Morgunblaðið - 12.12.1991, Side 69
69
MORGUNBLAÐID FIMMTUDAGUR Í2. DÉSEMBER 1991
Fjóla Guðmunds-
dóttir - Minning
Fædd 18. mars 1917
Dáin 4. desember 1991
0, Jesús bróðir bezti
og barnavinur mesti,
æ, breið þú blessun þína
á barnæskuna mína.
Þetta vers kenndi mamma mér,
þegar ég var lítil og mörg önnur,
ásamt bænum. Hún var mjög trúuð
alla tíð og trúði á annað líf.
Það voru mikil forréttindi að
alast upp „undir Jökli“. Það hreins-
ar sálina og fáir staðir eru fallegri
en Breiðuvíkin í góðri veðri þegar
Jökullinn sést allur.
Þarna aldist hún upp í stórum
systkinahópi við leik og störf, en
strax og getan leyfði þá fóru þau
að hjálpa til. Þetta var samhentur
hópur og er enn þó að fjarlægð
hafi nokkuð dregið úr.
En nú er höggvið aftur í sama
knérunn á stuttum tíma, Ingólfur
bróðir hennar varð bráðkvaddur
30. október sl. langt fyrir aldur
fram og var hún þá orðin það veik
að hún gat ekki fylgt honum síð-
asta spölinn.
Af þeim níu systkinum eru íjög-
ur á lífi. Stefanía, f. 1920, Björg,
f. 1925, Kristófér, f. 1928 og Ingi-
björg, f. 1931, en dáin eru: Sigríð-
ur, f. 1916, Stefán, f. 1921, Ingólf-
ur, f. 1924 og Svanborg, f. 1934.
Mikill gestagangur var á heimil-
inu og virðist sem systkinin hafi
hlotið gestrisni í arf.
Mamma giftist Ingvari Sigurðs-
syni frá Eystri-Móhúsum á Stokks-
eyri 5. júní 1937 og stofnuðu þau
fljótlega heimili, fyrst á Hverfis-
götu 91 en áttu síðan heima á
Mánagötu 6 í Reykjavík.
Það var ekki stór íbúðin, en
hjartarýmið því meira. Þeir sem
komu í bæinn utan af landi þótti
sjálfsagt. að koma þar við og oft
var glatt á hjalla og spurt frétta.
Þau eignuðust þrjár dætur, Erlu,
f. 21. nóvember ’38. Ástu, f. 28.
nóvember ’43 og Sigfríði, f. 5. sept-
ember ’46. Þau slitu samvistum.
13. apríl 1958 gekk hún að eiga
ísleif Magnússon. Hann dó 2. októ-
ber 1983. Þau áttu saman 3 börn,
Fjólu Sigrúnu, f. 17. júní ’56, Ka-
rólínu Sif, f. 13. maí ’59 og Magn-
ús Jóhannes, f. 18. janúar '65.
Barnabörnin eru orðin 12, sem
eru á lífi og barnabarnabörnin 5
og veit ég að þau eiga eftir að
sakna pijónaömmu eins og þau
kölluðu hana því það voru ófáir
vettlingarnir og sokkarnir sem
komu frá henni.
Það var oft þröng á þingi á
Fögruvöllum þegar allur hópurinn
var kominn þangað og margir áttu
erindi.
Ég er ekki í vafa um að tekið
verður vel á móti henni hinumegin.
Megi góður guð fylgja henni.
Erla
Johann Þórólfs-
son - Kveðjuorð
Fæddur 10. febrúar 1911
Dáinn 3. desember 1991
Jóhann var mikill einkavinur
minn. Ég veit að hann mun skilja
þessi fáu fátæklegu orð mín. Ég
kynntist honum þegar ég stóð í
miklum erfiðleikum. Það eru engin
orð nógu stór yfir þá erfiðleika.
Ég held að engin lifandi vera kæm-
ist í gegnum það nema eiga góðan
vin, sem hægt væri að tala við.
Já, tala við. Eg gat talað við hann
um allt og hann hafði þann góða
eiginleika að kunna að hlusta.
Hann varð aldrei þreyttur á að
hlusta. Það sama var hægt að segja
um vinnu, hann þreyttist aldrei á
að vinna og gat haldið áfram ef
þess þurfti með, 2-3 sólarhringa.
Það var ekki mikið. Og alltaf var
hann léttur á fæti og léttur í lund.
Þó hann ætti það til að láta allt
fjúka og láta álit sitt tæpitungu-
laust í ljós, þá átti hann góða sál,
hann var laus við allt smjaður,
hann kom til dyranna eins og hann
var klæddur. Hann átti þijá mjög
góða eiginleika, hann skildi þá sem
sjúkir voru, gamalt fólk og börn.
Énda þótti börnunum mínum og
öllu mínu fólki vænt um hann. Já,
börnin mín þau elskuðu hann og
vil ég senda honum bestu þakkir.
Ég og börnin mín kveðjum okk-
ar kæra vin með sárum trega með
þökk í hjarta fyrir að guð skildi
leyfa okkur að kynnast og trúum
því að við eigum eftir að hittast
hjá honum, okkar himneska kær-
leiksríka föður, sem skapaði okkur
í sinni mynd.
Minn kæri vinur sem ég get
ekki afborið að skilja við er nú
farinn frá mér, en hans kærleiks-
ríka minning lifir með okkur öllum.
Hvíli hann í friði. Hafi hann þökk
fyrir allt og allt.
Ég sendi sonum hans Þórólfí og
Einari samúðarkveðjur.
Jóna Tómasdóttir
VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL
*
§
. SKÍÐAFERÐ TIL COLORADO
S Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF., býður upp á stórkostlega skíðaferð
2
§
í Klettafjöllin, á eitt besta skíðasvæði Ameríku - VAIL, Colorado
Farið verður 14. febrúarog komið til baka 29. febrúar.
Innifalið íverði: Flug til Denver, ferðir til og frá flugvellitil gististaðar. Gisting á fyrsta flokks hóteli,
sem er i göngufæri frá aðalskíöalyftunni. Morgunmatur, íslensk fararstjórn.
Verð á mann miðað við tvo í herbergi kr. 138.000,- _______
PKSSSsFT
g
g
P
§
§
s
§
§
I
Ferðaskrífstofa , §
• GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF.,
3 Borgartúni 34, sími 683222.
S i-
VAIL - VAIL ■ VAIL ■ VAIL - VAIL ■ VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL - VAIL ■ VAIL - VAIL - VAIL - VAIL
pof
sew
Allt
KÍÐASAf]
StlNGAB
FE
ORÐINS
full
fRA
stiNGAr
SKIÐA
HANSKAh
verðLrÍ
-3MRAK fWMHK
Raðgreiðslur
Póstsendum
samdægurs
SNORRABRAUT 60, SIMI 12045