Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA/VEÐUR SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992
9
UPPRISA EÐA
ENDURHOLDGUN?
M
Itrúmálaumræðu dagsins má
greina margar kenningar um
lífíð, dauðann og það sem
tekur við eftir dauðann. Tvær
hafa á síðustu misserum borið
hæst og tekist á hér á landi. Hin
fyrri grundvaliast á kristinni upp-
risutrú. Hin síðari byggist á suð-
rænni endurholdgunartrú. Langar
mig til þess að gera þessar ólíku
trúarskoðanir að umræðuefni okk-
ar í dag, lesandi
góður. Sumir
hafa reynt að
blanda þeim
saman, en það
er reyndar
ómögulegt, þær
eru álíka skyldar sem eldur og
vatn. Kristin upprisutrú er ein-
göngu reist á upprisu Jesú Krists
frá dauðum hinn fyrsta kristna
páskadag fyrir bráðum 2.000
árum, austur í Jerúsalem í Gyð-
ingalandi. Hvort sem menn nú
trúa því að Jesús hafi risið upp
eða ekki, þá hafa kristnir menn
haldið þeirri trú sinni fram að
þessi atburður hafi gerst á ákveðn-
um tíma og stað í sögunni. Spyija
má hvað upprisa Jesú Krists frá
dauðum komi okkur við hveiju og
einu í dag? Eins og ég hef áður
nefnt í fyrri greinum þá er það
trú kristinná manna að veröldin
öll, andi, sál og líkami, sé góð
sköpun Guðs. Hið illa er andstætt
vilja Guðs, hvort sem það birtist
í anda eða efni. Við mennirnir
erum þar með sköpun Guðs. Við
erum ekki Guð og því ekki eilíf.
Guð einn er eilífur. Guð hefur
heitið okkur því, sköpun sinni, að
við munum ékki verða dauðanum
að bráð, heldur muni hann reisa
okkur upp frá dauðum til hins ei-
lífa ríkis síns. Við erum einstakl-
ingar er fæðumst, vöxum og deyj-
um. Við erum síbreytileg, líkami
okkar er stöðugt á hreyfmgu.
Sumir lifa stutta ævi, aðrir lengri.
Við erum einnig mótuð af um-
hvérfi okkar, þeim tímum sem við
lifum, því sem við söfnum í
reynslusarpinn á lífsins leið. Allt
sem Guð hefur skapað, líkami
okkar, sál, andi, umhverfið, jörðin,
dýrin, jurtirnar, allt hlýtur þetta
að rísa upp ef einhver upprisa er
til á annað borð. En ekki bundið
af lögmálum heimsins, heldur
laust undan sjúkdómum, þjáningu
og dauða. Lítum á upprisu Jesú
sem er fyrirmynd upprisu okkar
allra. Jesús Kristur réis upp hinn
sami og fyrr, engu frábrugðinn
þeim Jesú Kristi er dó á krossin-
um, þó hann upprisinn væri laus
undan lögmálum þessa heims.
