Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 Tónlist og upplestur í KVÖLD, fimmtudagskvöld, verður haldið á Café Romance í Lækjargötu „Kúltúrkvöld“ og hefst dagskráin kl. 20.30 Stekkjastaur Jólasvein- arnir koma í Þjóðminja- safnið HEFÐ ER komin á jólahald í Þjóðminjasafninu. Þangað hafa gömlu íslensku jóla- sveinarnir vanið komur sínar undanfarin ár við mikinn fögnuð gesta á öllum aldri. I tengslum við jólasveina- heimsóknir hafa um 6 og 7 þúsund börn komið í safnið í kringum jólin. Fimmtudaginn 12. desember er Stekkjastaur væntanlegur klukkan 11 fyrir hádegi en áður en hann kemur flytur barnakór úr Tónlistarskóla Hafnarfjarðar nokkur lög. Síð- an koma þeir félagar koll af kolli þar til Kertasníkir rekur lestina á aðfangadag jóla. Þar sem yfir stendur „ár söngsins“ kemur barnakór daglega fram í safninu í tengslum við heim- sóknir jólasveinanna. Víðs vegar í safninu verður jólasveinabrúðum komið fyrir og verða þær tilefni til nokkurs konar ratleiks í sýningarsölun- um auk þess sem jólasýning safnsins „Sönglíf í heimahús- um“ verður opin á þriðju hæð. Fram koma hljóðfæraleikararn- ir Valdimar Örn Flygenring og Hendes Verden ásamt Pálma Sig- urhjartarsyni og Sigurði Jónssyni. Margar bækur eru að koma út nú fyrir jólin á vegum bókaforlaganna og verða rithöfundar þeirra gestir Café Romance og lesa uppúr þeim. Þeir rithöfundar sem lesa úr verkum sínum í kvöld eru Súsanna Svavarsdóttir sem les úr bók _sinni „I miðjum draumi", Jón Óttar Ragnarsson sem les úr bók sinni „Fimmtánda fjölskyldan", Stefán Jón Hafstein sem les úr bók sinni „Guðirnir eru geggjaðir“, Stein- unn Sigurðardóttir sem les úr bók sinni „Kúaskítur og norðurljós", Þorgrímur Þráinsson sem les úr bók sinni „Mitt er þitt“, Ómar Ragnarsson sem les úr bók sinni „Heitirðu Ómar?“ og Illugi Jökuls- son sem les úr bók sinni „Fógeta- vald“. Aðgangur er öllum heimill. Magnús Ver Magnússon Magnús Ver sigraði í „Hreysti ’91“ MAGNÚS Ver Magnússon sigr- aði í keppninni „Hreysti ’91“ sem haldin var I Reiðhöllinni um helgina, en keppt var i sex greinum sem reyndu á ýmsa þætti krafta, harða og snerpu. Þáttakendur í keppninnj voru fímm auk Magnúsar, einn íslend- ingur og fjórir útlendingar. Næstir Magnúsi komu Finninn Riku Kiri og Bretinn Jamie Reeves, en auk þeirra tóku þátt í mótinu Henning Thorsen frá Danmörku, Andrés Guðmundsson og Uka Kinnonen frá Finnlandi. ■ GEIRI SÆM ásamt hljómsveit- inni „Tunglið" munu halda tónleika á skemmtistaðnum Edinborg í Keflavík í kvöld, fimmtudaginn 12. desember. Á efnisskránni verða lög af nýútkominni plötu Geira, „Jörð“. Hljómsveitina Tunglið skipa: Bjarni Bragi, bassi, Einar Rún- arsson, hljómborð, Sigfús Ottars- son, trommur, Sigurður Gröndal, gítar og Geiri Sæm, gítar og söng- ur. Tónleikamir heljast klukkan 22.30. t Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUÐNI Þ. GUÐMUNDSSON, Skaftahlíð 38, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, föstudaginn 13. desember kl. 13.30. Guðrún Áslaug Edvardsdóttir, Jóhanna M. Guðnadóttir, Þorgeir P. Runólfsson, Edvard