Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992 Krislján Ragnarsson um kvóta Færeyinga: Við höfum engar heimildir að láta „Mér líst illa á þetta því við höfðum gert okkur vonir um að þessar heimildir Færeyinga yrðu með öllu afnumdar. Við höfum engar heimildir að láta og erum með skip bundin við bryggju í stórum stíl. Við erum mjög undrandi á því að lúðukvótinn er ekk- ert skorinn niður hjá þeim. Þegar Færeyingar sömdu um fiskveiði- heimildir hér við land við síðustu ríkisstjórn fengu þeir verulega hækkun á lúðukvóta. Þá var sagt að það stæði í samhengi við það að þeir veiddu ekki lax í sjó. Við sjáum þessa sömu laxveiðibáta veiða lúðu hér uppi á íslandsmiðum," sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, aðspurður um ákvörðunina að úthluta Færeyingum kvóta. „Veistu ekki um samninginn við Orra Vigfússon?" sagði við mig færeyskur þingmaður fyrir nokkr- um dögum. Sportveiðimenn virð- ast geta verslað með hagsmuni íslenskrar útgerðar í gegnum ís- lensk stjómvöld. Útgerðarmenn borga fyrir það að þeir geti veitt meira í ánum,“ sagði Kristján enn- fremur. Hann sagði að síldar- og makríl- kvóti sá er íslendingum stæði til Apple-skákmótið: Jóhann og Kotronias skildujafnir JÓHANN Hjartarson og Kotronias eru enn efstir og jafn- ir með 5Vi vinning á Apple- skákmótinu eftir að hafa gert jafntefli í 42 leikjum í 8. umferð mótsins í gærkvöldi. Jóhann var með svart og átti heldur í vök að veijast en hélt jafntefli. Sírov kemur næstur með 5 vinn- inga en hann vann Plaskett eftir að hafa fómað mönnum á báða bóga. Hannes Hlífar Stefánsson og Renet em með 4 Vi vinning. Hannes gerði jafntefli við Jón L. Árnason, sem er með 4 vinninga, og Renet vann Cónquest, sem einnig er með 4 vinninga, eftir að Conquest missti tökin á skákinni í miklu tímahraki. Þá gerðu Helgi Ólafsson og Margeir Pétursson jafntefli og Karl Þorsteins og Þröstur Þór- hallsson sömuleiðis. Helgi, Mar- geir og Karl eru með 3 vinninga og Þröstur með 2 vinninga. Níunda umferð verður tefld í skákheimilinu í Faxafeni í dag og hefst klukkan 17. Sjá skákþátt á bls. 34 boða af hálfu Færeyinga væri einskis virði. „Þetta jafngildir 100-200 tonnum og í þessum veið- um felst mikil áhætta. Við hrein- lega veiðum þetta ekki, þetta er bara bræðsluvara og ekki eftir- sóknarvert fyrir okkur,“ sagði Kristján. Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsáðherra sagði að það hefði aldrei verið tengt saman að Fær- eyingar hættu laxveiðum í sjó við ísland og héldu lúðuveiðiheimild- um þar með. „Þetta hefur aldrei verið tengt saman, hins vegar geri ég ráð fyrir því þegar kvótinn var ákveð- inn á sínum tíma að heildar- hagsmunir hafí verið hafðir í huga,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði að sfldar- og makr- ílkvótinn stæði mönnum einfald- lega til boða en enginn yrði neydd- ur til að sækja hann. Morgunblaðið/Sverrir Elinborg Siguijónsdóttir, starfsmaður Miklagarðs, heldur hér á einni af fyrstu íslensku gúrkunum á markaðnum í ár. Sölufélag garðyrkjumanna: Islenskar gúrkur á markaðinn FYRSTU íslensku gúrkumar á árinu'voru seldar í Miklagarði við Sund í gær. Um var að ræða 15-16 kassa af gúrkum en reikn- að er með meira magni fyrir helgi. Fyrir næstu mánaðamót