Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 42
42
...MoitetmBLÆÐrÐ- fi mmtu d attuit 127 itesembek TS'gr -
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Ríkisstjórn á
réttri leið
Tjíkisstjórn Davíðs Oddssonar hef-
JV ur tekið rækilega til hendi að
undanförnu og tilkynnt aðgerðir í rík-
isfjármálum, sem eru líklegar til að
stuðla að stöðugleika í efnahags- og
atvinnulífi landsmanna. Kjarni þess-
ara ráðstafana er að tryggja, að halli
á ríkissjóði á næsta ári verði ekki
meiri en 3,5 milljarðar og að lánsfjár-
þörf ríksins á næsta ári stórminnki.
Hvoru tveggja er ein helzta forsenda
þess, að raunvextir lækki. Slík lækk-
un er aftur forsenda þess, að atvinnu-
lífið lifi af kreppuna, sem framundan
er og nái sér á strik.
Þessum markmiðum verður ekki
náð nema koma við margvíslega
hagsmuni enda hafa viðbrögðin gegn
ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar verið
hörð úr ýmsum áttum. Það út af fyr-
ir sig er vísbending um, að hún er á
réttri leið. Undan slíkum átökum
verður ekki vikizt og það er sérstakt
fagnaðarefni, að hin nýja viðreisnar-
stjóm ætlar bersýnilega ekki að hörfa
undan heldur takast á við vandann.
Sveitarstjómarmenn hafa bmgðizt
hart við aðgerðum ríkisstjómarinnar
þ. á m. borgarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík. Á hinn bóginn
fer ekki á milli mála, að litlar kröfur
hafa verið gerðar á hendur sveitar-
stjórnum um þátttöku í viðleitni til
að skapa hér efnahagslegan stöðug-
leika. Áfleiðingin hefur orðið sú, að
skuldasöfnun sumra sveitarfélaga er
óhófleg, svo að vægt sé til orða tek-
ið. Þótt ekki hafí verið haft samráð
við sveitarstjórnir um þessar aðgerðir
er ljóst, að ríkisstjórn getur þurft að
taka slíkar ákvarðanir með skjótum
hættí og getur þá ekki haft samráð
við alla aðila, sem málið snertir.
Sjómenn hafa snúizt harkalega
gegn aðgerðum til þess að þrengja
hinn svonefnda sjómannafrádrátt.
Málefnastaða þeirra er ekki sterk.
Hvaða rök eru gegn því, að sjómanna-
frádrátturinn takmarkist við þann
tíma, sem menn eru á sjó? AÍiðvitað
eru engin efnisleg rök gegn því. Ef
rökin fyrir sjómannafrádrættinum
em þau, að eðlilegt sé að umbuna
sjómönnum vegna þess, að þeir starfa
við erfiðar aðstæður á hafi úti geta
þeir og samtök þeirra ekki haft á
móti aðgerðum, sem takmarka frá-
dráttinn við þá daga, sem verið er á
sjó.
Sérstök ástæða er til að fagna
þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
tekjutengja bamabætur. Morgun-
blaðið hefur á undanförnum mánuð-
um mjög hvatt til þess, að ýmsar
greiðslur úr almannasjóðum verði
tekjutengdar þannig, að jafnvel væri
hægt að gera betur við þá, sem raun-
veralega þurfa á slíkum greiðsium
að halda. Þess er að vænta, að tekju-
tenging verði tekin upp víðar í opin-
bera kerfínu. Það er sanngjarnt að
greiða úr almannasjóðum til þeirra,
sem þurfa á því að halda. Það er frá-
leitt að greiða til hinna, sem þurfa
ekki á því að halda.
Morgunblaðið hefur lýst stuðningi
við gerð jarðganga á Vestfjörðum og
bent á mikilvægi þeirrar samgöngu-
bótar til þess að gera nokkur byggð-
arlög á norðanverðum Vestfjörðum
að einu atvinnusvæði. Það er hins
vegar ekki hægt að standa gegn því
með nokkrum rökum, að hluta þess-
ara framkvæmda verði frestað um
eitt ár. Tólf mánuðir em ekki langur
tími í sögu þjóðarinnar.
