Morgunblaðið - 11.03.1992, Síða 26

Morgunblaðið - 11.03.1992, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992 Ferðalag í einlitum heimi Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Til endaloka heimsins („Until the End of the WorId“). Sýnd í Há- skólabíói. Leikstjóri: Wim Wend- ers. Handrit: Peter Carey og Wenders. Kvikmyndataka: Robbie Muller. Framleiðendur: Jonathan Taplin og Anatole Dauman. Aðalhlutverk: William Hurt, Solveig Dommartin, Sam Neill, Jeanne Moreau, Max von Sydow. Það er árið 1999 í nýjustu mynd þýska leikstjórans Wim Wenders, Til endaloka heimsins. Síðasta ár geimaldarinnar er að renna út, loka- hnykkurinn á tuttugustu' öldina þar sem hafa orðið meiri framfarir í tækni og vísindum en öllum hinum árhundruðunum til samans. Svo miklar reyndar að stefnir í sjálfseyð- ingu jarðarbúa, heimsendi. Ind- verskt gervitungl hrapar stjórnlaust til jarðar og boðar eyðileggingu hvar sem það lendir. í óreiðunni leggur Solveig Domm- artin upp í ferðalag, sem á eftir að bera hana um hnöttinn þveran og endilangan, á vit bankaræningja, iðnaðamjósna og mannaveiðara og loks vísindamanns í óbyggðum Ástr- alíu, sem Max von Sydow leikur. Hann keppir að því að vinna mynd- ir úr heilabylgjum svo blind eigin- kona hans, leikin af Jeanne Moreau, fái séð í gegnum aðra. William Hurt er sonur hans, sem stolið hef- ur uppfinningu föður síns frá hern- aðaryfirvöldum í Bandaríkjunum og hoppar um hnöttinn til að taka myndir sem síðan skal breyta í heila- bylgjur. Dommartin rekst á hann í París og hengir sig í hann en hann kemur sér sífellt undan henni. Sam Neill er kærasti Dommartin sem eltir hana ásamt mannaveiðara, sem í byrjun er á eftir Hurt vegna pen- inganna sem í boði eru fyrir þann sem grípur hann. Hópurinn endar í Ástralíu eftir heimshornaflakkið þar sem hann tekur þátt í tilraunum með flutning drauma og hugsýna yfír í myndir. Til endaloka heimsins, sem er tæpir þrír tímar að lengd, skiptist nokkurn veginn í tvennt þar sem í fyrri helmingnum er lýst kynnum aðalpersónanna og skemmtilegu heimshornaflakki en í seinni hlutan- um sagt frá tilraununum og per- sónulegum krísum Hurts, slæmu sambandi hans við föður sinn og sambandi við dauðvona móðurina. Fyrri hlutinn er mun aðgengilegri og bráðgóður í iýsingu á framtíðar- skipan heimsins en sá seinni öllu heimspekilegri þar sem velt er upp spurningum um það eina sem eftir er af einkalífi manna í veröld þar sem allt er til sölu; draumum. Wenders (París, Texas, Himinn- inn yfir Berlín) er gagntekinn af ferðalögum, hreyfingum í tíma og rúmi, og í þessari nýjustu mynd sinni virðist hann hafa fullkomnað ferðalagshugmyndina. Sett hana í æðra veldi. Hún er takmarkalaus. Þjóðvegurinn nær um allan hnöttinn sem er iandamæralaus og næstum því alls staðar eins. Framtíðarsýnin er í senn kómísk og lýsir miklu hugmyndaflugi. Kapítalískt lýðræði hefur hvarvetna tekið yfir, jafnvel í Kína; myndtækni, tölvur og kredit- kort stjórna hinu daglega lífi. Einlit- ur heimur er þeim mun minni. Samt er hann ekki tilbreytinga- laus. Wenders beitir útsjónarsemi og snjöllum brögðum myndavélar- innar undir stjórn Robbie Mullers til að sýna inní framtíð sem er tals- vert breytt frá því sem hún er í dag. Þú mátt aðeins aka neðanjarð- ar í París, í Moskvu geturðu keypt Boss-jakkaföt, í Kína er minnis- merki um atburðina á Torgi hins himneska friðar, í San Francisco er Hurt næstum drepinn þegar hann ætlar að borga með peningum. Myndtæknin er hin fullkomnasta. Allir símar eru myndsímar. Mikill hluti samtala fer fram í gegnum myndir. Því er það bæði heillandi og ógnandi sem vísindamaðurinn Sydow fæst við í tilraunum sínum til að sjúga drauma og hugsýnir manna útúr fylgsnum heilans og inní myndvæðinguna. í Til endaloka heimsins hefur Wenders safnað að sér viðeigandi leikarahóp úr öllum heimshornum til að fara með aðalhlutverkin; sænskir, franskir, bandarískir, ástr- alskir og þýskir leikarar koma sam- an og ferðast í kringum hnöttinn í leit Wenders að svari við spuming- um um stöðu mannsins í lok geim- aldar með sífellda ógn heimsendis yfir höfði sér og vísindakrukk sem taka af honum draumana. Hann hefur enn gert áhrifaríka og ásækna bíómynd, í þetta sinn á alþjóðlegum grunni, með breiða skírskotun til jarðarbúa, sem ættu stundum að staldra við og horfa hvert stefnir. Brúðuheimilið Chucky 3 („Child’s Play 3“). Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Jack Bender. Aðalhlutverk: Justin Whalin, Perrey Reeves, Jeremy Silvers. Universal. 1991. Ódýru hrollvekjuseríur áttunda áratugarins hafa flestar ef ekki all- ar dáið drottni sínum. Freddi er dauður og föstudagurinn 13. liðinn; má segja að hafi húmað hægt að kvöldi í þeim leiða bálki. Enn eimir þó eftir af þessu fyrirbrigði ung- lingatískunnar í hryllingsmyndun- um um brúðuna banvænu, Chucky. Mynd númer þrjú er sýnd í Laugar- ásbíói þessa dagana og víkur í engu af breiðum vegi formúlunnar. I fyrstu myndinni særði geðsjúk- ur morðingi sig inn í leikfangabrúðu og myrti síðan til hægri og vinstri með tilhiýðilegum blóðsúthellingum. Markmiðið var að koma andanum illa yfir í strákgrey, sem allir kenndu um morð dúkkunnar. í þessari þriðju mynd er stráksi kominn í herskóla og þangað eltir brúðan hann í sömu erindagjörðum og áður. Ekki beint raunsær efnisþráður enda hefur brúðunni einhvern veg- inn aldrei tekist að vera nógu safa- ríkt skrímsli til að skelfa að ráði. Það er spuming hversu oft er hægt að láta fólki bregða þegar henni einni er til að dreifa. Reynt er að auka á hrollinn með blóðsúthelling- um og ítarlegum morðsenum en hvorugt lappar upp á spennuleysið. Herskólaliðið er samansett af unglingaleikurum með litla reynslu en helling af klisjukenndum fyrir- myndum. Ódýr hrollur eins og Chucky 3 setur auðvitað markið ekki hátt og líkt og með aðrar hroll- vekjuseríur má spyija sig hvers vegna þær urðu yfirleitt til í fram- haldsformi. Þær áttu sínar stundir. Freddi gat verið vinsæll. En tími þeirra virðist liðinn. Líklega er þetta bálförin. ATVINNA WÓDLEIKHÚSID Ljósamaður óskast til starfa nú þegar. Rafvirkjamenntun áskilin. Tölvukunnátta nauðsynleg svo og reynsla við leikhúslýsingar. Umsóknir sendist til framkvæmdastjóra fyrir 20. þessa mánaðar. Þjóðleikhúsið. Hálfsdagsstarf Óskum eftir starfsmanni í hálfsdagsstarf frá kl. 13-17 fimm daga vikunnar. Æskilegt er að umsækjandi hafi þekkingu á félagsmálum og rekstri atvinnutækja. Tölvukunnátta og ritfærni vegna bréfaskrifta æskileg. Umsóknum sé skilað til afgreiðslu blaðsins, þar sem greint er frá aldri og fyrri störfum, fyrir 20. mars nk. merktum: „T - 102“. Gamalgróin innflutningsverslun, með þekkt og góð um- boð, óskar eftir fjársterkum samstarfsaðila sem hluthafa. Viðkomandi geturfengið vinnu við fyrirtækið, ef hann óskar. Þeir, sem áhuga hafa, geta lagt inn nafn, heimilisfang og síma á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Innflutningur - 12946“ fyrir 20. mars nk. Safnaradagur íKolaportinu í samvinnu við safnara og félög safnara um land allt munum við efna til safnaradags í Kolaportinu sunnudaginn 29. mars. Eins og í fyrra verður öllum söfnurum gefinn kostur á að leigja sér borðpláss til að selja, skipta og sýna safnmuni sína. Sérstakt svæði í Kolaportinu verður ætlað söfnurum þar sem þeir verða allir saman í hóp en auk þess verður einnig venjulegt markaðstorg í Kolaportinu þennan dag í öðr- um hlutum hússins. Leiguverð á borðplássi verður aðeins 600 krónur á hvern borðmetra. Safnarar, sem hafa áhuga á þátttöku, eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Kola- portsins sem fyrst í síma 91-687063 (virka daga kl. 16-18). KOIAPORTIÐ MrfRKa-Ð^OfcíT □ GLITNIR 599203117 = 1 I.O.O.F. 9 = 1733118'/a 3 9.I. HELGAFELL 59923117 IVA/ 2 I.O.O.F. 7 = 173311872 = FERÐAFÉLAG @ ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Myndakvöld