Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 24
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGARlgUfflfflVBASHi 16. FEBRÚAR 1992
-24
Minning:
Ásmundur Sigurðsson
fyrrv. alþingismaður
Fæddur 26. maí 1903
Dáinn 8. febrúar 1992
Ásmundur Sigurðsson var fædd-
ur að Reyðará í Lóni í Austur-Skaft-
afellssýslu 26. maí 1903, hinn þriðji
í aldursröð 6 bræðra. ■
Foreldrar hans voru hjónin Anna
Lúðvíksdóttir og Sigurður Jónsson,
sem vorið 1899 höfðu byijað búskap
á Reyðará, fremur lítilli jörð, sem
þó taldist allgóð á þeirrar tíðar
mælikvarða. Búskapurinn blómgað-
ist furðanlega þangað til veturinn
1915, en þá féll stór hluti af bú-
stofni bænda í þessum landshluta
og var um kennt óhollum heyjum
vegna óþurrka sumarið áður. Heim-
ilið á Reyðará fór ekki varhluta af
þessu áfalli en annað þyngra var þó
í nánd.
1. mars árið 1917 andaðist heim-
ilisfaðirinn Sigurður úr lungna-
bólgu. Þá var Ásmundur 14 ára og
fermdist það vor. Elsti bróðir hans
— Geir — var þá 18 ára, Stefán 16
ára, Hlöðver 11 ára, Þórhallur 10
ára og Hróðmar 5 ára. Auk þeirra
voru í íjölskyldunni 2 fósturdætur,
Áslaug 19 ára og Anna Sigríður 2ja
ára.
Anna tók þann kostinn að halda
heimilinu saman og freista þess að
sjá fjölskyldunni farborða með
áframhaldandi búskap á Reyðará.
Ekki blés byrlega fyrsta misserið
sem þessir unglingar skyldu axla
ábyrgðina á afkomunni. I fádæma
harðviðri er geysaði um páskana
8. og 9. apríl 1917 eyðilagðist
stærstur hluti engjanna á Reyðará
af grjótfoki og liðu nokkur ár uns
þær höfðu gróið upp að nýju. Tún
jarðarinnar var sáralítið en aðalhey-
fengur tekinn á engjum. Þetta sum-
ar varð að afla heyja með því að
fá slægjubletti lánaða hingað og
þangað, jafnvel í næstu sveitum.
Þessir atburðir og árin sem í hönd
fóru reyndu fast á samheldni og
styrk fjölskyldunnar á Reyðará.
Ætla má að sú reynsla hafi átt
nokkum þátt í mótun þeirra ung-
menna sem hér áttu hlut að máli.
Víst er að hugsjón samhjálpar og
samvinnu festi snemma rætur í
hugum bræðranna á Reyðará og
fylgdi þeim alla ævi.
Af framansögðu er ljóst að Ás-
mundur varð ungur að árum þátt-
takandi í harðri lífsbaráttu. Hann
kom heill úr þeirri reynslu, ungur
maður með mótaða skapgerð, and-
legt og líkamlegt atgervi, albúinn
að takast á við lífið. Haustið 1925
fer Ásmundur til náms í Bændaskól-
anum á Hvanneyri og útskrifast
þaðan sem búfræðingur vorið 1927.
Vorið eftir vinnur hann að jarðabót-
um heima í Lóni á vegum Búnaðar-
félags Bæjarhrepps. Þá vom gerðar
fyrst sáðsléttumar í Lóni og em
sumar þeirra enn til, óhreyfðar.
Hinum mikilhæfa skólastjóra Hall-
dóri Vilhjálmssyni mun hafa litist
vel á þennan unga Skaftfelling og
hvatt hann til frekara náms, og
haustið 1928 heldur Ásmundur til
Danmerkur ásamt Stefáni bróður
sínum og em þeir bræður veturinn
1928—1929 í Leikfími- og lýðhá-
skólanum í Ollemp á Fjóni og ljúka
þaðan prófi um vorið. Þaðan liggur
leið Ásmundar til Svíþjóðar í stutta
námsferð, en haustið 1929 ræðst
hann sem ráðsmaður og leikfimi-
kennari að Bændaskólanum á
Hvanneyri og þar verður starfsvett-
vangur hans næstu árin.
Það lætur að líkum að kennsla á
þessu fjölmenna skólaheimili og
verkstjórn á einhveiju stærsta og
best rekna búi landsins hafi verið í
'senn krefjandi og spennandi verk-
efni og þá jafnframt verkefni sem
reyndi á hæfni, manndóm og þroska
26 ára ungmennis.
