hið kommúníska kerfi og stóð eins og klettur í haf- inu þegar klíkan gerði tilraun til valdaráns. Maðurinn sem Gorbatsjov hafði ætlað að dæma endanlega úr leik, varð til þess að bjarga honum og tryggja áframhaldandi lýðræðisþró- un í Sovétríkjunum. Frá öllu þessu segir hann í bók sinni og dregur ekkert undan." Síðustu skrifin eru frá júní-sept- ember 1989 og bókinni lýkur á eftir- mála sem Jeltsín skrifaði ári seinna. Bókaútgáfan Fjölvi ósátt við bókaumfjöllim Ríkisútvarpsins; Ætla að kæra opinberan embættis- mann til saksóknara fyrir valdníðslu Engin bók bönnuð hjá Ríkisútvarpinu, segir umsjónarmaður Leslampans „VIÐ lítum svo á að hér sé um að ræða valdníðslu embættis- manns. Þetta er starfsmaður ríkisstofnunar. Þessi valdníðsla er geysilega alvarleg því hún er á sviði málfrelsis. Það eru að skap- ast nýjar forsendur á þessu sviði vegna tengsla okkar við Evrópu- dómstólinn og við höfum hugsað okkur að setja þetta mál alveg út á ystu þröm - við munum ganga eftir því að fá að vita hver okk- ar réttur er,“ sagði Þorsteinn Thorarensen hjá Fjölvaútgáfunni, en hann segir að gengið hafi verið framhjá bókum útgáfunnar í bókaumfjöllun Ríkisútvarpsins. Þorsteinn sagði að Fjölvaút- gáfan gæfi út 25 bækur eftir ís- lenska og erlenda höfunda á þessu ári og útlit væri fyrir að engin þessara bóka fengi umfjöllun fyrir þessi jól. „Ég mun kæra manninn fyrir ríkissaksóknara og síðan mun ég krefjast þess að farið verði í mál við hann vegna valdníðslu í opinberu embætti,*1 sagði Þor- steinn. í auglýsingu frá Fjölvaútgáf- unni í Morgunblaðinu á þriðjudag Ljóðabók eftir Guðjón Sveinsson MEÐ eitur í blóðinu nefnist ljóðabók eftir Guðjón Sveins- son, sem er komin út hjá Bóka- forlagi Odds Björnssonar á Akureyri. Þetta er fyrsta ljóðabók Guðjóns. Á bókarkápu segir m.a.: „Nafn bókarinnar, Með eitur í blóðinu, og kaflaheitin: Einfari, Eitrað blóð, Við luktar dyr, Ljós yfir sandinn og Ný spor gefa innsýn í efni og andblæ ljóðanna, baráttu höfundar á árunum 1983 - 85 við öfl ólíkta heima. Bókin inniheldur liðlega 60 rím- uð sem órímuð Ijóð, öll ort á fyrr- greindu árabili.“ í bókarlok segir höfundur, að hann hafi alla tíð „haft þá undar- legu áráttu, einkum á fundum og hliðstæðum samkundum, að krota ýmsar „krúsidúllur á nærtækan pappír..“ Pétur Behrens hefur út- fært „krotið" á síður bókarinnar og kápu. Guðjón Sveinsson. Bókin er 111 blaðsíður, unnin hjá Prentverki Odds Björnssonar hf.. er sagt að bókmenntaráðunautur Ríkisútvarpsins hafi sett skáldsög- urnar Hvenær kemur nýr dagur? eftir Auði Ingvars og Flýtur brúða í flæðarmáli eftir Þoi-varð Helga- son á svartan lista og í bann án Hæstiréttur: Eins árs fangelsi fyr- ir nauðgun HÆSTIRÉTTUR hefur ný- lega staðfest dóm sakadóms Hafnarfjarðar um að 21 árs gamall maður skuli sæta 12 mánaða fangelsisvist fyrir að hafa nauðgað 18 ára stúlku á heimili sínu í Hafn- arfirði í desember á liðnu ári. Atburðurinn átti sér stað snemma sunnudagsmorguns. Maðurinn viðurkenndi að hafa afklætt stúlkuna nauðuga, þvingað fætur hennar í sundur og haldið fyrir munn hennar er hún hugðist kalla á hjálp. Með játningu fnannsins sem bar að miklu leyti saman við framburð stúlkunnar og með niðurstöðu læknisskoðunar þótti sannað að hann hefði gerst sekur um brotið. Halla Bachmann Ólafsdóttir héraðsdómari í Hafnarfirði taldi refsingu mannsins hæfi- lega 12 mánaða fangelsi og þann dóm staðfestu hæstirétt- ardómararnir Guðrún