Morgunblaðið - 11.03.1992, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Gjaldþrot og
efnahagsbrot
Hagræðing næst a<
með því að draga ú
afkastagetu sjávan
Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar segir mark
isskráningar krónunnar geta skapað grundvöll fyrir gjaldtö
VIÐTAL: AGNES BRAGADÓTTIR
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN hefur áætlað að afkoma veiða og vinnslu
myndi batna um allt að 3% ef 12% lakast settra sjávarútvegsfyrir-
tækja hættu rekstri og veiðiheimildir þeirra og framleiðsla dreifð-
ist jafnt á þau fyrirtæki sem eftir stæðu. Þórður Friðjónsson
forstjóri Þjóðhagsstofnunar ræðir hér í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins þessa útreikninga stofnunarinnar, áhrif slíkra
breytinga á efnahagslíf landsmanna, hvaða leiðir séu færar til
þess að hrinda slíkum breytingum í framkvæmd, jafnframt því
sem Þórður Iýsir sjónarmiðum sínum til vaxta-, gengis- og ríkis-
fjármála. Þórður greinir einnig frá því sjónarmiði sínu, að með
skipulagsbreytingum í gengismálum megi í raun koma í veg fyr-
ir að endurgjald fyrir veiðileyfi jafngildi skattlagningu á sjávarút-
veginn.
TJrotalöm er í meðferð gjaldþrota-
|) mála og annarra efnahags-
Drota í íslenzku réttarkerfi. Þetta á
jafnt við um rannsókn mála og með-
ferð í dómskerfinu. Yfirmenn þeirra
stofnana, sem mest um þau fjalla,
eru sammála um þetta í úttekt sem
birt var í Morgunblaðinu sl. sunnu-
dag.
I lauslegri athugun, sem Rann-
sóknarlögregla ríkisins gerði á lok-
um 300 gjaldþrotaskipta hér á landi
á sl. ári kom í Ijós, að um 5 milljarð-
ar króna höfðu tapast í þeim. Þó
voru aðeins könnuð gjaldþrot þar
sem kröfur voru meiri en 5 milljónir
og engar eignir fundust í búinu.
Bogi Nilsson, rannsóknarlögreglu-
stjóri, segir í þessu sambandi:
„Til viðbótar koma svo þau bú,
þar sem einhveijar eignir finnast,
þótt þær hrökkvi ekki fyrir skuldum.
Ekki er hægj; að gizka á út frá þess-
um tölum hvað tapast hefur alls á
síðasta ári, enda höfum við ekki
kannað hvað að baki býr. Eignalaus
bú í Reykjavík á síðasta ári voru
737, þar af vegna einstaklinga 547
og vegna lögaðila 190.“
Rannsóknarlögreglustjóri kveður
embætti hans ekki nægilega vel í
stakk búið til að sinna rannsóknum
á þessu sviði og unnt sé að gera
betur. Huga verði að úrbótum, jafn
mörg og gjaldþrot séu hér á landi.
Hann bendir á, að bústjórar kunni
að telja það ekki borga sig að senda
mál til lögreglunnar, því hún geti
ekki annað rannsóknum. Bogi Nils-
son bendir á, að aukna fjármuni
þurfi til að taka á gjaidþrotamálum
og aukið samstarf þurfi milli þeirra
aðila sem að þeim koma.
Langflest gjaldþrotamál koma til
kasta skiptaráðandans í Reykjavík,
Ragnars H. Hall, og segir hann, að
bústjórar veigri sér við því að senda
mál til lögreglurannsóknar, því þeir
viti af fenginni reynzlu, að hjá emb-
ætti ríkissaksóknara sé mikil tii-
hneiging tii að fella svona mál nið-
ur. „Eg veit ekki eitt einasta dæmi
þess, að ákæruvaidið hafi ákveðið
að gefa út ákæru á hendur mönnum
fyrir að brjóta- bókhaldslög, nema
eitthvað fleira tengist málinu, svo
sem íjársvik eða skjalafals. Að mínu
áliti er. brot á bókhaldslögum sjálf-
stætt brot. Með því að færa ekki
bókhaldið geta menn falið önnur
brot í starfseminni. Við höfum sent
inn mjög gróf dæmi af þessu tagi,
en málin verið felld niður.“
Þetta eru mjög alvarleg ummæli
hjá skiptaráðandanum. Ríkissak-
sóknari, Hallvarður Einvarðsson,
svarar þeim á þann veg, að það sé
að sjálfsögðu viðleitni embættisins
að láta dómstóla skera úr málum,
jafnt afbrotum tengdum gjaldþrot-
um, sem í öðrum sakamálum, eins
og efni og rannsóknargögn gefi til-
efni til. Engin tilhneiging sé til að
láta mál niður falla, en dómstólar
geri strangar kröfur til rannsóknar-
hátta og gagnaöflunar. Ríkissak-
sóknari upplýsir í viðtali í Morgun-
blaðinu, að 34 mál tengd gjaldþrot-
um, skilasvikum, skattaiögum og
bókhaldslögum hafi borizt embætti
hans á fjögurra ára tímabili, 1988-
1991.
