Morgunblaðið - 11.03.1992, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992
'28
t
Elskulegur faðir okkar,
BALDUR MAGNÚSSON
frá Hólabaki,
til heimilis í Hraunbæ 98,
Reykjavík,
lést í Landakotsspítala að morgni 9. mars.
Ingibjörg, Magnhildur og
Kristfana Baldursdætur.
t
Móðir okkar,
HERDÍS KOLBRÚN JÓNSDÓTTIR,
Iðufelli 4,
Reykjavík,
andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 5. mars.
Jarðarförin fer fram í Hvítasunnukirkju Fíladelfíu í Hátúni 2,
Reykjavík, fimmtudaginn 12. mars kl. 13.30.
Jón Sigfús Sigurjónsson,
Magnús Björgvin Guðgeirsson.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
PÉTUR EINARSSON,
Rauöalæk 21,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum að morgni 10. mars.
Dagbjört R. Bjarnadóttir,
Yngvi Pétursson, Marta Konráðsdóttir,
Kristín Pétursdóttir,
Ásta Bjarney Pétursdóttir, Nicolai Jónason,
Linda Björk Pétursdóttir, Stefán Baldursson
og barnabörn.
t
Móðir mín,
ÁSTA JÓNSDÓTTIR,
til heimilis
á vistheimilinu Seljahlíð,
lést aðfaranótt fimmtudagsins 27. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu.
Þökkum hlýju og vinarhug og sérstakar þakkir til starfsfólks Seljá-
hlíðar.
Fyrir hönd barna, barnabarna og langömmubarna,
Pamela Morrison.
Móðir okkar og tengdamóðir,
AÐALBJÖRG BJARNADÓTTIR,
Droplaugarstöðum,
er látin.
Stella Magnúsdóttir,
Kristján Einarsson,
Vera Einarsdóttir,
Sigríður Einarsdóttir.
Nikulás Sveinsson,
Þórdís Sigurjónsdóttir,
Einar Jónsson,
t
Útför mannsins míns og föður okkar,
EIRÍKS ÞORLEIFSSONAR
rafvirkja,
t Gnoðarvogi 26,
Reykjavík,
fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 13. mars kl. 10.30.
Fyrir hönd tengdabarna og barnabarna,
Sigríður Sigurðardóttir,
Ingibjörg Eiríksdóttir, Margrét Eiríksdóttir,
Laufey Eiríksdóttir, Leifur Eiríksson,
Jón Eiríksson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JAFET EGILL HJARTARSON
fyrrverandi verksmiðjustjóri,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 12. mars
kl. 15.00.
Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlega bent á líknarstofnanir.
Margrét Þ. Jafetsdóttir, Óskar Ólafsson,
Guömundur Jafetsson, Erla Gunnarsdóttir,
Hjördís Jafetsdóttir, Páll A. Sigurðsson,
Áslaug Jafetsdóttir Davið Fetch,
barnabörn og barnabarnabörn.
Magnhild H. Snæ-
hólm - Minning
Fædd 27. júní 1911
Dáin 3. mars 1992
Magnhild Snæhólm mágkona
mín er látin.
Njörður bróðir minn og Magnhild
kynntust í Nittedal, í nágrenni Ósló.
Þau voru gefin saman í hjónaband
í Dómkirkjunni í Þrándheimi, en
þaðan er Magnhild og hennar fólk.
1939 í september skall heims-
styijöldin á. í febrúar 1940 kom
Lagarfoss til Ósló, á leið til ís-
lands, með viðkomu í Kaupmanna-
höfn. Njörður fékk far með skipinu
til íslands.
Þetta þótti heldur ótryggt ferða-
lag, því var það ákveðið að Magn-
hild og lítill sonur þeirra, Harald,
biðu sumars í Þrándheimi, en þá
ætlaði Njörður að koma og sækja
þau eftir að hafa búið í haginn fyr-
ir þau í Reykjavík. Það fór nú á
annan veg!
Flýjandi frjálsir Norðmenn komu
hingað um sumarið 1940, til að
komast með . skipum til Kanada.
Njörður slóst í för með þeim og
gekk í norska flugherinn, og um
langan veg - í stríðslok - til Nor-
egs að endurheimta konu og son.
