Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.02.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1992 KNATTSPYRNA / ATVINNUMENNSKA íslendingar hafa þurft að víkja fyrir Afríkubúum ÞAÐ hefur lengi verið draumur ungra knattspyrnumanna á ís- landi að feta í fótspor Alberts Guðmundssonar, Þórólfs Becks og Ásgeirs Sigurvins- sonar og gerast atvinnumenn með frægum félögum í Evrópu. Þegar best gekk á árum áður voru um tuttugu íslenskir landsliðsmenn að leika með félagsliðum íV-Þýskalandi, x Sviss, Frakklandi, Spáni, Hol- landi, Belgíu og Skotlandi, en nú eru landsliðsmennnirnir aðeins sex. Guðni Bergsson, Tottenham og Þorvaldur Ör- lygsson, Nottingham Forest í Englandi, GuðmundurTorfa- son, St. Mirren í Skotlandi, Arnór Guðjohnsen, Bordeaux í Frakklandi, Sigurður Grétars- son, Grasshopper í Sviss og Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart í Þýskaiandi. Það eru ekki mörg ár síðan ís- land var kallaður „ódýri mark- aðurinn" í Evrópu og blöð í V- Þýskalandi sögðu SigmundurÓ. frá því að víkingar - Steinarsson frá íslandi væru búnir að gera innrás á knattspyrnuvelli landsins. Nú er aðeins einn íslend- ingur eftir þar í landi að leika knatt- spymu - síðasti móhíkaninn er Eyjólfur Sverrisson, sem leikur með Stuttgart. Asgeir Sigurvinsson sem var maðurinn á bak við að Eyjólfur gerðist l'eikmaður hjá félaginu, en Asgeir er nú „yfirnjósnari" félags- ins — sér um að fýlgjast með leik- mönnum um allan heim. Leikmenn sem geta komið félaginu að gagni. Sér Asgeir nýja flóðbylgju knatt- spymumanna frá íslandi flæða yfir meginland Evrópu? „Nei, ég sé ekki þá flóðbylgju fyrir mér. Nýjar flóð- > gáttir hafa opnast - flóðgáttir í Afríku, Austur-Evrópu og þá hafa félögin í þýsku úrvalsdeildinni getað fengið leikmenn ódýrt frá austur- hluta landsins eftir að múrinn féll,“ sagði Ásgeir. Afríkumenn í Evrópu Mikill fjöldi Afríkumanna hefur undanfarin ár komið til Evrópu og nú leika 28 Afríkumenn í Þýska- landi. Það hefði þótt saga til næsta bæjar fyrir nokkrum árum. „Ástæð- an fyrir þessari þróun er að knatt- spymumenn og landslið frá Afríku hafa staðið sig frábærlega í heims- meistarakeppninni og er mönnum _ enn í fersku minni framganga 1 Kamerúnmanna á Ítalíu 1990. Þeg- ar Ghana varð heimsmeistari í 17 ára og yngri sl. sumar, voru nær allir leikmenn liðsins keyptir til Evrópu á einu bretti. Ég var stadd- ur í Senegal á dögunum til að fylgj- ast með meistarakeppni Afríku og þar var varla hægt að þverfóta fyr- ir mönnum sem komu frá félagslið- um í Evrópu - allir í sama til- gangi; að sjá út leikmenn sem þeir gætu haft not fyrir. Menn vom komnir þangað til að missa ekki af lottóvinningnum. Allar aðstæður knattspyrnu- manna eru hrikalegar í Afríku. Þar fer ekkert unglingastarf fram, held- ur leika ungir strákar sér með tuskuknetti á götum úti eða í húsa- sundum. Mörg félög í álfunni hafa ekki nema einn til tvo knetti til umráða og ungir knattspymumenn eiga ekki knattspymuskó. Þeir leika jafnvel berfættir. Það er viss áhætta og fá unga leikmenn frá Afríku til að koma til Evrópu. Það em mikil Rætt við Ásgeir Sigurvinsson um möguleika íslenskra knattspyrnu- manna á að gerast atvinnumenn viðbrigði fyrir þá að byija að æfa með stórum félögum og leikmenn- imir fá hreinlega áfall. Það tekur þá jafnvel fjögur ár að aðlaga sig nýjum og breyttum aðstæðum. Stuttgart gat til dæmis fengi Abedi Pele, sem leikur með Marseille í Frakklandi, fyrir smáaura fyrir nokkmm áram. Það hefur tekið hann á fjórða ár að vinna sér fast sæti hjá Marseille," sagði Ásgeir. Fylgist með leik- mönnum á íslandi Ásgeir segist hafa augun opin fyrir íslenskum knattspymumönn- um, þó að erfitt sé fyrir þá að kom- ast að eins og stendur. Eins og málin eru nú hjá Stuttgart er félag- ið með tvo leikmenn sem sem em frá löndum utan EB - Eyjólf og Júgóslavann Dubajic. „Svo framar- lega sem við höfum þá getum við ekki gert atvinnumannasamning við leikmenn utan EB.