Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 56
- 56 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 v -> YIÐ ÆGISÐYR SAGA VESTMANNAEYJABÆJAR HARALDUR GUÐNASON Glœsilegt rit um sögu Vestmannaeyjabœjar, prýtt fjölmörgum myndum, kortum og teikningum. Tvö bindi í veglegri öskju. Ómissandi bœkur hverjum þeim sem Eyjum ann. ÍSLENSK BÓKADREIFING HApP^ÞRENNA HAPPDRÆTTIS HÁSKÓLA ÍSLANDS reitna Forskot á hátíðarhöldin meðan þú bíður eftir jólunum Nýja jólaþrennan kemur þér strax í hátíðarskap. Hún er skemmtileg í SKÓINN. kjörin með JÓLAKORTINU og aerir JÓLAPAKKANN ennþá meira spennandi. Ást, morð og dul- rænir hæfileikar BÓKAÚTGÁFAN Skuggsjá hefur gefið út sjöundu bók Pét- urs Eggerz, fv. sendiherra. Það er skáldsaga og nefnist „Ást, morð og dulrænir hæfileikar". Hér á eftir verður birtur kafli úr bókinni og nefnist hann „Kvöldverðarboð". „Markús, það er bæði kostur og löstur að vera þekkt persóna." „Nú?“ „Skammt frá Rheinbach er verk- smiðja, sem er rekin af svissneskum manni. Hann hefur boðið starfsliði sínu í dags ferðalag i langferðabíl. Þessi svissneski forstjóri hefur lesið bók mína um Rheinbach og Eifel og ákveðið að gefa hveijum starfs- manni í sambandi við þetta ferðalag eitt eintak af bókinni. Það eru 60 manns sem starfa hjá honum. Hann sendi einkaritara sinn, frú Peirce í bókabúðina þar sem ég vinn til að kaupa 60 bækur. En í stað þess að kaupa bækurnar á venjulegan hátt í bókaversluninni, þá óskaði frú Peirce að fá að tala við mig, þó ég fáist alls ekki við afgreiðslu. Henni fannst sú staðreynd að hún ætlaði að kaupa 60 bækur réttlæta það að hún fengi að tala við höfund- inn. Henni var forvitni á því að sjá mig og tala við mig. Trúlega hafði hún í hug að státa sig af því við kunningja sína síðar að hún hefði talað við mig enda þekkti hún mig persónulega.“ „Hvernig brást þú við þessu?“ „Mér fannst ég verða, vegna eig- anda bókaverslunarinnar, sem allt- af hefur reynst mér svona vel, að tala við frú Peirce. Við ræddum saman um stund. Hún sagði mér frá því að maður hennar hefði ver- ið hershöfðingi í þýska hemum. Síðan fór hún með þær 60 bækur sem hún keypti. Eg hélt, að ég myndi ekki sjá hana oftar. En það fór á annan veg. Hún kom oft í bókaverslunina og keypti sitthvað. Alltaf gerði hún sér til erindis eitt- hvað sem hún taldi sig þurfa að tala við mig um. Og nú kemur kjarni málsins. Hún keypti eitt eintak af bókinni og bað mig að árita hana, þar sem hún ætlaði að gefa manni sínum bókina í afmælisgjöf. Eg gerði það. Þegar því var lokið sagði hún við mig að hún ætlaði að halda kvöld- verð fyrir vinnuveitanda sinn, sviss- neska forstjórann og konu hans. Hún sagði, að ef ég og maðurinn minn vildum taka þátt í þessum kvöldverði, sem yrði haldinn heima hjá henni, þá væri henni það ánægja og heiður. Auk þess myndi vinnu- veitanda hennar þykja það mikill fengur, að fá tækifæri tii að kynn- ast mér, svo hrifinn sem hann væri af bók minni.“ „Hvað veit hún um samband okkar?“ „Ekkert. Hún gekk út frá því sem gefnu, að ég væri gift. Og mér kom ekki til hugar að fara að skýra henni frá því, að við byggjum sam- an.“ „Hverju svaraði þú?“ „Þetta kom svo flatt upp á mig, að ég vissi ekki hvemig ég ætti að koma mér undan að þiggja boðið. Sagði að mér væri ekki kunnugt um, hvort þú værir upptekinn á þessum tíma.“ „Hvenær á þessi kvöldverður að verða?“ „Eftir tíu daga.“ „Þá er ég ekki upptekinn.“ „Einhvem veginn finnst mér að við verðum að þiggja boðið. Annars held ég að ég fái sektarkennd.“ „Jæja, elskan mín, þá þiggjum við boðið.“ Svo kom kvöldverðarboðið. Mat- urinn sem frú Peirce bauð upp á var góður. Raunar lystilega góður. ísafjörður; Seinkun jarðganga mótmælt ísafirði. Á fundi bæjarráðs Isafjarðar, sem haldinn var í gær, var eftir- farandi samþykkt gerð vegna áforma ríkisstjórnarinnar um að seinka framkvæmdum við jarð- göng til Súgandafjarðar: „Bæjarráð ísaijarðar mótmælir harðlega áformum 'ríkisstjórnarinn- ar um að seinka gerð jarðganga til Súgandaíjarðar um eitt ár. Bæjarráðið bendir á að einangr- un Súgfirðinga er meiri en flestra annarra landsmanna og því þyrftu framkvæmdir, sem rjúfa þá ein- angrun, að hafa forgang. Bæjarráðið lýsir furðu sinni á þeim tvískinnungi ráðherra í ríkis- stjórninni, sem í því felst, að mæla fyrir sameiningu sveitarfélaga á Vestljörðum á sama tíma og skert er fjárveiting til þess verkefnis, sem er meginforsenda sameiningarinn- Pétur Eggerz Maður hennar var hár, grannur og hermannlegur. Mjög kurteis, að minnsta kosti fyrst í stað. En það sem hvorki ég né Mary höfðum ástæðum til að vita — var að bæði svissneski forstjórinn og hershöfð- inginn voru vínhneigðir og pexnir. Eftir kvöldverðinn kom kaffi og konjak. Síðan var boðið upp á bjór og snafs. Þegar leið á kvöldið urðu þeir hershöfðinginn og svissneski forstjórinn ölvaðir. Þeir voru fund- vísir á umræðuéfni, sem hægt var að deila um. Og þegar þeir fóru að tala um heimsstyijöldina seinni þá leist mér ekki á blikuna. Peirce hershöfðingi sagði: „Við Þjóðveijar vorum tillitssam- ir við Svisslendinga. Ekki datt okk- ur í hug að hertaka Sviss.“ „Ég held að ykkur hafi ekki skort viljann, miklu fremur getuna." „Nei, heyrið þér nú forstjóri. Þetta sem þér hafið sagt er blátt áfram hlægilegt. Auðvitað hefði þýski herinn getað hertekið SViss, hvenær sem hann hefði viljað það.“ „Peirce hershöfðingi, ég held að þér vanmetið hina fullkomnu tækni- væðingu Sviss. En það gerðu ekki þeir Þjóðveijar, sem vildu hertaka Sviss og gátu tekið ákvörðun um það. Þeim var ljóst, að þýski herinn gat þetta ekki.“ „Þetta er hlægileg staðhæfing hjá yður, forstjóri. Þýski herinn hefði á skömmum tíma getað malað Sviss mjölinu smærra. En við höfð- um samúð með Svisslendingum." „Þýski herinn hafði ekki samúð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.