Morgunblaðið - 11.03.1992, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
15
Elsku Guðrún, á slíkum stundum
er erfitt að velja orð. Þau mega sín
svo lítils. Þar sem þið voru síðustu
árin saman daglangt og vikuð ekki
hvort frá öðru verður framhaldið
erfitt en vittu til, eins og sólin
hækkar daglega á lofti mun aftur
birta hjá þér. Sá sem elskar tekur
þá áhættu að missa og verða fyrir
sorg en ástin er það sem gefur líf-
inu gildi. Ást ykkar og vinátta var
gjöf sem of fáum hlotnast. Sverrir
verður því aldrei frá þér tekinn.
Hann lifir í minningum okkar alira
sem þekktu hann og munum við
jafnan minnast hans er við heyrum
góðs manns getið. Við biðjum góðan
Guð að veita ástvinum Sverris styrk
og huggun í vissu þess að vinurinn
okkar á góða heimkomu vísa og
mun síðar taka á móti sínum fyrir
handan.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
í Faxatúni 20
Pálína Jónsdóttir.
í dag verður hjartkær pabbi,
tengdapabbi, afi og langafi, borinn
til hinstu hvílu. Okkur langar til
að minnast hans með nokkrum orð-
um. Hann fæddist í Reykjavík 22.
mars 1924. Hann var sonur Jónu
Þorbjarnardóttur og Jóns Guðna-
sonar trésmiðs sem oftast var
kenndur við Úlfarsá í Mosfellssveit,
þar sem þau bjuggu frá 1927 til
1944. Pabbi kvæntist móður okkar,
Guðrúnu Ólafsdóttur, þann 31. ág-
úst 1945, það var mikil gæfa fyrir
þau bæði. Samrýmdari hjón voru
vandfundin. Fyrstu hjúskaparárin
bjuggu þau á Þórsgötu 19 og eign-
uðust okkur þrjú. Erlu Margréti,
gifta Birni Ingvarssyni vélstjóra,
Ölaf Þorbjörn prentara, kvæntan
Helgu Sigurðardóttur og Birnu,
gifta Sigurjóni Má Péturssyni vél-
smið. Pabbi byrjaði árið 1955 að
byggja hús handa okkur öllum inni
í Básenda; allir byggðu um svipað
leyti, allir þekktust og hjálpuðust
að og voru eins og ein stór fjöl-
skylda, við eigum ennþá marga
góða vini síðan þá. Hann byggði
húsið sjálfur frá grunni og reyndum
við að hjálpa til eftir megni þó ung
værum, og mikið vorum við ánægð
þegar við fluttum í húsið. Árin sem
við áttum þar voru yndisleg. Síðan
flytjum við smám saman að heiman
og eignumst okkar maka og börn.
Barnabörnin eru orðin 7 og 1 lang-
afabarn, og var pabbi þeim öllum
ákaflega kær afi og okkur yndisleg-
ur faðir og tengdafaðir. Pabbi lærði
hjá móðurbróður sínum í véismiðj-
unni Keili og lauk prófi í rennismíði
1946. Lengst af starfaði hann á
vélaverkstæði Ölgerðar Egils
Skallagrímssonar eða í 25 ár, en
síðustu árin áður en hann veiktist
í vélsmiðju Péturs Auðunssonar í
Hafnarfirði, þá voru þau flutt í
Garðabæ. Pabbi veiktist í júlí 1982
og í september fór hann í mikla
krabbameinsaðgerð og aftur í júlí
1983. Hann var mikið veikur og
vakti mamma yfir honum nótt og
dag í margar vikur. Eftir að hann
kom heim hafði hann ekki lengur
krafta til að stunda vinnu. Mamma
hætti vinfiu til að geta sinnt honum
þar sem hann þurfti mikið á henni
að halda vegna veikinda sinna og
studdi hún hann með þeim ótrúlega
krafti sem hún býr yfir. Hún vakti
yfir velferð hans öllum stundum.
Honum tókst að sigrast á krabba-
meininu. Hann hafði alltaf unnið
mikið og var mjög verklaginn og
átti erfitt með að sætta sig við
hvað hann var orðinn þreklítill, en
hans létta og rólynda skapgerð
ásamt þeim styrk sem hann fékk
frá mömmu hjálpuðu honum í gegn-
um það. Þau áttu yndislegt hús og
garð til að hugsa um og ætluðu að
eyða ævikvöldinu saman, en það
er annar sem ræður og því verðum
við að lúta, því hinn 19. janúar
1992 var hann lagður inn á Borgar-
spítalann. Hinn 20. janúar var hann
skorinn upp vegna leka á ósæðinni
og var það barátta upp á líf og
dauða sem varði í rúmar 6 vikur.
