Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 54

Morgunblaðið - 12.12.1991, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 NAD ÞAR SEM GÆÐIN HEYRAST NAD er fjölþjóðlegt fyrirtæki stofnað og rekið af Hi-Fi sérfræðingum. 5420 GEISLASPILARI KR. 23.800,- 6325 KASSETTUTÆKI KR. 28.400 3020Í MAGNARI, 2X40 W. KR. 17.800 Vegna eigin orðstírs og meðmæla ánægðra notenda auk stöðugs lofs gagnrýnenda í helstu fagtímaritum hafa NAD hljómtækin áunnið sér alheimsviðurkenningu fyrir gæði og gott verð. Markmið NAD er að framleiða hágæða hljómtæki sem þjóna sínum tilgangi. Allar tónstillingar eru einfaldar í notkun og hafa hagnýtan tilgang. Engin áhersla er lögð á tilgangslitla stillitakka og ljósbúnað sem hækka verð tækjanna, heldur gæði sem heyrast. NAD rekur fullkomna rannsóknarstofu í London og leitar einnig til heimsþekktra ráðgjafa um þróun hagnýtra nýjunga. Þetta samstarf ásamt þátttöku viðskiptaaðila frá meira en 30 löndum hefur gert NAD að brautryðjanda sem sameinar tæknilega fullkomnun og auðvelda notkun. Þegar þú velur NAD hljómtæki, fjárfestir þú í heyranlegum gæðum - ekki sjónhverfingum eða óþörfum stillitökkum - heldur í leiðandi hönnun, völdum framleiðsluhlutum, nákvæmu gæðaeftirliti og vandaðri og varanlegri smíð. Þess vegna eru NAD öðruvísi tæki. Ármúla 17, Reykjavík sími 688840, 685149, 83176 Nýdönsk, Deluxe: Hlý, nátt- úruleg og skemmtileg Hljómplötur Árni Matthíasson Nýdönsk hefur sótt í sig veðrið undanfarin ár sem eins af skemmti- legustu hljómsveitum landsins. í vor kom út með sveitinni smáskífa með fyrirtaks lagi, Kirsuber, sem lofaði góðu um væntanlega breiðskífu sveitarinnar. Það biðu því margir eftir þeirri breiðskífu og kom út fyrir skemmstu og heitir Deluxe. Á Deluxe uppfyllir Nýdönsk nán- ast allar vonir sem menn hafa gert um framvindu sveitainnar og gott betur, því skemmst er frá því að segja að platan er nánast gallalaus og tvímælalaust besta breiðskífa Nýdanskrar fram að þessu. Ræður þar mestu hve sveitin er vel skipuð með fjóra liðtæka lagasmiði innan sinna vébanda, sem gefur geðþekka breidd. Gott dæmi um það eru lög eins og rokklag Daníes Haraldsson- ar Erfitt en gaman, sýrupopp Jóns Ólafssonar, Stjörnuryk, þá lag þeirra Jóns og Daíels, Alelda, lang- besta popplag ársins, kraftapopplag Björns Jörundar, Deluxe, og fönk- rokklag Stefáns Hjörleifssonar, Ríki konunganna, sem hljómar af einhveijum sökum hálf kuldalega og skemmir nokkuð. Annað lag sem spillir heildarmynd plötunnar er Gyðjan. Það lag er þó ágætlega samið, en líkt og Ríki konunganna hefði mátt vinna það öðruvísi, eða setja í annað samhengi. Nýdönsk hefur þótt draga dám af tónlist áttunda áratugarins og víst er hljómur á plötunni einkar skemmtileg vísun í þá góðu daga; hlýr, náttúrulegur og skemmtileg- ur. Það hefur vitanlega sitt að segja um hve platana er áheyrileg, og gerir hana að einni af bestu plötum ársins. Jón Ólafsson á líklega mest í því hvernig platan hljómar og þá helst frábær orgelhlómur sem kryddar einkar skemmtilega ýmis lög, t.a.m. Nautn, en Stefán Hjör- leifsson á frábæra spretti, t.d. í Alelda. Aðal Nýdanskrar hefur jafnan verið samspil þeirra Daníels og Björns Jörundar við hljóðnemann og þeir rísa báðir hátt á plötunni. Textar Daníels eru svo hæfilega torræðir til að gefa tónlistinni þægi- lega dulúð. TT -Z TT j- - a T~ i • r MJI t - lai'iw tX TT r Líi n. 1- ±n ±L t Stórhöfða 17, við Guliinbrú sími 67 48 44 i I I I Destmlierverð d Storno farsímum Stotnj Verð gilda til 31. des. 1991. Verðið er hreint ótrúlegt. Storno bílasími kr, 79-580 stgr. með vsk. Storno burðarsími kr, 84.280 stgr. með vsk. Bíla- og burðarsími kr. 94.760 stgr. með vsk. Burðarsíma fylgir 4 Ah rafhlaða. Takmarkað magn. POSTUR OG SÍMI Söludeildir í Ármúla 27, Kirkjustræti, Kringlunni og á póst- og símstöðvum um land allt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.