Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
Fjórðungsmót á Vindheimamelum:
Eyfirðingum finnst að
verið sé að valta yfir þá
- segir Jónas Vigfússon, Litla-Dal
FJÓRÐUNGSMÓT norðlenskra hestamanna, sem haldið verður á
næsta ári, verður haldið á Vindheimamelum í Skagafirði. Móts-
s£a.ðurinn var ákveðinn á fundi fulltrúa 17 hestamannafélaga á
Norðurlandi, sem haldinn var á Akureyri á sunnudag. Kosið var
um tvo staði, Vindheimamela og Melgerðismela í Eyjafirði.
Skagfirðingar buðu að taka 14%
af innkomu aðgangseyris á mótinu
yrði það haldið á Vindheimamelum,
auk þess sem 6% af innkomunni
rynni til landeigenda. Eyfirðingar
buðu aftur á móti að taka 25% af
innkomu aðgangseyris og að 5%
rynni til landeigenda, þannig að
niðurstaðan varð sú að Skagfirð-
ingar muni taka 20% í heild af
innkomunni, en Eyfirðingar 30%.
í kosningu milli staðanna tveggja
á fundinum urðu Vindheimamelar
fjmir valinu.
„Eyfirðingar eru auðvitað hund-
fúlir og argir yfir þessu og finnst
að verið sé að valta yfir þá,“ sagði
Jónas Vigfússon, Litla-Dal. „Skag-
firðingar komu með undirboð til
að halda okkur úti í kuldanum.
Þeir fengu Landsmótið 1990 á
silfurfati og innheimtu þá 28% af
aðgangseyri fyrir utan það sem
rann til landeigenda, en á lands-
mótinu árið 1986 var innheimtan
16%. Á síðasta fjórðungsmóti á
Norðurlandi, 1987, varleigan 25%,
eða eins og tilboð Eyfirðinga nú.
Það er eðlilegt að innheimt sé lægri
prósenta á landsmótum þar sem
þau gefa mun meiri tekjur í að-
gangseyri heldur en fjórðungsmót-
in, en leggja þarf til svipaða að-
stöðu hvort sem um er að ræða
lands- eða fjórðungsmót. Þá á ég
við þá föstu aðstöðu sem mótsstað-
urinn leggur til en ekki þá bráða-
birgðaaðstöðu sem mótshaldari sér
um.“
Jónas sagði að einnig gætu
menn velt fyrir sér þeirri stöðu sem
upp kann að koma ef í framtíðinni
verður einungis einn staður sem
kemur til greina fyrir slík mót og
engin samkeppni um þau. „Við
slíkar aðstæður skapast einokun-
araðstaða þar sem staðarhaldari
getur ákveðið leiguupphæðina,
eins og gerðist fyrir landsmótið
1990,“ sagði Jónas.
' Rækjuverksmiðja
Til sölu eru eignir þrotabús Árvers hf. Um er að
ræða verksmiðjuhús að Fossbrún 6, Árskógshreppi
í Eyjafirði, ásamt vélbúnaði til rækjuvinnslu. Einnig
vörubíll M. Bens 1619 árgerð 1972, frystigámur,
fiskikassar og kör, skrifstofubúnaður o.fl. Leiga á
verksmiðjunni um takmarkaðan tíma kemur einnig
til greina.
Tilboðum skal skila til undirritaðs í síðasta lagi hinn
18. mars 1992.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er
eða hafna öllum.
Undirritaður veitir frekari upplýsingar í síma
96-25919 eða fax 96-21499.
Akureyri, 10. mars 1992.
Arnar Sigfússon, hdl., bústjóri.
Ráðstefna um sjávarútvegsmál
Stafnbúi, félag sjávarútvegsfræðinema við Háskólann á Akur-
eyri, og Akureyrarbær gangast fyrir ráðstefnu um
SJÁVARÚTVEGSSTEFNU FRAMTÍÐARINNAR.
Ráðstefnan verður haldin í Alþýðuhúsinu, 4. hæð (Fiðlaranum), Skipa-
götu 14, Akureyri, þann 14. mars og hefst kl. 10.00 með innritun ráð-
stefnugesta.
