Morgunblaðið - 11.03.1992, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 11.03.1992, Qupperneq 38
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 11. MARZ 1992 KNATTSPYRNA Eyjólfur Sverrisson verður áfram hjá Stuttgart: Tveggja ára samning- ur í burðarliðnum 4> Eyjólfur Sverrisson hefur verið fastamaður í liði Stuttgarts í vetur og stað- fi>ið sig með miklum ágætum. EYJOLFUR Sverrisson, landsliðsmaður í knatt- spyrnu frá Sauðárkróki, sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann reiknaði með að skrifa undir tveggja ára samning við Stuttgart á allra næstu dögum. „Ég ræði við framkvæmdastjórann ílok vikunnar og þá verður vænt- anlega gengið frá þessum málum endanlega," sagði Eyjólfur. Samningur Eyjólfs við Stuttgart rennur út í vor, en forráðamenn félagsins hafa sýnt áhuga á að framlengja hann. „Fjölskyldunni líður mjög vel hér í Stuttgart og við höfum áhuga á að vera hér lengur. Ég er ákveðinn í að gera minnst tveggja ára samning við félagið. Ef samningar ganga ekki upp, sem ég á síður von á, fer ég að skoða möguleikana hjá öðrum liðum,“ sagði Eyjólfur. Stuttgart hefur nú þegar gengið frá samningum við Eike Immel, markvörð, Fritz Walter, Maurizio Gaudino og Michael Frontzeck, en samningar þeirra áttu að renna út í vor. Eyjólfur sagði að ákveðið hafi verið að selja Manfred Kastl, og Schmal- er-bræðurna. Óvíst er hvort Matthias Sammer verði áfram, en Inter Milan hefur sýnt mikinn áhuga á honum. Stuttgart er nú í 2. til 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar ásamt Frankfurt, aðeins tveimur stigum á eftir Dortmund. Gengi Stuttgarts hefur verið framar björtustu vonum. Eyjólfur hefur verið fastamaður á miðjunni og leikið við hlið Matthiasar Sam- mers, sem er talinn einn besti leikmaður deildarinnar um þess- ar mundir. Toppbaráttan framundan „Það hefur gengið mjög vel hjá okkur. Við erum farnir að finna fyrir miklum þrýstingi frá stuðningsmönnum liðsins sem heimta meistaratitilinn. Það eru ellefu umferðir eftir í deildinni og því of snemmt að fara að gæla við titilinn," sagði Eyjólfur. Stuttgart ieikur við Köln á heimavelli sínum um næstu helgi. „Það verður mjög erfíður leikur, sérstaklega vegna þess að Köln tapaði fyrir Dortmund um síðustu helgi. Við eigum eft- ir að leika við Dortmund heima og Frankfurt og Kaiserslautern á útivelli svo allt getur gerst enn þá,“ sagði Eyjólfur. SKIÐI Óvíst hvar Skíðamót íslands verður haldið Verður mótið á Dalvík/Ólafsfirði, Akureyri, Reykjavík eða ísafirði? SKIÐAMOT Islands á að fara fram um 1. til 5. apríl næstkom- andi. Enn er þó óljóst hvar mótið fer f ram vegna snjóleys- is á Norðurlandi. Keppnin í alpagreinum átti upphaflega að fara fram á Dalvík og norrænu greinarnar á Ólafsfirði. Snjór hefur verið með minnsta móti á þessu stöðum og á Akureyri, sem er varastaður fyrir Dalvík, er lítill sem enginn snjór. Sigurður Einarsson, formaður Síðasambands íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að ástandið væri vissulega slæmt í þessum efnum. „Dalvíkingar og Ólafsfirðingar hafa verið með starf- andi undirbúningsnefndir fyrir landsmótið og því slæmt ef mótið getur ekki farið fram þar. Það sem nú er ákveðið í þessu er að keppnin í alpagreinum verður færð til Akur- eyrar ef snjólaust verður á Dalvík. Það er síðan spurning hvar mótið lendir ef Akureyringar treysta sér ekki til að halda það. Norðlendingar leggja mikið upp úr því að mótið verði haldið á Norðurlandi og það verður reynt áður en aðrir valkostir verða skoðaði_r,“ sagði Sigurður. Skíðamót íslands var haldið á ísafirði í fyrra og því verður reynt að halda það í Reykjavík áður en kemur að Isafirði, en það er sá stað- ur sem er best settur varðandi snjó. í Bláfjöllum hefur verið ágætis skíð- afæri, en ókosturinn við Bláfjöll er að ekki er þar nægilega góð brekka fyrir stórsvig. í Skálafelli er ágæt stórsvigsbrekka, en nú er lítill sem t Firma- og félogs- hépakeppiú KR1992 Keppnin verður haldin 21 .