IiRISTNI A
IiROSSGÖTUM
eftir Þórhall Heimisson
Hann borðaði með lærisveinunum
og naut samfélagsins við þá. Samt
var líkami hans, sál og andi ekki
á valdi dauðans. Þannig munum
við líka rísa upp, fram fyrir aug-
liti Guðs, sem sá líkami sál og
andi er við erum, en utan vald-
sviðs dauðans, þjáningarinnar og
hins illa. Við munum rísa upp
vegna þess að Jesús Kristur sigr-
aði dauðann í upprisu sinni. Fyrir
kraftaverk upp-
risu Jesú Krists,
og eingöngu fyr-
ir það, reisir Guð
okkur upp frá
dauðum, okkur
sem ekki erum
eilíf, en öðlumst eilífðina að gjöf
frá honum. Trúin á endurholdgun
sálarinnar eftir dauðann byggist
á eldfornri hugmynd, ættaðri frá
Austurlöndum fjær. í stuttu máli
gengur hún út frá því að veröldin
sé tvískipt í eðli sínu, milii andans
annars vegar og efnisins hins veg-
ar. Andinn, er sál mannsins til-
heyrir, er guðlegur og eilífur en
efnið illt og óguðlegt, í raun og
veru aðeins blekking sem heldur
guðaneistanum, anda og sál í
fangelsi líkamans. Takmark sálar-
innar er að losna undan blekking-
unni, efnisheiminum. Til þess að
losna þarf hún að þroskast frá
öllu hinu veraldlega. Þroskanum
nær hún með því að slökkva lífs-
löngunina, því löngunin til þess
að lifa er öflugasta baráttutæki
blekkingarinnar sem hefur hand-
járnað sálina við líkamann. Það
að losna getur tekið langan tíma
og því þarf sálin að endurholdg-
ast, klæðast hinu illa efni líkam-
ans, aftur og aftur þar til henni
tekst að hverfa inn í tómið sem
er innsti kjarni alls samkvæmt
þessum trúarbrogðum. í havað
mynd hún endurholdgast, hvaða
líkama hún klæðist, fer eftir því
hvernig sálin hefur staðið sig á
fyrri aldursskeiðum. Vel að
merkja, staðið sig í því að slökkva
lífslöngunina. Hin góðu verk þess-
arar speki líkjast ekki kærleiks-
boðorði Krists, heldur er það talið
gott verk að láta sér á sama standa
um efnisheiminn. Aðeins kjáninn
lætur tilfinningar hafa áhrif á sig.
Sálin á sér stigatöflu. A hana safn-
ar hún punktum ef svo má segja.
Stigatafla sálarinnar kallast
„karma“. Karma er nokkurs konar
einkunnagjöf sem fylgir sálinni
eftir og segir til um hvernig næsta
jarðvist verður. Allt sem gerist í
lífinu fer því eftir hvernig fyrri líf
fóru. Hinn ríki er ríkur vegna
framfarar í fyrri jarðvistum. Hinn
sjúki er sjúkur vegna lélegs
karma, slælegrar frammistöðu er
hann lifði fyrr. Þetta kallast „kar-
malögmálið". Því eru allir bundn-
ir. Þess vegna hefur gengið svo
illa að koma á jafnrétti og félags-
legri samhjálp í þeim löndum sem
aðhyllast endurholdgunarkenn-
ingar, eins og t.d. á Indlandi.
Hvers vegna á að hjálpa náung-
anum, ef þjáning hans stafar af
því hvað hann var vondur í fyrra
lífi? Það eru því engar ýkjur að
segja að kristin upprisutrú og
austræn endurholdgunartrú séu
eins og eldur og vatn, geti ekki
blandast. Þær eru fulltrúar gjör-
ólikra trúarhugmynda og heims-
skoðana. Það er gott að velta
þessu öllu fyrir sér og velja síðan
það sem samræmist trú sinni, en
gera sér um leið grein fyrir munin-
um og hvað í þessu tvennu felst.
Annars vegar höfum við tvöflda
kærleiksboðorðið sem Jesús Krist-
ur kenndi okkur: „Elska skaltu
Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta
þínu, og allri sálu þinni og öllum
huga þínum. Þetta er hið æðsta
og fremsta boðorð. Annað er þessu
líkt; Þú skalt elska náunga þinn
eins og sjálfan þig.“ Um þetta
biður Guð okkur. Við eigum að
standa með og gæta náunga okk-
ar, af því að hann er einstakur,
af því að hann er sköpun Guðs,
af því að Guð elskar hann, styrkir
hann og mun að lokum lífsins leiða
hann frá dauðanum og fram fyrir
auglit sitt að eilífu. Eins og okkur
öll. Því Jesús Kristur hefur sigrað
dauðann. Hins vegar boðar endur-
holdunartrúin í raun afskiptaleysi
um hag náungans, því allt verald-
legt er talið blekking, einnig ná-
ungi okkar og líði honum illa er
það hans eigin sök. Að hafa
áhyggur af því hvernig honum líð-
ur tefur aðeins þroskaferil sálar
okkar á leið hennar til útþurkun-
ar, „nirvana". Þessi trúarbrögð,
upprisutrúin og endurholdgunar-
trúin, lýsa þá ekki aðeins skoðun-
um manna og tilfinningu fyrir því
sem tekur við eftir dauðann. Þeg-
ar við tökum afstöðu með annarri
hvorri kenningunni hlýtur sú af-
staða að móta huga okkar í öllum
þeim málefnum sem snerta heim-
inn. Niðurstaðan sem við komumst
að þegar við könnum leyndardóma
lífsins hlýtur að verða gerólík eft-
ir því frá hvaða sjónarhóli við lít-
um. Að ímynda sér annað væri
að blekkja sjálfan sig.