Frestur til skráningar rennur út miðvikud. 11. mars. Skráningarsími er
96-11770 f.h. og 11780 e.h. Skráningargjald er kr. 2.500 pr. mann (inn-
ifalið er matur, kaffi og ráðstefnugögn).
Dagskrá:
10.45 Setningarávarp: Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra.
11.00 Erindi hagsmunaaðila (skipt á tvo sali).
Framsögumenn verða:
Snær Karlsson, V.M.S.Í.
Kristján Þór Júlíusson, Samb. ísl. sveitarfélaga.
Hólmgeir Jónsson, Sjómannasamb. íslands. i
Sveinn H. Hjartarson/Kristján Ragnarsson, L.Í.Ú.
Guðjón Kristjánsson/Benedikt Valsson, F.F.S.Í.
Arthur Bogason, Landssamb. smábátaeigenda.
Guðlaugur Stefánsson, Landssamb. iönaðarmanna.
Sturlaugur Sturlaugsson, Sambandi fiskvinnslustöðva.
13.00 Hádegisverður.
14.00 Fulltrúar stjórnmálaflokkanna.
Framsögumenn verða:
Jón Sigurðsson, Alþýðuflokki.
Halldór Ásgrímsson, Framsóknarflokki.
Árni Johnsen, Sjálfstæðisflokki.
Steingrímur J. Sigfússon, Aiþýðubandalagi.
Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, Kvennalista.
16.30 Kaffihlé.
17.00 Pallborösumraeður.
18.30 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjóri: Sigurður J. Sigurðsson,
forseti bæjarstjórnar Akureyrar.
Ráðstefnan er öllum opin.
Neytendafélag Akureyrar og nágrennis:
Landað var úr togaranum Víði EA í gær, en togarinn var með um 300 tonn upp úr sjó, mest grálúðu og
karfa. Það blés að norðan á löndunarkarlana, en þeir létu það ekki á sig fá, enda má búast við misjöfnu veðri
á þessum árstíma.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Landað í norðangarra
Tannlæknar innheimta
68 þúsund í húsaleigu
Kaffikostnaður tannlækna um 7.000 krónur á mánuði
TANNLÆKNAR innheimta rúmlega 68 þúsund krónur á mánuði
vegna húsaleigu fyrir 80 fermetra húsnæði á meðan sjúkraþjálfar-
ar innheimta tæplega 16 þúsund krónur. Þetta kemur fram í saman-
burði sem Neytendafélag Akureyrar og nágrennis gerði á tveimur
heilbrigðisstéttum, tannlæknum og sjúkraþjálfurum, þar sem reynt
var að bera saman sambærilega hluti „og draga fram í dagsljósið
hvernig samningamenn ríkisins hafa mismunað þeim“, eins og seg-
ir í frétt frá félaginu. Hvað tannlækna varðar kemur fram að
grunnárstekjur af hverjum sérfræðingi eru rúmar 16 milljónir, en
2,5 milljónir af hverjum sjúkraþjálfara með mastersgráðu.
„í krafti aðstöðu sinnar hefur
tannlæknastéttin náð betri kjörum
á kostnað neytenda en nokkur
önnur. Það er því vel við hæfi að
þegar spara á í heilbrigðisþjón-
ustunni, sé bytjað á að „leiðrétta"
taxta tannlækna. Ef vel tekst til
við leiðréttinguna er það stór „fé-
lagsmálapakki" ti) handa hinum
almenna neytanda,“ segir í frétt
frá Neytendafélaginu.
Samanburður félagsins byggir á
töxtum frá því í mars árið 1991
miðað er við átta stunda vinnudag*
á einföldum grunntaxta og vann
félagið samanburðinn upp úr kja-
rasamningum Tryggingastofnunar
ríkisins við tannlækna annars veg-
ar og sjúkraþjálfara hins vegar.
