Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 65

Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 65
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991 65 okkar Guðbjörns voru bræður, ætt- aðir frá Kothúsum í Garði. Miklir kærleikar voru með þeim bræðrum og var það fjölskyldunni mikið áfall þegar Þorsteinn, faðir Guðbjörns, fórst með vélbátnum Eggerti haust- ið 1940. Þorsteinn lét eftir sig unga eigin- konu og synina Eggert, þá 15 ára, og Guðbjörn, 13 ára. Þennan vetur, 1940—1941, bjó Guðbjörn hjá for- eldrum mínum á Krókvelli í Garði og fermdumst við saman um vorið. Þennan vetur lögðum við frændurn- ir grunninn að ævilangri vináttu og trúnaði sem aldrei bar skugga á. A þessum árum var sjósókn og fiskvinnsla sa burðarás sem lífið snerist um. Á sjónum og í erfiðis- vinnu gátu ungir menn sannað sig í Iífsins skóla. Ungir menn höfðu ekki um svo margt að velja og lífs- baráttan var hörð. Samt er þessi tími oft í hugum okkar sem hann munum sveipaður ákveðnum ljóma sem oft er gaman að rifja upp. Að eiga sameiginlegar minningar með einhverjum er dýrmætur fjársjóður. Guðbjörn var gæddur ákaflega ríkri kímnigáfu og það gefið að sjá ýmis- legt spaugilegt við hlutina. Margar minningar frá þessum árum eru I einmitt svo ljóslifandi vegna þess spaugilega búnings sem hann færði þær í. Guðbjörn byijaði til sjós um fermingu og átti að baki einstaklega farsælan og gifturíkan feril. Fyrstu I árin var hann háseti á bátum og togurum en leiðir okkar lágu saman þegar hann var með mér á Víði og Víði II. úr Garði í 2 ár, 1953 og 1954, en þá fór hann sem formaður á vélbátinn Bjarna Ólafsson frá Keflavík. Næstu árin var hann skip- stjóri á ýmsum bátum og fiskaði vel. 1965 keypti hann ásamt fleirum nýjan 260 lesta stálbát frá Þýska- landi, Þorstein RE 303. Þegar Þor- steinn var sóttur í febrúar ’65 fórum við frændurnir ásamt eiginkonum okkar til Þýskalands að sækja hið glæsta fley. Það var ánægjuleg ferð. Seinna keyptu Guðbjörn og félagar hans stærri bát með sama j nafni. Sá bátur var seldur til Nor- egs 1976 og keypti Guðbjörn þá 12 lesta bát sem einnig hlaut nafn- | ið Þorsteinn. Síðustu árin til sjós var Guðbjörn skipstjóri á loðnuskip- um sem afleysingaskipstjóri, oftast | á Skarðsvík SH. Þegar Guðbjörn hætti til sjós hóf hann störf sem vigtarmaður á Grandavigt í Reykja- víkurhöfn. Tengslin við sjóinn voru honum kær og í því starfi var hægt að halda sambandinu við félagana. Vigtarmenn gegna mjög mikil- vægu hlutverki við miðlun upplýs- inga um aflabrögð á hveijum tíma. Góður vigtarmaður, eins og skip- stjórinn, þarf alltaf að vita hvað er að gerast og hvar fiskast. Hann verður eins konar daglegur upplýs- ingabanki fyrir sjómennina. Sér- staklega er þetta mikilvægt fyrir bátaflotann. Að þessu leyti var Guðbjörn einstakur. Eðlislæg fróð- j leiksfýsn, reynsla og þekking á sjó- * sókn ásamt elskulegu viðmóti og glaðværð gerðu hann að miðpunkti a þessa sérkennilega mannlífs við " höfnina. Ótrúlegur fjöldi manna kom nánast daglega við á vigtinni j eða leitaði eftir fréttum. Alltaf gaf " Guðbjörn sér tíma og ef ekki voru fiskifréttir þá mátti alltaf grínast svolítið og létta lundina. I hópi þeirra manna verður Guðbjörns sárt saknað. Guðbjörn var kvæntur Svanhildi Snæbjömsdóttur og eignuðust þau fjögur börn sem öll eru uppkomin. Einnig átti Gúðbjörn dóttur fyrir hjónaband. Svanhildur stóð við hlið Guð- björns í veikindum hans, staðföst og traust. Við hjónin sendum henni og bömum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Menn eins og Guð- björn eru dýrmætir íslenskri sjó- mannastétt. Hann skildi og þekkti I svo vel það hlutskipti og var alltaf reiðubúinn að miðla lífsreynslu sinni, þekkingu og þeirri lífssýn sem | ekki verður af bókum lærð. Að