G. Guðnason, Kristin G. Guðmundsdóttir, Sigurlaug Þ. Guðnadóttir, Óskar Hrafnkelsson. Ljosmynd/Björg Sveinsdóttir Bubbi Morthens verður með útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu Utgáfutónleikar Bubba Morthens BUBBI Morthens sendi fyrir skemmstu frá sér breiðskífuna Ég er, sem á eru tónleikaupptökur frá síðasta ári. Platan hefur nú selst í yfir 3.000 eintökum, en Bubbi heldur útgáfutónleika í Borgarleikhúsinu á morgun, föstudag. Með Bubba á útgáfutónleikun- um koma fram Reynir Jónasson harmonikkuleikari, Gunnlaugur Briem slagvérksleikari og Pálmi Gunnarsson sem leikur á kontra- bassa. Bubbi leikur sjálfur á gít- ar að vanda og syngur, en meðal efnis af Ég er og eldri laga hyggst hann leika lög sem hann er að vinna fyrir næstu breið- skífu sína, sem hann ætlar að taka upp á Kúbu snemma á næsta ári, en tónlistin er skotin suður-amerískum fjölrytmum og áhrifum. Eins og áður sagði verða tónleikarnir í Borgarleik- húsinu annað kvöld, en í Morgun- blaðinu á sunnudag misritaðist að þeir væru í kvöld, sem leiðrétt- ist hér með. Aukatónleikar hjá Bryan Adams í Laugardalshöll KANADÍSKI rokktónlistarmaður- inn Bryan Adams er væntalegur hingað til lands til tónleikahalds í næstu viku og treður upp á tón- leikum í _ Laugardalshöll nk. þriðjudag. Ásókn í miða á tónleik- ana hefur verið með mesta móti að sögn aðstandenda og hafa tek- ist samningar við Adams um aðra tónlcika, sem haldnir verða mið- vikudagskvöld, einnig í Laugar- dalshöllinni. Það er Borgarfoss hf. sem stendur fyrir tónleikunum, en að sögn for- svarsmanna fyrirtækisins seldist upp í sæti á tónleikana 17. rik. í síðustu viku og nú stefnir í að uppselt verði á þá fyrir helgi. Þeim þótti því ástæða til að halda aðra tónleika til að gefa fleirum kost á að sjá Bryan Adams, sem er einn vinsælasti tonlistarmað- ur heims í dag. Þeir sögðu hafa verið auðsótt að fá Adams til að fallast á aðra tón- leika, enda verða þetta lokatónleikar hans í fyrri hluta tónleikaferðar hans um heiminn til að fylgja eftir síðustu breiðskífu sinni, Waking up the Neig- Bryan Adams. hbors, sem selst hefur í milljónum eintaka. Að sögn Alans Balls hjá Borgarfossi kemur Bryan Adams hingað til lands með einkaþotu á þriðjudag og er ætlað að hún muni lenda á Reykjavíkurflugvelli um tvö- leytið. Jólahlaðborð í Lindinni VEITINGASALURINN Lindin, Rauðarárstíg 18, hefur aukið við húsnæði sitt með nýjum glerskála, sem tekiim var í notkun um síðustu helgi. Sem nýbreytni má nefna að í desember vei'ður boðið upp á íslenskt jólahlaðborð. Meðal þess sem er á boð- stólum á hlaðborðinu eru síldarréttir, taðreyktur lax, físk- og kjötpaté, heitir og kaldir kjötréttir eins og carvery-steik og hangikjöt, pastaréttir, hrísgijónarétt- ir o.fl., o.fl. Jólahlaðborð er framreitt frá kl. 12.00- 14.00 í hádeginu og kl. 18.00-21.00 á kvöldin. Matreiðslumeistarar Lind- arinnar eru Kristján Frede- riksen og Jón Kr. Sigfús- son. (Úr fréttatilkynningu) Jólahlaðborð Lindarinnar í nýjum glerskála. Gestaþraut- in Tangoes KOMIN er á markað hérlendis