Höfundur er fræðslufulltrúi
Þjóðkirkjunnar á Austurlandi.
VEÐURHORFUR í DAG, 16. FEBRÚAR
YFIRLIT í GÆR: Á vestanverðu Grænlandshafi er 975 mb, nærri kyrr-
stæð lægð og frá henni nokkuð skarpt lægðardrag austan með suður-
strönd landsins. Norðaustan af Jan Mayen er 1020 mb hæð, en við
Nýfundnaland er vaxandi 99,5 mb lægð, sem hreyfist allhratt norðaust-
ur.
HORFUR f DAG: Suðaustan- og austan hvassviðri eða stormur. Rign-
ing sunnan-, suðaustan- og vestanlands og einnig víða norðanlands
um tíma er líður á daginn. Hiti verður víðast á bilinu 1-5 stig.
HORFUR Á MÁNUDAG:
Suðvestan eða breytileg átt. Él á víð og dreif um mest allt land. Hiti
um og undir frostmarki.
HORFUR Á MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG:
Suðvestan- og vestanátt með éljagangi á Suður- og Vesturlandi, en
þurrt og víða bjart á Norðaustur- og Austurlandi.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 6.00 í gær að ísl. tíma
Staður hiti veður Staður hiti veður
Akureyri 1 alskýjað Glasgow 5 skúrás. klst.
Reykjavík 3 rigning Hamborg 7 súld
Bergen -r1 léttskýjað London 9 skýjað
Helsinki -^6 snjókoma LosAngeles 13 léttskýjað
Kaupmannahöfn 4 rigning Lúxemborg 6 rigning
Narssarssuaq h-5 alskýjað Madríd *:2 þokumóða
Nuuk í-20 snjókoma Malaga 5 léttskýjað
Osló h-5 alskýjað Mallorca 9 heiðskírt
Stokkhólmur -í-3 snjókoma Montreal +1 alskýjað
Þórshöfn 4 alskýjað NewYork Orlando 4 20 heiðskírt alskýjað
Algarve 5 heiðskírt
Amsterdam. Barcelona Berlín 9 3 5 rigning heiðskírt rigninaás. klst. París Madeira Róm 9 14 5 ngning léttskýjað lágþokublettir
Chicago Feneyjar 1 rigning vantar Vín Washington -r2 6 léttskýjað þokumóða
Frankfurt 5 rigning Winnipeg 4-6 snjókoma
Svarsími Veðurstofu íslands — veðurfregnir: 990600.
■J 0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
V Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Suld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
j-^ Þrumuveður
TAKN:
Q Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
Kvöld-, nœtur- og helgarþjónusta apótekanna í Reykjavík dagana 14. februar til
20. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Háaíeitis Apóteki, Háaleitisbraut
68. Auk þess er Vesturbæjar Apótek, Melhaga 20-22, opið til kl. 22 alla daga
vaktvikunnar nema sunnudag.
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjamarnes og Kópavog í Heilsuverndarstöð Reykjavík-
ur við Barónsstig frá kl. 17 til kl. 08 virka daga. Allan sólarhringinn, laugardaga og
helgidaga. Nánari uppl. í s. 21230.
Lögreglan í Reykjavík: Neyðarsímar 11166 og 000.
Lœknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndimóttaka rúmhelga daga 10-16, s. 620064.
Tannlæknavakt - neyðarvakt um helgar og stórhátíðir. Simsvari 681041.
Borgarspítalinn: Vakt 8-17 virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær
ekki til hans s. 696600). Slysa- og sjúkravakt allan sólarhringinn sami simi. Uppl.
um lyfjabúðir og læknaþjón. í símsvara 18888.
Ónæmisaðgerðir fyrir fullorðna gegn mænusótt fara fram í Heilsuverndarstöð
Reykjavíkur á þriðjudögum kl. 16.00-17.00. Fólk hafi með sér ónæmisskirteini.
