Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 16
" MÖáGÍÍMB'LAÐÍÐ' SÚMÚÓAGÚÉ Í6.' ÉÉBRÚXff 1992
Jóhann Bergþórsson, forstjóri Hagvirkis hf., ræðir hér opinskótt um stöðu Hagvirkis, viðræður um sameiningu við Aðalverktaka,
pólitískar ofsóknir Ólafs Ragnars Grímssonar og fleira.
eftir Agnesi Bragadóttur
HANN er ekki með neinn barlóm, þrátt fyrir geysilega erfiða eigin-
fjárstöðu Hagvirkis hf. sem manna á milli hefur verið sagt ramba
á barmi gjaldþrots um alllanga hríð. Bókfærð neikvæð eiginfjár-
staða félagsins er í versta falli 531 milljón króna, en í besta falli
jákvæð um 108 milljónir króna. Hann telur að ríkisvaldið eigi að sjá
í gegnum fingur sér, að vissu marki, við fyrirtækið, þar sem starf-
semi Hagvirkis hafi skilað þjóðarbúinu miklu, beint og óbeint, auk
þess sem allir myndu tapa fari Hagvirki á hausinn, svo notuð séu
orð forstjórans, Jóhanns Bergþórssonar, og ríkið mestu, eða 500 til
700 milljónum króna. Jóhann vísar því á bug að svo sé komið fyrir
Hagvirki sem raun ber vitni, vegna undirboða eða of Iágra tilboða
Hagvirkis í verktökunni. Hann kennir ýmsu um, en einkum og sér
í lagi því að aldrei sé á neitt að treysta hvað varðar fyrirheit og
framkvæmdaáætlanir stjórnvalda. Á innlendum verktakamarkaði sé
ekki á vísan að róa, þegar áætlanir stjórnvalda um framkvæmdir
séu annars vegar. Eitt pennastrik hér og annað þar, geti einfaldlega
kippt stoðum undan öflugu verktakafyrirtæki. Jóhann er ekkert
feiminn við að viðurkenna að sameining Hagvirkis við Aðalverktaka
væri fjárhagsleg björgunaraðgerð fyrir Hagvirki, en hann bendir
jafnframt á að slík aðgerð væri um leið aðgöngumiði Aðalverktaka
að innlendri verktakastarfsemi. Frá þessu segir Jóhann og ýmsu
öðru í viðtali við Morgunblaðið sem hér fer á eftir.
Jóhann, hvernig kom það til að
þið hjá Hagvirki fóruð að
ræða við stjórnvöid og ís-
lenska aðalverktaka um sam-
einingu þessara fyrirtækja?
„Kveikjan að þeim viðræð-
um var yfirlýsing Aðalverktaka síð-
astliðið sumar um að þeir segðu sig
úr Vinnuveitendasambandi Islands
og hygðust sækja um inngöngu í
Verktakasamband íslands. í þeirri
yfirlýsingu fólst að Aðalverktakar
ætluðu að hasla sér völl á innlendum
verktakamarkaði. Ég hef alltaf haft
þá skoðun innan verktakahópsins
að þegar og ef Keflavíkurflugvöllur
opnaðist fyrir verktakastarfsemi, þá
yrði það að sjálfsögðu gagnkvæmt,
þannig að íslenskir aðalverktakar
hefðu aðgang að innlendum verk-
takamarkaði og hinir verktakarnir
í landinu hefðu aðgang að Vellinum.
Þegar Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra gerði samkomu-
lag við meðeigendur ríkisins að
Aðalverktökum um að ríkið eignað-
ist 52% í fyrirtækinu, þá var um
leið greint frá því að stefnt væri
að því að breyta félaginu í almenn-
ingshlutafélag, jafnframt því sem
greint var frá að einokun Aðalverk-
taka á Keflavíkurflugvelli yrði af-
numin innan fimm ára, eftir að
samningurinn var gerður í ágúst
1990 og verktakastarfsemi á Vellin-
um yrði opin og frjáls.
