Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ- SUNNUUAGUR 16. FEBRÚAR 1992
-17
fjármagnskostnað. Þar með lentum
við í miklum rekstrarörðugleikum
árið 1985, sem segja má að við
höfum aldrei unnið okkur almenni-
lega út úr.
Auk þess hefur það gerst á und-
anförnum árum að tóllar af vinnu-
vélum hafa árvisst verið lækkaðir
og 1988 var vörugjald af þeim fellt
niður. Við þessar breytingar lækk-
uðu öll tæki í verðmæti og við það
að breytt var úr söluskatti yfir í
virðisaukaskatt hafa öll tæki lækkað
í verðmæti um 20% að auki. Tækja-
kostur okkar hjá Hagvirki hefur því
frá árinu 1988 lækkað um 200 millj-
ónir króna í verðmætum, beinlínis
vegna stjómvaldsaðgerða. Þetta,
auk skattakrafna fjármálaráðherra
hefur gert okkur geysilega erfitt
um vik í rekstrinum."
-Ólafur Ragnar Grímsson, þá
fjármálaráðherra, lét innsigla fyrir-
tækið árið 1989 vegna deilna ykkar
við íjármálaráðuneytið um inn-
heimtu söluskatts. Hvaða augum
leist þú þessar aðgerðir fjármálaráð-
herrans á sínum tíma?
„I mínum huga er ekki nokkur
vafí á því að þar var um pólitískar
ofsóknir á hendur mér og mínu fyr-'
irtæki að ræða, þó svo að ég hafí
enga sönnun fyrir því. I umfjöllun
á Alþingi 1985 í desember, þegar
varaþingmaðurinn Ólafur Ragnar
Grímsson sat á þingi og var að fjalla
um Hafskipsmálið, ræddi hann um
að það væru nokkur fyrirtæki í bið-
sal dauðans, þar á meðal Hagvirki.
Hagvirki var vissulega í mjög erf-
iðri rekstrarstöðu þá, vegna hins
stórkostlega niðurskurðar á fram-
kvæmdum sem ákveðinn hafði verið
fyrr sama ár. Ég svaraði því til, í
viðtali við Morgunblaðið og DV á
þessum tíma, að þetta væru mjög
alvarleg ummæli á Alþingi, en hins
vegar væri það bót í máli að það
væri Ólafur Ragnar sem hefði látið
þessi orð falla, og honum tæki eng-
inn mark á. Hann hefði verið ruglu-
dallur í skóla og væri það ennþá.
Allur hans framgangur gegn mínu
fyrirtæki eftir að hann var orðinn
fjármálaráðherra sýndi að mínu viti
ótvírætt að þessi ummæli mín um
hann — ummæli sem ég stend full-
komlega við í dag — sætu ennþá í
honum.
-Má ekki líta á þessar viðræður
þínar við Aðalverktaka sem björg-
unaraðgerð forstjóra Hagvirkis, sem
reynir allt hvað hann getur að
bjarga Hagvirki undan hamrinum?
„Við getum alveg kallað þetta
björgunaraðgerð. Það er allt í lagi
með það mín vegna. En hvað með
það, og björgunaraðgerð fyrir
hvem? spyr ég á móti. í mínum
huga mætti líta á sameiningu Hag-
virkis og Aðalverktaka sem björg-
unaraðgerð fyrir báða aðila. Auðvit-
að væri hún ekki fjárhagsleg björg-
unaraðgerð fyrir Aðalverktaka,
enda þurfa þeir líklega fyrirtækja
síst á slíku að halda, en hún gæti
verið aðgerð sem gerði Aðalverktök-
um kleift að starfa að verktöku í
framtíðinni. Fyrir okkur fælist í
slíkri sameiningu björgun frá erfíð-
um fjárhag. Ég á ekki í nokkrum
vandræðum með að sætta mig við
að svona ráðstafanir séu nefndar
björgunaraðgerðir — það er sko í
lagi mín vegna.