“ Við buðum Guðmundi Benedikts- syni frá Akureyri áhugamanna- samning í fyrra. Töldum rétt- að byggja hann hægt og rólega upp og gefa honum tækifæri til að leika með unglingaliði okkar, sem hefur verið meistari átta síðastliðin ár. Hann valdi aðra leið og ég vona að sú leið gangi upp hjá honum. Rúnar Kristinsson úr KR var hjá okkur síðastliðið haust og stóð sig vel þrátt fyrir að hafa lítið leikið á íslandi vegna meiðsla. Við gerðum honum síðan grein fyrir því hvernig staðan væri og hvaða möguleika hann ætti til að komast að, þar sem hann er leikmaður frá landi sem er utan EB. Það er ekkert kappsmál fyrir mig gera atvinnumannasamninga við góða leikmenn frá íslandi. Aftur á móti vil ég aðstoða leikmenn og bægja hættunni frá að þeir geri samninga við félög - samninga sem þeir eiga síðan erfitt með að losna frá, þar sem þeir hafa skuldbundið sig ákveðnum félögum,“ sagði Ás- geir. Stuttgart elur upp leikmenn Ásgeir sagði að Stuttgart legði mikið kapp á að fá unga leikmenn til sín, sem félagið gæti mótað. Leikmenn sem era ekki mikið eldri en átján ára. „Við emm með hóp góðra ungra leikmanna - átján til tuttugu ára. Sex til átta þeirra hafa æft og leika með aðalliðinu. Þessi stefna er margra annarra, sem kappkosta að kaupa sem flesta leik- menn. Þessi uppbygging hefur heppnast vel undanfarin ár hjá okk- ur. Við eram einnig með marga sterka landsliðsmenn í Evrópu í sigtinu - góða leikmenn, sem era þó ekki á Ítalíulínunni. Það getur ekkert félag keppt við hin fjársterku félög á Ítalíu - ekki einu sinni Bayem Miinchen, ríkasta félag Þýskalands. Við þurfum að horfa á eftir Matthias Sammers til Inter Mílanó eftir þetta keppnistímabil og er því ljóst að við þurfum ná að púsla saman nýju öflugu liði fyrir næsta keppnistímabil." Starf „yf irnjósnara" Hvernig kann Ásgeir við sig í starfi „yfirnjósnara" hjá Stuttgart, eftir að hafa verið atvinnuknatt- spyrnumaður í átján ár. Ég kann vel við mig í nýja starfmu og er sjálfs míns herra. Ég stjórna vinnu- tíma mínum sjálfur, en þarf ekki að vera mættur til vinnu á ákveðn- um tímum eins og þegar maður var leikmaður. Starfíð er í mínum hönd- um, en að sjálfsögðu funda ég af og til með Dieter Höness, fram- kvæmdastjóra Stuttgart, þjálfaran- um Christoph Daum og aðstoðar- þjálfaranum Lorenz-Gunther Köstner, þar sem við förum yfir ýmis atriði og leggjum ákveðnar línur. Ég fær mikið af ábendingum frá hinum og þessum umboðsmönnum víðs vegar um heim, sem benda á góða leikmenn. Það er í mínum verkahring að vinna úr þessum gögnum og fara til að horfa á leik- mennina sem bent er á. Ég er þá á ferðinni um helgar, í miðri viku og jafnvel heilu vikurnar. Lengsta ferð mín hefur staðið yfir í þijár vikur. Ef leikmennirnir eru athygl- isverðir horfi ég á þá leika oftar en einu sinni og þá verð ég að kynn- ast þeim persónulega - finna út hvort þeir komi til með að falla inn í myndina hjá Stuttgart," sagði Ásgeir, sem fór til dæmis til London í vikunni til að fylgjast með enska landsliðsmanninn Matthew Le Tissier hjá Southampton leika gegn Chelsea á Stamford Bridge. Á milli þess sem ég er á ferðinni er ég við vinnu á skrifstofu minni á Neckar-leikvanginum, par sem ég fer yfir ýmsar upplýsingar um leikmenn sem ég hef séð leika og flokka þær. Ég geymi þær upplýs- Ásgeir Sigurvinsson á fullri ferð frægðar sinnar í V-Þýskalandi sem Fækkun íslenskra knattspymumanna Undanfarin ár hafa íslenskum knattspvrnumönnum, sem leika í 1. deildarkeppninni á ís- landi og í údöndum, fækkað. Á árum áður voru hátt í þrjátíu ís- lenskir leikmenn sem vora í at- vinnumennsku eða léku með áhugamannaliðum í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Knattspyrnu- menn frá Júgóslavíu og Tékkósló- vakíu hafa komið í hópum til landsins og leika á annan tug útlendinga með liðum í 1. deild og svipaður fjöldi með liðum í 2. 3. og 4. deild. Tíu lið leika í 1. deildarkeppn- inni. Hæglega væri hægt að kalla saman útlendingana sem leika með liðunum í eitt lið - þá væra eftir níu lið skipuð íslendingum. Fækkun er einnig í neðri deild- um. Félög hafa hætt keppni eða sameinast. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson með knöttinn þegar hann var á hátindi einn besti knattspyrnumaður landsins. ingar í möppum. Starfið er mjög fjölbreytilegt og skemmtilegt.“ „Er byrjaður að hugsa til heimferðar" Ásgeir hefur verið í atvinnu- knattspyrnunni síðan 1973, er hann gerðist leikmaður með Standard Liege í Belgíu. Er hann á heimleið? „Ég hef lengi hugsað heim og hef stefnt að því að koma heim með fjölskylduna næsta ár, 1993, en þá er ég búinn að vera tuttugu ár í útlöndum. Við munum þá láta reyna á það, hvað sem annað verður upp á teningnum," sagði Ásgeir Sigur- vinsson, sem er ekki laus við meiðsli þó að hann sé hættur að leika knatt- spyrnu. Hann er nú í meðhöndlun hjá sjúkraþjálfara - hefur fengið vott að briósklosi í baki. ( ! ' 1 " UltiJ...............

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.