Morgunblaðið - 12.12.1991, Qupperneq 83
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNB^AÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1991
83
Morgunblaðið/RAX
Zoltan Belányi var nær óstöðvandi hjá Eyjamönnum í gærkvöldi. Hér gerir
hann eitt 11 marka sinna, en Valdimar Grímsson til hægri og Þórður Sigurðs-
son koma engum vörnum við.
Barátta og bváðlæti
Bikarmeistararnir úr leik en íslandsmeistararnir með á öllum vígstöðvum
SANNKÖLLUÐ bikarstemmn-
ing ríkti að Hlíðarenda í gær-
kvöldi, þegar íslandsmeistarar
Vals tryggðu sér sæti í undan-
úrslitum bikarkeppninnar með
því að vinna bikarmeistara ÍBV
26:22. Gífurlegur hraði ein-
kenndi viðureignina, kappið var
mikið og mistökin meiri en
góðu hófi gegnir — dæmigerð-
urbikarleikur.
Eyjamenn voru ákveðnari og
grimmari allan fyrri hálfleik
og höfðu þá nær ávallt undirtökin,
þó jafnt væri á flest-
Steinþór um tölum. Þeir
Guðbjartsson héldu uppteknum
skrifar hætti strax eftir hlé,
en ætluðu sér um
of og eftir að Valsmenn höfðu jafn-
að 16:16 snerist dæmið við. íslands-
meistararnir nýttu sér æðibunu-
gang bikarmeistaranna með mark-
vissari sóknarleik og eins hafði
mikið að segja að Guðmundur
Hrafnkelsson varði vel, þegar mest
á reyndi. Síðustu nn'núturnar var
allt á suðupunkti, janft innan sem
utan vallar, en pústrar hér og þar
höfðu ekki áhrif á úrslitin — þau
voru þegar ráðin.
Spil Eyjamanna var oft á tíðurn
skemmtilegt á að horfa fyrir hlé
og sérstaklega var gaman að fylgj-
ast með Ungveijanum Zoltan
Belányi. Hann var geysilega öflug-
ur og snöggur, fískaði tvö vítaköst
og gerði alls 11 mörk. Botninn datt
úr sóknarleiknum í seinni hálfleik
og leikmennirnir létu mótlætið fara
í taugarnar á sér.
Valsmenn voru fastir fyrir og
gengu stundum of langt, en léku
eins og þeim var leyft. Guðmundur
lagði grunninn að sigrinum með
öruggri markvörslu, en breiddin var
meiri en hjá Eyjamönnum og hún
ásamt markvörslunni gerði útslag-
ið. Valsmenn eru því enn í
baráttunni á öllum vígstöðvum
svo getur farið að Þorbjörn þjálfari
.lensson neyðist til að spila þegar á
líður, en hann var á leikskýrslu að
þessu sinni án þess þó að fara inná.
Þrjú Reykjavíkur-
lið í undanúrslit
Valur, Víkingur og ÍR hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum
bikarkeppni karla í handknattleik. Það ræðst síðan í leik Þórs
og FH á Akureyri í kvöld hvert fjórða liðið verður í undanúrslitum.
Valur vann ÍBV, Víkingur vann B-lið Gróttu og ÍR vann B-lið Vals í
8-liða úrslitum.
ÚRSLIT
Valur —ÍBV 26:22
Hlíðarendi, 8-liða úrslit bikarkeppni karla
í handknattleik, miðvikudaginn 11.
desember 1991.
Gangur leiksins: 0:2, 2:4, 4:4, 9:9, 10:9,
12:13, 12:14, 13:15, 15:15, 16:16, 18:16,
20:17, 22:18, 22:20, 24:20, 26:22.
Mörk Vals: Valdimar Grimsson 7, Brynjar
Harðarson 6/3, Dagur Sigurðsson 5, Júlíus
Gunnarsson 4, Ingi Rafn Jðnsson 1, Sveinn
Sigfínnsson 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 14
(þar af eitt, þegar boltinn fór aftur til mót-
heija), Ámi Þór Sigurðsson 1/1 (boltinn
aftur til mótheija og mark).
Utan vallar: 14 mínútur og þar af eitt
rautt spjald.