Vissulega sagði ég við Thor: Þið
hafið peningana og það er einmitt
það sem okkur vantar. En fyrirtæk-
in sameinuð, ykkar fjárhagslegi
styrkur, mannafli og tæki og okkar
mannskapur og tæki, leiðir til þess
að hér rís mjög öflugt verktakafyr-
irtæki sem býr yfir frábærum starfs-
kröftum, mikilli verk- og tækni-
þekkingu og mjög góðum tækja-
kosti. Fyrirtæki sem getur tekið að
sér hvers konar verktöku innan
lands sem utan. Því segi ég að þjóð-
hagslega sé þetta góð hugmynd,
þótt hún snerti mig auðvitað pers-
ónulega, það er ekkert leyndarmál.
Fyrir mér er það meginatriði, að
það frumherjastarf sem við höfum
unnið án nokkurs bakhjarls alveg
frá árinu 1979 á íslenskum verk-
takamarkaði lifi.
í stuttu máli sagt þá tók Thor
mjög vel í málaleitan mína og eftir
okkar fund ræddi ég að ráðum Thors
við formann Sameinaðra verktaka
sem einnig var mjög jákvæður. Þá
hef ég vitneskju fyrir því að Reginn
er þessari hugmynd velviljaður,
þannig að ég sé ekki á þessari
stundu að þetta ætti ekki að vera
hægt. Auðvitað þarf ýmislegt að
fást á hreint, áður en hægt er að
fara út í eiginlegar sameiningarvið-
ræður. Þar á ég auðvitað fyrst og
fremst við óútkljáð ágreiningsefni
Hagvirkis og ríkisins, svo sem í
skattamálum, kröfur ríkisins á
hendur okkur og kröfur okkar á
hendur ríkinu.“
- Hvað áttu við með þessari
gagnkvæmu kröfugerð?
„Jú, fyrir það fyrsta þá var sett
í gang frekari söluskattsaðgerð
gegn okkur. Dómurinn upp á 108
milljónirnar var fyrir árin 1982,
1983 og 1984 en núna var verið
að fara yfír 1985, 1986, 1987, 1988
og 1989. Menn vissu ekkert hvaða
kröfur kæmu af hálfu ríkisins vegna
þessara ára. Nú er komin fram krafa
þess vegna ársins 1985 og niður-
staða fyrir 1986 liggur einnig fyrir,
en ég vonast til þess að hin þijú
árin fáist á hreint í næstu viku.
Þegar það liggur fyrir höfum við
þá stöðu, sem verst getur orðið. Ég
get ekki fullyrt um það, en mig
grunar að 80 til 90 milljónir í við-
bót komi fram sem krafa á okkar
hendur af hálfu ríkisins vegna
þessa.
En þá er enn óútkljáð hvað við
fáum mikið út úr kröfum okkar á
hendur ríkinu vegna ógreiddra
reikninga vegna verktöku okkar í
flugstöðinni í Keflavík. Upphaflegi
reikningurinn frá 1988 sem hefur
verið deilt um, er upp á 96 milljón-
ir króna, sem eru sjálfsagt um 190
milljónir króna í dag. Síðan eru kröf-
ur vegna ýmissa annarra mála,
þannig að samtals gerum við kröfur
á hendur ríkinu upp á um 300 millj-
ónir króna. Auk þess höfum við
bent á eignaupptöku ríkisins sem
hefur kostað okkur 200 til 220 millj-
ónir króna. Við vitum fullvel að við
eigum ekki kröfu á ríkið, vegna
stjórnvaldsaðgerða, en bendum á
hvað þær hafa haft í för með sér
fyrir rekstrarstöðu fyrirtækisins, í
þeirri von að réttlætis verði gætt
gagnvart okkur. Þá höfum við minnt
á, að við höfum sparað íslenskum
verkkaupum með okkar starfsemi í
kringum tvo milljarða frá árinu
1979. Þessa tegund framlegðar telj-
um við að ríkisvaldið eigi að meta
við okkur. Auk þess teljum við að
við höfum haft þau áhrif á íslenskan
verktakamarkað að aðrir verktakar
hafí fengið djörfung og dug til þess
að bjóða í stórverkefni. Síðan varð
stórkostleg breyting á útboðum hjá
Vegagerð rfkisins eftir að við feng-
um veginn um Ólafsvíkurenni. Þar
vorum við lægstbjóðendur, með um
60% af kostnaðaráætlun, og unnum
verkið á mettíma. Eftir það fór
Vegagerðin fyrir alvöru að bjóða
út verk, sem hefur haft mikinn
sparnað í för með sér. Þarna tel ég
að við hjá Hagvirki höfum verið
ákveðið leiðandi afl og breytt þessu
verktakaumhverfí hér á landi til
hins betra.