-30. mars nk. í stóra sal KR-hússins. Keppt verður í 4ra manna liðum í 5 liða riðlum. Oheimilter að nota leikmenn sem léku í 1. eða 2. deild 1991. Þátttaka tilkynnist fyrir 19. mars í síma 27181 milli kl. 1 3 og 14 á virkum dögum. Knattspyrnudeild KR. enginn snjór þar. Sigurður sagði að það yrði ákveð- ið í síðasta lagi í næstu viku hvar mótið yrði haldið. Það eina sem hægt er að segja um Skíðamót ís- lands á þessum tímapunkti er að það verður sett 1. apt'íl- en óvíst hvar sú setning fer fram. Risasvig í Oddsskarði FYRSTA risasvigið hér á landi verð- ur í Oddsskarði laugardaginn 21. mars. Það eru skíðadeildir félag- anna á svæðinu; Þróttur í Neskaup- stað, Austri á Eskifirði og Vals á Reyðarfirði, sem standa fyrir mót- inu. í verðlaun er m.a. utanlands- ferð með Flugleiðum. Skráning í mótið verður að hafa borist fyrir kl. 18 fimmtudaginn 19. níars til mótsstjórnar í síma 97-41101 eða fax 97-41106. HANDBOLTI B-keppninni Ríkissjónvarpið verður með beinar útsendingar frá öllum leikjum ís- lands í B-keppninni í Austurríki. Þetta kom fram í fréttatíma Sjón- varpsins í gærkvöldi. Fyrsti leikur íslands verður gegn Hollendingum 19. mars. ÍSHOKKÍDEILD Skautafé- lags Akureyrar sótti um undanþágu til framkvæmd- astjórnar ÍSÍ fyrir Finnann, Pekka Santanen, til að leika með SA í síðustu tveimur leikjum íslands- mótsins. Beiðni SA var tek- ín fyrír á fundi fram- kvæmdastjórnar á mánu- dag og var hafnað. NBA-DEILDIN Pekka Santanen var nökkrum dögum ráðinn þjálfari SA og kora til Akur- eyrar um síðustu helgi. Hann lék í dönsku 1. deiidinni í vetur, en keppni þar er nú lokið og hann því laus ailra mála frá danska félaginu sem hann lék með. Til stóð að bróðir Pekka, Seppo, kæmi einnig til að leika með SA, en ekki verur að því a" Íshokkídeild SA hafði áður leitað umsagnar skautanefndar ÍSÍ um keppnisleyfi til handa Finnanum, en hún klofnaði í afstöðu sinni. Forsendur synjun- ar framkvæmda8tjórnar ISÍ eru þær að hún ályktaði að dvalar- tími Pekka Santanen hérlendis væri það stuttur, að ekki væri forsenda til að veita umbeðna undanþágu til keppni. SA á eftir að leika tvo leiki í Bauer-deildinni, gegn Birnin- um á föstudagskvöld og gegn SR á laugardag og verður það væntalega úrslitaleikur mótsins. Larry Bird hóf að leika með Boston að nýju í síðustu viku og liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína síðan. Boston í ham eftir aðBird snéri aftur LIÐ Boston Celtics hefur held- ur betur tekið við sér síðan Larry Bird byrjaði að leika á ný eftir meiðsli, í síðustu. Liðið berst nú við New York um sig- ur í Atlantshafsriðlinum. í vest- urdeild er annað frægt félag, Los Angeles Lakers, hins vegar í miklum vandræðum og ekki er víst að það komist í úrslita- keppnina. Bird hóf að leika með Boston að nýju í síðustu viku og liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína síð- an. Síðast Orlando Frá Gunnari aðfaranótt sunnu- Valgeirssyni í dags, 111:93. Bird Bandaríkjunum hefur spilað geysi- lega vel og virðist algjörlega búinn að ná sér af bakm- iðslunum. Los Angeles Lakers hafa hins vegar tapað 11 af síðustu 13 leikjum sínum og er liðið heillum horfið þessa dagana. Það tapaði í gær heima fyrir Detroit, 99:93. Nágrannarnir í Los Angeles Clippers, sem jafnan er meðal slökustu liða deildarinar, hefur nú tapað aðeins einum leik meira. Lakers er í áttunda sæti í vesturdeild, en átta lið úr hvorri deild komast í úrslitakeppnina. Flest lið eiga eftir um 20 leiki fyrir úrslitakeppnina. Lið Lakers verður því heldur betur að taka sig saman í andlitinu ef það ætlar að komast áfram. Það verður þó að segjast að meiðsli hafa hijáð liðið — James Worthy hefur verið frá undanfarið vegna hnémeiðsla og verður áfram. Hefur misst af síðustu þremur og verður örugglega ekki með í tveimur næstu. Rodman sterkur Denis Rodman hjá Detroit tók 34 fráköst gegn Indiana í vikunni og hefur tekið 19 fráköst að meðaltali í leik í vetur. Enginn hefur afrekað það í sögu NBA-deildarinnar nema Wilt Chamberlain. Fyrir 32 árum tók hann m.a. 55 fráköst í einum leik, og að meðaltali 27,2 fráköst í leik þann veturinn. En hafa ber í huga að þá tóku andstæðingar Los Ange- les Lakers, sem hann lék með, 109 skot að meðaltali á körfuna í hveij- um leik en andstæðingar Detroit aðeins 87 skot að meðaltali í vetur. Rodman fær því ekki eins mörg tækifæri til að taka fráköst og Chamberlain á sínum tíma. í kvöld Handknattleikur Vináttulandsleikur: Kefiavík, ísland - Slóvenía 1. deild kvenna: Seltjn., Grótta - FH 20 20 20 Víkin, Víkingur - Stjarnan 20 Blak Úrslitakeppni kvenna í blaki: Hagaskóli, ÍS - HK 19.45 Digranes, UBK - Víkingur 21.80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.