Morgunblaðið - 11.03.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDÁGUR 11. MARZ 1992
Frambjóðendur í forkosningunum í Bandaríkjunum;
Boða fimm leiðir til
að bæta Bandaríkin
The Daily Telegrraph.
FORKOSNINGAR Repúblíkanaflokksins og Demókrataflokksins
vegna forsetakosninganna í nóvember fóru fram í ellefu ríkjum
Bandaríkjanna í gær, þar af sjö Suðurríkjum. Þrír menn beijast
um tilnefningu sem forsetaefni Demókrataflokksins, Bill Clinton,
ríkisstjóri Arkansas, Paul Tsongas, fyrrum öldungadeildarþing-
maður frá Massachussets og Jerry Brown, fyrrum ríkissljóri í
Kalifomíu. Þá sækist George Bush Bandaríkjaforseti eftir endur-
kjöri en íhaldsmaðurinn Pat Buchanan, sem starfaði um skeið
sem ráðgjafi í stjórnartíð Reagans og er þekktur dálkahöfundur
og sjónvarpsmaður, hefur boðið sig fram gegn forsetanum og
niðurlægt hann, m.a. í forkosningum í Georgíu og New Hamps-
hire, með því að fá hátt í fjörutíu prósent atkvæða.
Allir frambjóðendurnir eru
sammála um að Bandaríkin eigi
í ákveðnum erfiðleikum þessa
stundina og nefna þá til efna-
hagssamdrátt, gífurlegan fjár-
lagahalla, aukna glæpatíðni,
hnignun í menntakerfinu, of dýrt
velferðarkerfi og að milljónir
Bandaríkjamanna njóti ekki
nægilegra sjúkratrygginga.
Virðist sem kosningabaráttan
muni þróast út í umræðu um
bandarískt efnahagslíf og hver
sé rétta lausnin við að koma því
á réttan kjöl á ný, skattalækkan-
ir eða aukin ríkisútgjöld eða ein-
hver blanda af báðu. Fer hér á
eftir stutt yfirlit yfír helstu fram-
bjóðendur og einkenni þeirra:
George Bush hefur gegnt
forsetaembætti síðan 1989 og á
hann fjögur börn með eiginkonu
sinni Barböru, sem samkvæmt
skoðanakönnunum er mun vin-
sælli en hann. Hann er sveigjan-
legur í stefnu sinni og leggur
áherslu á „varkámi“ en er þó
talinn reiðubúinn að gera hvað
sem er til að ná endurkjöri. Bush
leggur áherslu á skattaafslátt
handa þeim sem eru að koma
sér upp húsnæði í fyrsta sinn og
að skattar verði lækkaðir af fjár-
magnstekjum til að vinna á
kreppunni. Honum hefur ekki
tekist að koma þessum aðgerð-
um í gegnum þingið. Helsti veik-
leiki forsetans er talinn vera að
hann sveik loforð sitt um að
hækka ekki skatta og honum er
kennt um slæmt ástand efna-
hagsmála.
Pat Buchanan er 53 ára gam-
all, kvæntur fyrrum starfsmanni
Hvíta hússins og er barnlaus.
Hann ólst upp í Washington og
hlaut mjög stranga kaþólska
skólagöngu. Ungur maður var
hann hálfgerður „vandræðaungl-
ingur“ og var eitt sinn handtek-
inn fyrir árás á lögreglumann.
Erkiíhaldsmaðurinn Buchanan
þykir einangrunarsinni og leggur
áherslu á að hagsmunir Banda-
ríkjanna verði settir ofar öðru
við stefnumótun og gamaldags
sjálfsþurftarbúskap. Hann vill
skera niður velferðarkerfið og
afnema „kvóta“ vegna kynþátta.
Mesti veikleiki Buchanans er
hversu öfgakenndur stjórnmála-
maður hann er og einnig þykir
hann hallur undir kynþáttahatur
og gyðingahatur.
Jerry Brown er 43 ára lög-
fræðingur, ókvæntur, og er nú
í framboði í þriðja skipti. Hann
var ríkisstjóri Kaliforníu í tvö
kjörtimabil en tapaði kosningum
er hann bauð sig fram til
öldungadeildarinnar. í kjölfar
þess rannsakaði hann Búddisma
í sex ár í Japan og á Indlandi
og vann einnig störf fyrir móður
Teresu. Hann segir of mikla pen-
inga í stjórnmálum vera undirrót
alls hins illa, vill afnema flesta
skatta með 13% flötum skatti
og setja einkatölvu á borð hvers
skólanemanda. Honum er helst
fundið það til ama að vera sérvit-
ur, skorta kímnigáfu og tala of
mikið.