Raunar tel ég að okkar tilkoma
á verktakamarkaðinn, þegar við
buðum 2,7 milljarða gamalla króna
í Hrauneyjafossvirkjun árið 1979,
en kostnaðuráætlun var 4,1 millj-
arður, hafí breytt gríðarlega miklu
í verðlagningu á verktöku hér á
landi. Næsta tilboð fyrir ofan okkar
var 6,7 milljarðar króna frá Foss-
virki. Munurinn nam kostnaðaráætl-
uninni og allir töldu okkur vera
klikkaða að bjóða svona lágt, en
okkar lága tilboð þá hefur að mínu
mati haft áhrif á kostnað við raf-
orku á íslandi, auk þess sem þetta
hafði viðvarandi áhrif á verð í tilboð-
um eftir þetta.“
- En eru undirboð Hagvirkis ekki
ástæða þess að nú er svona komið
fyrir ykkur? Hafíð þið ekki ofgert
ykkur með undirboðum og verið allt
of ódýrir?
„Við höfum stundum tapað á
verkefnum okkar, það er alveg rétt,
en oftar höfum við haft hag af þeim.
Það sem hefur farið verst með okk-
ur er að við höfum ekki getað stólað
á það sem þegar var búið að ákveða
af stjómvöldum. Hverfulleiki stjórn-
valda hefur leikið okkur grátt. Við
höfum ráðist í fjárfestingar, eins og
1984 vegna fyrirhugaðra virkjana-
framkvæmda, en staðið uppi verk-
efnalausir með gríðarlega fjárfest-
ingu og óheyrilegan fjármagns-
kostnað, vegna þess að hætt var
við allt saman. Þessi skilyrði höfum
við ekki skapað, eða getað haft
nokkur áhrif á, stjómvöld sköpuðu
okkur þau.
Ef við fáum engin tækifæri og
verkefni og deilumálin verða
óútkljáð enn um sinn þá getur vel
farið svo að við verðum að draga
saman seglin til muna og skreppa
saman í smáfyrirtæki. Söluskatts-
málið er fyrir Hæstarétti og niður-
stöðu í því máli er ekki að vænta
fyrr en einhvern tíma á næsta ári.
Ég er sannfærður um að við vinnum
það mál, en spurningin er hvernig
tíminn verður notaður og hvað verð-
ur um fyrirtækið á meðan niður-
stöðu er beðið. Við eigum heilan
helling af eignum. Við eigum lóðir
í Smárahvammi sem eru metnar á
520 milljónir króna; Við eigum Val-
húsahæðina sem er metin á 80 millj-
ónir króna; Við eigum tækjakost og
húseignir út um allar trissur, en
þessar eignir notum við ekki til þess
að borga og verðum því að leita
annarra leiða til þess að bæta
eiginfjárstöðuna."
- Hver er eiginfjárstaða Hagvirk-
is hf. í dag?
„Bókhaldslega séð, þá er hún
neikvæð um yfír 500 milljónir króna,
eða nákvæmlega 531 milljón króna.
En þá er ekki reiknað með að við
eigum von á því að fá greitt upp í
neina af þeim kröfum sem við gerum
á hendur ríkissjóði. Ef við tökum
síðan mat hinna raunverulegu
eigna, eins og við teljum það vera,
þ.e. umfram bókfært verð, þá batn-
ar staðan um 250 milljónir króna.