Alnæmi: Læknir eða hjúkrunarfræðingur veitir upplýsingar á miðvikud. kl. 18-19 í
s. 91-622280. Ekki þarf að gefa upp nafn. Samtök áhugafólks um alnæmisvandann
styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra í s. 28586. Mótefnamælingar vegna
HIV smits fást aö kostnaðarlausu í Húð- og kynsjúkdómadeild, Þverholti 18 kl.
9-11.30, ó rannsóknarstofu Borgarspitalans, yirka daga kl. 8-10, á göngudeild Lands-
pitalans kl. 8-15 virka daga, á heilsugæslustöðvum og hjá heimilislæknum. Þag-
mælsku gætt.
Samtökin '78: Upplýsingar og ráðgjöf i s. 91-28539 mánudags- og fimmtudagskvöld
kl. 2C-23.
Samhjólp kvenna: Konur sem fengið hafa brjóstakrabbamein, hafa viðtalstíma á
þriðjudögum kl. 13-17 i húsi Krabbameinsfélagsins Skógarhlið 8, s.621414.
Akureyri: Uppl. um lækna og apótek 22444 og 23718.
Mosfells Apótek: Opið virka daga 9-18.30. Laugard. 9-12.
Nesapótek: Virka daga 9-19. Laugard. 10-12.
Apótek Kópavogs: virka daga 9-19 laugard. 9-12.
Garðabær: Heilsugæslustöð: Læknavakt s. 51100. Apótekið: Virka daga kl. 9-18.30.
Laugardaga kl. 11-14.
Hafnarfjarðarapótek: Opið virka daga 9-19. Laugardögum kl. 10-14. Apótek Norður-
bæjar: Opið mánudaga - fimmtudaga kl. 9-18.30, föstudaga 9-19 laugardögum 10
til 14. Apótekin opin til skiptis sunnudaga 10-14. Uppl. vaktþjónustu í s. 51600.
Læknavakt fyrir bæinn og Álftanes s. 51100.
Keflavík: Apótekið er opið kl. 9-19 mánudag til föstudag. Laugardaga, helgidaga og
almenna fridaga kl. 10-12. Heilsugæslustöð, simþjónusta 4000.
Selfoss: Selfoss Apótek er opið til kl. 18.30. Opið er á laugardögum og sunnudögum
kl. 10-12. Uppl. um læknavakt fást i símsvara 1300 eftir kl. 17.
Akranes: Uppl. um læknavakt 2358. - Apótekið opið virka daga til kl. 18.30. Laugardaga
kl. 10-13. Sunnudagakl. 13-14. Heimsóknartimi Sjúkrahússinskl. 15.30-16 ogkl. 19-19.30.
Rauðakrosshúsið, Tjarnarg. 35. Neyðarathvarf opið allan sólarhringinn, ætlað börn-
um og unglingum að 18 ára aldri sem ekki eiga í önnur hús að venda. Opið allan
sólarhringinn. S. 91-622266. Grænt númer 99-6622.
Símaþjónusta Rauðakrosshússins. Ráögjafar- og upplýsingarsími ætlaður börnum
og unglingum að 20 ára aldri. Ekki þarf að gefa upp nafn. Opið allan sólarhringinn.
S: 91-622266, Grænt númer: 99-6622.
LAUF Landssamtök áhugafólks um flogaveiki, Ármúla 5, opið kl. 12—15 þriðjudaga
og laugardaga kl. 11-16. S. 812833.
G-samtökin, landssamb. fólks um greiðsluerfiöleika og gjaldþrot, Vesturvör 27, Kópa-
vogi, opið 10-14 virka daga, s. 642984, (símsvari).
Foreldrasamtökin Vímulaus æska Borgartúni 28, s. 622217, veitir foreldrum og
foreldrafél. upplýsingar: Mánud. 13-16, þriðjud., miðvikud. og föstud. 9-12. Áfengis-
og fíkniefnaneytendur. Göngudeild Landspitalans, s. 601770. Viðtalstimi hjá hjúk-
runarfræðingi fyrir aðstandendur þriðjudaga 9-10.
Kvennaathvarf: Allan sólarhringinn, s. 611205. Húsaskjól og aðstoð fyrir konur sem
beittar hafa verið ofbeldi i heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun.