Eftir komuna til íslands bættist
þeim dóttirin Vera. Lengst af hefur
fjölskyldan búið á Mánabraut 13,
Kópavogi. Það er ekki að orðlengja
það að Magnhild varð strax hvers
manns hugljúfi, hún var mjög hátt-
vís kona, réttsýn, heiðarleg, yndis-
leg. Okkur fannst sem hún hefði
alltaf tilheyrt okkur.
Magnhild hefur þó eflaust verið
viss vandi á höndum fyrst við komu
sína hingað. Allt framandi, nýtt
tungumál og hávaðasamt vensla-
fólk, en aldrei varð maður þess var
að henni mislíkaði, eða að hún yndi
ekki hag sínum.
Magnhild var mjög dugleg og
myndarleg húsmóðir, glaðlynd og
ákaflega gestrisin, hvort sem um
var að ræða smáfólkið með vini
sína, einhveija sem þurfti að hýsa
eða fjölskyldusamkomur, allt virtist
henni jafnlétt og ljúft, alltaf nóg
pláss.
Já, litla húsið þeirra Magnhild
og Njarðar virtist stundum ótrúlega
stórt, enda voru þau samhent um
allar framkvæmdir og fór vel á með
þeim í hvívetna.
Það er elskulegt að eiga bjartar
minningar um horfna ástvini. Nú
er dagur að kvöldi kominn.
Norska sólin okkar hnigin til við-
ar.
Kristín Snæhólm Hansen.
Mig langar í fáeinum orðum að
minnast elskulegrar tengdamóður
minnar og vinar, Magnhild Hopen
Snæhólm, sem var mér svo kær.
Það er kannski ekkert skrýtið
þótt okkur fínnist að allir, sem okk-
ur eru nánir, ástvinir okkar og bestu
vinir, eigi ekki að hverfa frá okkur,
því dauðinn er okkur svo fjarlægur
í iifanda lífi og við viljum bara eiga
þá sem okkur þykir vænt um —
alltaf.
En því miður kemur alltaf að því
að dauðinn verður okkur nálægur
og hrifsar í einni svipan til sín þá
sem við elskum — endanlega og
varanlega.
Samt verðum við, sem fyrir sorg-
inni verðum, að sætta okkur við
orðinn hlut og læra að lifa með
þessari lífsreynslu. En mér er erfitt
að sjá á eftir Magnhild, sem var
sameiningartákn fjölskyldu okkar.
Mér finnst erfitt að sjá ekki lengur
tindrandi brúnu augun hennar þeg-
ar hún framreiddi „mors fiskeboll-
er“ og galdraði fram veislumat á
mettíma á Mánabrautinni. Allt lék
í höndum hennar. Sonum mínum
og mér var hún sem besta móðir
og þær voru ófáar stundirnar sem
við dvöldum hjá henni undir hennar
hlýja verndarvæng. Alltaf var hún
til staðar og alltaf í viðbragðsstöðu.
Ég get seint þakkað henni þann
kærleika sem hún sýndi mér og
strákunum mínum og mig brestur
orð til þess að lýsa í þessum fátæk-
legu orðum allri þeirri hjálp og öll-
um þeim stuðningi sem hún veitti
mér í gegnum árin.
Heimilið hennar var ávallt opið
fyrir öllum og aldrei kom nokkur
maður þangað bónleiður til búðar.
Hún var ekki gefin fyrir óþarfa
tilfinningasemi — en gæska, greið-
vikni og gestrisnq einkenndu per-
sónuleika hennar. I okkar litlu ijöl-
skyldu var heimurinn nánast óhugs-
andi án hennar.
Eftir situr hnípin fjölskylda og
tómarúmið er stórt. En við erum
þakklát fyrir samfylgdina og bítum
á jaxlinn. Ég bið góðan Guð að
passa hana fyrir okkur og styrkja
hana í nýjum heimkynnum.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
1 (V. Briem)
Þórunn Hafstein.
Magnhild er látin. Það óumflýj-
anlega hefur nú gerst, Magnhild
er horfin okkur öllum; eigimanni,
börnum, tengdabömum, barna-
börnum, systkinum og íjölskyldunni
í Noregi... og einnig okkur í sauma-
klúbbnum sem vorum ungar fyrir
allmörgum árum en erum nú komn-
ar á efri ár. Og Magnhild á meðal
'okkar trygglynd og traust eins og
klettur úr hafinu.