Þessar aðgerðir eru þjóðinni til
hagsbóta. Ekki er við því að búast,
að verkalýðshreyfingin lýsi stuðningi
við þær. Hins vegar verður að ætlast
til, að aðilar vinnumarkaðar grípi
tækifærið og geri samninga sín í
milli, sem geri kleift í kjölfar aðgerða
ríkisstjórnarinnar að stórlækka raun-
vexti. Það eitt út af fyrir sig verður
mikil kjarabót fyrir launþega og get-
ur drýgt kaupmáttinn vemlega, jafn-
vel um tugi þúsunda á ári hjá fjöl-
skyldu, sem ráðizt hefur í venjuleg
íbúðakaup. En þá þurfa allir aðilar
að veita sterkt aðhald með vöxtum.
Vegna gjörbreyttra aðstæðna og þá
er fyrst og fremst átt við aflaskerð-
inguna em ekki lengur forsendur
fyrir þeim kjarabótum, sem ætla
mátti fyrr á þessu ári. Nú þarf að
koma í veg fyrír samdrátt og atvinnu-
leysi.
Söluaukn-
ingarverð-
laun en ekki
bókmennta-
verðlaun
Sveinn Einarsson, dagskrárstjóri
sjónvarps, skrifaði athyglis-
verda grein í Morgunblaðið í gær.
Hann lýsir þar óánægju yfir því, að
ritverk hans um sögu íslenzkrar leik-
listar þefur ekki verið tilnefnt til
hinna íslenzku bókmenntaverðlauna.
Ástæðan var ekki sú, að þar til bær
dómnefnd hefði talið bókina óhæfa
til þessara verðlauna heldur hin, að
útgefandi bókarinnar borgaði ekki
þrjátíu þúsund krónur til þess að hún
fengi tilnefningu.
Síðan segir Sveinn Einarsson:
„Höfuðtilgangur þessara verðlauna
er að vekja athygli á einstaka bókum,
sem líklegt er að megi með þessu
möti auka sölu á fyrir jólin — þá
auðvitað á kostnað annarra. Með
öðrum orðum, þetta em ekki bók-
menntaverðlaun heldur söluaukning-
arverðlaun og auglýsingamennska ...
Islenzku bókmenntaverðlaunin rísa
ekki undir heiti eins og nú er í pott-
inn búið og forseti Islands á ekki að
Ijá þeim lið fyrr en þarna hefur verið
gerð bragarbót."
Þetta era orð að sönnu. Sumir rit-
höfundar hafna því, að útgefendur
tilnefni bækur þeirra til verðlaunanna
vegna þess, hvernig þeim er háttað.
Aðrir standa frammi fyrir því, að það
er ekki efni bókanna, sem máli skipt-
ir heldur hvort útgefandi er tilbúinn
til að greiða með þeim nokkra tugi
þúsunda króna. Auðvitað er það rétt
hjá Sveini Einarssyni, að þetta á ekk-
ert skylt við bókmenntaverðlaun.
Þetta er sölumennska.
Tillögur Sjávarspendýranefndar Bandaríkjaima um afstöðu stjómvalda til hvalveiða:
- segir aðalfulltrúi Dana
í Alþjóða hvalveiðiráðinu
Kammersveit Reykjavíkur
Yivaldi-hátíð Kammersveit-
ar Reykjavíkur í Askirkju
KAMMERSVEIT Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í
Áskirkju sunnudaginn 15. desember og hefjast þeir kl. 17.00
Efnisskrá þessara jólatónleika
verður helguð tónskáldinu Antonio
Vivaldi, en á þessu ári eru liðin
250 ár frá dauða hans.