er búist við að eingöngu verði íslenskar gúrkur i verslunum. Kolbeinn Ágústsson, sölustjóri hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, sagði að þegar væri komin ný steinselja á markaðinn og von væri á blaðsalati í næstu viku. Uppúr því bætast fleiri tegundir í hópinn og líklegt að fólk geti keypt íslensjca tómata og paprikur uppúr mánaðamótum. Fyrstu gúrkurnar komu frá Óttari Baldurssyni í Hveragerði, Magnúsi Skúlasyni í Hveratúni í Biskupstungum og Jakobi Helga- syni í Gufuhlíð í Biskupstungum. Heildsöluverð þeirra er 295 kr. kg en í fyrra voru þær seldar á 330 kr. kg í heildsölu. Þess má geta að þá komu fyrstu gúrkurnar ekki fyrr en 24. mars. Alagningin er misjöfn í búðum en búist er við að verð lækki með auknu fram- boði. Formannaráðstefna BSRB: Náið samstarf tekið upp við önnur launþegasamtök Fjármálaráðherra segir koma til greina að skoða breytingar á bótagreiðslum ríkisins FORMANNARAÐSTEFNA BSRB samþykkti í gær að mynda samflot innan bandalags- ins í kjaraviðræðunum og taka upp náið samstarf við önnur samtök launafólks. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði að stefnt væri að sem víð- tækastri samstöðu launafólks um gerð lyarasamninga. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði í fyrirspurnatíma á Al- þingi í gær að ekki stæði til af hálfu ríkisstjórnarinnar að falla frá skerðingu á bótum úr ríkis- sjóði eða gera aðrar breytingar sem kostuðu ríkissjóð fjármuni vegna kjarasamninganna. Hins vegar kæmi til greina að kanna hvernig breytingar á sjómanna- afslættinum kæmu út og skoða hvort breyta mgetti kerfi barna- bóta og ná sama árangri fyrir ríkissjóð með öðrum hætti. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði vegna fyrirspurnar á Alþingi Bindiskylda bankanna heldur uppi raunvöxtum - segir Björn Björnsson, bankastjóri Islandsbanka BJÖRN Björnsson, bankastjóri íslandsbanka, segir að bindiskylda viðskiptabankanna hjá Seðlabankanum þjóni að hans mati ein- göngu þeim tilgangi að halda uppi raunvöxtum á almennum útlán- um bankakerfisins. „Þetta er að mínu mati orðin hálfgerð eftir- legukind í peningakerfi okkar, vegna þess að við hliðina á binding- unni sem tæki til þess að stýra fjármagni á markaðinn er komin lausafjárkvöð, sem er miklu virkara tæki í því skyni heldur en bindingin," sagði hann. I Morgunblaðinu í gær var haft eftir Birgi ísleifi Gunnarssyni seðlabankastjóra að bindiskylda innlánsstofnana hjá Seðlabankan- um væri mjög mikilvægt tæki til að hafa áhrif á útstreymi lánsfjár og þar með jafnvægið á fjár- magnsmarkaðnum, og hið bundna fé væri mjög mikilvægt mótvægi við gjaldeyrisvarasjóð Seðlabank- ans. Þá hefði Seðlabankinn reynt að stuðla að því að hér þróaðist verðbréfamarkaður, sem bankinn gæti tekið þátt í og á þann hátt haft aukin áhrif á stjórn peninga- mála, og ekki væri líklegt að bankinn breytti afstöðu sinni til bindiskyldunnar fyrr en sá mark- aður hefði náð ákveðnum þroska. Björn Bjömsson sagði að til þess að halda í skefjum framboði á lánsfé á markaðnum væru til önnur tæki en bindiskyldan, sem þá gæfu hlutaðeigandi stofnunum færi á því að ávaxta laust fé með eðlilegum hætti. „Að því er varðar bindinguna þá er því hins vegar ekki til að dreifa, og