Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 64

Morgunblaðið - 12.12.1991, Page 64
64 MPRQVNBLAÐIf) FIMMTUDAGUR 1.2., DJSSEMBER 1991 Pálmaolía í stað y ^ smjðts eða r r. smjörlíkis B Ojr sjmi/|ax 612295. Minning-: # BIACKSl OFLUG OG ENDINGARGÓÐ STRAUJÁRN BLACKiDECKER straujárn. Fást í öllum helstu raftækja- verslunum og stórmörkuðum. Guðbjöm Þorsteins- son skipstjóri Husqvarna SAUMAVÉLAR • 7 GERÐIR • • ALLIR NYTJASAUMAR • • MYNSTURSAUMAR • • STERKUR MÓTOR • • SÆNSK GÆÐI • • FRÁBÆRT VERÐ • • NÁMSKEIÐ • * VIÐGERÐARÞJÓNUSTA - • SÝNIKENNSLA • • ALLT Á SAMA STAÐ • $ VÖLUSTEINNhf Faxofen 14, Sími 679505 Fæddur 30. október 1927 Dáinn 6. desember 1991 Guðbjörn Þorsteinsson skipstjóri lést í Landspítalanum 6. desember, eftir stutta sjúkdómslegu en lang- varandi veikindi vegna illkynja sjúkdóms. Guðbjörn fæddist í Keflavík 30. október 1927 og voru foreldrar hans Þorsteinn Eggertsson skip- stjóri, fæddur 4. júní 1905, ættaður frá Kothúsum í Garði og kona hans Margrét Guðnadóttir, fædd 12. jan- úar 1906, ættuð úr Keflavík. Þor- steinn fórst með vélbátnum Eggerti 23. nóvember 1940 ásamt sex skip- verjum sínum. Auk Guðbjöms áttu þau hjónin annan son, Eggert, fæddur 6. júlí 1925, síðar ráðherra og nú forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins. Síðari eiginmaður Margrét- ar var Trausti Haraldsson og eign- uðust þau einn son, Trausta, fædd- an, 18. ágúst 1945, húsasmíða- meistara, sem býr á Selfossi. Margrét lést 25. september 1963. Guðbjöm var ungur að árum er hann fór í sína fyrstu sjóferð. Árið sem hann var fermdur, það var 1942, fór hann um haustið í skóla að Laugarvatni en þann sama vetur réð hann sig í skipsrúm frá og með janúar 1943 á 17 tonna bát gerðum út frá Sandgerði. Spariföt unga sjó- mannsins voru fermingarfötin hans. Frá þeim tíma var lífsstarf hans sjómennskan. Guðbjörn gegndi ýmsum störfum fyrstu árin til sjós, hjálparkokkur, kokkur, háseti, stýrimaður, fyrst á bátum, en á árunum 1946—1949 var Guðbjörn á togurunum Geir, Fylki og Ingólfí Amarsyni. Síðan tók sjómennskan á bátunum aftur við. Árið 1953 varð hann skipstjóri á mb. Bjarna ólafssyni, sem var 36 tonna bátur gerður út frá Keflavík. Eftir það var Guðbjöm skipstjóri á mb. Trausta, mb. Hafnfírðingi, mb. Erni Amarsyni, mb. Leifi Eiríkssyni og fleiri skipum, en réðst síðan í bygg- ingu ásamt fleirum á vélskipinu Þorsteini, sem var um 260 brúttó- lestir og kom til landsins í febrúar 1965. Frá þeim tíma var Guðbjöm kenndur við Þorstein, og Guðbjöm á Þorsteini eða Bói á Þorsteini eins SVALUR 0G SVELLKALDUR eftir verðlaunahöfundinn Karl Helgason Ivari finnst foreldrar sínir hafa sig fyrir rangri sök og ákveður að bregðast illa við. Hann ætlar að verða harður - svalur og svell - kaldur. En hann er ekki þannig gerður... Sagan, Svalur og svellkaldur, er þroskasaga drengs. Hún er fjör- lega rituð og í rauninni spennu- saga þótt hvergi sé horfið frá þeim veruleika sem nútímaböm alast uppíogmótastaf. Höfundurinn, Karl