Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
17
Morgunblaðið/Sverrir.
Starfsmenn afmælisnefndar. Frá vinstri eru: Agúst Agústsson, starfs-
maður Reykjavíkurhafnar, Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður,
Sigurður Rúnar Magnússon, sem sæti á í hafnarstjórn fyrir Nýjan
vettvang, Hannes Valdimarsson, hafnarstjóri og Vignir Albertsson,
starfsmaður Reykjavíkurhafnar.
75 ára afmælis
Reykjavíkur-
hafnar minnst
ÞESS VERÐUR minnst á þessu ári að 75 ár eru frá því að hafnaryf-
irvöld í Reykjavík tóku formlega við stórskipabryggjum og öðrum
hafnarmannvirkjum frá verktökum. Opnuð verður sögusýning í
Hafnarhúsinu á afmælisárinu og efnt til siglingakeppni frá Reykja-
vík til Akraness á miðju sumri. í tilefni af þessum tímamótum fór
eimreiðin Minor, sem notuð var við gerð hafnarmannvirkjanna 1913-
1917, frá grjótnáminu í Öskjuhlíð um borgina og lauk för sinni á
Granda.
Hafnargerðin var stórfram-
kvæmd og var samanlagður kostn-
aður við hana rúmar 2 milljónir
króna. Þá voru samanlagðar tekjur
bæjarsjóðs um 2,2 milljónir kr. Með
hafnarframkvæmdunum var lagður
grunnur að nútíma verkmenningu
Islendinga í mannvirkjagerð með
aðstoð stórvirkra þungavinnuvéla.
Með tilkomu nýju hafnarmannvirkj-
anna urðu stórstígar framfarir í
flutningum og sjávarútvegi, auk
þess sem hafnarframkvæmdin blés
lífi í innlendar framkvæmdir.
Á 75 ára afmælinu verður borg-
arbúum og landsmönnum öllum
gefinn kostur á að kynna sér starf-
semi Reykjavíkurhafnar og hafa
hafnaryfirvöld þegar samþykkt
drög að dagskrá þar að lútandi. Á
sjómannadaginn verður opnuð sög-
usýning á annarri hæð Hafnarhúss-
ins, þar sem rakin verður bygging-
arsaga hafnarinnar og skyggnst inn
í framtíð hennar. Fjöldi minjagripa
verður til sýnis, þar á meðal eim-
reiðin á Miðbakka. Útbúið verður
gönguleiðakort fyrir Reykjavík-
urhöfn þar sem merktar verða
gönguleiðir og getið helstu kenni-
leita og auglýstar verða gönguferð-
ir. Ráðgert er að efna til hafnar-
daga með auglýstri hátiðardagskrá,
gefa út afmælisfréttabréf, efna til
kynnisferða um höfnina fyrir al-
menning þar sem skoðuð verða
hafnarmannvirki og atvinnustarf-
semi við höfnina. Efnt verður til
siglingakeppni frá Reykjavík til
Akraness á miðju sumri.
Aðalstöðin:
Hlustendur velja full-
trúa í útvarpsráð
Á stjórnarfundi Utvarps Rcykjavíkur hf. sl. miðvikudag, var sam-
þykkt að gefa hluslendum Aðalstöðvarinnar tækifæri til að tilnefna
fulltrúa í útvarpsráð stöðvarinnar. I útvarpsráði koma til með að eiga
sæti 13 aðalfulltrúar og 26 varamenn.
„Útvarp Reykjavík hf. vill með
þessu gefa öllum velunnurum Aðal-
stöðvarinnar tækifæri til að taka
þátt í mótum menningarlegrar dag-
skrár við hæfi hlustenda hennar,“
segir Margrét Björnsdóttir, stjórnar-
formaður Útvarps Reykjavíkur hf.
Margrét segir að skipun útvarpsráðs
Útvarps Reykjavíkur hf. sé í beinu
framhaldi af óskum fjölmargra hiust-
enda Aðalstöðvarinnar, sem hafi að
undanförnu haft samband við stjórn-
endur stöðvarinnar og komið á fram-
færi ýmsum gagnlegum hugmyndum
um dagskrá og rekstur Aðalstöðvar-
innar.
„Hugmyndin um útvarpsráð er
ekki ný af nálinni, en stjórnendum
Aðalstöðvarinnar finnst að rödd hins
almenna útvarpshlustanda fái ekki
að njóta sín í sambandi við útvarps-
og sjónvarpsrekstur fyrr en skipað
verður ópólitískt og óháð ráð, sem
hafi ótakmörkuð tækifæri til þess
að gera tillögur og bera fram hug-
myndir þeirra sem hlusta. Á þetta
jafnt við talað orð sem tónlist," seg-
ir Baldvin Jónsson útvarpsstjóri.
Þeir sem hafa hug á að koma á
framfæri tilnefningum í útvarpsráð
Útvarps Reykjavíkur hf. geta haft
að hafa samband bréflega eða sím-
leiðis við Aðalstöðina, Aðalstræti 16,
fyrir næstkomandi mánaðamót.
Formenn Verkamannasambandsins
og Dagsbrúnar:
Fiskvinnsludeildin
fjalli um vaktavinnu-
kerfi fyrir frystihús
BJÖRN Grétar Sveinsson formaður Verkamannasambandsins og
Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar eru sammála
um að fiskvinnsludeild Verkamannasambandsins eigi að fjalla um
hvort taka á upp vaktavinnukerfi í frystihúsum. Finnbogi Baldvins-
son framkvæmdastjóri Söltunarfélags Dalvíkur sagði í frétt í Morgun-
blaðinu siðastliðinn þriðjudag, að verkalýðsfélögin stæðu í vegi fyr-
ir aukinni atvinnu og stuðluðu að enn frekari flutningi vinnslunnar
úr landi. Björn Snæbjörnsson varaformaður Verkalýðsfélagsins Ein-
ingar sagði, að ineð vaktavinnukerfi væri farið fram á lægri laun
auk þess sem óeðlilegt væri að semja sérstaklega um vaktir í einu
frystihúsi.