Eftir þriggja ára starf á Hvan-
neyri er Ásmundur virtur og dáður
af samstarfsmönnum og nemendum
og ekki annað í sjónmáli en áfram-
hald á sömu braut. En hér verður
vendipunktur. Sumarið 1932 hefur
Ásmundur sagt starfí sínu lausu og
flytur austur á æskustöðvarnar, að
Reyðará í Lóni til að hefja þar bú-
skap í samvinnu við Geir bróður
sinn er hafði tekið við jörð og búi
af móður þeirra bræðra 1922.
Um þetta leyti var hin svokallaða
heimskreppa skollin á. Verð á afurð-
um bænda hafði hrapað niður, dilk-
urinn lagði sig þá og á næstu árum
á 6-8 kr. eftir vænleika og var lífs-
kjörum fólksins til sveita mjög
þröngur stakkur skorinn. Það sama
má einnig segja um fólkið, sem bjó
við sjávarsíðuna, laun þess voru
ekki í samræmi við verðlag þeirrar
vöru sem heimilin þurftu á að halda
og kaupa til daglegrar neyslu.
Híbýli fólksins úti um dreifðar
byggðir landsins voru víða frá því
um aldamót eða lítið eitt yngri og
því varla undan því vikist að taka
til hendi og bæta úr bráðri nauð-
syn. Margir heimilisfeður stóðu
frammi fyrir þeirri ákvörðun að
byggja yfir fjölskylduna eða hverfa
á braut og freista þess að sjá heimil-
inu farborða við sjávarsíðuna.
Þó dökkt væri framundan í þess-
um efnum var sú ákvörðun tekin á
Reyðará árið 1930 að heíja bygg-
ingu nýs íbúðarhúss næsta vor. Á
því leikur varla vafí að um þessa
ákvörðun hefur verið haft samráð
við Ásmund þótt þá í ijarlægð væri.
Ekki byggðu fátæk hjón, hvorki í
Lóni eða annars staðar, fyrir eigið
fé á þessum tíma. Fremur mun hafa
verið regla að ekki tækist að kvitta
verslunarreikninginn á þann hátt
að skuldlaus væri um áramót. Fjöl-
skylduvinur í Reykjavík, Jón J. Víð-
is mælingamaður, gerði teikningu
að íbúðarhúsi 60m2 á tveimur hæð-
um. Bygginga- og landnámssjóður
samþykkti teikninguna og veitti lán
til íbúðarhússbyggingarinnar kr.
7.500, þ.e. andvirði u.þ.b. 1.100
dilka. Vextir og afborganir voru nær
470 kr. á ári. Innlagðir dilkar yfir
heimilið voru innan við 100 á ári
þangað til haustið 1940 og því létt-
ur sjóður ef annað hefði ekki komið
til.
Eins og fram hefur komið hófst
bygging íbúðarhúss vorið 1931 og
var flutt í það á Þorláksmessu um
veturinn. Áramótin voru framundan
og kr. 1.000 vantaði í reikning bónd-
ans til að endar næðu þar saman.
Þá upphæð sendi Ásmundur til að
jafna reikninginn hjá Kaupfélagi
Austur-Skaftfellinga.
Vorið 1932 kom Ásmundur frá
Hvanneyri sem fyrr er frá sagt.
Meðferðis hafði hann nýja sláttuvél
og rakstrarvél. Þótt tún væru ekki
víðlend á þessum árum stækkuðu
þau smátt og smátt og var sláttuvél-
in búin að losa dijúgan heyfeng,
bæði á heimilinu, þar sem hún var
komin til að vera, og einnig á öðrum
bæjum þau 20 sumur sem hún var
í notkun, en þá komu aðrar vélar
sem leystu hana af hólmi.
Um haustið skiptu þeir bræður
Ásmundur og Geir ánum á milli sín.
Litið var svo á að æmar væru að
hluta til greiðsla upp í lánið frá
árinu áður. Ekki hallaðist á með
fjáreignina þá og næstu árin, þar
munaði stundum eínni kind ef ekki
stóð jafnt.
Þessi ákvörðun Ásmundar að
ganga þannig til liðs við bróður sinn
og fjölskyldu hans skipti sköpum
fyrir heimilið á Reyðará. Þótt hann
teldist eiga helming bústofns varð
það svo í raun næstu árin að allar
hans tekjur runnu beint eða óbeint
til þeirra framkvæmda, sem hnigu
að því að gera búskapinn arðbærari
og bæta húsakost og aðbúnað. Eitt
er víst; slíka ákvörðun taka þeir
einir er setja annarra velferð ofar
eigin hag, þeir einir er í raun breyta
samkvæmt lífsreglunni: „Það sem
þér viljið að aðrir menn gjöri yður,
það skuluðu þér og þeim gjöra.“
Við sem þessar línur ritum, börn
hjónanna á Reyðará, Margrétar og
Geirs, vorum á aldrinum 2ja-9 ára
þegar frændi okkar kom inn í fjöl-
skylduna, þá vorum við raunar að
kynnast honum í fyrsta sinn. Hann
bar með sér andblæ framandi ver-
aldar inn á heimilið, víkkaði sjón-
deildarhring okkar og gerðist frum-
kvöðull þeirra breytinga er horfðu
til betri vegar.