I máli rannsóknarlögreglustjóra
og ríkissaksóknara kom fram, að
þeir telji embætti sín vanbúin til að
fjalla um gjaldþrotamál sem önnur
efnahagsbrot. Til þess þurfi sér-
menntað starfslið sem skortur sé á
hjá þeim. Hér hefur verið í heimsókn
norskur sérfræðingur í þessum efn-
um, Leif Erik Nilsen, og starfar
hann við nýja stofnun í Noregi,
Ökokrim, sem sett hefur verið á fót
til að fást við hvers kyns efnahags-
brot, þar með talin gjaldþrot og
skattsvik, auk afbrota á sviði um-
hverfismála. I viðtali við Morgun-
blaði sagði hann m.a. að starf Öko-
krim borgi sig örugglega, því það
spari samfélaginu háar fjárhæðir.
Þá sagði Leif Erik Nilsen:
„Starfið hefur einnig fyrirbyggj-
andi áhrif því sá sem rekur fyrir-
tæki veit að nú er mikil hætta á að
upp um hann komist, ef athæfi hans
er refisvert á einhvern hátt. Afleið-
ingar þess, að háar upphæðir glat-
ast við gjaldþrot, eru miklar. Bank-
arnir tapa fé og verða að vinna það
tap upp með hærri vöxtum. Þetta
líður almenningur fyrir. Sama er
uppi á teningnum með skattgreiðsl-
ur. Ef ríkið tapar miklum Ijárhæðum
í gjaldþrotum verður það að ná inn
tekjum með aukinni skattheimtu."
Þetta eru að sjálfsögðu hárrétt.
Hér á landi hefur þjóðhagslegum
áhrifum gjaldþrota verið of lítill
gaumur gefinn. Athuganir í Noregi
og Svíþjóð benda til, að í 75% gjald-
þrota sé um að ræða undanskot
eigna, skattsvik, fjársvik og bók-
haldsbrot. Rannsóknarlögreglustjóri
telur ástæðu til að halda, að ástand-
ið sé svipað hér á landi. Þetta þýðir
að milljarðar tapast á ári hveiju í
gjaldþrotum og þjóðfélagið í heild
geldur þess. Það nær auðvitað engri
átt að menn komist upp með afbrot
af þessu tagi. Því skal tekið undir
hvatningu rannsóknarlögreglustjóra
og annarra embættismanna í réttar-
kerfinu um að ráðstafanir verði
gerðar af hálfu ríkisstjórnar og Al-
þingis til að ráða hér bót á. Brýna
nauðsyn ber augljóslega til þess, að
fé verði veitt til að ráða sérmenntað
fólk til starfa á þessu sviði og þjálf-
unar rannsóknarlögreglumanna. Að
svo komnu máli er þó ástæðulaust
að fara að dæmi Norðmanna og
setja á fót sérstaka stofnun enda
er útþensla ríkisbáknsins meiri en
nóg fyrir.
Eðlismunur er á gjaldþrotum og
þarf að taka tillit til þess í málsmeð-
ferð. Annars vegar eru bú einstakl-
inga, sem tekin eru til gjaldþrota-
skipta, t.d. vegna uppsafnaðs fjár-
magnskostnaðar eða greiðslufalls
vegna atvinnumissis eða veikinda,
og hins vegar manna í fyrirtækja-
rekstri, sem stefna þeim í gjaldþrot
með sviksamiegum hætti, stundum
aftur og aftur. í þeim tilfellum er
hagsmunum annarra stefnt í voða
og þeir jafnvel dregnir í gjaldþrot
með svikurunum. A slíkum málum
á ekki að taka af neinni linkind.
- Hvernig er þessi niðurstaða
Þjóðhagsstofnunar fengin, að af-
koma veiða og vinnslu myndi batna
um allt að 3%, ef 12% lakast settu
sjávarútvegsfyrirtækin hætta
rekstri?
„Þessi athugun er byggð á reikn-
ingum sem 187 fyrirtækja sem eru
með um 70% af veltu greinarinnar
í heild. Samkvæmt athuguninni fæst
niðurstaðan þannig að þau fyrirtæki
sem ekki uppfylla ákveðin skilyrði
um eigið fé og svonefnda verga hlut-
deild fjármagns (sem er það sem
fyrirtæki skilar upp í fjármagns-
kostnað og afskriftir) hætta rekstri.