Mörk IBV: Zoltan Belanyi 11/4, Sigurður
Gunnai'sson 4, Guðfinnur Kristmannsson
2, Jóhann Pótursson 2, Gylfi Birgisson 2/1,
Erlingur Richardsson 1.
Varin skot: Sigmar Þ. Óskarsson 20 (þar
af níu, þegar boltinn fór aftur til mótheija).
-Utan vallar: 6 minútur og þar af eitt rautt
spjald.
Dómarar: Gunnar Kjartansson og Óli P.
Ólsen.
Áhorfendur: Um 200.
Grótta b — Vík. 25:37
íþróttahúsið á Seltjamarnesi, bikarkeppni
karla í handknattleik, 8-liða úrslit, miðviku-
daginn 11. desember 1991.
Markahæstir í liði Gróttu: Ólafur Sveins-
son 7, Björn Snorrason 6 og Guðmundur
Sigfússon 3.
Markahæstir í liði Víkings: Björgvin Rún-
arsson 12, Ingimundur Helgason 8, Helgi
Bragason 6/5.
Valurb — ÍR 18:27
Hlíðarendi, 8-liða úrslit í bikarkeppni karla,
þriðjudaginn 10. desember 1991.
■iR-liðið hefur ekki tapað leik í vetur.
Unnið sjö leiki í 2. deildarkeppninni og þijá
leiki í bikarkeppninni.
Haukar - Stjarnan 28:24
Iþróttahúsið við Strandgötu, íslandsmótið í
handknattleik - 1. deild, miðvikudaginn 11.
desember 1991.
Gangur leiksins: 0:1, 3:3, 6:4, 8:8, 12:9,
12:11, 16:11, 17:12, 18:13, 19:17, 21:18,
22:20, 24:20, 26:21, 26:24, 28:24.
Mörk Ilauka: Halldór Ingólfsson 9/1, Petr
Baumruk 6/1, Pétur V. Guðnason 5, Páll
Ólafsson 3, Sigutjón Sigurðsson 3, Óskar
Sigurðsson 2.
Varin skot: Þorlákur Kjartansson 17/1.
Magnús Ámason 3.
Utan vallar: 2 mín.
Mörk Sfjörnunnar: Skúli Gunnsteinsson
6, Patrekur Jóhannesson 5, Magnús Sig-
urðsson 5/3, Hafsteinn Bragason 3, Hilmar
Hjaltason 3, Axel Björnsson 2.
Varin skot: Ingvar Ragnarsson 4. Brynjar
Kvaran 6.
Utan vallar: 4 mín.
Dóniarar: Hafsteinn Ingibergsson og Gfsli
Jóhannsson. Dæmdu vel frman af, en misstu
leikinn algjörlega úr böndunum í síðari
hálfleik.
Áhorfendur: Um 300.
Bikarkeppni kvenna
16-liða úrslit:
Valur-ÍBV.....................21:17
8-liða úrslit:
Fram-KR.......................17:10
Ármann-FH.....................23:26
Langþráður Haukasigur
„ÞESSI leikur vannst á góðri
markvörslu og baráttu ailan
tímann," sagði Viggó Sigurðs-
son, þjálfari Hauka, eftir lang-
þráðan sigur Hauka gegn
Stjörnunni, 28:24. „Við höfum
leikið illa að undanförnu. Loks-
ins kom það og við eigum ör-
ugglega eftir að hala inn mörg
stig síðari hluta mótsins.11
Viðureign liðanna var lengst af
spennandi og skemmtileg á
að horfa. Jafnræði var í byijun en
heimamenn náðu þó
Hörður fljótlega góðu for-
Magnússon skoti. Þar vóg
skrifar þyngst frammistaða
Þorláks í markinu
og Halldórs Ingólfssonar. Stjarnan
lék ákaflega illa í fyrri hálfleik og
gerðu Haukar 8 mörk úr hraðaupp-
hlaupum og segir það sína sögu um
sóknarleik Stjömunnar.
Annað var upp á teningnum í
síðari hálfleik. Stjörnumenn komu
smátt og smátt meira inn í leikinn
og heimamenn misstu tökin. Þegar
7 mín. voru eftir var staðan 21:19
og Haukar misstu boltann. Stjörnu-
menn brunuðu í hraðaupphlaup en
misstu boltann kiaufalega og Hauk-
ar gengu á lagið og kláruðu leikinn
með stæl.