Magnhild var ósvikinn Norðmað-
ur en þó um leið íslendingur. Magn-
hild kom frá Þrændalögum en út-
þráin dró hana suður til Oslóar. Það
var eins og hún velti fyrir sér tilver-
unni eins og Björnson: Hvað skyldi
ég eiginlega fá að sjá bak við þessi
háu fjöll? Og það var úr heimi fjar-
lægra fjalla í öðru landi að íslend-
ingurinn Njörður Snæhólm kom og
vitjaði hennar. Þau felldu hugi sam-
an og ákváðu að rugla saman reyt-
um sínum. Allt var frágengið á
milli þeirra. Njörður þurfti aðeins
að fara stutta ferð til Islands, eink-
um til að fínna samastað handa
þeim í Reykjavík. En þá skall seinni
heimsstyijöldin á og breytti lífi
þeirra eins og margra annarra á
skammri stundu. Njörður komst
ekki frá íslandi og Magnhild var
„innilokuð“ í Noregi. Njörður taldi
það skyldu sína að ganga í norska
flugherinn sem hafði bækistöðvar
á Islandi, í Kanada og Englandi.
Öllu vildi hann fórna fyrir Magnhild
og hinn unga son þeirra Harald,
þá 9 mánaða. En í stað hraðferðar-
innar til Islands árið 1940 var það
ekki fyrr en fimm árum seinna að
Njörður Snæhólm steig á land í
Stavanger með norsku hersveitun-
um sem unnið höfðu að frelsun
Noregs í útlegðinni. Heima í Noregi
bjó Magnhild og upplifði hernám
Þjóðveija í allri grimmd sinni. Ná-
grannar hennar og vinir voru tekn-
ir höndum og sendir í fangabúðir.
En þessum ógnvekjandi atburðum
og hræðilega tíma lauk 1945. Eftir
það var Island heimaland hennar.
Heimili þeirra stóð fyrstu tvö árin
íReykjavík og alla tíð síðan á Mána-
braut 13 í Kópavogi. Þar uxu upp
börnin þeirra tvö, Vera og Harald.
Þar var landrými gott og ágæt að-
staða til siglinga og veiðiskapar á
voginum.
Hér hitti Magnhild fljótlega
margar norskar konur sem töluðu
hinar fjölbreytilegustu mállýskur
allt frá Nordkapp til Lindesnes. En
þær áttu það allar sameiginlegt að
vera giftar íslendingum og að börn
þeirra töluðu íslensku. Við, norsku
konurnar, ákváðum snemma að
hafa með okkur saumaklúbb. Við
hittumst reglulega tvisvar í mánuði
til að rabba saman og fá fréttir
hver af annarri, skiptast á dagblöð-
um og bókum og sitja með einhvers
konar handavinnu. Magnhild mætti
á hvern fund í klúbbnum okkar,
róleg og yfirveguð. Við vissum ætíð
að hún var traustur vinur og félagi
okkar.
Hún skilur eftir djúpan söknuð í
hjörtum okkar allra. En mesti sökn-
uðurinn er auðvitað hjá eiginmanni
hennar, börnum, barnabörnum og
öðrum fjölskyldumeðlimum. Friður
sé með minningu Magnhild Snæ-
hólm.
Saumaklúbburinn
Trondheimsrosen.
+
Eiginmaður minn,
COL. CHARLES JORDAN DALY,
lést á heimili sínu í St. Petersburg, Flórída, 3. mars sl.
Bálförin hefur farið fram.
Steinunn (Dfa) Daly.
t
Tengdamóðir mín og amma okkar,
SIGRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR,
lést á Hornbrekku, Ólafsfirði, þann 9. mars.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 14. mars
kl. 14.00.
SigurðurT. Magnússon,
Gunnar M. Sigurðsson, Sigri'ður Ósk Sigurðardóttir.
ERFIDRYKKJUR
rPerlan á Öskjuhlíð
’ sími 620200
Sérfræðingar
í blómaskreytingum
viÓ öll tækifæri
Bblómaverkstæði
INNAæ.
Skólavörðustíg 12
á horni Bergstaðastrætis
sími 19090