I aðalatriðum voru skilyrðin þannig
að þau fyrirtæki hættu rekstri, sem
voru með neikvætt eigið fé og jafn-
framt með verga hlutdeild fjár-
magns minni en 11% í vinnslu og
minni en 16% í veiðum og þau fyrir-
tæki sem áfram héldu rekstri voru
einfaldlega látin yfirtaka fram-
leiðslu og veiðiheimildir þeirra sem
hættu. Á þessum forsendum batnaði
hagur þeirra sem áfram héldu
rekstri um allt að 3%. Ég nota töluna
allt að 3%, vegna þess að í útreikn-
ingum okkar gerðum við ráð fyrir
því að fýrirtækin fengju aflaheimild-
ir og framleiðslu án sérstaks endur-
gjalds, sem er náttúrlega ekki fylli-
lega raunhæf forsenda. Reikna má
með að fyrirtæki í rekstri þurfi að
greiða fyrir viðbótaraflaheimildir
sem auðvitað dregur úr ábatanum.“
34 fyrirtæki uppfylla ekki
skilyrðin
- Hversu mörg fyrirtæki eruð þið
þá að ræða um að hætti rekstri og
hver yrði dreifing þeirra eftir lands-
hlutum?
„Þetta er 12% miðað við veltu
fyrirtækjanna og samkvæmt þessu
187 fyrirtækja úrtaki, væru það 34
fyrirtæki sem ekki uppfylla skilyrðin
til áframhaldandi reksturs og hættu
samkvæmt þessu. Þessi 34 fyrirtæki
báru rúmlega 9 milljarða skulda
sjávarútvegsins, sem jafngildir því
ef við yfirfærum þetta á greinina í
heild að þau fyrirtæki sem hættu
rekstri samkvæmt okkar forskrift
um eiginfjárstöðu og verga hlutdeild
fjármagns skulduðu á milli 12 og
13 milljarða króna.
Auðvitað höfum við upplýsingar
um það hvernig þessi verst stæðu
fyrirtæki dreifast um landið. Við
erum hins vegar ákaflega varfærnir
í að veita slíkar upplýsingar, því
svoira athuganir ber að skoða með
það í huga að þær gefl ákveðna
heildarmynd, en úr nákvæmninni
dregur þegar komið er að einstökum
fyrirtækjum. Það er injög erfitt að
skoða hvert fyrirtæki út af fyrir sig,
bæði vegna þess að staða fyrirtækja
eins og hún er færð til bókar er
mismunandi og eins hitt að hér er
um trúnaðarupplýsingar að ræða og
við gætum þess ávallt vandlega að
ekki sé hægt að lesa út úr upplýsing-
um okkar um hvaða fyrirtæki er að
ræða.
Samt sem áður get ég sagt að
verst stöddu fyrirtækin dreifast
nokkuð um landið, þótt einstök
svæði standi misvel.“
- Gefa athuganir ykkar til kynna
að atvinnulífið í heilu byggðarlög-
unum sé i hættu, ef niðurstaðan
verður sú að verst stöddu fyrirtækin
verði einfaldlega gerð upp?
„Áhrifanna gætti víðast hvar í
sjávarútvegi og mikið rask fylgdi
því vissulega að 12% fyrirtækja
hættu rekstri, en áhrifin eru þó það
dreifð að varla er hægt að taka einn
landsfjórðung út úr, öðrum fremur,
sem sérstakt áhyggjuefni."
Ohjákvæmilegt að þau lakast
settu hætti
- Óneitanlega vakna margar
spurningar um framkvæmd svona
stórfelldrar hagræðingar í sjávarút-
vegi. Hvernig sæir þú þetta fyrir
þér í framkvæmd? Yrði það ekki
gríðarlegt áfall fyrir lánastofnanir
og sjóði ef fyrirtæki með 12 til 13
milljarða skuldir á bakinu yrðu ein-
faldlega gerð upp? Hveijir yrðu fyr-
ir mestum skakkaföllum og hvernig
ætti að stýra dreifingu framleiðslu
og veiðiheimilda fyrirtækjanna sem
hættu á önnur fyrirtæki?
„Þessi athugun okkar var í raun
unnin til þess að sýna hversu um-
fangsmikið rask fylgdi því að hrinda
umtalsverðri fækkun fyrirtækja í
framkvæmd. Það er ljóst að það
þarf mjög miklar breytingar til þess
að árangur náist sem skilar ein-
hvetju að marki í hagræðingarátt í
greininni. Upplýsingarnar voru ein-
faldlega dregnar saman í því skyni
að draga upp þessa mynd, til þess
að menn gætu betur áttað sig á því
hvaða tækifæri bjóðast til að ná
árangri með fækkun fyrirtækja. í
sjáifu sér höfum við ekki kortlagt
það lið fyrir lið, með hvaða hætti
mætti hrinda slíkum áformum í
framkvæmd, ef á annað borð er vilji
fyrir því. Við tókum einfaldlega lak-
ast settu fyrirtækin út úr og létum
þau hætta starfsemi og dreifðum
svo framleiðslu og veiðum þeirra
yfir á hin fyrirtækin sem eftir vorií.