Eyjólfur Bragason, þjálfari
Stjörnunnar, var ómyrkur í máli
varðandi dómgæsluna. „Þeir gerðu
mikið af mistökum sem Haukarnir
högnuðust á og hvað eftir annað
voru þeir okkur óhagstæðir, sér-
staklega í síðari hálfleik. Samt tel
ég þá vera hæfa dómara, en ég hef
aldrei séð þá dæma jafn illa.“
Haukarnir höfðu leikið sex leiki
án sigur og því sigurinn sætur.
Þeir léku flata vörn í fyrsta sinn í
vetur og tókst hún vel. Halldór og
Þorlákur, sem sýndi gamla takta í
markinu, voru bestu leikmenn liðs-
ins. Baumruk var ótrúlga dtjúgur
og þá sýndi Pétur Vilberg Guðna-
son, línumaður, góð tilþrif.
Stjarnan náði sér aldrei vel á
strik, of mikið fum og fát í sóknar-
leiknum og klaufalegar villur sáust
allt of oft. Hafsteinn, Hilmar og
Skúli léku af eðlilegri getu, en Pat-
rekur var mistækur og markvarslan
lengst af slök.
KNATTSPYRNA
Leiftur fær
liðsstyrk
Pétur B. Jónsson.ÍR, og Pétur
Marteinsson, Fram, hafa ákveð-
ið að leika með Leiftri frá Ólafsfirði
í 2. deild næsta sumar. Pétur B. Jóns-
son var einn af markahæstu leik-
mönnum ÍR-liðsins í sumar, gerði 7
mörk. Pétur Marteinsson, sem er
sonur Marteins Geirssonar þjálfara
Leifturs, lék 4 ieiki með Fram í 1.
deild sl. sumar. Ólafsfirðingar hafa
auk þess fengið tvo aðra nýja leik-
menn á síðust vikum. Þorvald Jóns-
son, markvörður úr UBK og Júgósla-
vann Zoran Coguric, sem lék með
Stjömunni.
Dean Saunders
með þrennu
Dean Saunders hefur gert níu
mörk fyrir Liverpool í
þremur leikjum í Evrópukeppni
félagsliða í vetur. Hann var með
þrennu í gærkvöldi í 4:0 sigri
gegn Swarovski frá Austurríki á
Anfield, en gerði bæði mörkin í
fyrri leiknum. Hann sló þar með
26 ára met Rogers Hunts, sem
gerði sjö mörk fyrir Liverpool í
einni Evrópukeppni, og átti stór-
an þátt í að koma Liverpool
áfram í átta liða úrslit.
BK 1903 frá Kaupmannahöfn
tryggði sér í fyrsta sinn sæti í
átta liða úrslitum UEFA-keppn-
innar með því að gera 1:1 jafn-
tefli gegn Trabzonspor í Ankara,
en Danirnir, sem unnu fyrri leik-
inn 1:0, jöfnuðu undir lokin.
Dynamo Moskva missti af
tækifærinu til að komast áfram
eftir 90 sekúndur í Simferoþol.
Þá fékk Sergej Dirkatsj að sjá
rauða spjaldið og á síðustu mín-
útu fékk félagi hans sömu
kveðju. Liðið gerði engu að síður
markalaust jafntefli við Ghent,
sem vann fyrri leikinn 2:0.
Tvö ítölsk lið, Genova og Tór-
ínó, eru komin í átta liða úrslit.
KORFUBOLTI / SMAÞJOÐAMOT KVENNA
Sigur og tap á Gíbraltar
Islenska landsliðið í körfuknattleik sigraði Kýpur
59:52 í fyrsta leik sínum á Smáþjóðamótinu á
Gíbraltar á þriðjudag, en tapaði stórt fyrir Tyrklandi
51:96 í gærkvöldi.
íslenska liðið lék fyrst gegn Kýpur á þriðjudag og
tryggði sér sigur með góðum lokaspretti í jöfnum og
spennandi leik, 59:52. Hin 16 ára Olga Færeeth stjóm-
aði leik liðsins og þá lék Linda Stefánsdóttir einnig
mjög vel - skoraði 12 stig og tók mörg fráköst.