Þannig gæti neikvætt eigið fé okkar
numið 280 milljónum króna, en 364
milljónum króna, ef við töpum flug-
stöðvarmálinu gegn ríkinu. Ef við
fáum kröfur okkar greiddar, að nú
ekki sé talað um, ef við vinnum
Ef við fáum kröfur
okkar greiddar, að nú
ekki sé talað um,
ef við vinnum
söluskattsmálið og
getum nýtt okkur eða
selt uppsafnað
skattatap, þá er
eiginfjárstaðan orðin
jákvæð.
söluskattsmálið og getum nýtt okk-
ur eða selt uppsafnað skattatap, þá
er eiginfjárstaðan orðin jákvæð og
ég er viss um að við vinnum sölu-
skattsmálið. Það er jafnframt skoð-
un lögfræðings míns og endurskoð-
enda okkar.
Auðvitað getur þrengt svo að í
lausafjárstöðu okkar, að við verðum
allt að því stopp. Ég verð að viður-
kenna það hreinskilnislega að sú
staða getur komið upp.“
- Hvaða afleiðingar hefði það í
för með sér?
„Einfaldlega þær, að við verðum
að hætta rekstri. Þá yrði staðan sú
á innlendum verktakamarkaði að
við hefðum orðið gjaldþrota og þar
með hætt starfsemi, íslenskir aðal-
verktakar hefðu verið leystir upp,
eins og rætt hefur verið um, og eitt
stórt verktakafyrirtæki væri eftir á
markaðnum — ístak, sem er 92% í
eigu Dana. Við og ístak erum einu
verktakafyrirtækin hér á landi sem
höfum verið á mjög breiðu sviði í
verktökunni og getum, eins og ég
lýsti fyrir þér áðan, tekið að okkur
nánast hvað sem er. Hin fyrirtækin,
þótt stór séu, eru á sérhæfðari svið-
um. Ég nefni af handahófi þrjú stór
fyrirtæki sem öll eru bara í bygging-
um: Ármannsfell, Álftarós og
Byggðaverk.
Ég tel það því rökrétt val fyrir
íslenska aðalverktaka, ef þeir á
annað borð vilja vera í verktöku,
að velja sameiningu við Hagvirki. I
þeim efnum teldi ég æskilegt að
vera enn stórtækari í sameiningar-
málum og taka með inn Icecon, sem
hefur geysileg viðskiptasambönd
um heim allan.“
- Hvers vegna væri það svo æski-
legt?
„Jú, menn verða að gera sér grein
fyrir því að markaðsöflun gerist
ekki af sjálfu sér. Hún er þrotlaus
vinna og uppbygging. Icecon hafði
tiltölulega mikil verkefni, en nú bíða
þeirra lítil verkefni og það hefur háð
þeim að menn hafa verið tregir til
þess að leggja fjármuni í þá mark-
aðsöflun sem þeir hafa verið að
vinna að undanfarin ár. Kæmi fyrir-
tækið inn í sterkt og öflugt verk-
takafyrirtæki, sem hefði sterkan
fjárhagslegan grundvöll, gætu
þeirra viðskiptasambönd reynst
gullnáma."
- Auðvitað eru hér miklir hags-
munir í húfí fyrir fjölda manns. Hjá
Hagvirki eru nú tæplega 200 starfs-
menn. Síðastliðið sumar störfuðu
460 manns hjá fyrirtækinu og nú í
vetur er að sögn Jóhanns fyrsta
skiptið í mörg ár sem starfsmanna-
fjöldi fer niður fyrir 230, þannig að
starfsmannafjöldi er nú í algjöru
lágmarki.
„Vegna allra þessara dyggu
starfsmanna," heldur Jóhann áfram,
„og þeirrar reynslu sem við búum
yfír, þá er það mér og okkur öllum
hér mikið kappsmál að fá að halda
starfseminni áfram."
- Eins og þú sagðir hér áðan var
bjartara framundan hjá Hagvirki í
fyrrasumar en er í dag. Dvínaði
ekki áhugi Aðalverktaka á samein-
ingu við ykkur við frestun virkjana-
og álversframkvæmda á liðnu
hausti?