Helgason, hlaut íslensku barnabókaverðlaunin 1990 fyrir sögu sína / pokahorninu. og hann var gjarnan nefndur, var meðal þekktustu nafnanna í físki- skipaflotanum. Þetta skip var selt 1972 og annað keypt í þess stað og var það 360 brúttólestir og bar sama nafn. Þegar síðara skipið var selt úr landi á miðju ári 1976 fór Guðbjörn að huga að kaupum á 10 tonna plastbáti frá Noregi, sem hlaut nafnið Þorsteinn og kom sá bátur í apríl 1977 til landsins og gerði Guðbjörn hann út þar til hann seldi bátinn í apríl 1984. Guðbjörn var um tíma á vélskipinu Skarðsvík frá Hellissandi frá janúar 1977 og leysti þar síðast af í febrúar ,1989. í ársbyrjun 1983 var Guðbjörn ráðinn sem vigtarmaður hjá Reykjavíkurhöfn og gégndi hann því starfi til æviloka. Guðbjöm gerði hlé á sjómennsk- unni veturinn 1964—1965 þegar hann ásamt svo mörgum öðmm skipstjómm aflaði sér fullra skip- stjórnarréttinda á stærri fískiskip með því að taka hið meira físki- mannapróf frá Sjómannaskólanum í Reykjavík. En hvernig var líf sjómannsins á þessum ámm? Guðbjöm var aðeins þrettán ára gamall þegar faðir hans fórst með áhöfn sinni. Það aftraði Guðbimi ekki frá því að leggja fyr- ir sig sjómennskuna. Þá var engin skömmtun á sjávaraflanum. Þeir sem fískuðu mest vom eftirsóttir sem skipstjórar og fljótlega skipaði Guðbjöm sig í þær raðir. Guðbjöm var afburða skipstjóri og hafði trygga og góða áhöfn á þeim skip- um sem hann stjómaði, enda var eftirsótt að komast í skipsrúm hjá Guðbimi. Hinn 29. ágúst 1952 kvæntist Guðbjörn eftirlifandi eiginkonu sinni, Svanhildi Snæbjömsdóttur, ættaðri frá Akureyri. Þeim varð fjögurra bama auðið, en þau era: Margrét, fædd 20. maí 1951, bókari, gift Ólafí Þ. Gröndal, raf- tækni, og á hún einn son; Snæ- bjöm, fæddur 13. desember 1952, flugmaður hjá Flugmálastjórn, kvæntur Elínu S. Jósefsdóttur, bók- ara, og eiga þau tvær dætur og einn son; Signý, fædd 17. júlí 1955, ritari, og er hún gift Gunnlaugi Birgi Gunnlaugssyni, hljómlistar- manni og eiga þau einn son og tvær dætur, en Signý átti eina dóttur frá fyrra hjónabandi og á hún eitt bam; Steinunn, fædd 2. maí 1964, ferða- málaráðgjafí, í sambúð með Birni Erlendssyni, trésmiði, og á hún einn son. Guðbjöm átti bam fyrir hjóna- band, sem er Fanney, fædd 30. desember 1950, húsmóðir, gift Stef- áni Þorsteinssyni, vörubifreiðar- stjóra, og býr á Akranesi, en þau eiga fímm böm og þijú bamaböm. Hjónaband Guðbjörns og Svan- hildar var hamingjuríkt. Eins og oft vill verða mæðir mikið á sjó- mannskonu þegar eiginmaðurinn er á sjónum. Þessu hlutverki gegndi Svanhildur vel og var heimili þeirra hvíldar- og sælureitur. Svanhildur á tvíburasystur, Hlaðgerði, og var hún sem ein af fjölskyldunni og einkar kært á milli hennar og Guð- bjöms. Það var einnig mjög kært á milli þeirra bræðra Guðbjörns og Eggerts. Kynni okkar Guðbjörns hófust er ég var framkvæmdastjóri síldar- söltunarstöðvar á Siglufirði á árun- um 1959—1965, þar sem Guðbjörn lagði upp afla. Á þeim tíma voru um