Mamma sat hjá honum á gjörgæslu-
deildinni meiripart sólarhringsins
og háði baráttuna með honum, allir
voru farnir að sjá batamerki og
eygja von en þá bilaði ósæðin aftur
og nú var ekkert hægt að gera
meir. Það er svo ótrúlega sárt að
Hrefna Stefáns-
dóttir - Minning
Fædd 18. mars 1917
Dáin 2. mars 1992
missa hann því við ætluðum að fá
hann heim, og enginn óskaði þess
heitar en mamma sem bókstaflega
hélt í honum lífinu með krafti sín-
um. Elsku pabbi, tengdapabbi og
afí var yndislegur, skapgóður og
léttur í lund. Nú kveðjum við hann
í hinsta sinn og biðjum góðan guð
að styrkja okkur öll og sérstaklega
elsku mömmu, hann var henni svo
yndislegur í öll þau ár sem þau
voru saman og gaf hún honum svo
mikið að það er ómetanlegt, styrkur
hennar fyrir pabba var með ólíkind-
um. Hjartans þakkir til nágrann-
anna Pálínu og Björgúlfs, sem hafa
verið þeim svo hjálpleg. Okkur lang-
ar líka að færa læknum og hjúkrun-
arfólki á gjörgæsludeild Borgarspít-
alans hjartans þakkir fyrir allt sem
þau gerðu fyrir pabba og ekki síst
fyrir hvað þau voru öll yndisleg við
mömmu og létu hana sannarlega
finna hvað henni var hjartanlega
velkomið að sitja og vaka yfir hon-
um þessar vikur. Sérstakar þakkir
til Jóhanns Ragnarssonar nýrna-
læknis fyrir baráttu hans til að
bjarga nýrum pabba og fá þau til
að starfa á ný, honum var að tak-
ast það þegar ósæðin bilaði aftur.
Guð blessi ykkur öll og starfið sem
þið vinnið. Guð blessi elsku pabba,
tengdapabba og afa og taki á móti
honum. Við vonum að pabbi vaki
yfir mömmu og verði með henni
hér eftir sem hingað til.
Börn, tengdabörn
og afabörn.
í dag er til moldar borin Hrefna
Stefánsdóttir. Hún lést að elliheim-
ilinu Grund 2. febrúar síðastiiðinn.
Hrefna fæddist í Fíflholtum í
Hraunhreppi í Mýrarsýslu, dóttir
hjónanna Stefáns Sigurðssonar og
Málfríðar Stefánsdóttur. Málfríður
átti tvö börn af fyrra hjónabandi,
Sigurð og Guðnýju, og Hrefna átti
einn albróður, Baldur. Faðir Hrefnu
lést þegar hún var tíu ára gömul
og bjó móðir hennar áfram í Fífl-
holtum ásamt börnunum. Hrefna
byijaði því ung að sinna útiverkum
í sveitinni, því þar hefur þurft sam-
hent \ átak systkinanna. Sjálf hóf
Hrefna búskap að Ánastöðum í
Hraunhreppi tæplega tvítug að aldri
með Jóni Lárussyni. Þau ættleiddu
eitt barn, Halldór Gaut sem lést
ungur að_ árum. Hrefna og Jón
bjuggu á Ánastöðum í um þrjá ára-
tugi, og bjó móðir hennar hjá þeim
lengst af. Árið 1959 hættu þau
búskap og fluttust til Reykjavíkur.
Skömmu síðar skildu leiðir þeirra
og bjó Hrefna þá ein um tíma.
Nokkrum árum síðar kynntist hún
eftirlifandi sambýlismanni sínum,
Valdimar Bjarnasyni, eða Valda
eins og hann er oftast kallaður.
Hrefna fluttist með honum til Þórs-
hafnar árið 1973. Þá var ég fjög-
urra ára og hef eflaust verið mætt-
ur í heimsókn á fyrsta degi. Alla-
vega eftir að ég man eftir mér leið
varla sá dagur að ég kíkti ekki í
heimsókn til Valda og Hrefnu, enda
voru þar alltaf hlýlegar og góðar
móttökur með nýbökuðu brauði og
tilheyrandi. Hrefna var dugleg að
baka, en hennar aðal lá samt í
prjónaskapnum. Varla man ég eftir
henni öðruvísi en með pijóna í hönd-
unum, og oft kom það sér vel í
vetrarkuldanum á Langanesi að
vera í heimapijónuðum sokkum og
vettlingum frá Hrefnu. Þótt ég
væri ungur að árum, sátum við dag
eftir dag og spjölluðum um heima
og geyma og hún kenndi mér undir-
stöðuatriði í öllum helstu spilum,
og ósjaldan tókum við í spil.