leið- arlokum er sárt að kveðja sinn besta vin. Minningin lifir um góðan dreng | og heiðarlegan í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Guð geymi Guðbjörn Þorsteins- son. Eggert Gíslason í dag verður til moldar borinn góðvinur okkar, Guðbjörn Þor- steinsson, skipstjóri, sem andaðist í Landspítalanum 6. desember sl. Á þessari skilnaðarstundu viljum við flytja okkar hinstu þakklætis- kveðju. Bói, eins og hann var ætíð kallað- ur, var þrekmaður mikill og stund- aði vinnu sína fram á síðasta dag, þrátt fyrir mjög erfíð veikindi. Við félagamir vorum allir skipstjórar og höfðum árum saman mikið og gott samstarf á sjónum. Það sam- starf batt okkur einnig saman í frí- tímanum og héldum við öll hjónin mikið saman á fjölmörgum ferða- lögum og veiðiferðum, að ógleymd- um samfundum okkar í heimahús- um hvers annars. Sérstaklega kem- ur upp í hugann minnisstæð ferð, þegar við fórum öll um Snæfellsnes og út í Flatey. Þá fuku tjöldin ofan af okkur og margt spaugilegt gerð- ist, sem aldrei gleymist. Fyrir þá ferð og aðra samveru viljum við þakka. Bói var ætíð fyrstur til að hjálpa ef eitthvað á bjátaði hjá öðrum, og trygglyndi var honum í blóð borið. Hann var mjög glaðvær maður og ætíð fyrstur til að efna til fagnaðar með vinum sínum, og var þá hrókur fagnaðarins. Þau hjón, Bói og Svana, voru góðir félagar enda samheldni þeirra einstök. Máltækið segir að maður komi í manns stað, en hvað tekur nú við að halda vina- og kunningjahópnum saman? Elsku Svana og börn. Ykkar söknuður er mikill en minningin um góðan dreng Iifír og veitir styrk. Innilegustu samúðarkveðjur. Gugga og Haraldur, Fjóla og Björn. Góður vinur okkar og granni, hann Bói, er horfinn á braut. Við viljum í nokkrum orðum minnast hans og þakka honum fyrir samveruna. Okkur fannst verða nokkur kaflaskipti í lífí okkar þegar Bói og Svana fluttu nýlega úr Eikjuvog- inum. Við höfðum þá verið ná- grannar í næstum 20 ár og ávallt verið mikill samgangur á milli fjöl- skyldnanna. Við látum hugann reika því öll eigum við okkar minningar sem tengjast Bóa. Brátt erum við farin að brosa, því alls staðar heyrum við dillandi hláturinn hans. í kring- um Bóa var líf og fjör og alltaf eitt- hvað að gerast. Brosandi minnumst við hans og geymum minninguna þannig í hjörtum okkar. Elsku Svana og fjölskylda. Við vottum ykkur einlæga samúð okk- ar. Guð blessi Bóa. Fjölskyldan Eikjuvogi 6. Fimmtudaginn 12. desember verður til moldar borinn vinur okk- ar, Guðbjörn Þorsteinsson, sem fæddist í Keflavík 30. október 1927. Síðustu misseri sást hvað þessi al- varlegi sjúdkómur vann að lokum, sólarhring áður en hann lést fékk ég boð frá honum að koma í brids daginn eftir, eins og við höfum gert einu sinni í viku undanfarið. Þegar ég frétti andlát hans setti mig hljóðan. Guðbjörn var sonur hjónanna Margrétar Guðnadóttur og Þor- steins Eggertssonar, sem fórst með vb. Eggerti frá Keflavík út af Garðsskaga 1940. Guðbjörn giftist Svanhildi Snæbjörnsdóttur 1952 og eignuðust þau fjögur böm, einn son og þijár dætur. Mér finnst tilhllýðilegt að minn- ast Guðbjörns, eða Bóa eins og hann var oftast nefndur. Við Bói vorum samtíða frá tíu-tólf ára aldri. Ég ólst upp í Garðinum. Þar átti Bói marga frændur sem voru leikfé- lagar mínir. Myndaðist þar kunn- ignsskapur sem hefur haldist síðan. Á þeim árum stefndi hugur okkar félaganna á sjóinn enda kom það á daginn að allflestir okkar lögðu fyrir sig sjómennskuna að ævi- starfi. Það er margs að minnast eftir öll þessi ár. 1943 hóf hann sinn feril til sjós á vélbátum með miklum afla- og dugnaðarmönnum. Má þar nefna Eggert á Víði og Harald á Víkingi. Einnig var hann í fjögur ár á togurunum Fylki og Ingólfi Arnarsyni. Vafalaust hefur SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.