Morgunblaðið - 09.04.1992, Page 15

Morgunblaðið - 09.04.1992, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRIL 1992 15 á dag, eins og mér skilst að eigi að gera ef menn taka sig hátíð- lega. Mér þætti ég ekki lifandi og mundi tapa allri „dýnamik“.“ ísland er síðasti staðurinn á fimm vikna ferðalagi Sir Peters o'g á laugardag heldur hann aftur heim til Orkneyja. „Ég gekk niður að höfninni hérna í góða veðrinu í gær,“ segir hann, „og horfði á fjall- garðinn hinum megin við sundið; á þessa sérstöku birtu sem speglast í haffletinum — þessa sérstöku birtu norðursins — og ég fékk svo mikla heimþrá. Þegar ég kem heim, ætla ég að hlaupa út á klettinn bak við húsið heima hjá mér og öskra og öskra af gleði — og ég veit að ég hræði engan, nema örfáa sjó- fugla.“ - Hvað er svo næst á dagskrá? „Litli sumarskólinn minn.“ - Sem er? „Ég stofnaði sumarskóla fyrir fjórum árum. Þá tek ég átta til níu nemendur á sumarnámskeið, ásamt- öðru tónskáldi og í sumar verður skoska tónskáldið Judith Weir með mér. Þetta er námskeið fyrir ungt fólk í tónsmíðanámi og stendur í tvær vikur. Fyrri vikuna vinna þau við skriftir undir okkar handleiðslu og seinni vikuna koma hljóðfæra- leikarar frá „Scottish Chamber Orchestra", og æfa verkin þeirra. í lokin höldum við svo tónleika, þar sem frumflutt eru 8-9 ný verk. Þá mæta allir á eyjunni og það kemur bátur frá hinum eyjunum í kring og kirkjan, þar sem tónleik- arnir eru haldnir, troðfyllist af fólki — upp í ijáfur. Það er alveg ótrú- lega skemmtilegt. Á námskeiðinu eru nemendur hvaðanæva úr heiminum. Þeir búa ýmist hjá fólkinu á eyjunni, eða á gistiheimili sem þar er og hafa tölu- verð samskipti við eyjaskeggja. Ég hvet þá sem leika á hljóðfæri sem hægt er að ferðast með, til að koma með þau og leika á kránni. Ef þeir hafa ekki hljóðfæri, hvet ég þá til að syngja. Þetta skapar mjög gott andrúmsloft og mikil tengsl við eyjaskeggjana — og það er mikil- vægt. Tónskáld eru oftast mjög einangruð í vinnu sinni og hafa lít- il tengsl við áheyrendur sína, hljóð- færaleikara og samfélagið almennt og ná oft ekki til eins eða neins með verkum sínum. Það er hinsveg- ar mjög mikilvægur hluti af nám- skeiðunum hjá mér, að nemendurn- ir læri að lifa í og skrifa fyrir það samfélag sem á að taka við verkum þeirra. Auk þessa hef ég lengi verið í samvinnu við þtjár hljómsveitir og held því áfram, bæði sem tónskáld og stjórnandi. Þetta eru BBC Phil- harmonic Orchestra í Manchest- er,Royal Philharmonic Orchestra í London og svo Scottish Chamber Orchestra. Þessa dagana er ég að vinna að tíu konsertum fyrir þá síðastnefndu, sem er mjög ögrandi og skemmtilegt verkefni, fyrir utan hvað mér finnst lærdómsríkt að skrifa aldrei út í loftið, heldur vera alltaf í náinni samvinnu við hljóð- færaleikarana." - Þú talar mikið um að læra af vinnu þinni. „Já, ég er alltaf að læra; af börn- um, af hljóðfæraleikurum og af áheyrendum. Ég hlusta og hlusta og læri þar af leiðandi margt. Um það snýst allt lífið.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir Sverrir Stormsker með tónleika 9 SVERRIR Stormsker verður með tónleika á Furstanum, Skipholti 37, í dag, fimmtudag- 9 inn 9. apríl kl. 22.30. Á þessum éinsöngstónleikum 9 mun Stormsker sitja við píanóið og flytja gömul og ný lög. Sérstak- ur gestur kvöldsins verður Bjarni Arason. Jazztónleikar á Jazz um helgina FÉLAGARNIR Hilmar Jensson, Birgir Bragason og Einar Scheving efna til jazztónleika á veitingahúsinu Jazz að Ármúla 7 fimmtudaginn 9. apríl. Á efnis- skránni verða m.a. frumsamin lög eftir þá félaga. Berglind Björk ásamt Bláu sveifl- unni leika föstudag og laugardag og sunnudaginn 12. apríl munu þau Andrea Gylfadóttir, Kjartan Valdi- marsson, Martin Van Der Falk og Richard Korn endurtaka uppákomu sína frá síðasta sunnudegi. Á efnis- skrá þeirra verða gömul og þekkt jazzlög. Veitingahúsið Jazz er opið í há- deginu alla virka daga og frá kl. 18-23.30 og um helgar kl. 18-23.30. Opið er til kl. 1.00 virka daga og 3.00 um helgar. H öföar til _____fólks í öllum starfsgreinum! mHMB Ljóst eða dökkt súkkulaði í páskaegginu þinu GOTTOG GAMAN Cómsæt súkkulaðiegg frá NÓA-SfRÍUS úr besta hráefni, fyllt enn Ijúffengara innihaldi, málshætti og límmiðunum vinsæiu með dýrunum hans Nóa. Og nú hafa enn fleiri dýr bæst í hóþinn! 5AT0nvnN?igH

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.