Fram kemur í samanburðinum
að lægsta grunngjald sjúklings á
hveijar 10 mínútur hjá tannlækni
sé 1.114 krónur, en 'A grunngjalds
í meðferð hjá sjúkraþjálfara sem
tekur allt að 40 mínútum er 244
krónur. Grunngjald sjúklings hjá
tannlækni fyrir hveija klukkustund
er 6.684 krónur, en hjá sjúkraþjálf-
ara 1.397 krónur. Launahluti tann-
læknis í grunngjaldi er 34,63% eða
2.315 krónur, en sjúkraþjálfara
60% eða 838 krónur. Kostnaðar-
hluti tannlæknastofu í grunngjaldi
hveija klukkustund er 65,37% eða
4.369 krónur, en 559 krónur eða
40% af kostnaði við rekstur sjúkra-
þjálfarastofu.
Samanburðurinn leiðir í ljós að
grunnárstekjur tannlæknastofu af
hveijum sérfræðingi eru rúmar 16
milljónir króna, en grunnárstekjur
af hveijum sjúkraþjálfarar með
mastersgráðu eru rúmar 2,5 millj-
ónir króna.
Þá kemur einnig fram í saman-
burði Neytendafélagsins, að húsa-
leiga af 80 fermetra húsnæði tann-
læknastofu er áætluð um 9% af
kostnaði, eða 393 krónur á klukku-
stund, en leigukostnaður sjúkra-
þjálfarastofu er 90 krónur á
klukkustund fyrir jafnstórt hús-
næði. Tannlæknar innheimta því
vegna þessa viðmiðunarhúsnæðis
rúmar 68 þúsund krónur á mánuði
á meðan sjúkraþjálfarar innheimta
tæplega 16 þúsund krónur fyrir
húsnæði af sömu stærð.
Launakostnaður tannlækna
vegna aðstoðarfólks er 28,7% af
kostnaði, þannig að tannlæknar
innheimta mánaðarlega ríflega
217 þúsund krónur vegna launa
aðstoðarfólks. Ekki er í samning-
um sjúkraþjálfara við Trygginga-
stofnun gert ráð fyrir kostnaði
vegna aðstoðarfólks.
Bifreiðakostnaður tannlækna er
2% af kostnaðarhluta, eða 87 krón-
ur á klukkustund og um 15 þúsund
krónur á mánuði, en sjúkraþjálfar-
ar innheimta um 4.300 krónur á
mánuði vegna bifreiðakostnaðar
eða 25 krónur á klukkustund.
Þá er í samningum tannlækna
áætlað að kaffikostnaður sé um
0,9% af rekstri stofunnar, eða 39
kónur á klukkustund, þannig að
tannlæknar innheimta mánaðar-
lega vegna kaffikostnaðar síns
6.817 krónur. Kaffikostnaður
sjúkraþjálfara er ekki inni í samn-
ingum við Tryggingastofnun.
Fyrirlestur um kvenfrelsi
DR. GORDON Graham, heimspekikennari við háskólann í St.
Andrews, flytur opinberan fyrirlestur við Háskólann á Akureyri um
kvenfrelsishugmyndir að fornu og nýju fimmtudagskvöldið 12. mars
kl. 20.
saman kvenfrelsishugmyndir frá
síðustu öld, í verkum Johns Stuarts
Mills við róttæk afbrigði þeirra nú
á dögum. Hafa þessar nýju hug-
myndir leyst hinar eldri af hólmi?
Fyrirlesturinn, sem haldinn er á
vegum Háskólans á Akureyri og
Félags áhugafólks um heimspeki,
verður fluttur á ensku í húsi Háskól-
ans við Þingvallastræti og er öllum
opinn á meðan húsrúm leyfir.
(Fréttatilkynning)
Dr. Gordon Graham, sem kennt
hefur nokkrum íslenskum nemend-
ur í Skotlandi, er þekktur heimspek-
ingur á Bretlandseyjum og hefur
m.a. skrifað víðlesnar byijendabæk-
ur í stjórnmálaheimspeki. Hann
hefur einnig sinnt almennri sið-
fræði, fagurfræði og trúarheim-
speki.
Fyrirlestur hans að þessu sinni
nefnist „Fijálslyndur og róttækur
femínismi,“ og þar mun hann bera