Stígamót, Vesturg. 3, s. 626868/626878. Miðstöð fyrir konur og böm, sem orðiö
hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Virka daga kl. 9-19.
MS-félag Íslands: Dagvist og skrifstofa Álandi 13, s. 688620.
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Pósth. 8687 128 Rvik. Simsvari allan sólac-
hringinn. S. 676020.
Lífsvon - landssamtök til verndar ófæddum börnum. S. 15111.
Kvennaráðgjöfin: Sími 21500. Opin þriðjud. kl. 20-22. Fimmtud. 13.30 og 20-22.
Vinnuhópur gegn sifjaspellum. Tólf spora fundir fyrir þolendur sifjaspella miðviku-
dagskvöld kl. 20-21. Skrifst. Vesturgötu 3. Opið kl. 9-19. Simi 626868 eða 626878.
SÁÁ Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið, Siðumúla 3-5, s. 82399 kl. 9-17.
AL-ANON, aðstandendur alkohólista, Hafnarstr. 5 (Tryggvagötumegin). Mánud.-
föstud. kl. 9-12. Laugardaga kl. 10-12, s. 19282.
AA-samtökin, s. 16373, kl. 17-20 daglega.
FBA-samtökin. Fullorðin böm alkohólista. Fundir Tjarnargötu 20 á fimmtud. kl. 20.
I Bústaðakirkju sunnud. kl. 11.
Unglingaheimili ríkisins, aðstoð við unglinga og foreldra þeirra, s. 689270 /31700.
Vinalina Rauða krossins, s. 916464 og grænt númer 996464. Er ætluð fullorðnum
sem telja sig þurfa að tjá sig. svarað kl. 20—23 öll kvöld vikunnar.
Skautar/skíði. Uppl. um opnunartima skautasvellsins Laugardag, um skiðabrekku i
Breiðholti og troðnar göngubrautir í Rvik s. 685533. Uppl. um skíðalyftur Bláfjöll-
um/Skálafelli s. 801111.
Upplýsingamiðstöð ferðamála Bankastr. 2: Opin vetrarmán. mán./föst. kl. 10.00-
16.00, laugard. kl. 10.00-14.00.
Fréttasendingar Rikisútvarpsins til útlanda daglega á stuttbyfgju: Útvarpað er
óstefnuvirkt allan sólarhringinn á 3295,6100 og 9265 kHz. Hádegisfréttum er útvarp-
að til Norðurlanda, Bretlands og meginlands Evrópu: Daglega kl. 12.15-12.45 á
15790 og 13830 kHz. og kvöldfréttum. Daglega kl. 18.55-19.30 á 11402 og 13855
kHz. Til Kanada og Bandaríkjanna: Daglega: kl. 14.10-14.40 á 15770 og 13855 kHz.
Hádegisfréttir. Daglega kl. 19.35-20.10 á 15770 og 13855 kHz. kvöldfréttir. Daglega
kl. 23.00- 23.35 á 15770 og 13855 kHz. Að loknum lestri hádegisfrétta á laugardög-
um og sunnudögum er lesið fréttayfirlit liðinnar viku. ísl. timi, sem er sami og GMT.
SJÚKRAHÚS - Heimsóknartímar
Landspitalinn: alla daga kl. 15 til 16 og kl. 19 til kl. 20.00. Kvennadeildin. kl. 19-20..
Sængurkvennadeild. Alla daga vikunnar kl. 15-16. Heimsóknartimi fyrir feður kl.
19.30-20.30. Fæðingardeildin Eiriksgötu: Heimsóknartimar: Almennur kl. 15-16.
Feðra- og systkinatimi kl. 20-21. AÖrir eftir samkomulagi.Bamaspftali Hringsins:
Kl. 13-19 alla daga. Öldrunarlækningadeild Landspitalans Hátúni 10B: Kl. 14-20
og eftir samkomulagi. — Geðdeild Vífilstaðadeild: Sunnudaga kl. 15.30-17. Landa-
kotsspítali: Alla daga 15-16 og 18.30-19. Barnadeild: Heimsóknartimi annarra en
foreldra er kl. 16-17. - Borgarspítalinn í Fossvogi: Mánudaga til föstudaga kl. 18.30
til kl. 19.30 og eftir samkomulagi. a laugardögum og sunnudögum kl. 15-18. Hafnar-
búðir: Alla daga kl. 14-17. - Hvítabandið, hjúkrunardeild og Skjól hjúkrunarheimili.