Við yfirlýsingu Aðalverktaka í
fyrrasumar taldi ég vera komið
tækifæri til þess að flýta þeirri þró-
un sem þegar hafði verið ákveðið
að stefna að. Ég ræddi þá við Thor
Ó. Thors, stjórnarformann Aðal-
verktaka, og greindi honum frá því
að ég teldi mjög eðlilegt að skref
Aðalverktaka inn á íslenskan verk-
takamarkað væri að sameinast Hag-
virki.“
- Hvers vegna hefðu Aðalverk-
takar átt að sýna slíku áhuga? Þeir
svo geysiöflugir sem raun ber vitni,
en þið á barmi gjaldþrots?
Jóhann er greinilega harðsvíraður
þegar um viðskipti er að ræða —
grjótharður töffari, eins og sagt er
á miður góðri íslensku. Hann glott-
ir, ypptir öxlum og segir: „Fyrir það
fyrsta gátum við boðið Aðalverktök-
um upp á okkar alhliða reynslu á
innlendum verktakamarkaði. Við
þekkjum hann út og inn og höfum
farið í gegnum allar tegundir verk-
töku: Við erum í húsbyggingum,
vegagerð, hafnagerð, flugvallagerð
og virkjunum — nefndu það bara,
við erum þar. Þegar ég ræddi við
Thor var heldur bjartara framundan
hjá okkur en er í dag, því þá vorum
við með á hendinni og erum reyndar
enn, samning upp á 7 milljarða
króna um framkvæmdir vegna
Fljótsdalsvirkjunar. Ef farið verður
í að virkja í Fljótsdalnum erum við
með þennan samning sem lægst-
bjóðendur, í samstarfi við sænskt
og norskt fyrirtæki. í samningum
okkar við þessi norrænu fyrirtæki
eru ákvæði sem fela það í sér að
við megum nota íslenskt vinnuafl
og tæki eftir megni. Það þýðir að
tækjakostur íslenskra aðalverktaka
og okkar, ásamt þeirra mannafla
og okkar, yrði mjög stór þáttur í
framkvæmdinni. Auk þess vorum
við og erum með samstarfssamning
og tilboðsgerð við þessa sömu aðila
í væntanleg Hvalfjarðargöng, í
væntanlegt álver á Keilisnesi og í
stækkun Búrfellsvirkjunar, ef af
verður. Við erum því með gríðarlega
viðskiptavild og víðtæk sambönd við
evrópska aðila. Auk þess erum við
með fyrirboðssamning við aðila í
Noregi, um allar línubyggingar fyr-
ir Landsvirkjun. Við eigum liggjandi
tilboð í Grænlandi í gerð flugvallar
í Holsteinsborg, sem er nú til um-
fjöllunar í grænlensku landsstjórn-
inni. Áætlað er að sú flugvallargerð
geti orðið á framkvæmdaáæltun
1993-1994.“
-Þið teljið ykkur sem sagt hafa
upp á mikla viðskiptavild (goodwill)
að bjóða, en háir ekki þröng eða
öllu heldur neikvæð eiginfjárstaða
ykkur í samningagerð við ríkið
og/eða Aðalverktaka?
„Það er rétt að við höfum búið
við mjög erfið fjárhagsleg skilyrði.
Við fengum bakreikning frá Olafi
Ragnari Grímssyni fjármálaráð-
herra árið 1989 út af söluskatti sem
við höfðum aldrei innheimt. Þetta
hefur verið á allra vitorði, því við
höfum átt í þessum ágreiningi við
stjómvöld allt frá árinu 1980. 1989
þurftum við að borga 108 milljónir
króna vegna þessa, sem reyndist
okkur afskaplega erfitt. Á núvirði
væri sú upphæð um 170 milljónir
króna.
Við áttum mjög mikinn tækjakost
árið 1985, sem við höfðum fjárfest
í árin 1983 og 1984, vegna fyrirhug-
aðra virkjanaframkvæmda 1985,
sem voru svo skornar niður við trog
í janúar 1985. Þá var algengt að
tæki sem kostaði milljón erlendis
kostaði hérna 2,5 milljónir króna.
Það var svona 150% álag í formi
tolla, vörugjalds og söluskatts. í
góðri trú keyptum við þennan mikla
tækjakost, en þegar hætt var við
virkjanaframkvæmdirnar sátum við
uppi með þessi tæki hér á landi.
Við fengum ekki heimild til þess að
selja þau úr landi og fá tollana
endurgreidda. Við buðumst til að
byggja veginn norður, en því var
hafnað og við máttum því sitja með
tækin verkefnalítil og verulegan