Sú hlið sem sneri að okkur bróð-
urbörnum hans var á þann veg að
smátt og smátt var eins og við hefð-
um eignast þriðja foreldrið og máske
það foreldri sem á vissan hátt skildi
okkur best. Næmi hans og innsæi
gagnvart börnum var slíkt að það
varð undurljúft að vera með honum
í leik og starfi. Þá var allt hans
dagfar þannig að það hlaut að hafa
bætandi áhrif á alla sem dvöldu í
návist hans eða áttu við hann sam-
skipti.
Þótt Reyðarárheimilið nyti Ás-
mundar auðvitað mest, var það ekki
lítið happ fyrir Lónssveit að fá hann
aftur heim. Honum voru fljótlega
falin ýmis trúnaðarstörf, t.d. sat
hann í hreppsnefnd Bæjarhrepps í
12 ár og var framarlega í öllu
félagslífi í sveitinni og sýslunni yfír-
leitt.
Ásmundur var fyrir margra hluta
sakir sérstæður maður. Hann fékk
í vöggugjöf miklar og ijölþættar
gáfur, sem hann bar gæfu til að
þroska og nýta sér á langri ævi.
Háttvísi hans og fágun í allri fram-
komu var einstök. Yfírlætisleysið
var honum í blóð borið og ekkert
var honum ijær skapi en tíunda
verk sín og miklast af þeim. Hann
hafði mikið skap en fágætlega vel
tamið og gætti orða sinna vel. Und-
ir alvarlegu yfirbragðinu leyndist
glettnin, því hann átti auðvelt með
að sjá broslegar hliðar tilverunnar
og gat þá hlegið hjartanlega.
Hann tamdi sér ákaflega öguð
og skipulögð vinnubrögð og gekk
að hveiju verki með opnum huga.
Vandvirknin var einstök og ávallt
búið að þaulhugsa hvert atriði áður
en byijað var. Gilti þá einu hvort
um var að ræða venjubundin bú-
störf, framkvæmdir í þágu heimilis-
ins, eða að semja ræðu til að flytja
á samkomum Menningarfélagsins,
Ungmennasambandsins eða á öðr-
um mannamótum innan sýslunnar.
Það gefur augaleið að ungur
maður sem búinn er að afla sér göl-
þættrar menntunar þráir að miðla
ungu fólki af þeirri þekkingu og
reynslu er hann hefur öðlast. Þegar
Ásmundur kom austur 1932 fór
hann fljótt að huga að því að koma
á unglingafræðslu í Austur-Skafta-
fellssýslu. Gerði hann drög að reglu-
gerð fyrir unglingaskóla sem starf-
ræktur yrði í fjóra mánuði og sendi
hana til fræðslumálastjóra. Að miða
við fjóra mánuði 1. nóvember til 28.
febrúar var án efa í þeim tilgangi
að fleiri gætu notið kennslunnar en
ella hefði orðið vegna atvinnulífsins
í héraðinu.
Vetuma 1932-1934 heldur Ás-
mundur unglingaskóla á Mýrum í
Austur-Skaftafellssýslu samkvæmt
áðurnefndri reglugerð. Næstu vor
kennir hann unglingum sund í öllum
hreppum sýslunnar austan Breiða-
merkursands, þó sundlaugar væru
að sjálfsögðu engar til, aðeins vötn
og tjarnir. Hann gerist barnakenn-
ari í Nesjum 1934 en haustið 1939
sest hann í svokallaða „öldunga-
deild“ í Kennaraskóla íslands og
lýkur þaðan kennaraprófí vorið
1940. Eftir það kennir hann í Nesj-
um til ársins 1946 að undanskildum
nokkrum mánuðum árin 1944-46
er hann situr á þingi sem varamað-
ur. Ásmundur var ástsæll kennari
enda átti hann í ríkum mæli hæfí-
leika til að umgangast böm og ungl-
inga. Ber þar fyrst að nefna þá virð-
ingu er hann ætíð sýndi bömum
hvort sem það voru nemendur hans
eða aðrir. Hann talaði aldrei niður
til barna heldur ræddi við þau eins
og jafningja. Þá átti hann einstaka
hæfileika til þess að leggja námsefn-
ið þannig fyrir, að nemendur ættu
auðvelt með að skilja.
