Morgunblaðið - 11.03.1992, Page 7

Morgunblaðið - 11.03.1992, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992 7 Morgunbladid/Kóbert Schmidt Guðbjörg Benjamínsdóttir verkstjóri Fiskvinnslunnar á Bíldudal hf. heldur hér á tveimur vænum steinbítum. Bíldudalur: Steinbíturmn kominn Bíldudal. VORBOÐINN ljúfi segja sumir þegar steinbíturinn er farinn að veiðast. Línubáturinn Geysir BA frá Bildudal kom með 5 tonn af blönduðum steinbít ný- lega í land en aflinn var bland- aður þorski. Á sama tíma í fyrra hófst steinbítsvertíðin á fullu, en sjómenn kenna slæmu tíðarfari um hve lítil veiði hefur verið af sladdanum. Vertíðin í fyrra stóð fram í miðjan maí og voru unnin 1.000 tonn af steinbít, sem er það mesta sem unnið hefur verið í Fisk- vinnslunni á Bíldudal hf. Steinbít- ur er utan kvóta. Hann er mest allur sendur á Frakklandsmarkað. Að sögn Tómasar Árdal yfirverk- stjóra Fiskvinnslunnar hf. verða fimm línubátar í viðskiptum við fyrirtækið og vonast menn eftir jafn góðri vertíð og var í fyrra. - R. Schmidt. Hefur dvalið 203 nætur í fangaklefum lögreglunnar ÚTIGANGSMAÐUR um sextugt hefur dvalið 203 nætur í fanga- geymslum lögreglunnar undan- farin tvö ár. Ymist hefur maður- inn verið handtekinn vegna ölv- unar á almannafæri eða komið og óskað sjálfur eftir gistingu í fangageymslunni þar sem hann ætti ekki í önnur hús að venda. Maður þessi er, að sögn Axels Kvaran, áfengisvarnafulltrúa Framfærsluvísitala hækkaði um 0,1%: 2% verð- bólga síð- ustu þijá mánuði Framfærsluvísitala marsmán- aðar er 160,6 stig og er hún 0,1% hærri en vísitala febrúarmánað- ar. Undanfarna þrjá mánuði hef- ur vísitalan hækkað um 0,5% og samsvarar sú hækkun 2% verð- bólgu á heilu ári en síðastliðna 12 mánuði hefur visitalan hækk- að um 6,9%. I frétt frá Hagstofu Islands kem- ur fram að hækkun matvöru hafí valdið ríflega 0,05% hækkun vísi- tölunnar. Kostnaður við rekstur eig- in bíls hafi aukist um 0,5%, sem hækkað hafi vísitöluna um 0,07% og verðhækkun á fötum hafí haft í för með sér 0,02% hækkun fram- færsluvísitölunnar. Á móti vó og leiddi tii lækkunar að fjármagnskostnaður lækkaði um 1,3% en það olli um 0,07% lækkun framfærsluvísitölunnar. Hafrannsóknastofnun: Yenjulegt árferði í sjónum VENJULEGT árferði var í hlýja sjónum við landið og innstreymi hans á norðurmið í líkingu við það sem var í febrúar á síðasta ári, samkvæmt niðurstöðum úr sjórannsóknaleiðangri Bjarna Sæmundssonar í síðasta mánuði. Helstu niðurstöður sýna að hlý- sjórinn fyrir Suður- og Vesturlandi var heldur undir meðallagi heitur og saltur. Áhrifa hans gætti á norðurmiðum allt austur að Siglu- nesi eins og sl. vetur, sem er breyt- ing til batnaðar frá árunum 1988- 1990, að því er segir í fréttatil- kynningu frá Hafrannsóknastofn- un. Þar segir ennfremur að skilin Myndakvöld hjá Ferða- félaginu FERÐAFÉLAG íslands verður í kvöld með myndasýningu í Sókn- arsalnum, Skipholti 50A, sem hefst klukkan 20,30. Þar mun Björn Hróarsson jarð- fræðingur kynna í máli og myndum næstu Árbók Ferðafélagsins, sem von er á í maí. Sýndar verða m.a. myndir frá Látraströnd. Fjörðum, Flateyjardal og víðar. Eftir hlé mun Sigrún Pálsdóttir sýna myndir úr gönguyferð Ferða- féiagsins um Jötunheima. milli kald- og hlýsjávar hafi í vet- ur verið langt undan fyrir