Hrefna var oftast létt og kát og
virtist ánægð með að búa á Þórs-
höfn og ég held að það hafí verið
henni mikil gæfa að hitta Valda í
Reykjavík um árið. Þótt þau væru
ánægð á Þórshöfn, breyttu þau
samt til og fluttust til Reykjavíkur
1982 og bjuggu þar að Brávalla-
götu 12, þar til fyrir hálfu þriðja
ári er þau fluttust á elliheimilið
Grund. Ég kom nokkrum sinnum í
heimsókn til þeirra á Brávallagöt-
una og þar áttu þau hlýlegt heimili
og voru ánægð með borgarlífið.
Með þessum orðum vil ég þakka
fyrir margar ánægjulegar stundir.
Ég votta Valda mína dýpstu samúð.
Hvíli hún í friði.
Óli Pálmason.
Margrét Jakobs-
dóttir - Minning
Fædd 25. júní 1917
Dáin 27. febrúar 1992
Margrét besta vinkona mín er
látin. Við hittumst fyrst á Laugar-
vatni sumarið 1935 en hún var þar
á matreiðslunámskeiði og ég við
sundkennslu. Síðan hefur vinátta
okkar haldist óslitið. Sigríður eldri
systir hennar, sem er látin, var einn-
ig einlæg vinkona mín. Betri vini
er ekki hægt að eignast. Á heimili
foreidra þeirra, Steinunnar Bene-
diktsdóttur frá Vallá og Jakobs
Bjarnasonar vélstjóra, var alltaf
tekið á móti okkur vinkonum þeirra
systra af sérstakri alúð. Mér eru
þær stundir sem við áttum þar
ógleymanlegar. Nú er Bjarni, yngsti
bróðirinn, einn eftir af þeim systkin-
um.
Margrét giftist árið 1939 Gísla
Sigurðssyni, miklum atorkumanni.
Fyrsta barn þeirra, Steinunn, fædd-
ist á brúðkaupsdaginn okkar Frið-
riks, 31. maí 1941. Margrét og
Gísli bjuggu lengi í Eskihlíð 35 í
Reykjavík en síðasta heimili þeirra
var á Garðaflöt 37. Þau áttu ein-
staklega fallegt heimili og húsið var
umvafið tijágróðri og blómum, sem
þau sameinuðust um að rækta.
Dýrmætasta eign þeirra var börnin,
sem þau sameinuðust um að rækta.
Þau eru: Steinunn, gift Jóni Vil-
helmssyni, þeirra synir eru Freyr
og Gísli; Ingibjörg, gift Sverri Þór-
’ oddssyni, synir Gísli, Þóroddur og
Sverrir Ingi; Páll, kvæntur Elínu
Markúsdóttur, börn Margrét, Ingi-
björg Eva og Atli. Auk þess var
systursonur Margrétar, Albert,
þeim sem sonur. Hann er kvæntur
Rannveigu Víglundsdóttur og
þeirra börn eru Guðmundur Helgi,
Sigríður Magnea og Sólveig. Þessi
stóri og efnilegi hópur veitti þeim
Margréti og Gísla ómælda gleði.
Það er margs að minnast frá liðn-
um árum. Við ferðuðumst oft sam-
an fjölskyldurnar. Ég minnist sér-
staklega skemmtilegrar öræfáferð-
ar sumarið 1956 með þeim hjónum
og börnum okkar til Hveravalla og
Kerlingarfjalla. Þá var hægt að
vera á fjöllum svo dögum skipti án
þess að mæta nokkrum manni. Við
áttum þarna yndislegar stundir.
Gísli lést árið 1983 langt um ald-
ur fram. Margrét bjó áfram ein í
húsinu í Garðabæ. Hún var alltaf
einstaklega dugleg og hress.
Við Lilla Margrét, eins og við
kölluðum liana alltaf, og hinar
stelpurnar héldum áfram að hittast
gegnum árin og það var alltaf jafn
ánægjulegt.
Heilsu hennar hrakaði mjög sein-
ustu árin. Hún dvaldi oft á Vífils-
stöðum og nú síðasta árið var hún
bundin við súrefnistæki. Aldrei
kvartaði hún yfir þrautum sínum
og alltaf kvaddi hún okkur með
bros á vör. Það hefur verið mér
lærdómsríkt að fylgjast með sálar-
þreki þessarar góðu konu. Við Frið-
rik kveðjum þessa elskulegu vin-
konu okkar með söknuði og biðjum
Guð að blessa minningu hennar.
Fríða Stefánsdóttir Eyfjörð.
RAFKNÚNAR DÆLUR
0,5 til 3,0 hp.
Hringrásardælur, brunndælur,
sjódælur úr kopar, neyslu-
vatnsdælur með jöfnunarkút,
djúpvatnsdælur og fleiri
útfærslur.
o Urvalsvara á ótrúlega
lágu verði.
LASALAN H.F.
ÁNANAUST 1, REYKJAVÍK. SÍMI 91-26122