þess vegna segi ég að hún sé ekki annað en tæki til að halda uppi raunvöxtum á almenn- um útlánum bankakerfísins. Af því að bindingin er þetta há og vegna þess að Seðlabankinn greiðir bönkunum einungis 2% raunvexti á þetta fé á ári, er af- Ieiðingin sú að raunvextir á öðrum útlánum verða auðvitað að sama skapi hærri. Við ákveðnar að- stæður ítefnahagslífinu getur ver- ið ástæða til þess arna, en í sam- ræmi við þær umræður sem í dag eiga sér stað í þjóðfélaginu skilur maður hins vegar ekki hvers vegna í þetta er haldið,“ sagði hann. í gær um aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar í tengslum við gerð kjarasamn- inga að atbeini ríkisstjórnarinnar myndi fylgja þeim tímapunkti að kjarasamningar væru að takast. Ögmundur sagði eftir for- mannafundinn í gær að samtökin myndu nú leita eftir náinni sam- vinnu við samtök launþega á al- menna markaðinum, Kennarasam- band íslands og BHMR. Aðspurður um sameiginlegar kröfur á borð við kaupmátt, tryggingar og samningslengd sagði Ögmundur að samtökin vildu ræða það við félögin áður en það yrði gert opin- bert. „Þegar við óskum eftir sam- starfí erum við ekki með ófrávíkj- anlegar kröfur," sagði Ögmundur. Hann sagði að samningslengd væri háð innihaldi samninga og áherslumunur væri á milli samtak- anna en þau mál yrðu rædd. „Menn meta það meira að mynda breið- fylkingu launafólks. Við höfum orðið vitni að miklum niðurskurði velferðarkerfisins að undanfömu og í ljósi þess er eðlilegt að samtök launafólks taki höndum saman,“ sagði Ögmundur. „Það er fagnaðarefni fyrir okkur að þeir hafa ákveðið að vera okkur samhliða við þetta verkefni,“ sagði Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ. Hann sagði einnig að forystá ASÍ myndi eiga fund með öðrum sam- tökum í vikunni til að fara yfír stöðuna. „Við settum okkur þá viðmiðun að þetta færi hratt af stað og höfðum hugsað okkur að kalla saman formannafund í næstu viku þar sem við værum komin með einhverja efnisniðurstöðu f viðræðum eða til að meta hvort við þyrftum að fara að undirbúa aðgerðir. Það er hins vegar aldrei hægt að setja sér eindaga í samningaviðræðum. Það verður að fara eftir framvindunni,“ sagði Ásmundur. í dag er fyrirhugaður fundur forystumanna BSRB og KÍ og sagði Ögmundur að strax yrði ósk- að eftir viðræðum við ríkisvaldið. Þá munu forystumenn BSRB og ASÍ hittast í hádeginu í dag. Samninganefndir ASI og samtaka vinnuveitenda koma saman kl. 16. -------------»■♦ «------ Reykjavík: Færri leysa af í lögregl- unni í sumar Á ANNAÐ hundrað manns hafa sótt um störf við afleysingar í lögreglunni í Reykjavík á sumri komanda. Vegna sparnaðar hjá embættinu verða líklega aðeins um 30 afleysingamenn ráðnir,» stað 57 í fyrra. Samkvæmt upplýsingum starfs- mannahalds lögreglustjóraemb- ættisins verður reynt að ráða það fólk í sumar, sem áður hefur starf- að við afleysingar. Flest er það nemendur í Háskóla íslands og algengast að það stundi nám í lög- fræði, læknisfræði, guðfræði eða sálfræði. í fyrra fengu 57 störf við afleysingar, en líklega verða aðeins ráðnir um 30 nú. Fjöldinn skýrist á næstu dögum, þegar fastráðnir lögreglumenn hafa ákveðið hvenær þeir taka sér frí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.