Heimsóknartimi frjáls alla daga. Grensásdeild: Mánudaga til föstudaga kl. 16-19.30
- Laugardaga og sunnudaga kl. 14-19.30. - Heilsuverndarstöðin: Heimsóknartími
frjáls alla daga. Fæðingarheimili Reykjavikun Alla daga kkl. 15.30-16.00. — Klepps-
spitali: Alla daga kl. 15.30 til kl. 16 og kl. 18.30 til kl. 19.30. - Flókadeild: Alla daga
kl. 15.30 til kl. 17. - Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15 til kl. 17 á helgidögum.
- Vífilsstaðaspítali: Heimsóknartimi daglega kl. 15-16 og kl. 19.30-20. - St. Jósefs-
spítali Hafn.: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sunnuhlið hjúkrunarheimili í Kópa-
vogi: Heimsóknartími kl. 14-20 og eftir samkomulagi. Sjúkrahús Keflavíkurfæknishér-
aðs og heilsugæslustöðvar: Neyðarþjónusta er allan sólarhringinn á Heilsugæslustöð
Suðurnesja. S. 14000. Keflavik - sjúkrahúsið: Heimsóknartimi virka daga kl. 18.30—
19.30. Um helgar og á hátiðum: Kl. 15.00-16.00 og 19.00-19.30. Akureyri - sjúkra-
húsið: Heimsóknartimi alla daga kl. 15.30 -16.00 og 19.00-20.00. Á barnadeild og
hjúkrunardeild aldraðra Sel 1: kl. 14.00-19.00. Slysavarðstofusími frá kl. 22.00-8.00,
s. 22209.
BILANAVAKT
Vaktþjónusta. Vegna bilana á veitukerfi vatns og hitaveitu, s. 27311, kl. 17 til kl.
8. Sami simi á helgidögum. Rafmagnsveitan bilanavakt 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar bilanavakt 652936
SÖFN
Landsbókasafn íslands: Aðallestrarsalur opinn mánud. — föstud. kl. 9-19 og laugar-
daga kl. 9-12. Handritasalur mánud.-fimmtud. kl. 9-19 og föstud. kl. 9-17. Útlánssal-
ur (vegna heimlána) mánud.-föstud. kl. 13-16.
Háskólabókasafn: Aðalbyggingu Háskóla islands. Opið mánudaga til föstudaga kl.
9-19. Upplýsingar um útibú veittar i aðalsafni, s. 694326.
Borgarbókasafn Reykjavíkur: Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbóka-
safnið i Gerðubergi 3-5, s. 79122. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheima-
safn, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfn eru opin sem hér segir: mánud. —
fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn - Lestrarsalur, s.
27029. Opinn mánud. - laugard. kl. 13-19. Grandasafn, Grandavegi 47, s. 27640.
Opið mánud. kl. 11-19, þriðjud. — föstud. kl. 15-19. Bókabilar, s. 36270. Viðkomu-
staðir víðsvegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15.
Borgarbókasafnið i Gerðubergi fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn miðvikud. kl. 10-11.
Sólheimasafn, miðvikud. kl. 11-12.
Þjóðminjasafnið: Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnudag kl. 12-16. Leiðsögn
um safnið laugardaga kl. 14.
Árbæjarsafn: Opið um helgar kl. 10-18.
Ámagarður: Handritasýning til 1. sept., alla virka daga kl. 14-16.
Ásmundarsafn í Sigtúni: Opið alla daga 10—16.
Akureyri: Amtsbókasafnið: Mánud.-föstud. kl. 13-19. Nonnahús alla daga 14-16.30.
Náttúrugripasafnið á Akureyri: Opið sunnudaga kl. 13-15.
Norræna húsið. Bókasafnið. 13-19, sunnud. 14-17. Sýningarsalir: 14-19 alla daga.
Listasafn íslands, Frikirkjuvegi. Opið alla daga 12-18 nema mánudaga. Sumarsýning
á islenskum verkum i eigu safnsins.