Þó verkin séu öll eftir sama
tónskáldið eru þau ólík og efnis-
skráin Ijölbreytt. Tónleikarnir
hefjast á Sinfóníu í G-dúr fyrir
strengjasveit, þá leikur Auður
Hafsteinsdóttir einleik í fiðlukon-
sert í e-moll. Camilla Söderberg
bokkflautuleikari kemur með
minnstu blokkflautuna sína, sópr-
anínó, og leikur konsert í C-dúr.
Eftir hlé verður leikinn Concerto
grosso í g-moll fyrir 2 fiðlur, selló
og strengjasveit og loks verður
konsert í h-moll fyrir ijórar ein-
leiksfiðlur, selló og strengjasveit.
Þar koma fram sem einleikarar
Rut Ingólfsdóttir, Unnur María
Ingólfsdóttir, Auður Hafsteins-
dóttir og Bryndís Pálsdóttir á fiðlu
og Inga Rós Ingólfsdóttir á selló.
Strengjasveitina skipa 13 hljóð-
færaleikarar.
Þessa dagana er að koma út
geisladiskur með verkum Jóns
Nordals, sem Kammersveit
Reykjavíkur gefur út í samvinnu
við íslenska tónverkamiðstöð.
Upptökur fóru fram í febrúar sl.
og tóku þátt í þeim um 30 hljóð-
færaleikarar undir stjórn Pauls
Zukofskys. Verði geisladiskurinn
tilbúinn fyrir helgina hyggst
Kammersveitin bjóða tónleika-
gestum sínum að kaupa hann á
tónleikunum á sérstöku tilboðs-
verði í tilefni útgáfunnar.
(Fréttatilkynning)
Orökrétt að
vera í tveim-
ur samtökum
Aðalfulltrúi Dana í Alþjóðahval-
veiðiráðinu telur að Grænlending-
ar og Færeyingar geti ekki gerst
aðilar að nýjum svæðisbundum
samtökum sem stjórni veiðum á
sjávarspendýrum, ef stefna þeirra
samtaka væri andstæð stefnu Al-
þjóðahvalveiðiráðsins. Danmörk
fer með málefni þessara landa í
hvalveiðiráðinu.
Færeyingar telja, að þeir gætu
gengið í slík samtök, ef Islendingar
stofni þau eftir að hafa gengið úr
Alþjóðahvalveiðiráðinu. Þá skipti
ekki máli hvort Færeyjar séu áfram
í Alþjóðahvalveiðiráðinu gegnum
Dani.
Þegar þetta var borið undir Hen-
rik Fisher aðalfulltrúi Dana í Al-
þjóðahvalveiðiráðinu sagði hann, að
spurningar um þetta efni vörðuðu
stjórnmálastefnu, sem ekki hefði
verið mótuð. „Það er ekki rökrétt
að vera í tveimur samtökum sem
hafa gersamlega ólíka stefnu. Auð-
vitað er ekki hægt að vita hvað fram-
tíðin ber í skauti sér, en ef þetta
mál kemur á dagskrá verða danska
stjórnin og heimastjórnir þessara
ríkja að ræða það. Og á endanum
væri það undir dönskum stjórnmála-
mönnum komið, hvort þeir vilja
breyta stefnu Dana varðandi hval-
veiðar,“ sagði Fisher.
Þegar Fisher var spurður hvort
hann teldi að eitthvað slíkt myndi
gerast á næsta ársfundi Alþjóðahval-
veiðiráðsins, að það gæti haft áhrif
á afstöðu íslands til ráðsins, svo sem
að einhveijar hvalveiðar yrðu heimil-
aðar, svaraði hann að það væri auð-
vitað mögulegt en varla líklegt.
Meiri áhersla verði lögð á
aðra þætti en vísindalega
Bandaríkin eig*i áfram að vera á móti hvalveiðum
SVONEFND sjávarspendýranefnd, sem er fastanefnd skipuð af Banda-
ríkjaforseta, hefur skilað áliti til aðalfulltrúa Bandaríkjanna í Alþjóða-
hvalveiðiráðinu, þar sem meðal annars er lagt til að Bandaríkin verði
áfram á móti hvalveiðum innan Alþjóðahvalveiðiraðsins, og taki ekki
síður tillit til annara þátta en vísindarannsókna þegar afstaða verði
mótuð til þess hvort heimila eigi hvalveiðar í atvinnuskyni á ný.