Bill Clinton er 45 ára gamall
og kvæntur lögfræðingi. Þau
Reuter
Paul Tsongas, frambjóðandi í forkosningum demókrata vegna
forsetakosninganna í nóvember.
eiga eina dóttur saman. Clinton
nam við Oxford og Yale og varð
yngsti ríkisstjóri Bandaríkjanna
þegar hann náði kjöri í Arkansas
32 ár gamall. Hann er babtisti
og stjórnmálaskoðanir hans eru
taldar hófsamar. Clinton leggur
áherslu á að lækka skatta „milli-
stéttarinnar“ og hækka skatta
„hinna ríku“. Hann vill heildar-
stefnu á vegum ríkisins til að
auka atvinnu. Clinton hefur átt
í erfiðleikum vegna ásakana um
framhjáhald og að hafa komið
sér undan herþjónustu í Viet-
namstríðinu. Hann getur einnig
verið leiðinlegur ræðumaður.
Paul Tsongas er 51 ára lög-
fræðingur kvæntur lögfræðingi
og þriggja bama faðir. Hann
nam við Yale og var öldunga-
deildarþingmaður á árunum
1979-1985 en þurfti að hætta
því starfi vegna krabbameins-
meðferðar. Hann er af grískum
hættum og skilgreindur sem
„fijálslyndur" en „vinveittur við-
skiptalífinu“. Tsongas leggur
áherslu á víðtæka stefnu til að
endurlífga bandarískt efnahags-
líf sem byggist á því að ríkið
veiti framleiðslugreinunum að-
stoð. Hann er „íhaldssamur" að
vissu leyti, t.d. fylgjandi dauðar-
efsingu, en „ftjálslyndur" í mál-
um á borð við fóstureyðingar og
réttindi minnihlutahópa. Helsti
ókostur Tsongas er talinn vera
áberandi skortur á persónu-
töfrum. Hann virðist einnig veik-
burða og menn spyija sig spurn-
inga um heilsu hans. Þá hefur
Demókrataflokkurinn ekki góða
reynslu af því að bjóða fram
Grikkja frá Massachussets.
■ KAUPMANNAHOFN -
Búlgarski rithöfundurinn og
blaðamaðurinn Georgi Markov,
sem lést í London árið 1978 af völd-
um stungu með eitruðum regnhlíf-
arbroddi, hafði áður sætt tveimur
úthugsuðum morðtilraunum af
hálfu sovésku öryggislögreglunnar,
KGB, að því er segir í danska blað-
inu Jyllands Posten nýlega. Oleg
Kalugin, fyrrum hershöfðingi hjá
KGB, viðurkenndi fyrir skömmu við
yfirheyrslu í Sofía, höfuðborg Búlg-
aríu, að tilraun-
irnar hefðu bara
ekki verið nógu
úthugsaðar.
Hann sagði að
Markov, sem
vann við þýðingar
fyrir BBC vegna
útvarpssendinga
til Búlgaríu, hefði
eitt sinn verið
byrlað eitur í vín-
glasi, þegar hann
Georgi Markov
var staddur í
Þýskalandi, en það hefði ekki te-
kist. Þess vegna hefði útsendari
KGB elt Markov til Miðjarðarhafs-
ins, þar sem hann var í orlofi, í því
skyni að bera á hann eitraða sólar-
olíu. Þegar sú aðförin misheppnað-
ist var gripið til regnhlífabragðsins.
Fyrir tilræðin við Markov hafði
KGB gert tilraunir með drápsað-
ferðimar á dauðadæmdum föngum
á „12. tilraunastofu til þróunar sér-
vopna og eiturs“.
Ráðstefna Evrópubandalagsins
Hótel Saga 13. mars 1992
NÝSKIPAN MÁLA í EVRÓPU -
í FRAMHALDI AF MAASTRICHT
11.45 Innritun.
12.00 Hádegisverður íÁrsal, Hótel Sögu.
13.15 Jón Báldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra,flytur ávarp.
13.45 Stanley Crossick, forstjóri Belmont Institute í Brussel.
14.30 Þórarinn V. Þórarinsson, framkvœmdastjóri VSÍ.
14.50 Ari Skúlason, deildarstjóri alþjóðasamskipta ASÍ.
15.10 Kaffihlé
15.30 Eric Hayes, yfirmaður samskipta EB við EFTA-ríkin, þ.m.t. ísland.
16.15 Aneurin Rhys Hughes, sendiherra EB á Islandi, flytur samantekt og
lokaorð.
16.30 Ráðstefnuslit.
Ráðstefnustjóri: Aneurin Rhys Hughes, sendiherra EB í Noregi og á íslandi.
Ráðstefnugjald, sem innifelur hádegisverð og kaffi, er kr. 5000.-
Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Iðnþróunarsjóð.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 91 - 62 24 11.