Ásmundur varð landskjörinn
þingmaður Sameiningarflokks Al-
þýðu- og Sósíalistaflokksins árið
1946 og sat á þingi samfellt til árs-
ins 1953. Þegar hann varð við áskor-
unum um að bjóða sig fram í kosn-
ingum til Alþingis árið 1942 mun
það tæpast hafa verið áform hans
að snúa sér að stjómmálum, enda
fylgi flokksins lítið í kjördæminu.
Þegar hann varð svo landskjörinn
þingmaður fjórum áram síðar, tók
hann til starfa á þessum nýja vett-
vangi af atorku og skyldurækni.
A Alþingi urðu Ásmundi mörg
málefni hugleikin. Heima í héraði
vora óteljandi verkefni óleyst eins
og víða úti um landið. Þar bar hátt
alhliða samgöngubætur. Nær allar
stórár sýslunnar voru óbrúaðar og
einnig býsna margar hinar smærri.
Þá eygði almenningur einnig gjör-
breyttar samgöngur með tilkomu
flugsins. Að þessum málefnum vann
hann heilshugar að ógleymdum at-
vinnumálum fólksins í sveit og við
sjó. Á þessum áram voru lögin um
almannatryggingar í deiglunni.
Ásmundur hugsaði mikið um þau
mál og gerðist ótrauður baráttu-
maður fyrir framgangi þeirra. Varla
var það tilviljun að Ásmundur skyldi
jafnan vera valinn ræðumaður síns
flokks við eldhúsdagsumræður á
Aiþingi þau ár sem hann sat þar.
Frábær rökfesta hans, nákvæmni í
meðferð talna og það að hafa kynnt
sér til hlítar þau mál sem vora til
umfjöllunar, áttu sinn þátt í því að
gera ræður hans eftirminnilegar,
enda var hann dáður af samflokks-
mönnum og virtur af andstæðing-
um.
Stofnun lýðveldisins var Ásmundi
mikið hjartans mál. Með þeim kafla-
skiptum í þjoðarsögunni sá hann
hilla undir alhliða framfarir, sem
þó ættu fram að ganga með festu
og öryggi. Hann átti stóran þátt í
undirbúningi lýðveldissamkomunn-
ar í sinni heimasveit og stjórnaði
henni. Þar sagði hann m.a. þetta:
„Þó sjálfstæðið glataðist fyrir
nær 7 öldum hefur þjóðin samt allt-
af haldið velli á þeim sviðum er lúta
að þjóðlegri list.
Menningarverðmætin sem hún
átti er sjálfstæðið glataðist urðu
henni líf og ljós í myrkri miðaldanna
— ljós sem aldrei slokknaði. í þessu
sambandi má spyija. Hve mikið
ættum við af sígildum bókmenntum
og listaverkum frá þessari og síð-
ustu öld ef þeir, sem skópu þau
hefðu ekki þaullesið fornsögurnar í
æsku sinni? Og hvað um Passíu-
sálma Hallgríms Péturssonar.
Hefðu þeir orðið slíkt snilldarverk
og gjöf til þjóðarinnar ef hann hefði
ekki auðgað tilfínningar sínar fyrir
fögra og auðugu máli með lestri
gamalla þjóðkvæða?
Og hefðu íslendingar verið að
stofna lýðveldi í dag ef þeir hefðu
talað danska tungu? I bókmenntum
áttum við söguna og tunguna, sem
alltaf hélt velli hversu mjög, sem á
móti blés. Þar er arfleifð forfeðr-
anna fólginn. í 682 ár hefur ísland
lotið erlendum konungum og þar
af aðeins 25 hin síðustu sem sjálf-
stæður aðili, jafnrétthár sambands-
landinu. Ég veit ekki hvort við get-
um gert okkur fyllilega ljóst fiversu
mikilvæg tímamót þetta eru í þjóð-
lífi voru. En eitt er víst og það er
að tímamót sem þessi leggja auknar
skyldur á herðar hvers einasta þjóð-
félagsborgara í hvaða stétt eða
stöðu sem er.