Formaður Sjávarspendýranefnd-
arinnar hefur skrifað bréf til John
A. Knauss, sem er aðalfulltrúi
Bandaríkjanna í Alþjóðahvalveiði-
ráðinu og forstöðumaður NOAA,
bandarískju sjávar- og veðurfræði-
stofnunarinnar sem er deild í banda-
ríska viðskiptaráðuneytinu. í bréfinu
segir, að Bandaríkin muni bráðlega
standa andspænis spurningunni
hvort þau eigi að halda áfram að
vera á móti öllum hvalveiðum, eða
hvort þau eigi að samþykkja ein-
hverjar veiðar að uppfylltum ákveðn-
um skilyrðum. í því sambandi verði
að taka inn til athugunar yfírlýsing-
ar nokkurra hvalveiðiþjhóða um að
þær ætli nað ganga úr hvalveiðiráð-
inu. Slíkt yrði upphafið að endalok-
um Alþjóðahvalveiðiráðsins sem al-
þjóðlegs stjórntækis og myndi því
varla þjóna bestu hagsmunum hval-
friðunar.
í bréfinu segir, að það sé álit
nefndarinnar, að friðun hvala verði
best náð fram ef Alþjóðahvalveiði-
ráðið sé virkt stjómtæki, og því sé
best að reyna að koma í veg fyrir
upplausn þess eins fljótt og auðið
er. Hins vegar telji nefndin einnig,
að stofnsáttmáli ráðsins sé úreltur;
hann endurspegli ekki sjónarmið um
friðun sjávarlífs, sem hafi fengið
aukið vægi siðan 1946 þegar sátt-
málinn var gerður. Ef stofnsáttmál-
inn sé endurskoðaður, og stjórnunar-
aðferðir ráðsins aðlagaðar nútíma
friðunarsjónarmiðum, og ef aðildar-
þjóðirnar fari að fullu eftir þeim, sé
ástæða til að ætla að verndunar-
áætlanir hvalveiðiráðsins verði
áhrifa
um hvalastofninum á eftir öðrum var
nær útrýmt.
í bréfínu Segir, að vísindanefnd
hvalveiðiráðsins telji að stofnstærð-
armat nokkurra hvalastofna, aðal-
lega hrefnustofna í Suðurhöfum og
í Norður-Atlantshafi, sýni að stofn-
arnir þoli veiðar. Nefndin telur í
þessu sambandi, að þótt „vísindi"
(gæsalappir eru í enska textanum)
gætu sýnt fram á að taka megi aft-
ur upp hvalveiðar í atvinnuskyni,
leggi þau ekki mat á spurninguna
hvort eigi að taka þær upp aftur.
Þrátt fyrir að Bandaríkin hafi byggt
andstöðu sína gegn hvalveiðum á
vísindalegum grundvelli, verði að
taka tillit til annarra sjónarmiða
þegar þessi staða sé metin. Ljóst sé
að margir Ameríkanar séu á móti
hvalveiðum af siðferðilegum ástæð-
um og þær verði að taka með í
reikninginn, ekki síður en vísindaleg-
ar, þegar stefna landsins sé mótuð.
Sjávarspendýranefndin telur, að
fyrir næsta fund Alþjóðahvalveiði-
ráðsins, verði Bandaríkin að endur-
skoða stefnu gagnvart hvalveiðum í
atvinnuskyni. Rök bendi til, að þann-
ig geti orðið til stefna, sem taki til-
lit til nútímasjónarmiða um verndun
lifandi náttúruauðlinda og taki tillit
til siðferðilegra sjónarmiða og þeirra
sjónarmiða að hvalir hafi ekki síður
annað gildi en beint neyslugildi (non-
consumptive as well as consuptive
values). Slíkt sé næg ástæða fyrir
Bandaríkin til að halda áfram að
vera á móti hvalveiðum.
