Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B
59. tbl. 80. árg. MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Tíu fyrrum Sovétlýðveldi ganga í Norður-Atlantshafssamvinnuráðið:
Lagt til að RÖSE reyni að
sætta Azera og Armena
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
TIU fyrrverandi Sovétlýðveldi voru í gær boðin velkomin í Norð-
ur-Atlantshafssamvinnuráðið sem stofnað var í desember síð-
astliðnum. A fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsins
(NATO) og annarra aðildarríkja ráðsins í Brussel í gær var mest
rætt um ástandið í Nagorno-Karabak. Samkomulag var um að
Ráðstefnan um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) væri rétti
vettvangurinn fyrir friðarumleitanir í héraðinu. RÖSE hefur þeg-
ar sent sendinefnd þangað til að kanna ástandið. Hugmyndir eru
uppi um að NATO láni RÖSE herlið til að gæta friðar takist að
stöðva átök.
Reuter
Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, Manfred Wörner,
framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og James Baker, utan-
ríkisráðherra Bandarílqanna, ræðast við á fundinum í Brussel I gær.
Forkosningar í
Bandaríkjunum:
Clinton tal-
inn sigur-
stranglegur
Washington. Reuter.
SAMKVÆMT skoðanakönnun á
kjörstað hafði Bill Clinton örugga
forystu á Paul Tsongas í próf-
kjöri bandaríska demókrata-
flokksins sem haldið var í Flórída
í gær. Forkosningar voru í ellefu
ríkjum Bandaríkjanna í gær og
var fyrirfram búist við að mjótt
yrði á munum milli þeirra í mikil-
vægasta ríkinu, Flórída.
Haft var eftir Larry Smith fulltrú-
adeildarþingmanni að 49% að-
spurðra í Flórída hefðu kosið Clinton
en 36% Tsongas. 12% sögðust hafa
kosið þriðja frambjóðandann, Jerry
Brown. Gangi þetta eftir og stand-
ist spár um úrslit í hinum ríkjunum
tíu má Clinton teljast sigurstrang-
legur í kapphlaupinu um að verða
útnefndur frambjóðandi Demó-
krataflokksins í forsetakosningun-
um í haust.
Búist var við öruggum sigri
George Bush Bandaríkjaforseta í
prófkjöri repúblikana í ríkjunum ell-
efu. Aðrir frambjóðendur eru Pat
Buchanan og David Duke. í gær
var birt skoðanakönnun gerð á veg-
um Washington Post og ABC-sjón-
varpsstöðvarinnar. Einungis 39%
sögðust ánægð með störf forsetans
og er það lægsta hlutfall sem mælst
hefur í embættistíð hans. 46% að-
spurðra kjósenda um land allt sögð-
ust myndu taka Clinton fram yfir
Bush í forsetakosningum en 44%
kváðust styðja Bush. Tsongas fékk
ívið betri útkomu en Clinton að
þessu leyti.
Sjá „Boða fimm leiðir ...“ á bls.
18.
Shevardn-
adze stýr-
ir ríkisráði
Moskvu. Reuter.
HERSTJÓRNIN í Georgíu hef-
ur skipað Edúard
Shevardnadze yfirmann nýs
ríkissráðs sem stjórna á land-
inu. Shevardnadze sneri aftur
til ættjarðar sinnar á laugar-
daginn var.
Dagblöð í Georgíu höfðu í gær
skýrt frá hugmyndum um fram-
tíðarskipan framkvæmdavalds-
ins í Georgíu en meðal þeirra er
að setja upp ríkisráð og var Shev-
ardnadze nefndur sem hugsan-
legur formaður þess. Á það að
vera mjög valdamikið og hafa
rétt til að gefa út tilskipanir. Er
að því stefnt, að það leysi af
hólmi núverandi stjórn herfor-
ingja eða hermanna, sem tækju
þá sæti í ráðinu.
Shevardnadze hefur ekki verið
búsettur í Georgíu síðan 1985
en hann var formaður kommún-
istaflokksins þar í 13 ár. Hafði
hann nokkuð misjafnt orð á sér
á þeim tíma en nú telja margir
landa hans, að hann einn geti
komið á friði í landinu og rofið
pólitíska og efnahagslega ein-
angrun þess.