fímmtán skip í viðskiptum við stöðina og jafnframt því að leggja upp afla þar sá síldarsöltunarstöðin um kaupgreiðslur, uppgjör og alla fyrirgreiðslu fyrir skipin hvar sem lagt var upp fýrir Norður- og Aust- urlandi. Vegna þessa fyrirkomulags tókust góð kynni þess sem þetta ritar við marga skipstjóra í síldar- flotanum. Af öllum þeim mætu mönnum urðu kynni mín af Guð- birni nánust og varð Guðbjörn einn sá besti vinur sem ég hefi eignast. Á þennan vinskap hefur aldrei fall- ið nokkur skuggi og tel ég það mikla gæfu og heiður að hafa notið vinskapar Guðbjörns. Guðbjörn var farsæll skipstjóri, auk þess að vera mikill aflamaður fór hann vel með afla og veiðarfæri. Guðbjörn var glaður í viðmóti og hnittinn í tilsvör- um. Við fórum saman til Noregs þegar hann festi kaup á síðara skip- inu sem hann eignaðist og á heim- leiðinni var komið við í London. Það var engin hætta á því að manni leiddist í slíkri ferð með Guðbirni. Guðbjöm kenndi fyrst veikinda sinna fyrir um fjóram árum. Frá þeim tíma var hann oft um skamm- an tíma í Landspítalanum í aðgerð- um, sem linuðu þrautir hans, en stöðvuðu ekki framgang hins illa sjúkdóms. Vegna glaðværðar og hlýju í framkomu hefur samferða- mönnum Guðbjöms oft dulist hve þjáður hann var. Guðbjöm veiktist hastarlega við störf sín á Hafnar- voginni 5. desember en lést þann 6. desember í Landspítalanum. En umfram allt var Guðbjörn góður vinur sem nú er sárt saknað. Að leiðarlokum vil ég þakka kæmm vin samfylgdina. Eg og börn mín senda fjölskyldu hans inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð veri minning Guðbjörns Þorsteinssonar. Hafsteinn Hafsteinsson Það er erfítt að trúa því að Bói afí sé dáinn. Hann sem var nýbúinn að fara til útlanda og ætlaði bráðum að fara að flytja í nýtt hús. Nýlega var afí búinn að fara með öll barna- börnin sín á Búkollu. Það var alveg rosalega gaman. Búkolla er nefni- lega eina sagan sem afi kunni. Hann sagði mér oft Búkollusögu þegar ég svaf hjá honum. Afí raglaðist nú stundum í Búkollusögu en þá leiðrétti ég hann bara. Eg svaf líka oft hjá afa enda kallaði hann mig afástrák. Hann sótti mig oft í skólann og þá gerðum við ýmislegt skemmtilegt saman. T.d. fórum við oft niður á bryggju að sækja físk í soðið. Afí var besti afí minn og líklega besti afí í öllum heiminum og ég á eftir að sakna hans svo mikið. Elsku amma, við verðum að vera sterk eins og afi vildi. Ég fæ kannski að sofa í afarúmi og segja þér Búkollusögu. Blessuð sé minn- ing Bóa afa. Honum Iíður vel núna hjá englunum. Andrei Freyr, afstrákur. Kveðja frá skólafélögum Nú þegar Bói er fallinn frá, fyrst- ur okkar skólafélaganna, minnumst við hans allir með þakklæti fyrir kynnin og að hafa átt hann að vin öll þessi ár. Sérstaklega minnumst við for- ystu hans við að halda saman hópn- um, bæði veturinn góða í skólanum og alla tíð síðan. Hér verður ekki rifjað upp allt það sem við höfum gert saman þessi 27 ár sem við þekktumst, en kannski ber hæst eftir þetta