í bréfinu eru raktar tillögur nefnd-
arinnar til bandarískra stjórnvalda.
Þær felast í því að þegar afstaða
verði tekin til mögulegra atvinnu-
hvalveiða, eigi að miða við að önnur
gildi séu jafn mikilvæg, ef ekki mikil-
vægari, en neyslusjónarmið dg
vísindi ein eigi ekki að segja fyrir
um hvorí hvalveiðar verði teknar upp
að nýju. Þá eigi bandarísk stjórnvöld
að vera á móti því að hvalveiðar séu
teknar upp að nýju að vegna fyrri
mistaka við tilraunir til að vernda
hvalastofnana og að nauðsynlegt sé
að taka tillit til annara sjónarmiða.
Nefndin telur síðan að bandarísk
stjórnvöld eigi að viðurkenna að
hvalvéiðar, undir þröngum stjórn-
unaraðferðum, og nákvæmu eftirliti
með hvalastofnunum og rannsóknum
á veiddum dýrum, muni ekki setja í
hættu viðkomandi hvalastofna eða
lífkerfið sem þeir séu hluti af. Og
loks eigi bandarísk stjórnvöld að
ákveða, að ef Alþjóðahvalaveiðiráðið
samþykki með tilskyldum meirihluta
atkvæða (þremur fjórðu), að at-
vinnuveiðar hefjist á ný, muni
Bandaríkin ekki telja að slíkar veiðar
dragi úr áhrifum verndunaráætlunar
ráðins og reyni því ekki að beita við-
skiptaþvingunum gegn þjóðum sem
hefji hvalveiðar.
Raunar kemur fram í annarri rit-
gerð nefndarinnar, að GATT hafi
úrskurðað, að Bandaríkin geti ekki
beitt önnur ríki viðskiptaþvingunum
í því skini að framfylgja innlendri
Iöggjöf, en þvinganir vegna hval-
veiða myndu falla undir slíkt.
í þessari seinni skýrslu Sjávar-
spendýranefndarinnar, er niðurstað-
an sú, að ef Alþjóðahvalveiðiráðið
liðist í sundur, muni það vinna gegn
þróun áhrifaríkra friðunaráætlana.
Því mælir Sjávarspendýranefndin
með því, að NOAA, í samráði við
bandaríska utanríkisráðuneytið og
Sjávarspendýranefndina, geri það
sem nauðsynlegt sé til að hvetja
aðildarþjóðir Alþjóðahvalveiðiráðsins
til að vera áfram í ráðinu.
Til viðbótar mælir nefndin með
því, að þar til Alþjóðasáttmálinn um
stjórnun hvalveiða hafi verið endur-
skoðaður með tilliti til nútímasjón-
armiða um friðun náttúruauðlinda
og ráðið hafi samþykkt yeiði-
stjórnunarreglur sem feli í sér ör-
uggt veiðieftirlitskerfi, skuli stefna
Bandaríkjanna áfram vera sú að
vera á móti hvalveiðum í atvinnu-
skyni.
Þjóðmálakönnun um afstöðu til EES samnings:
43 ‘
Jafnmargir hlynntir samn-
ingnum og eru á móti honum
Meirihluti telur EES fela í sér efnahagslegan ávinniug- fyrir ísland
ÞJÓÐIN skiptist í tvo nær jafna hópa í afstöðu til samninganna
um evrópskt efnahagssvæði, samkvæint þjóðinálakönnun Félags-
vísindastofnunar sem birt var í gær. Þar kemur fram, að 50,6%
þeirra sem tóku afstöðu eru hlynntir samningum en 49,4% eru
honum andvígir. En 74,9% þeirra sem tóku afstöðu telja að samn-
ingurinn feli í sér efnahagslegan ávinning fyrir íslendinga. Yfir
fjórðungur þeirra sem leitað var til tók ekki afstöðu til inálsins
og 70% allra svarenda töldu sig ekki hafa fengið nægar upplýs-
ingar um málið.