Grundvallaratriðið til þess að ná
fram hagræðingu er að draga úr
afkastagetu greinarinnar og því
fylgir óhjákvæmilega að lakast settu
fyrirtækin hætti rekstri. Það getur
annað hvort gerst með þeim hætti
að markaðslögmálin sjái um þetta
verkefni, þ.e.a.s. að þau fyrirtæki
sem lakast eru sett hljóta fyrr eða
síðar að reka sig á vegg í lánastofn-
unum og verða af þeim sökum að
hætta rekstri. Hins vegar mætti
hugsa sér að stjórnvöld, ef þau kjósa
að hafa áhrif á atburðarásina, stofn-
uðu einhvern hagræðingarsjóð í því
skyni að kaupa fiskvinnslufyrirtæki
og úrelda þau með svipuðum hætti
og gert hefpr verið við fiskveiðiskip.
Aðra hvora leiðina hljóta menn að
fara, ef þeir á annað borð vilja ná
þeim árangri sem getur falist í hag-
ræðingu í greininni.“
- Hvað með lánastofnanir og
sjóði - eru þær stofnanir í stakk
búnar til þess að axla 12 til 13
milljarða gjaldþrot í greininni, ef
leið markaðslögmálanna verður val-
in og hvar kemur áfallið harðast
niður?
„Það er ekki vandalaust að svara
því í tölum. Þar kemur til mismun-
andi staða fyrirtækjanna, þegar þáu
eru skoðuð hvert fyrir sig. Sum
þeirra eru tiltölulega vel sett, að því
er varðar aflaheimildir og eru með
auðseljanlegar eignir, en önnur eru
mjög illa sett, jafnvel með bókfærð-
ar eignir sem eru lítils virði. Augljós-
lega kæmi þetta einna þyngst niður
á lánadrottnum þeirra fyrirtækja
sem hættu rekstri, en hversu þungt
færi eftir því hversu vel eignir og
veð standa undir skuldbindingum."
Ekki vitað hversu miklir
fjármunir tapast
„Ákveðinn hluti þessara 12 til 13
milljarða króna er tiltölulega örugg-
ur, eins og vörubirgðir að hluta og
aflaheimildir, og því er öll fjárhæðin
ekki glötuð lánastofnunum, komi til
þess að fyrirtækin hætti rekstri. Það
er á þessu stigi mjög erfitt að henda
reiður á því hversu miklum flármun-
um viðkomandi lánastofnanir glöt-
uðu. Það er ekkert vafamál að í
hagræðingu af þessu tagi fælist
geysilegt umrót og rask, en það er
erfitt að sjá hvernig hægt er að ná
hagræðingu í sjávarútvegi, án skip-
ulagsbreytinga af þessu tagi.“
Þórður segir í því sambandi að
reikningsdæmið sé ekki ýkja flókið;
tekjur ákvarðist í' aðálatriðum af
afla, gengi og verðlagi sjávarafurða
og kostnaður greinarinnar sé talinn
verða um 4% umfram tekjur. Að því
gefnu að gengið sé út frá tekjuáætl-
uninni sem fastri stærð, sé eina leið-
in til þess að snúa tapi í hagnað sú
að minnka kostnað við framleiðslu
og veiðar.
- Hvað áætlið þið að það tæki
langan tíma fyrir svona mikla og
Iíklega sársaukafulla aðgerð að skila
sér aftur til þjóðarbúsins í bættri
afkomu sjávarútvegsins?
„Þetta fer í raun og veru alveg
eftir því hvernig menn útfæra ráð-
stafanir af þessu tagi. Ef þetta ger-
ist samkvæmt markaðslögmálunum,
þá eru það lánastofnanirnar sem
taka ákvarðanir um það hvernig
þetta gerist og hversu hratt. Hrað-
inn á hagræðingunni ræðst þá af
því með hvaða hætti lánastofnanirn-
ar ákveða að hætta lánafyrirgreiðslu
til þeirra fyrirtækja sem lakast eru
stödd. Ég sé enga leið að spá fyrir
um það, því það er ákvörðunarefni
viðkomandi lánastofnana hvenær og
hvort þær stöðva fyrirgreiðslu við
tiltekin fyrirtæki, sem þær telja að
séu ekki lífvænleg."
Tregðast lánastofnanir við?
- En er ekki hætt við því að
tregðu muni gæta hjá viðkomandi