allt, létta skapið hans Bóa og hvað hann var hugmyndaríkur þegar finna þurfti nýjar leiðir til halda saman EINN & ATTA flytja tónlist úr ýmsum áttum. Hér flytja þeir íslensk lög, sígild erlend lög og lög af léttara taginu. Einnog átta fást á hljómplötu, geisladisk og kassettu. Pöntunarsími: 812003 MntoJl! hópnum og njóta frístunda saman. Hátt bera einnig í minningunum heimsóknirnar til Svanhildar og Bóa í Eikjuvoginn og góðgerðimar þar. Aðrir munu rifja upp lífshlaup Bóa, sem við þekkjum þó allir og vitum hversu mikils hann var met- inn í starfi og leik. í okkar huga var Bói fyrst og fremst hinn full- komni félagi og við minnumst hans þannig. Svanhildi og öðrum ástvinum sendum við og eiginkonur okkar, samúðarkveðjur. Bekkjarfélagar úr öld- ungadeild Stýrimanna- skólans veturinn 1964—65. „Hinir dánu eru ekki horfnir að fullu. Þeir eru aðeins komnir á undan.“ (Cypríanus) Dauðinn kemur alltaf jafn óvænt, alveg sama þótt maður hafí fengið tíma til að undirbúa sig undir komu hans. Guðbjörn hafði verið svo mik- ið veikur í allt sumar, en í ágúst kom hann heim af spítalanum og hresstist mjög vel. Við gripum í vonina, trúðum og vonuðum að hann hefði unnið sigur á veikindum sínum. Lífsgleðin styrkti hann í veikind- um hans. Hann vildi ekkert vol né væl, heldur beit á jaxlinn og bölv- aði í hljóði að gömlum sjómannasið. Hann var ótrúlega sterkur og dug- legur. Ég fann hvað Svanhildur var honum mikils virði, það vár eins og hún tæki af honum þyngstu byrð- amar, en hún stóð við hlið hans sem klettur, svo traust og góð. Ég kom fyrst inn á heimilið í Eikjuvoginum árið 1969 þá fímmt- án ára gömul. Hefur mér þótt þau hjón Svanhildur og Guðbjörn einlæg og hreinskiptin og hafa þau ætíð reynst mér vel. A þeim áram var Guðbjörn mikið á sjó en ávallt fannst mér hátíð þegar hann kom í land. Fannst mér sem augu hans geisluðu þegar hann kom í land og leit Svanhildi sína. Þá var veislu- matur á borðum og er hann rétti mér fatið sagði hann: „Borðaðu nú Ella mín, svo þú verðir feit og fal- leg.“ Trúlega hefur honum þótt ég heldur rýr. Tengdapabbi var mjög kátur að eðlisfari og iðaði af fjöri. Það var svo gaman að fá hann í heimsókn í litla timburhúsið ckkar Snæbjörns er við byijuðum að búa, því þá mátti með sanni segja að gamli plötuspilarinn og glösin í skápnum hafi tekið undir hlátur hans. Hann var mjög bóngóður og ætíð tilbúinn að hjálpa okkur krökkunum og eru ófáar ferðimar sem hann ók með afabömin sín, alltaf var hann tilbúinn. Elsku Svana mín. Ég bið guð að styrkja þig og hugga ykkur öll úr „Eikjuvogsfjölskyldunni". Minning- in um kærleiksríkan eiginmann, föður og afa lifir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vor grætir, þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (Hallgrímur I. Hallgrímsson) Ella í dag fer fram útför frænda míns, Guðbjöms Þorsteinssonar, skip- stjóra, en hann lést eftir erfið veik- indi þann 6. desember sl. Feður

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.