norðan og austan land og hvergi gætti pólsjávar í efri lögum sjávar í Austur-íslandsstraumi. Er það í góðu samræmi við lítinn eða engan hafís á miðunum við landið í vetur og er svo að vænta áfram í vetur og vor. Síðastliðinn miðvikudag hófst togararall Hafrannsóknastofnun- ar, en alls taka fimm skip þátt í því að þessu sinni, þ.e. Vest- Iögreglunnar í Reykjavík, einn úr hópi 5-10 útigangsmanna, sem líkt er ástatt um og ekki fást til að dvelja á þeim vistheim- ilum í borginni og nágrenni, sem hafa yfir um 260 rúmum að ráða og er ætlað að hýsa fólk sem er óvirkt í samfélaginu, oftast vegna áfengissýki eða annarrar vímuefnanotkunar og á hvergi húsaskjól. Þessar stofnanir eru vistheimilin í Víðinesi, Gunnarsholti og Hlað- gerðarkoti, en þau eru jafnan full- setin vistmönnum, að sögn Axels. Að auki eru til í borginni ýmis heim- ili sem ætlað er að hýsa fólk í svip- aðri aðstöðu um skemmri tíma, svo sem gistiskýlið í Farsóttarhúsinu við Þingholtsstræti. Sammerkt er með öllum þessum stöðum að þang- að fær fólk ekki að koma sjái á því vín. Maðurinn sem minnst var á að framan hefur auk 203 nátta í fangageymslum lögreglunnar frá mars 1990 gist 104 sinnum í gisti- skýlinu en frá því síðla á árinu 1989 hefur maðurinn fjórum sinn- um dvalist á Víðinesi, mest í 22 daga, minnst í 4 daga og alls í tæplega 40 daga. Að sögn Axels Kvaran hafa fáir mannanna í þessum hópi verið sviptir sjálfræði enda þýðingarlítið þar sem engar stofnanir hér á landi hafi í raun úrræði til að halda mönn- um nauðugum nema uin mjög skamman tíma. Axel sagði að eins og málum þessa litla hóps væri komið væru fangageymslur lögregl- unnar í raun gistiheimili fyrir þessa menn og sagði hann að lögreglan vildi gjarnan að yfirvöld gerðu gangskör að því að taka á málum þessara manna og finna þeim raun- verulegan samastað í kerfinu. mannaey VE 54, Ljósafell SU 70, Bjartur NK 121, Rauðinúpur ÞH 160 og Arnar HU 1. Togað er á um 600 stöðum allt í kringum landið, að 500 metra dýptarlinu. Verkefnið tengist að þessu sinni ijölstofna rannsóknum með um- fangsmikilli magasýnatöku. Fyrst og fremst er þó verið að leita að þeim árgöngum sem ekki hafa skilað sér inn í veiðarnar. Alls eru 30 manns frá Hafrannsóknastofn- un við þessi rannsóknastörf. NÆSTU HELGI: HC^TEL ígJiAND FÖSTUDAGS*DG LAUGARDAGSKVÖLD THE PLATTERS Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra í hinum stórkostlegu The Platters. Hver man ekki eftir lögum eins og The Great Pretender, Only You, Smoke Gets in Your Eyes, The Magic Touch, Harbor Lights Enchanted, My Prayer, Twilight Time, You'll never Know, Red Sails in the Sunset, Remember When.. o.fl. Einnig: 14., 20., 21., 27. 0G 28. MARS 0G 3. og 4. APRÍL Hljómsveitin STJÓRNIN er nú aftur komin á sviöið á Hótel íslandi og leikur fyrir dansi. Sýningar á heimsmælikvarða á Hótel íslandi HÚm fglAND Miðasala og borðapantnanir í síma 687111 Verktakar - Vörubí Ist jórar! BORCO T H A 1 L. E R S ii l:, i i TOian nntuií n Tæknimaður frá BORCO vagnaverksmiðjunum í Bandaríkjunum verður til viðtals dagana 17. - 20. mars næstkomandi. Tryggið ykkur véla- eða malarvagn fyrir sumarið á mjög hagstæðu verði. Ráðgjöf - sala - þjónusta. H Skútuvogur 12A - Reykjavík - 8 812530

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.