„Vissulega settu þessar ákvarð-
anir stórt strik í reikninginn og ég
neita því ekki að áhugi Aðalverk-
taka á hugmyndinni minnkaði til
muna. Þegar við hófum viðræðurnar
blasti við að þörf fyrir tæki, tól og
mannskap vegna stórframkvæmda
hér á landi yrði stórkostleg á næstu
misserum og árum. Það sem var í
deiglunni á þessum tíma voru ál-
verksframkvæmdir, stækkun Búr-
fellsvirkjunar, Kvíslaveita sömuleið-
is, stækkun Þórisósstíflu einnig og
allar línubyggingarnar. Verkefnin á
sviði verktöku sem blöstu við voru
því óumræðilega stór. Við vorum
tilbúnir með mannafla til þess að
yfírfara öll tækin í vetur. Við ætluð-
um að helja framkvæmdir nú í apríl.
Með okkar félögum í Svíþjóð og
Noregi erum við búnir að eyða um
60 milljónum króna í tilboðsgerðina,
sem íþyngir okkur auðvitað líka.
Með breyttri hönnun í tilboðsgerð
okkar, þá tókst okkur að spara
Landsvirkjun nokkur hundruð millj-
ónir króna og teljum okkur geta
sparað enn. Þess vegna fara viðræð-
ur fram í næsta mánuði um frekari
spamaðarleiðir."
Þegar þú lítur til þess skjóls sem
Aðalverktakar hafa starfað í und-
anfarna fjóra áratugi vegna einok-
unaraðstöðu sinnar á Keflavíkur-
flugvelli, telur þú að það hefði getað
gerst með friðsamlegum hætti að
fyrirtækið kæmi inn á innlendan
verktakamarkað í samkeppni við þá
sem hafa starfað við öll önnur og
erfiðari rekstrarskilyrði en þeir? Lít-
ur þú kannski þannig á, að samein-
ing Aðalverktaka við Hagvirki sé
hugsanlega það miðaverð sem ein-
okunarfyrirtækið verður að greiða
fyrir aðgang að innlendum verk-
takamarkaði?
„Það eru alveg hreinar línur, að
það hefði aldrei gerst með friðsam-
legum hætti að Aðalverktakar
kæmu inn á íslenskan verktaka-
markað við óbreyttar aðstæður. Að
koma úr verndaða umhverfínu á
Vellinum beint inn á íslenskan
markað og ætla sér að keppa við
fyrirtækin sem fyrir eru, hefði aldrei
gengið upp, einfaldlega vegna sögu
Aðalverktaka og forréttinda í gegn
um tíðina. Þeir hafa notið allra þess-
ara fríðinda í áratugi, sem margtí-
unduð hafa verið og þeir hafa ávallt
samið um verð fyrir framkvæmdirn-
ar sem þeir hafa tekið að sér, en
við höfum alltaf verið í samkeppni,
þar sem sá hlýtur iðulega verkið sem
býðst til að taka það að sér fyrir
lægsta verðið. Því lít ég þannig á
áð sameining þeirra við okkur væri
jeirra aðgöngumiði að markaðnum
sem nokkuð góð sátt gæti tekist um.
Ég tel að ekkert fyrirtæki yrði í
sjálfu sér ósátt við slíka ráðstöfun
og að Aðalverktakar í kjölfar þess
kæmu af fullum krafti inn á innlend-
an markað, nema stóri keppinautur-
inn, ístak, og það er ósköp skiljan-
legt. Ég veit að þessar hugmyndir
mælast vel fyrir hjá aðilum vinnu-
markaðarins, bæði Vinnuveitenda-
sambandinu og Alþýðusambandinu,
auk þess er ég viss um að svona
samruni myndi almennt mælast vel
fyrir í þjóðfélaginu.“
- Hver er að þínu mati möguleik-
inn á að af sameiningu geti orðið
við Aðalverktaka í ljósi þeirra við-
ræðna sem þú hefur undanfarið átt
við forsvarsmenn fyrirtækisins og
stjórnvöld?