Ákveðnastir í stuðningi við
samninginn eru sérfræðingar og
atvinnurekendur, og frekar þeir
sem búsettir eru á Reykjavíkur-
svæðinu en á landsbyggðinni. Þá
er mikill meirihluti kjósenda Al-
þýðuflokksins ákveðinn í stuðningi
við samninginn og rúmur helming-
ur kjósenda Sjálfstæðisflokks. And-
staða við samninginn er lítil meðal
kjósenda stjórnarflokkanna, en
stuðningsmenn stjórnarandstöðu-
flokkanna eru í mun meira mæli
bæði óráðnir og í andstöðu við
samninginn.
í könnuninni, sem framkvæmd
Tafla 1 Telurðu að samningurinn urn evrópska efnahagssvæðið feli í sér efnahagslegan ávinning fyrir Islendinga?
Fjöldi Hlutfall allra Hlutfall þeirra sem svara Hlutfall þeirra sem taka afstöðu
Já 587 55,6 56,6 74,9
Nei 197 18,7 19,0 25,1
Óviss 254 24,1 24,5 —
Ekki svarað 17 1,6 -
Alls 1055 100% 100% 100%
Tafla2
Telurðu að sjálfstæði þjóðarinnar verði í hættu ef ísland gerist aðili
að þessum samningi?
Fjöldi Hlutfall allra Hlutfall þeirra sem svara Hlutfall þeirra sem taka afstöðu
Já 430 40,8 41,5 50,2
Nei 427 40,5 41,3 49,8
Óviss 178 16,9 17,2 —
Ekki svarað 20 1,9 — —
Alls 1055 100% 100% 100%
Tafla3
Telurðu að sérkenni íslenskrar menningar verði í meiri hættu en nú
er, ef Islendingar gerast aðilar að samningnum?
Fjöldi Hlutfall allra Hlutfall þeirra sem svara Hlutfall þeirra sem taka afstöðu
Já 422 40,0 40,5 46,0
Nei 495 46,9 47,6 54,0
Óviss 124 11,8 11,9 —
Ekki svarað 14 1,3 — —
Alls 1055 100% 100% 100%
Tafla4
Telurðu að forræði þjóðarinnar yfir auðlindum verði í meiri hættu
en nú er, ef ísland gerist aðili að samningnum um evrópska efna-
hagssvæðið?
Fjöldi Hlutfall Hlutfall Hlutfall
allra þeirra sem þeirra sem
svara taka afstöðu
J 3 629 59,6 60,5 68,5
Nei 289 27,4 27,8 31,5
Óviss 122 11,6 11,7
Ekki svarað 15 1,4 —
Alls 1055 100% 100% 100%
Taflað
Finnst þér að þú hafir fengið nægilega miklar upplýsingar um hvað
samningurinn felur I sér fyrir ísland?
Fjöldi Hlutfall Hlutfall Hlutfall
allra þeirra sem þeirra sem
svara taka afstöðu
Já 250 23,7 23,9 25,3
Nei 738 70,0 70,6 74,7
Óviss 58 5,5 5,5 —
Ekki svarað 9 0,9 — —
Alls 1055 100% 100% 100%
var síðustu viku nóvember, var
notað 1.500 manna úrtak og feng-
ust svör frá 1.055 manns. Þar kom
fram, að þeir sem töldu að sanming-
urinn væri hagstæður íslendingum
voru einna helst í hópi sérfræðinga,
atvinnurekenda, skrifstofu og þjón-
ustufólks og iðnaðarmanna, en síð-
ur í hópi bænda, sjómanna og ófag-
lærðs verkafólks.
Um helmingur þeirra sem tóku
afstöðu taldi að sjálfstæði þjóðar-
innar yrði í hættu ef ísland gerðist
aðili að samningnum. Konur, eldra
fólk, landsbyggðarmenn og
stuðningsmenn Alþýðubandalags,
Framsóknarflokks og Kvennalista
sögðust í meira mæli en aðrir ótt-
ast um sjálfstæðið.