Björn Grétar Sveinsson sagði, að
hugmynd um vaktakerfi hefði kom-
ið upp þegar frystitogari var keypt-
ur til Akraness. Reynt væri að koma
sökinni yfir á verkalýðshreyfinguna
og ætlast til að samið yrði ódýrt
um vaktavinnu í frystihúsum. „Ég
bendi þessum ágætu mönnum á að
skoða hlutfall kostnaðar í fyrirtækj-
unum og ég hefði gaman af að
heyra hver hlutur fjármagnskostn-
aðar var af útflutningsverðmæti í
samanburði við launakostnað,"
sagði hann. „Þeir eru æpandi á
torgum núna en þeir komast ekki
áfram með öskrum. Við getum
skoðað þessi mál eins og önnur.
Það hefur verið rætt um það innan
fiskvinnsludeildar Verkamanna-
sambandsins að gerður verði
rammasamningur um vaktavinnu
og ég veit ekki betur en að formað-
ur deildarinnar hafi tekið jákvætt
undir það.“
Guðmundur J. Guðmundsson
sagði, að vaktir hefðu ekki tíðkast
í fiskvinnslu til þessa að undanskild-
um beinamjölsverksmiðjum. Enginn
hefði sýnt vaktsamningum áhuga í
frystihúsum. „Fiskvinnslufólk er
óánægt og eðlilegast að fiskvinnslu-
deild Verkamannasambandsins taki
málið til umfjöllunar,“ sagði Guð-
mundur. „Vaktir hafa oft verið í
fræðilegri umræðu um sjávarútveg-
inn og menn hafa sýnt fram á betri
nýtingu í frystihúsunum með þessu.
Það er nú oftar að það vantar hrá-
efni en hitt og þetta verður torleyst
fyrir eitt byggðarlag að semja um.
Ég held að þeir verði að taka þetta
upp á breiðari grundvelli."
Guðmundur benti á að vakta-
vinna hefði mikla röskun í för með
sér. „Á meðan aflinn var mikill
höfðu þeir engan áhuga á þessu,
en nú blossar hann upp,“ sagði
Guðmundur. „Fólk er dálítið hvekkt
á þessu, því er skúbbað burt þegar
ekki er vinna en í öðrum iðngreinum
er vinnan jafnari og öruggari."
Vegagerð ríkisins:
Nítján tilboð bárust í
800 metravegargerð
TILBOÐ voru opnuð hjá Vegagerð ríkisins í gær í vinnu við 800
metra kafla á Eyjafjarðarbraut eystri um Þverá en því verki skal
vera lokið fyrir 1. júlí í sumar. 19 tilboð bárust og var eitt þeirra
yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar, sem nam tæpum 10,4 milljón-
um króna. Lægsta tilboðið átti Árni Helgason, Olafsfirði, sein bauð
5,72 milljónir króna í verkið en það er um 55% af kostnaðaráætlun.
Næstlægsta tilboð átti Borgarfell
hf, og hljóðaði það upp á 5,77 millj-
ónir króna, Akurverk á Akureyri
bauð 6,4 milljónir króna og Guð-
mundur Erlendsson bauð um 6,6
milljónir króna.
.......
Flestallir þeirra 19 sem skiluðu
tilboðum eru starfandi á Norður-
landi en tvö hæstu tilboðin, 10,2
milljónir og 10,9 milljónir komu frá
aðilum í Hafnarfirði og Garðabæ.
SjáKsftæðar
hillur
eðaheilar
samslæður
Níðsterkarog
hentugar stálhillur.
Auðveld
uppsetning.
Margarog
stillanlegar stærðir.
Hentar nánast
allsstaðar.
Ávallt fyrirliggjandi.
Leitið upplýsinga
UMBOÐS OG HEILDVEfíSL UN
BÍLDSHÖFÐA 16 SIMI 6724 44
Metal Polish
Undraefni á ryðfrítt stál!
ÁRVÍK
ARMÚLM • REYKJAVlK • SlMI 687222 • TELEFAX 687295
0
■o
CATERPILLAR
★ ★★★★★★
★ ★★★★★★TO,
SkL
m !.
3★★★★★★★
0
Stjórnendur og eigendur
CATERPILLAR vinnuvéla
Góðar flísar á góðu verði
- / Íiliv
iS^ul
Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44
s
Verið er að stofna Félag stjórnenda og eigenda Caterpillar vinnuvéla.
Markmið félagsins er að miðla fróðleik um Caterpillar vinnuvélar
og notkun þeirra. Félagið er opið eigendum og
tækjastjórum sem hafa átt, eða unnið á Caterpillar
vinnuvélum. Stofnfundur verður haldinn í lok mars.
Þeir sem hafa áhuga á að gerast stofnfélagar eru
vinsamlegast beðnir að skrá sig hjá véladeild
Heklu í síma 695726 fyrir mánudaginn 16. mars.
-—mmmmmmm—mmmmmmm—mmmmmmmmmm—^^mmmmmmmmmmmmmm—S
0
HEKLA
LAUGAVEGI 174
SÍMI 695500