„Ég tel að það sé pólitískur vilji
stjórnvalda fyrir því að þessi leið
verði farin. Fyrir því hef ég orð
Jóns Baldvins Hannibalssonar utan-
ríkisráðherra og Friðriks Sophus-
sonar fjármálaráðherra. Stefán
Friðfinnsson, forstjóri Aðalverk-
taka, er sömuleiðis jákvæður í garð
hugmyndarinnar. Það hefur engin
ákvörðun verið tekin, vegna þess
að ágreiningsmál Hagvirkis við ríkið
eru óútkljáð ennþá, en ég er bjart-
sýnn miðað við þær undirtektir sem
málið hefur fengið og þegar niður-
staða í deilumálunum liggur fyrir,
tel ég kominn grundvöll til þess að
hefja raunverulegar sameiningar-
viðræður."
- Þó að þú teljir að Hagvirki eigi
ekki kröfur á hendur ríkinu nema
að vissu marki, þá hefur þú í orðum
þínum hér að framan látið að því
liggja, að með brautryðjendastarfí
á verktakamarkaði innanlands, lág-
um tilboðum og þess háttar, hafi
Hagvirki lagt svo mikið af mörkum
til þjóðfélagsins að fyrirtækið eigi
í þrengingum þeim sem það er nú,
skilið af stjórnvöldum, að fá eins
konar silkihanskameðhöndlun. Er
þetta réttur skilningur?
„Mér finnst það út af fyrir sig
ekki óeðlilegt. Ég bendi á að þegar
samdráttur var í verklegum fram-
kvæmdum á Keflavíkurflugvelli upp
úr 1960 var samið við Aðalverktaka
um að leggja Reykjanesbraut og
hluta af Vesturlandsvegi. Þegar
skorið var á framkvæmdir á virkj-
anasviðinu 1985, sem við vorum
búnir að tækjavæða okkur og und-
irbúa fyrir í samráði við stjórnvöld,
en þar á ég við fulltrúa Landsvirkj-
unar, þá buðumst við til þess að
taka að okkur að leggja veginn
norður, en fengum synjun. Við sát-
um því með tækin í landinu, með
geysilegan fjármagnskostnað og lít-
il sem engin verkefni. Við vorum
ekki að biðja um að okkur væri
gefíð eitt eða neitt, þvert á móti
vildum við einungis fá tækifæri til
þess að vinna og nýta þá fjárfest-
ingu sem við höfðum ráðist'í. Ég
tel því að það sé athugandi kostur
fyrir stjórnvöld, út frá þjóðhagsleg-
um hagsmunum, að veita okkur
stuðning til þess að starfsemi okkar
á íslenskum markaði fái að halda
áfram. Ég er ekki að tala um að
þau færi okkur eitt né neitt á silfur-
fati, heldur sýni sanngirni. Ef við
förum á hausinn, tapa allir og ríkið
mestu. Þó svo að við yrðum píndir
af einhveijum ástæðum til þess að
hætta rekstri Hagvirkis, og það er
enginn sem getur knúið slíkt fram
nema ríkið, þá er borðleggjandi að
ríkið myndi tapa mestu á slíkri
ákvörðun. Ég hygg að tap ríkisins
yrði einhvers staðar á bilinu 500 til
700 milljónir króna, en ef við fáum
svigrúm til þess að halda áfram, þá
tapar enginn.
Iþessu sambandi er rétt að nota
tækifærið til þess að árétta að Hag-
virki-Klettur, er ekki orðið erlent
fyrirtæki, eins og svo margir virð-
ast hafa haldið. Við stofnuðum með
Svíunum, sem eru með okkur í til-
boðinu í Fljótsdal, fyrirtæki sem
heitir Hagtak hf. sem við eigum 51%
í og þeir 49%. Þetta var að frum-
kvæði Svíanna/sem með þessu vildu
sýna samstöðu með Hagvirki. Þetta
fyrirtæki er með 60 milljóna króna
hlutafé. Við lögðum fram tæki og
tól, en þeir fjármagn. Þannig að
bæði Hagvirki og Hagvirki-Klettur
eru algjörlega án erlendrar eignar-
aðildar.“