Ferðafé- lagsins 11. mars Efni Árbókar1992 - gönguferð um Jötun- heima í Noregi Ferðafélagið verður með mynda- kvöld miðvikudaginn 11. mars í Sóknarsalnum, Skipholti 50a, og hefst það stundvíslega kl. 20.30. Björn Hróarsson, höfundur Ár- bókar Fí 1992 kynnir i máli og myndum þau svæði sem Árbók- in fjallar um, þ.e. hluta Suður- Þingeyjarsýslu: Svæðið norðan núverandi byggða milli Eyjafjarð- ar og Skjálfanda, fjalllendi, heiðalönd og eyðibyggðir. Sigrún Pálsdóttir sýnir myndir og segir frá gönguferð FÍ með Norska ferðafélaginu um Jötun- heima sl. sumar. Félagsmenn sjá um kaffiveiting- ar í hléi. Myndakvöld Ferðafélagsins vekja athygli margra - allir vel- komnir - félagsmenn og aðrir. Við leggjum áherslu á fræðslu um (sland og kynnum einnig ferðalög félagsmanna erlendis. Aðgangur kr. 500 (kaffi og með- læti innifalið). Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSIANDS ÖLDUGÖTU 3 S 11798 19533 Helgarferð 13.-15. mars Snæfellsjökull Brottför kl. 20.00 föstudag. Gist ing að Görðum í Staðarsveit. Gengið á Snæfellsjökul á laugar- dag. Fararstjóri: Pétur Ás- björnsson. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Fimmti áfangi raðgöngunnar upp á Kjalarnes verður endur- tekinn á sunnudaginn 15. mars. Ferðafélag Islands. Ufttmti QÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Árshátíð Útivistar 1992 verður haldin þann 21. mars í „Húsinu á Sléttunni" i Hvera- gerði. Rútuferð frá BSÍ kl. 18. Glæsilegur matseðill og skemmtiatriðin bregðast ekki. Hljómsveitin Hrókarnir leika fyrir dansi. Miðaverð aðeins kr. 3.990,-. Félagsmenn og farþeg- ar Útivistar, fjolmennið og takið með ykkur gesti. Sjáumstl Útivist. SAMBAND ISLENZKRA ijdií/ KRISTNIBOÐSFÉIAGA Kristniboðsvika 8.-15. mars1992 I kvöld kl. 20.30 í Kristniboðs- salnum, Háaleitisbraut 58: „Nýj- asta nýtt úr pottinum" - Karl Jónas Gíslason. Er það nokkurt vit? Vitnisþurðir: Bjarni Gísla- son, Sveinbjörg Arnmundsdóttir og Sigurvin Bjarnason. Hug- vekja, Lautey Gísladóttir. Allir velkomnir. Seitjarnarneskirkja Samkoma í kvöld kl. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju og sönghópsins Án skilyrða. Þorvaldur Halidórsson stjórnar söngnum. Predikun og fyrirbænir. % SÁLARRANNSÓKNAR- FÉLAGIÐ HAFNARFIRÐI Sálarrannsóknafélagið í Hafn- arfirði heldur fund í Góðtempl- arahúsinu á morgun, fimmtu- daginn 12. mars, kl. 20.30. Dagskrá: Sigurveig Guðmunds- dóttir flytur fyrirlestur sem hún nefnir: „Hin eilífa kvenmynd". Öllum er heimill aðgangur með- an húsrúm leyfir. Stjórnin. Hjálparflokkur í kvöld kl. 20.30 hjá Immu, Freyjugötu 9. Samkoman annað kvöid fellur niður vegna tónleika í Bústaða- kirkju. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Svigmót ÍR Reykjavíkur- meistaramót 1992 Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma i kvöld kl. 20.00. í flokkum 12 ára og yngri fer f ram í Hamragili laugard. 14. mars. Dagskrá: 11-12 ára flokkar. Kl. 9.30. Brautarskoðun fyrri ferð. Kl. 10.00. Fyrri ferð stúlkur, drengir. 9-10 ára flokkar. Kl. 14.00. Brautarskoðun fyrri ferð. Kl. 14.30. Fyrri ferð stúlkur, drengir. Fararstjórafundur ( herbergi SKRR í Laugardal föstudaginn 13.03. kl. 18.00. Þátttökugjald kr. 300,-. Verðlaunaafhending að móti loknu. Rútuferð frá Árseli kl. 8.30 fyrir eldri flokka (11-12 ára) og kl. 12.30 fyrir 9-10 ára. Athug- ið að rúturnar smala ekki. Þátt- taka tilkynnist til Auðar Ólafsdótt- ur (s. 37392) fyrir kl. 20 fimmtu- daginn 12. mars. Mótsstjórn. Tvær opnar vikur(vikunámskeið) verða á Biblíuskólanum á Eyjólf- stöðum í vor. 1. 15.-22. mars. Boðun og kristniboö. Kennari: Andy Hall frá Englandi. 2. 3.-10. maí. Mannleg sam- skipti. Kennari: Eivind Fröen frá Noregi. Verð fyrir eina viku kr. 12.000,- (kennsla, fæði, gisting). Þessi námskeið eru opin öllum. Nánari upplýsingar og skráning í síma 97-12171.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.