Erlends- dóttir, Bjarni K. Bjarnason, Gunnar M. Guðmundsson, Haraldur Henrysson og Þór Vilhjálmsson. þess að lesa hana. „Við lítum svo á að Friðrik Rafnsson hafi sett bann á okkar bækur. Ég hef farið með töluvert af bókum til hans sem hann segir sér ekki fært að fjalla um. Hann gaf það í skyn og sagðist ekki geta fjallað um neina af okkar bókum fyrir jól. Okkur fmnst að sem starfsmanni Ríkisútvarpsins beri honum skylda til að gera ekki upp á milli útgáfu- fyrirtækja, en það gerir hann,“ sagði Ingunn Thorarensen hjá Fjölvaútgáfunni. Hún sagði að for- lagið gæfi út 10-12 íslenskar bæk- ur fyrir þessi jól. I annarri auglýsingu frá Fjölv- aútgáfunni í Morgunblaðinu á þriðjudag sagði meðal annars: „Föstudaginn 6. desember í skammdeginu gerðist sá furðulegi atburður að bókmenntastjóri Rík- isútvarpsiris þeytti fjórum ljóða- bókum Fjölvaútgáfunnar út í horn og setti þær þar með á bannlista." Friðrik Rafnsson, umsjónar- maður þáttarins bókmenntaþátt- arins Leslampans á Rás 1, sagði að þetta væri einfaldlega rangt. „Ljóðabókunum þeytti ég síður en svo út í horn, heldur lét ég þær í hendur umsjónarmanni þáttarins Kviksjár, en sá þáttur er helgaður nýjum ljóðabókum einu sinni í viku nú fyrir jólin,“ sagði Friðrik. Hann sagði að engin bók hefði verið bönnuð á Ríkisútvarpinu og enn síður verið sett á svartan lista. „Hins vegar höfum við hvorki ótakmarkaðan tíma né peninga til þess að kynna allt sem kemur út. Þar af leiðir að sjálfsögðu að það verður að velja og hafna, rétt eins og hjá öðrum fjölmiðlum. Það er hrein óskhyggja hjá forsvars- mönnum bókaútgáfunnar Fjölva að Ríkisútvarpið hafi sett „bann“ á bækur þess og tilraun þess til að gera þá höfunda, sem hún gef- ur út, að píslarvottum er hlægileg. Ég held að engir rithöfunar eigi slíka útreið skilið hjá útgefanda sínum,“ sagði Friðrik. Hann sagði að fyrir jólin bær- ust um 500 titlar til umíjöllunar og þar af yrði unnt að sinna ein- göngu um 50 titlum. Friðrik sagði að bóksala fari mest fram á þess- um fáu vikum fyrir jól og krepput- al sé mikið í þjóðfélaginu þannig að menn leiti allra ráða til að selja. „Flestir sýna menn háttvísi þrátt fyrir mikið álag, en það er meira en hægt er að segja um þá Fjölva- menn því vinnubröð sem þessi hæfa ekki bókaútgáfu sem vill standa undir nafni,“ sagði Friðrik. Sólin FM 100,6 í loftið: Rammíslensk útvarpsstöð - segir Örn Óskarsson útvarpsstjóri NY íslensk útvarpsstöð, Sólin FM 100,6, tók til starfa í gærdag. Sólin er rekin af hlutafélagi og er útvarpsstjórinn Örn Óskarsson. Örn segir að Sólin verði rammíslenska útvarpsstöð í sífelldri mótun. Um 15 tæknimenn og dagskrárgerðarmenn vinna hjá útvarpsstöðinni. „Sólin verður rammíslensk út- varpsstöð. Flutt verður mikið af íslenskri tónlist og áhersla lögð á að koma á framfæri íslenskum lista- mönnum," sagði Örn í samtali við Morgunblaðið. „Við ætlum að blása í lúðra þjóðernishyggju og hvetja íslendinga dálítið til dáða í þeirri svartsýni sem hér ríkir svo dæmi sé nefnt á efnahagssviðinu. Stöðin verður sólarmegin í lífinu til þess að skemmta fólki og létta því stund- ir. Ég held að óhætt sé að bæta því við að við ætlum að vera hæfi- lega skipulögð, í mótun á hverjum degi.“ Sólin tók til starfa kl. 15 í gær. Framvegis verður útvarpað milli kl. 7 á morgnana til kl. 1 eftir mið- nætti á virkum dögum. Um helgar verður útvarpað allan sólarhring- inn.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.