Skipuleggjendur ráðstefnunnar áskilja sér rétt til að breyta
dagskrá vegna ófyrirsjáanlegra breytinga.
Aðstoð við skipulag og umsjón: Kynning Og Markaður - KOM hf.
Bók um hollustu
lýsis vekur athygli
TVEIR bandarískir læknar, Reg Saynor og Frank Ryan, hafa
gefið út bók þar sem þeir mæla með „inúítamataræði“ til að hindra
hjartasjúkdóma. Þeir leggja einkum áherslu á fiskneyslu eða inn-
töku lýsis. Omega-3-fitusýrur í fiski geti dregið úr myndun blóð-
tappa og æðakölkun. Þýska blaðið Welt am Sonntag hefur undan-
farið gert bókinni góð skil og birti fjóra sunnudaga í röð kafla
úr henni. Læknarnir gera greinarmun á lifrarlýsi og búklýsi og
segja hið síðarnefnda innihalda meira af Omega-fitusýrum sem
hindra hjartasjúkdóma. Að sögn Baldurs Iljaltasonar hjá Lýsi hf.
á þetta ekki við um íslenska lýsið, það innihaldi mikið af Omega-
fitusýrum.
Læknarnir gera greinarmun á
lýsi sem unnið er úr fisklifur og
búklýsi sem unnið er úr kjöti feits
fisks. Að þeirra sögn er mikið af
A- og D-vítamíni í lifrarlýsi en
minna af EPA og DHA sem eru
nauðsynlegar fitusýrur. Þeir mæla
með hreinu lýsi sem ekki hefur
verið meðhöndlað í þeim tilgangi
að auka innihald EPA og DHA.
Slíkar aðferðir geti breytt eðli
lýsisins.
Læknarnir mæla með að neytt
sé 800 mg af Omega-3-fitusýrum
á dag. Ekki eigi að hafa dag-
skammtinn stærri en 1.000 mg
nema skv. læknisráði. Gæta verði
varúðar við val lýsisins og hyggi-
legast sé að kaupa af þekktum
framleiðendum. Þeir segjast ekki
þekkja neinar aukaverkanir lýsis-
neyslu ef magnið er ekki meira en
þeir mæla með. Þó sé ekki ráðlegt
fyrir fólk með fiskofnæmi að neyta
lýsis. Læknarnir hafa útbúið leið-
beiningar um mataræði fyrir
Vesturlandabúa þar sem mikil
áhersla er lögð á fiskneyslu. Þeir
sem borði 30 g af makríl eða sam-
bærilegum fiski á dag þurfi ekki
að neyta lýsis. Fólk eigi að borða
fituríkan físk tvisvar í viku hið
minnsta. Þá daga sem ekki er neytt
fituríks fisks eigi að taka inn lýsi
(5 ml af blöndu þar sem 50% er
lýsi og 50% vatn). í öðru lagi eigi
fólk að forðast mettaða fitu í mat
sínum en nota þess í stað ómettaða
fitu. Draga eigi úr sykur- og saltn-
eyslu. Fólk eigi að njóta eins glass
af víni en ekki of oft. Gæta beri
þess að fæðan sé fjölbreytt og
málsverðurinn ánægjulegur. Þeir
mæla með að fólk fái lýsið úr fiskn-
um sjálfum. Þannig dragi fólk úr
kjötneyslu en í flestu kjöti sé mik-
ið af mettaðri fitu. Þar sé kjúkling-
akjöt þó undantekning.
Læknarnir nefna sem dæmi um
fisk sem hefur hátt fituinnihald
makríl, háf, síld og sardínur. Þeir
vekja athygli á að líklegt sé að
eldisfiskur hafi ekki jafnmikið af
EPA og DHA-fitusýrum og villtur
fiskur. Fiskurinn fái fitursýrurnar
úr svifi og því sé eldisfiskur sem
nærist á sojabaunum eða öðru
grænmetismjöli verri fitugjafi. Þeir
mæla með að fiskur sé ekki steikt-
ur því þá fari hluti fitunnar for-
görðum, sama eigi við um of langa
spðu.
Að sögn Baldurs Hjaltasonar hjá
Lýsi hf. eiga ummæli læknanna
um að búklýsi sé betri vörn gegn
hjartasjúkdómum en lifrarlýsi ekki
við um íslenska lifrarlýsið. Það
standist fyllilega samanburð við
búklýsi að þessu leyti. Að sögn
Baldurs var fyrst vakin athygli á
því að lýsi gæti hindrað hjartasjúk-
dóma árið 1979 er danskir vísinda-
menn rannsökuðu hvernig stæði á
því að Grænlendingum í Danmörku
væri hættara við hjartasjúkdómum
en inúítum á Grænlandi.