Á þessum hátíðisdegi fögnum við
endurheimtu frelsi en verðum þá
jafnframt að taka við þeim skyldum
og þeirri ábyrgð sem fylgir, það er
að heita hollustu og tryggja framtíð
þess.“
Þegar Ásmundur kemur inn á
Alþingi haustið 1946 eru dökkar
blikur á lofti í þjóðmálum. Erlent
ríki óskar eftir íslensku landi til að
reisa þar herstöð. Mörgum þótti sem
hér væri á ferð alvarleg ógnun við
hið nýstofnaða lýðveldi og gífurleg
átök hófust um Jiessi mál innan
þings sem utan. Ásmundur skipaði
sér framarlega í þá fylkingu sem
barðist gegn öllum hugmyndum um
hersetu og þátttöku íslands í hern-
aðarbandalagi, framganga og lyktir
þeirra mála urðu honum þung von-
brigði.
24. júlí 1958 urðu þáttaskil í lífi
Ásmundar. Þann dag kvæntist hann
Guðrúnu Árnadóttur hjúkrunarkonu
frá Stokkseyri. Hlýlegt og aðlaðandi
heimili þeirra á Barónsstíg 65 hefur
ætíð síðan staðið opið ættingjum og
vinum beggja og þar hafa margir
notið góðra stunda er seint gleym-
ast.
Árið 1958 gerðist Ásmundur
starfsmaður Búnaðarbanka íslands
og var fulltrúi í stofnlánadeild uns
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir 1973. Honum mun hafa fallið
vel að starfa í svo nánum tengslum
við íslenskan landbúnað, enda kunn-
ugur málefnum hans.
Ásmundur átti sæti í nýbýlastjórn
og síðar landnámsstjórn 1947-1971.
Hvað er langlífi?
lífsnautnin fijóva
alefling andans
og athöfn þörf.
(J.H.)
Þannig spyr skáldið og svarar
sjálft. En hvað er hamingja? Felst
ekki svarið að nokkur leyti í því
sama? Sé svo þá hlýtur sá að vera
hamingjumaður, sem fær að lifa
langa ævi án þess að glata því sem
í svarinu felst, ekki síst ef hann
hefur fengið eiginleika í vöggugjöf
að gera hvert verkefni sem lífíð
færir honum að bemnandi áhuga-
máli.
Þegar Ásmundur lét af störfum
á opinberum vettvangi bjó hann enn
yfír mikilli starfsorku, áhuga og lífs-
gleði. Hann hafði lært bókband og
fór nú að binda inn bækur af slíku
listfengi að unun er á að líta. Þá
gafst einnig betri tími til að sinna
ýmsum sameiginlegum áhugamál-
um þeirra hjóna, eins og því að ferð-
ast, njóta fagurra lista á ýmsum
sviðum og síðast en ekki síst að
rækta samband við góða vini, en
við það hafa þau bæði verið einstak-
ir snillingar.
Árið 1965 hófu þau Ásmundur
og Guðrún að reisa sér sumarhús
austur í Grímsnesi, þau nefndu
bæinn sinn Kolgrafarkot. Þar er nú
unaðsreitur og hafa þau notið-þess
í ríkum mæli að dvelja þar sumar-
langt hin síðari ár. Þar hefur vinum
og ættingjum verið fagnað af sömu
alúðinni og hlýjunni og heima á
Barónsstíg 65.
Það var Ásmundi ósegjanleg
hamingja að endurnýja tengslin við
gróður jarðar. Þessi aldni ræktunar-
maður fann sér nú nýjan vettvang.
Með óþreytandi elju og dugnaði ól
hann upp hundruð tijáplantna sem
þau síðan gróðursettu á landareign-
inni.
Ekki er ólíklegt að þessi sumar-
störf og gleðin sem það veitti að sjá
gróðurinn vaxa og dafna við bæjar-
dyrnar hafí átt sinn þátt í góðri
heilsu og starfsþreki sem entist svo
að segja til hins síðasta.
Á kveðjustund er okkur systkin-
unum frá Reyðará þakklæti efst í
huga, þakklæti fyrir allt sem Ás-
mundur var okkur bróðurbörnunum
sínum, þakklæti fyrir samfylgd,
uppeldi og leiðsögn, fyrir væntum-
þykju og umhyggju allt frá bernsku-
dögum okkar til síðustu samfunda.
Forsjóninni þökkum við það lífslán
að hafa átt hann að vini og samferð-
armanni á lífsbrautinni, því „þar
sem góðir menn fara eru guðs veg-
ir“.
Við kveðjum með orðum skáldsins
Ólafs Jóhanns Sigurðssonar:
Beri mig í eftirleit
að upprunans lindum
og reyni þar að lesa
af lifandi vatninu
lögmál þolgæðis
og lögmál drengskapar
hvað niðar þá i hlustum
nema nafn þess vinar,
sem lögmál þau bæði
borið hefur ófólskvuð
dýpra flestum mönnum
i dulu bijósti.