íslenska liðið átti aldrei möguleika gegn sterku liði
Tyrkja í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 25:39. „Fyrri
hálfleikur var nokkuð góður af okkar hálfu varnarlega
séð. í síðari hálfleik gekk ekkert upp, livorki í vörn
né sókn og við skoruðum aðeins fjögur stig fyrst.u
12 mínúturnar," sagði Torfi Magnússon, landsliðs-
þjálfari.
Tyrkland kom inn í mótið fyrir Möltu sem hætti við
á síðustu stundu. ísland leikur geng Austurríki í kvöld.
ÚRSLIT
Knattspyrna
Evrópukeppni meistaraliða, A-
riðill:
Aþena, Grikklandi:
Panathinaikos — Sampdoria.........0:0
53.000
Staðan í A-riðli: _
Sampdoria.......... 2 1 1 0 2:0 3
Panathinaikos.........2 0 2 0 0:0 2
Anderiecht............1 0 1 0 0:0 1
RedStarBelgrad........1 0 0 1 0:2 0
B-riðill:
Prag, Tékkóslóvakíu:
Sparta Prag — Dynamo Kiev...........2:1
Vaclav Nemecek (13.), Petr Vrabec (22.) -
Vladimir Sharan (55.). 15.000.
Lissabon, Portúgal:
Benfica - Barcelona.................0:0
80.000.
Staðan í B-riðli:
Barcelona.............2 1 1 0 3:2 3
SpartaPrag............2 1 0 1 4:4 2
Dynamo Kiev...........2 1 0 1 2: 2 2
Benfica...............2 0 1 1 0:1 1
UEFA-keppnin, síðari leikir í 3.
umferð:
Ankara, Tyrklandi:
Trabzonspor — BK 1903 Kaupmanna.-
höfn...............................1:1
Hamdi Aslan (57.) - Michael Manniche
(82.). 30.000.
■BK 1903 vann samanlagt 2:1.
Simferopol, Sovétríkjunum:
Dynamo Moskva - Ghent (Belgíu).....0:0
Áhorfendur: 20.000.
■Ghent vann samalagt 2:0.
Genoa, Ítaiíu:
Genha — Steaua Búkarest (Rúmeniu)..l:0
Carlos Aguilera (59.). 30.000
■Genoa vann samanlagt 2:0.
Liverpool, Englandi:
Liverpool — Swarovski Tirol........4:0
Dean Saunders (39., 57., 68.), Barry Veni-
son (84.). 16.007
■Liverpool vann samanlagt 6:0.
Diisseldorf, Þýskalandi:
Ajax (Ilollandi) — Osasuna (Spáni).1:0
Dennis Bergkamp (13.). 18.000.
■Ajax vann samalagt 2:0.
Tórínó, Ítalíu:
Tórínó (Ítalíu) — AEK Aþenu........1:0
Walter Casagrande (54.). 35.000.
■Tórínó vann samanlagt 3:2.
Körfuknattleikur
Alþjóðlegt mót á Gíbraltar
íslenska kvennalandsliðið tekur nú þátt í
alþjóðlegu móti á Gíbraltar:
ísland - Kýpur.................59:52
Hildigunnur Hilmarsdóttir 12, Linda Stef-
ánsdóttir 12, Kristín Blöndal 8, Guðbjörg
Norðíjörð 8, Anna María Sveinsdóttir 5,
Olga Fæi-seth 4, Hrönn Harðardóttir 3,
Anna Gunnarsdóttir 3, Vigdís Þórisdóttiir
2. Hafdís Hafberg 2.
ísland - Tyrkland..............51 tfMk
Anna María Sveinsdóttir 14, Guðbjörg
Norðfjörð 11, Olga Færseth 10, Hanna
Kjartansdóttir 4, Kristín Blöndal 3, Linda
Stefánsdóttir 2, Hafdís Hafberg 2, Vigdís
Þórisdóttir 2, Hildigunnur Hilmarsdóttir 1,
Guðrún Gestsdóttir 1 og Anna Gunnarsdótt-
ir 1.
■Önnur úrslit:
Luxemborg - Wales...................87:32
írland - Gíbraltar..................92:53i
Tyrkland - Austurríki...............69:61
Kýpur - Austurríki..................46:72
Luxemborg - Gíbraltar..............108:59
Wales - írland.....................45:133