Minjasafn Rafmagnsveitu Reykjavikur við rafstöðina viö Elliðaár. Opið sunnud. 14-16.
Safn Ásgrims Jónssonar, Bergstaðastræti: Opið alla daga nema mánudaga kl.
13.30-16.
Húsdýragarðurinn: Opinn virka daga, þó ekki miðvikudaga, kl. 13-17. Opinn um
helgar kl. 10-18.
Listasafn Einars Jónssonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Högg-
myndagarðurinn opinn daglega kl. 11-16.
Kjarvalsstaðir: Opið alla daga vikunnar kl. 11-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnesi: Opið laugardaga og sunnudaga kl.
14-17.
Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns, Einholti 4: Opið sunnudaga milli kl. 14 og
16. S. 699964.
Náttúrugripasafnið, sýningarsalir Hverfisg. 116: Opnir sunnud. þriðjud. fimmtud.
og laugard. 13.30-16.
Náttúrufræðistofa Kópavogs: Opin sunnudaga kl. 13.30-16. Á öðrum timum eftir
samkomulagi.
Bókasafn Kópavogs, Fannborg 3-5: Opið mán.-fimmtud. kl. 10-21. Föstud. 10-19.
Lesstofan opin frá mánud.-föstud. kl. 13-19.
Byggðasafn Hafnarfjarðar: Opið laugard. og sunnud. kl. 14-18 og eftir samkomu-
lagi. S. 54700.
Sjóminjasafn íslands, Hafnarfirði: Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 14-18.
Bókasafn Keflavíkur: Opið mánud.-miðvikud. kl. 15-22, þriðjud. og fimmtud. kl. 15-19
og föstud. kl. 15-20.
ORÐ DAGSINS Reykjavik simi 10000.
Akureyri s. 96-21840.
SUNDSTAÐIR
Sundstaðir i Reykjavik: Þessir sundstaðir: Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug og Breið-
holtslaug eru opnir sem hér segir: Mánud. — föstud. 7.00-20.30, laugard. 7.30-
17.30, sunnud. 8.00-17.30. Sundhöll Reykjavikur: Mánud. - föstud. kl. 7.00—19.00.
Lokað i laug kl. 13.30-16.10. Opið i böð og potta fyrir fullorðna. Opið fyrir börn frá
kl. 16.50-19.00. Stóra brettið opið frá kl. 17.00-17.30. Laugard. kl. 7.30-17.30,
sunnud. kl. 8.00-17.30.
Garðabær: Sundlaugin opin mánud.-föstud.: 7.00-20.30. Laugard. 8.00-17 og sunnud.
8-17.
Hafnarfjörður. Suðurbæjarlaug: Mánudaga - föstudaga: 7.00-21.00. Laugardaga:
8.00-18.00. Sunnudaga: 8.00-17.00. Sundlaug Hafnarfjarðar: Mánudaga - föstudaga:
7-21. Laugardaga. 8-16. Sunnudaga: 9-11.30.
Sundlaug Hveragerðis: Mánudaga — fimmtudaga: 7-20.30. Föstudaga: 7-19.30. Helg-
ar: 9-15.30.
Varmárlaug i Mosfellssveit: Opin mánudaga - fimmtud. kl. 6.30-8 og 16-21.45,
(mánud. og miðvikud. lokað 17.45-19.45). Föstudaga kl. 6.30-8 og 16—18.45. Laugar-
daga kl. 10-17.30. Sunnudaga kl. 10-15.30.
Sundmiðstöð Keflavikur. Opin mánudaga — föstudaga 7-21, Laugardaga 8-18. Sunnu-
daga 9-16.
Sundlaug Kópavogs: Opin mánudaga - föstudaga kl. 7-20.30. Laugardaga og sunnu-
daga kl. 8-16.30. Síminn er 41299.
Sundlaug Akureyrar er opin mánudaga - föstudaga kl. 7-21, laugardaga kl. 8-18, sunnu-
daga 8-16. Simi 23260.
Sundlaug Seltjamamess: Opin mánud. - föstud. kl. 7.10-20.30. Laugard. kl. 7.10-
17.30. Sunnud. kl. 8-17.30.