Manfred Wörner, framkvæmda-
stjóri NATO, bauð nýju aðildarrík-
in sérstaklega velkomin og sagði
að fundurinn væri staðfesting þess
ásetnings allra að byggja upp sam-
félag Evrópu- og Átlantshafsríkja
sem grundvallaðist á samvinnu.
35 ríki eiga nú aðild að ráðinu.
Norður-Atlantshafssamvinnur-
ffl-var formlega stofnað í Brussel
20. desember síðastliðinn með
sameiginlegri yfirlýsingu 25 ríkja,
þ.e. 16 aðildarríkja NATO og níu
fyrrverandi kommúnistaríkja í
Mið- og Austur-Evrópu, um frið-
samlega sambúð og samvinnu á
milli Evrópuríkja. í yfirlýsingu
fundarins sem lauk í Brussel í
gær, er lögð áhersla á mikilvægi
þess að nýrri skipan mála verði
komið á í Evrópu sem tryggi þessi
markmið. Ráðherrarnir ítrekuðu
allir trúnað sinn við samkomulagið
um fækkun hefðbundinna vopna í
Evrópu og hétu því að samkomu-
laginu yrði framfylgt fyrir leiðtog-
afund RÖSE sem verður í Helsinki
í júlí. Jafnframt lýstu þeir allir
yfir stuðningi við frekari afvopnun-
arviðræður í Evrópu með það fyrir
augum að fækka í herjum og tak-
marka útbreiðslu allra vopna.
Utanríkisráðherra Rússa sagðist
ennfremur reiðubúinn að ræða
eyðileggingu allra fjölodda kjarna-
flauga. Á fundinum samþykktu
ráðherrarnir áætlun um samstarfið
sem unnið verður eftir strax á
þessu ári. Gert er ráð fyrir að aðild-
arríki NATO beri að mestu kostn-
aðinn af samstarfinu a.m.k. fyrsta
kastið.
Ljóst er að innan Atlantshafs-
bandalagsins eru hugmyndir um
að lána RÖSE herlið taldar mjög
ótímabærar en allir fundarmenn
lýstu yfir stuðningi við viðleitni
RÖSE til að koma á friði í Nag-
orno-Karabak. I dag, miðvikudag,
munu háttsettir embættismenn
aðildarríkja RÖSE fjalla um
ástandið og búist er við því að
forseti ráðstefnunnar, Jiri Di-
enstbier, utanríkisráðherra Tékkó-
slóvakíu, hafi forystu um aðgerðir
á vegum aðildarríkjanna.
Wörner sagði við blaðamenn
eftir fundinn að þeim möguleika
að fjölga aðildarríkjum NATO
væri haldið opnum en slík fjölgun
væri á þessu stigi ekki tímabær.
Fund Atlantshafssamvinnuráðsins
í Brussel í gær sátu 28 utanríkis-
ráðherrar en fulltrúar 33 ríkja voru
Svissneska þingið:
Vilja hraða
umsókn um
aðild að EB
Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit-
ara Morgunbiaðsins.
MEIRIHLUTI efri deildar svissn-
eska þjóðþingsins samþykkti í
gær að hvetja ríkisstjórn lands-
ins til að kanna hvort Sviss eigi
ekki að sækja um aðild að Evr-
ópubandalaginu (EB) sem fyrst.
Rlkissljórnin hefur lýst því yfir
að hún stefni að aðild en henni
hefur ekki legið á að leggja inn
umsókn í Brussel.
Fjörutíu og sex fulltrúar kantón-
anna eiga sæti í efri deild þingsins.
Hún er íhaldssamari en neðri deild-
in og samþykktin kom nokkuð á
óvart. Helstu rök ræðumanna með
umsókn sem fyrst voru þau að Sviss
ætti meira sameiginlegt með ríkjum
eins og Austurríki og Svíþjóð sem
nú bíða samningaviðræðna um aðild
en ríkjum eins og Tyrklandi og
Tékkóslóvakíu sem munu væntan-
lega sækja og semja um aðild seinna
á þessum áratug.
á fundinum, enginn var mættur frá
Kazakhstan og Rússar höfðu um-
boð stjórnvalda í Tadzhikistan.
Nokkur ríki þ. á m. Island og
Kanada, sendu fastafulltrúa sina
hjá NATO á fundinn. Fyrir Islands
hönd sat Sverrir Haukur Gunn-
laugsson sendiherra og fastafull-
trúi því fundinn.
Næsti fundur sanivinnuráðsins
er fyrirhugaður í Ósló 5. júní í
sumar.