Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 2

Morgunblaðið - 09.04.1992, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 LIU: Fiskifræð- ingnr ráðinn í fullt starf KRISTJÁN Þórarinsson, fiski- fræðingur, hefur verið ráðinn til Landssambands íslenskra útvegsmanna og hefur hann störf 1. maí næstkomandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Landssamband íslenskra út- vegsmanna ræður fiskifræðing í fullt starf. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að hlutverk fiskifræðingsins yrði að vinna með Hafrannsóknastofnun og leggja mat á og túlka niðurstöður stofn- unarinnar varðandi fiskistofna. Sveinn Hjörtur sagði að það hefði verið töluvert lengi í umræðunni að ráða fískifræðing í fullt starf, en á undanförnum árum hafí ver- ið leitað til fiskifræðinga þegar á hafi þurft að halda. „Ég held það sé engin spurning að það séu næg verkefni fyrir fiskifræðing á okkar vegum. Það -skiptir okkur miklu máli að við skiljum þessar upplýsingar rétt og að við getum lagt sjálfstætt mat á þær,“ sagði Sveinn Hjörtur Hjartarson. Morgunblaðið/Einar H. Valsson Á leið í djúpið Þessar myndir voru teknar úr varðskipinu Tý þegar manni var bjargað af línubátn- um Magnúsi ÍS-126 í fyrradag. Stærri myndin er tekin þegar báturinn er í þann veginn að hverfa í ísafjarðardjúpið. Efst til vinstri á myndinni sést björgunarhringur- inn á floti. Minni myndin er af Daníel Sigmundssyni, björgunarbát slysavarnafélags- ins vestra, og er hún tekin um það bil sem slysavarnafélagsmenn voru að bjarga skipbrotsmanninum af Magnúsi, Guðmanni Guðmundssyni, úr gúmmíbjörgunarbáti. Kaupmannasamtökin: Vilja lægri þóknun kortafyrirtækjanna Morgunblaðið/Ingvar Jeppi valt við árekstur Harður árekstur varð á mótum Breiðholtsbrautar og Seljaskóga í Reykjavík um miðjan dag í gær. Þar rákust saman jeppi og lítil fólksbifreið. Við áreksturinn valt jeppinn og hentist þannig um 50 metra áður en hann stöðvaðist á umferðarskilti. Ökumaður hans var fluttur á slysadeild en var ekki talinn alvarlega meiddur, sam- kvæmt upplýsingum lögreglu. Bílarnir voru báðir óökufærir eftir. KAUPMANNASAMTÖK íslands hafa óskað eftir viðræðum við stjórn- ir greiðslukortafyrirtækjanna um endurskoðun á þjónustugjöldum versiana. I bréfi samtakanna er á það bent að með tilkomu beinlínu- tengingar kortafyrirtækja við verslanir með notkun svokallaðra „posa“ hafi kostnaður við skráningu hjá greiðslukortafyrirtækjum lækkað til muna. Telja samtökin því eðlilegt að smásöiuversiunin fái að njóta þess í lægri þjónustugjöldum. Einar S. Einarsson, framkvæmdastjóri Visa- Islands, segist búast við að viðræður um málið verði teknar upp innan tíðar. Magnús E. Finnsson, fram- kvæmdastjóri Kaupmannasamtak- anna, sagði í samtali við Morgun- blaðið að styrr hefði staðið um það 500 manns fengn 60 millj. kr. í ofgreidd lán frá LÍN UM fimmhundruð námsmenn fengu samtals tæpar 60 milljónir króna í svonefnd ofgreidd námsián á skólaárinu 1990-91, og nam hæsta of- greiðsla til einstaklings á milli 700-800 þúsund krónum. Að auki fengu margir fyrirgreiðslu hjá sjóðnum sem hafa hætt námi án þess að skila tilskildum árangri. Þetta kemur fram í grein eftir Gunnar Birgisson formann stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna í Morgunblaðinu í dag. Gunnar segir að námsmenn sem fái ofgreidd lán vegna samtíma- eða fyrirfram- greiðslu lána geti lent í miklum vanda þar sem leitast sé við að inn- þeimta þau á sem skemmstum tíma. Viðkomandi hafi undantekningarlít- ið eytt lánuðum peningum og lendi í miklum þrengingum, flosni jafnvel til ftambúðar upp frá námi o.s.frv. Hinir sem skuldi námsárangur og 5 kílóum af hassi smyglað: Tvennt ennþá í haldi ENN eru tveir menn í haldi fíkniefnalögreglunnar vegna tveggja mála sem komu upp fyrir um hálfum mánuði og snúast um innflutning á um 5 kílóum af hassi, sem talið er að unnt sé að selja fyrir um 7,5 millj. á svörtum markaði í Reykjavík. Alls hafa sex manns á tvítugs- og þrí- tugsaldri komið við sögu rannsóknarinnar. í öðru málinu var femt, þar af handtekinn við komu að utan