Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 13 MIKIL ÚVISSA FRAMUNDAN - segir Kári Arnórsson formað- ur Skólastjórafélags Reykjavíkur „YIÐ vitum enn ekki hvernig standa á að niðurskurðinum því ráðu- neytið hefur enn ekki gefið neitt út um það. Ekki heldur er ákveð- ið hvort niðurskurðurinn eigi allur að verða á haustmisseri eða hvort hann deilist á allt næsta skólaár. Við erum í biðstöðu og vitum ekki hverju við eigum að svara kennaraefnum, sem útskrif- ast næsta vor og þegar eru farin að svipast um eftir vinnu. Það er mikil óvissa framundan," segir Kári Arnórsson, skólastjóri í Fossvogsskóla og formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur. Skólastjórafélagið hefur ritað fræðslustjóra Reykjavíkur bréf og óskað eftir skýrum svörum um framkvæmd niður- skurðarins. „Við viljum að pólitík- usarnir axli þá ábyrgð sem sam- drætti og niðurskurði fylgir. Þess vegna eiga þeir, að mati skóla- stjórnenda, að ákveða hvar skorið verður niður. Það á ekki að kasta ábyrgðinni yfir á okkur þó ég vissulega skilji sjónarmið ráðu- neytisins um að skólarnir séu sjálf- ir best í stakk búnir til að sjá hvar sparnaður komi til með að skaða sem minnst. En við viljum fá ákveðnar línur frá ráðuneyti eða fræðsluskrifstofum um hvar draga eigi úr kennslu. Þá er það á reiki hvernig standa eigi að fjölgun nemenda í bekkjardeildum. Upp- haflega var talað um að flytja ætti nemendur á milli skóla, en ljóst er að það verður ekki gert. Svo gæti þó farið að nemendum, sem eiga sitt heimili í öðrum skóla- hverfum, verði vísað frá og sendir í sína skóla ef þannig stæði á að þeir orsökuðu það að skipta þyrfti bekk í tvennt," segir Kári. Hann segist hafa miklar efa- semdir um að sá 180 millj. kr. sparnaður, sem boðaður er í grunn- skólanum, náist með þeim aðgerð- um sem kynntar hafa verið. „Við viljum gjarnan fá að vita hvaða aðrar sparnaðarleiðir séu færar, en ráðherra hefur látið að því liggja að ýmsir aðrir vegir væru færir sem við vitum ekkert um.“ Kári segir að niðurskurður í menntakerfinu sé ekki bara efna- hagslega rangur, heldur líka upp- eldisfræðilega rangur því í skólun- um ætti sér stað mikil verðmæta- sköpun. Verðmætasköpun í öðrum greinum yrði ekki aukin nema menntun stæði þar að baki. „Ég lít ekki á skólana sem hluta af velferðarkerfi. Skólinn er nauðsyn, sem samfélagið verður að standa frammi fyrir. Samfélagið þrífst ekki nema skólinn sé fyrir hendi. í Svíþjóð er nú tekin við hægri stjórn, sem skorið hefur niður ýmsa félagslega þjónustu. Aftur á móti hafa fjárframlög þar í landi verið aukin til menntamála til þess að bæta megi samkeppnisstöðu við aðrar þjóðir. Ef Svíar telja eflingu menntamála nauðsynlega er það ekki síður mikilvægt fyrir fámenna þjóð eins og okkar að byggja á gæðum í því sem við erum að fram- leiða. Skólamenn eru síður en svo andstæðir breytingum. Þeir vilja hinsvegar fá að vera með í ráðum og taka þarf tillit til þess hvað þjóðhagslega rétt er að gera í þess- um efnum. Eitt er það sem þakka má stjórnmálamönnum fyrir og það er það að þeir hafa vakið for- eldra til umhugsunar um skólann mjög rækilega með þessum að- gerðum sínum. Vonandi verða skólamálin framvegis meðal þeirra mála sem bitist verður um fyrir kosningar.“ Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, sem sýndu mér vináttu og hlýhug á nírœÖisafmœli mínu þann 12. febrúar sl. GuÖ blessi ykkur öll. Guðný Guðmundsdóttir Albertsson. Hugheilar þakkir til allra, vina og vanda- manna, fyrir símtöl, kveÖjur, gjafir og heim- sóknir á 80 ára og 85 ára afmœlum okkar. Guð blessi ykkur öll. Kristín Sigurðardóttir, Andrés Konráðsson, Skúlagötu 17, Borgarnesi. Frá Myndlistaskólanum í Reykjavík Vorönn er nú hafin. Enn er laust í módelteiknun framhaldi og frístundamálun. Upplýsingar á skrif- stofu skólans frá kl. 16-19. Sími 11990. Skólostióri. Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík. HÓTEL HOLT í HÁDEGIIMU Þríréttaður hádegisverður alla daga. Verð kr. 1.195.- a.m.k. tíundi hluti þess halla sem nú er sagður í ríkissjóði. „Grunnskólasneiðin“ íslenskur grunnskóli hefur aldr- ei haft það fjármagn, sem hann hefur þurft á að halda, og fjárveit- ingar til hans lítið breyst í áranna rás. „Grunnskólasneiðin" af þjóð- arkökunni er nánast sú sama nú og hún var fýrir tveimur áratugum, þrátt fyrir stórvægilegar breyting- ar í öllu þjóðfélaginu og gífurlega auknar kröfur sem til grunnskól- ans eru gerðar. Einmitt þess vegna eru 180 milljónirnar, sem nú á að draga út úr skólastarfinu, hlut- fallslega miklu meira virði þar en annars staðar. 180 milljónir jafn- gilda því að skólavika allra 9-16 ára nemenda í landinu styttist um 3 kennslustundir. Þær jafngilda 166 kennslustundum í grunnskóla. Þær jafngilda allri kennslu tveggja af hveijum þremur unglingum í 10. bekk. Þær jafngilda allri ís- lenskukennslu allra 13 til 16 ára unglinga á landinu. Ef þessum 180 milljónum væri dreift hlutfallslega jafnt yfir landið miðað við nemend- afjölda, samsvarar það því að í Reykjavík fækki kennslustundum grunnskólanemenda um 48.500 kennslustundir. 48.500 kennslu- stundir jafngilda allri kennslu um það bil eitt þúsund barna. Eitt af síðustu verkum Alþingis vorið 1991 var að samþykkja ný lög um grunnskóla. í þeim voru mörg nýmæli og voru þar lögfest ýmis baráttumál þeirra sem bera hag barna fyrir bijósti. Má þar nefna fækkun nemenda í bekkjum, fjölgun kennslustunda og ákvæði um samfelldan skóladag. Einmitt þessi atriði voru líka efst á for- gangslista þjóðarinnar í viðamikilli umræðu og könnun sem mennta- málaráðuneytið gekkst fyrir fyrir u.þ.b. tveimur árum - könnun sem lagði grunninn að framkvæmdaá- ætlun um skólamál. Um þessa skólastefnu var raunveruleg þjóð- arsátt.“ Stefnubreyting Svanhildur segir að sumar af nýjum hugmyndum ráðherra, sem hann hyggst láta sérstaka nefnd kanna, komi til með að breyta verulega um stefnu frá því sem ríkt hefur í skólamálum. Hún telur sérstaklega varasamt að færa grunnskólann alfarið yfir á sveit- arfélögin því þá yrði ekki lengur tryggt jafnrétti til náms þar sem að sveitarfélögin væru mjög misvel sett fjárhagslega. Fjöigun sam- ræmdra prófa yrði einnig stefnu- markandi vegna þess að stefnan hefur verið sú að fækka þeim. Fleiri einkaskólar yrðu jafnframt stefnumarkandi, svo og ef að fram- haldsskólarnir eiga ekki lengur að vera fyrir alla. „Mér finnst að framhaldsskólinn eigi að vera til þess búinn að bjóða öllum nemend- um nám við hæfi, en mér er mjög annt um að það sé ekki litið svoleið- is á að það sé ekkert framhalds- skólanám nema hefðbundið bókn- ám. Hinsvegar þykir kennurum sjálfsagt að skoða lengingu skóla- ársins ef óskað yrði eftir viðræðum um það, en vissulega verða menn að gera sér grein fyrir því að vinnu er ekki bætt á fólk án þess að greitt yrði fyrir það. Efling unglingadeilda er þarft atriði fyrir skólastarfið svo og skipulagning sérkennslu og fleiri námsbrautir á framhaldsskólastiginu." GCD 636 // Íeislaspilari: :aupin t" í desemberbláöi tímaritsins Audio voru prófaðir 8 geislaspilarar frá jafnmörgum framleiðendum og kom Coldstar GCD-636-spilarinn best út úr þeirri könnun. Verb abeins 14.900,- kr. eba l3ÁQ$r st9r* Frábær greiöslukjör viö allra hæfi: 11 mín. — ÆTlw f VtSA Æ..ÆF I Samkorc 18mán. 11 mán. SKIPHOLT119 SIMI 29800

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.