Rúmlega helmingur, eða 54%,
telur að sérkenni íslenskrar menn-
ingar verði ekki í meiri hættu eftir
að samningurinn taki gildi. En
meirihlutinnn telur að forræði þjóð-
arinnar yfir auðlindum sínum verði
í meiri hættu en áður.
Mikill meirihluti telur sig ekki
hafa fengið nægilegar upplýsingar
um efni samningsins. Það eru helst
sérfræðingar, atvinnurekendur og
fólk í skrifstofu- og þjónustustörf-
um og iðnaðarmenn, sem telja sig
hafa fengið nægar upplýsingar. Þá
kom einnig fram, að yfirgnæfandi
meirihluti þeirra sem telja sig hafa
fengið nægilegar upplýsingar, styð-
ur samninginn en dæmið snýst við
hjá hinum.
Loks var spurt um frammistöðu
Jóns Baldvins Hannibalssonar ut-
anríkissráðherra í samningagerð-
inni. 76% þeirra sem afstöðu tóku
töldu hann hafa staðið sig vel eða
frekar vel, þar af tæplega 90% kjós-
enda Alþýðuflokksins. 24% töldu
að hann hefði staðið sig illa, þar
af um 30% kjósenda Alþýðubanda-
lags og Framsóknarflokks og 20%
kjósenda Kvennalista. m
Tafla 6 Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) samningnum um evrópska efnahags- svæðið, sem kynntur hefur verið að undanförnu?
Fjöldi Hlutfall allra Hlutfall þeirra sem svara Hlutfall þeirra sem taka afstöðu
Hlynnt(ur) 315 29,9 30,4 50,6
Andvíg(ur) 308 29,2 29,8 49,4
Óviss 412 39,1 39,8 —
Ekki svarað 20 1,9 — —
Alls 1055 100% 100% 100%
Tafla 7
Telurðu að utanríkisráðherra, Jón Baldin Hannibalsson, hafi staðið
sig vel eða illa í samningnum um aðild íslands að evrópska efnahags-
svæðinu?
Fjöldi Hlutfall Hlutfall Hlutfall
allra þeirra sem þeirra sem
svara taka afstöðu
Mjög vel 145 13,7 14,3 21,8
Frekar vel 360 34,1 35,5 54,1
Hlutlaus/óviss 347 32,9 34,3
Frekar illa 108 10,2 10,7 16,2
Mjög illa 53 5,0 5,2 8,0
Ekki svarað 42 4,0 —
Alls 1055 100% 100% 100%
Tafla8
Ertu hlynnt(ui-) eða andvíg(ur) samningnum um evrópska efnahags-
svæðið, sem kynntur hefur verið að undanförnu?
Þeir sem telja sig hafa fengid nægar upplýsingar um hvað samning-
urinn felur í sér fyrir ísland.
Fjöldi Hlutfall allra Hlutfall þeirra sem svara Hlutfall þeirra sem taka afstöðu
Hlynnt(ur) 132 52,8 53,7 73,7
Andvíg(ur) 47 18,8 19,1 26,3
Óviss 67 26,8 27,2 —
Ekki svarað 4 1,6 — —
Alls 250 100% 100% 100%
Tafla 9
Eríu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) samningnum um evrópska efnahags-
svæðið, sem kynntur hefur verið að undanförnu?
Þeir sem telja sig ekki hafa fengið nægar upplýsingar um hvað
samningurinn felur ísér fyrir ísland.
Fjöldi Hlutfall allra Hlutfall þeirra senx svara Hlutfall þeirra sem taka afstöðu
Hlynnt(ur) 168 22,8 25,0 40,0
Andvíg(ur) 252 34,1 34,6 60,0
Óviss 309 41,9 42,4 —
Ekki svarað 9 1,2 — —
Alls 738 100% 100% 100%