gestaþrautin Tangoes, sem er byggð á 1.000 ára gömlum kín- verskum leik. Þjóðsagan segir að maður að nafni Tan hafi misst postulínsflís, sem brotnaði í sjö hluta. Þegar hann reyndi að raða brotunum saman fékk hann út hin ýmsu myndform og barst leikurinn síðan fljótt út og varð vinsælt tómstundaga- man meðal Kínverja en þrautin gengur út á að búa til hin ólík- ustu myndform. Tangoes-þrautin samanstendur af sjö brotum og 54 þrautum. Til- gangur leiksins er að búa til mynd- form, sem sýnt er á spjaldi og á bakhlið hverrar þrautar er rétta lausnin sýnd. Einn þátttakandi getur leikið með því að reyna að leysa eins margar þrautir og mögulegt er án þess að líta á lausnirnar. Einnig geta tveir þátt- takendur keppt sín á milli. Tango- es gestaþrautin er framleidd af Rex Games Inc. í Bandaríkjúnum. ■ ARKITEKTAFÉLAG ís- lands stendur nú í vetur fyrir röð fyrirlestra fyrir fagfólk og áhuga- menn á sviði hönnunar og byggingarlistar. Fimmtudags- kvöldið 12. desember flytur Þór- arinn Þórarinsson arkitekt í Reykjavík fyrirlesturinn „Línur í landnámi Ingólfs“, um athuganir sínar á staðháttum og fyrirbærum frá fyrstu öldum íslandsbyggðar. Á ótal gönguferðum um nágrenni Reykjavíkur hefur Þórarinn m.a. upgötvað merkileg tengsl milli ákveðinna staða og kennileita og afstöðu þeirra til gangs sólar. Fyrirlesturinn er í Ásmundarsal, Freyjugötu 41, og hefst hann klukkan 20.00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, á meðan húsrúm leyfir. ■ BRÚ, félag áhugamanna um þróunarlöndin, heldur almennan félagsfund í kvöld, fimmtudaginn 12. desember 1991, í fundarsölum ríkisins í Borgartúni 6. Fundurinn hefst klukkan 20.30. Á fundinum segir Stefán Jón Hafstein út- varpsmaður frá störfum sínum í Súdan og Eþíópíu og les upp úr nýútkominni bók sinni, Guðirnir eru geggjaðir og Vilhjálmur Þorsteinsson fiskifræðingur segir frá störfum sínum við Karibavatn í Zambíu og Zimbabwa. Að lokn- um fræðsluerindum verða almenn- ar umræður um starfsemi Brúar í nútíð og framtíð. Fundurinn er öllum opinn og er allt áhúgafólk um þróunarlöndin hvatt til að mæta. (Fréttatilkynning) H í FUNDARSAL Norræna hússins verður sýnd norska kvik- myndin „Reisen til julestjernen“. Myndin er gerð eftir leikriti eftir Sverre Brandt og segir frá Gullintoppu prinsessu. Á jólanótt lokkar greifinn, fændi hennar, sem er grimmur og undirförull, hana út í skóg að leita að jólastjöm- unni. Drottningin og kóngurinn leita dóttur sinnar árangurslaust og það líða mörg ár áður en nokk- uð ber til tíðinda. Leikstjóri er Ola Soluni. Sýningartími er um ein og hálf klukkustund. Aðgangur er ókeypis og boðið er upp á ávaxtasafa í hléi. ■ FYRSTU SKREFIN heitir bók eftir Ragnheiði Gestsdóttur sem er komin út hjá Máli og menningu. Bókinni er ætlað að geyma endurminningar frá fyrsta ári bamsins og gefur höfundur hugmyndir um hvaða merkisá- fanga skuli skrásetja, en einnig er svigrúm til að útfæra eigin hugmyndir. Bókin sem er 70 síður er öll litprentuð og var unnin í Prentsmiðjunni Odda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.