með þrjú systkini, handtekin við komu frá Lúxemborg með um þijú kíló af hassi innanklæða. Eitt systkinanna er í haldi en hin hafa verið látin laus. Í hinu málinu var 26 ára maður tvö kíló af hassi. Ásamt honum var handtekinn 23 ára maður sem talinn var hafa fjármagnað kaupin á efninu og er sá enn í haldi. ætli sér eftir nokkurra ára hlé að hefja nám að nýju geti ekki fengið námslán fyrr en þeir hafa unnið upp þann námsárangur sem á vanti. Gunnar segir í greininni að ákvæði í nýju frumvarpi um lánasjóðinn um að Ián verði greidd eftir að árangri er skilað muni koma í veg fyrir þessa misnotkun á fjármunum. Að sögn Lárusar Jónssonar fram- kvæmdastjóra LÍN er þarna bæði um að ræða námsmenn sem skila of lágri tekjuáætiun þegar þeir sækja um og fá námslán og náms- menn sem taka ekki tilskilin próf og skila því ekki eins mörgum ein- ingum og lánið var miðað við. Þeir námsmenn sem fara í próf en falla eru ekki krafðir um endurgreiðslu lána, en þeir eru taldir skulda náms- árangur og það getur haft áhrif á frekari fyrirgreiðslu úr sjóðnum nái þeir ekki prófunum síðar. Heildarnámsaðstoð lánasjóðsins var rúmir 3 milljarðar króna á þessu tímabili, að sögn Lárusar. Hann sagði að sjóðurinn fengi þessi of- greiddu lán að einhveiju leyti til baka, en þeim fylgdu miklir erfiðleik- ar, bæði fyrir sjóðinn og það fólk sem í þessu lenti. Sjá grein á bls. 16. á sínum tíma þegar „posar“ hefðu verið teknir upp hver ætti að greiða leiguna fyrir þá. „Við töldum að kortafyrirtækin hefðu meiri hag af þeim en verslunin og þess vegna ættu þau að greiða fyrir „posana". Því lyktaði með því að stóru verslan- irnar fóru að greiða leigu. Forsvars- menn kortafyrirtækjanna sögðu þá að hér væri um mikla hagræðingu að ræða fyrir þau og það hlyti að leiða til lækkunar þóknunar þegar fram í sækti. Við höfum ítrekað þetta oftar en einu sinni við kortafyr- irtækin." Á ráðstefnu Kaupmannasamtak- anna, Verslun ’92, sl. laugardagkom fram að framkvæmastjóra VISA ís- lands hefur verið falið að gera tillög- ur um lækkun þóknunar til stjórnar fyrirtækisins. Þóknunin er hæst 2,75% en hjá sérverslunum er hún 2%. Lægst er hún í matvöruverslun- um eða allt að 1% og kom fram á ráðstefnunni að ekki yrði um að ræða lækkun þar. „Ég get staðfest að erindi frá Kaupmannasamtökum íslands barst okkur í dag. Þar er óskað eftir við- ræðum um endurskoðun á þjónustu- gjaldatöxtum og sjálfsagt verður orðið við því að taka upp viðræður við, samtökin um það efni innan tíð- ar,“ sagði Einar S. Einarsson, fram- kvæmdastjóri VISA íslands, þegar málið var borið undir hann. „A hitt hefur einnig verið bent að þessi raf- ræna greiðslumiðlun, sem nú er til- komin, felur einnig i sér aukið ör- yggi og hagræði fyrir verslunina," bætti hann við. Skipagjöld 33% hærri en í fyrra GJÖLD fyrir skoðun, skráningu og mælingu skipa eru í mörgum tilvik- um 20-33% hærri í ár en á síðasta ári. Sum gjöldin hafa þó liækkað minna, önnur mun meira, eða allt að 130%. Gjöld þessi innheimtir Siglingamálastofnun ríkisins fyrir þjónustu sína og eru þau ákvörðuð með árlegri reglugerð samgönguráðuneytisins. Sævar Vigfússon skrif- stofustjóri Siglingamálastofnunar segir að gjöldin hafi yfirleitt hækk- að í takt við verðbólguna en nú hafi komið krafa frá ráðuncyti um auknar tekjur stofnunarinnar. Gjöldin hafi hækkað mismikið vegna mismunandi kostnaðar við þjónustuna sem að baki liggur. Skipagjöldin hækkuðu um 33%, 15.640 krónur, 3.880 kr. hærri en gjöld vegna nýsmíða og skráningu síðasta ár. Skipagjöld fyrir skip 251 til 500 brúttólesta er 91.900 kr. sem er 22.800 kr. meira en á síðasta ári. Fyrir þetta gjald fær eigandi skipsins aðalskoðun skipsins. Sem dæmi um önnur gjöld má geta þess að samþykkt teikninga vegna ný- srriíða skips á bilinu 6 til 8 metra kostar 19.400 kr. skipa og útgáfu skipsskjala um 20%, gjöld fyrir hleðslumerki um 133% og fyrir mælingu skipa og útgáfu vottorða um 18%, svo dæmi séu tek- in úr gjaldskránni. Skipagjöld fyrir skip frá 8 til 15 metra að lengd eru á þessu ári

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.