Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 Thor Jensen útgerðarmaður rak á sinni tíð Godthaabsverslun, sem var til húsa í Austurstræti 18. Þar er nú Reykjavíkurapótek, hús sem Nathan & Olsen reistu á lóðinni. Þórður Bjarnason er innan- búðar lengst t.v. Hann var lengi bæjarfulltrúi í Reykjavík. Börn hans mörg þjóðkunn, m.a. Regína leikkona og Bjarni píanóleikari. Guðrún Hafliðadóttir sem sést á miðri mynd var lengi við afgreiðslu í Vöruhúsinu í Austurstræti. Systkini hennar, Guðmundur og Katrín, störfuðu einnig að verslun. Jón Hafliðason styður sig við búðarborðið. Hann var um langt skeið bókhaldari í Völundi. Tók virkan þátt í starfi góðtemplara. Sonur hans er Ilafliði Jónsson píanóleikari og bankamaður. Mynd- in er tekin um 1910. Ljósmyndir úr lífinu í Reykjavík LJÓSMYNDASAFN Reykjavíkurborgar gengst fyrir sýningu nokkurra ljósmynda á Mokkakaffi þessa dagana. Myndirnar sýna Reykvíkinga við ýmis störf, netahnýtingu, hárgreiðslu, skósmíði, leirmunagerð, úrsmíði, straujun á þvotti, bókband o.fl. Iþróttaráðstefna með sagnfræðilegu ívafi Þá eru myndir úr kennslustund í Barnaskólanum við Fríkirkjuveg. Þar eru í hópi nemenda margir, sem seinna urðu kunnir borgarar í Reykjavík og gegndu trúnaðar- og stjórnsýslustörfum. Einnig konur sem tóku virkan þátt í fé- lagslífí borgarbúa. Þá er ljósmynd af fundi í neðri deild Alþingis árið 1903. Einnig má telja mynd af eimreiðinni Frumheija — Pioneer sem flutti gijót úr Öskjuhlíð í hafnargarð Reykjavíkur í aldar- byrjun. Ljósmyndasafn Reykjavíkur- borgar eflir starfsemi sína með hveiju ári. Lögð er áhersla á söfn- un, varðveislu og skráningu mynda. Safið hefur á undanföm- um árum afgreitt fjölda ljósmynda til einstaklinga og stofnana, bó- kaútgefenda, blaða go tímarita. Þá hefur Ljósmyndasafnið átt þátt í sýningum sem haldnar hafa verið af ýmsu tilefni. Má þar m.a. nefna sýningu á Kjarvalsstöðum á sj. ári. Á Ljósmyndasafni Reykjavík- urborgar er starfrækt ljósmynda- stofa þar sem unnið er með marg- víslegum hætti úr eigin myndefni og einnig leyst af hendi ýmis verk- efni fyrir viðskiptavini. (Fréttatilkynning) í NORRÆNA húsinu dagana 9.-12. apríl verður haldin íþrótta- ráðstefna með sagnfræðilegu ívafi , sú fyrsta sinnar tegundar hér- lendis. Aðalefni hennar verður fornar norrænar íþróttir og leikir, en einnig verða kynntar sagn- fræðilegar rannsóknir á íþróttum og það starf sem unnið er víða á Norðurlöndum á sviði íþrótta- sagnfræðinnar. Þorsteinn Einarsson fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins átti hugmynd- ina að þessari ráðstefnu eða mál- þingi og hefur sett saman sýningu með teikningum af íþróttum forn- manna og verður hún opnuð í and- dyri Norræna hússins fimmtudaginn 9. apríl kl. 20.00. Ólafur G. Einars- son menntamálafulltrúi flytur ávarp við opnunina. Jan Lindroth prófessor í íþrótta- sagnfræði í Svíþjóð kemur hingað til lands ásamt íþróttasagnfræðingum frá hinum Norðurlöndunum. Norski fulltrúinn, Kristen Mo, hélt fyrirlest- ur í Odda í gær og talaði um sögu skíðaíþróttarinnar í Noregi. Aðrir norrænir gestir eru Leena Laine, ■ AÐALFUNDUR Stéttarfé- lags íslenskra félagsráðgjafa haldinn 13. mars sl. skorar á félags- málaráðherra og ríkisstjórn Islands að beita sér fyrir aðgerðum til þess að draga úr atvinnuleysi á Islandi. Atvinnuleysi bitnar harðast á þeim hópum þjóðfélagsins sem standa höllum fæti svo sem fötluðum, öldr- uðum og foreldrum með ung börn, einkum einstæðum mæðrum. Við- varandi atvinnuleysi leiðir af sér önnur vandamál. Allar aðgerðir til þess að fyrirbyggja atvinnuleysi munu til langs tíma litið leiða til spamaðar fyrir þjóðfélagið í heild. sagnfræðingur frá Finnlandi, Else Trangbækk frá Danmörku, John Kjær frá Færeyjum, John Dahl frá Grænlandi og Mats Hellspong frá Svíþjóð. Malin Dögg Þorsteinsdóttir Malin Ðögg kjörin ungfrú Austurland Neskaupstað. MALIN Dögg Þorsteinsdótitr var kjörin ungfrú Austurland í Fegurðarsamkeppni Austur- Iands sem haldin var í Egilsbúð 28. mars sl. Malin, sem er tvítug að aldri, er frá Hallormsstað og stundar nám í Menntaskólanum á Egils- stöðum. Foreldrar Malinar eru Elín Kröyer og Þorsteinn Þórar- insson. Besta ljósmyndafyrirsæt- an var kjörin Stella Ingigerður Steinþórsdóttir, Neskaupstað, og stúlkurnar völdu Aðalbjörgu Ein- arsdóttur vinsælustu stúlkuna úr hópnum. _ Ágúgt Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Sigvaldi Ægisson á Blakki 977 frá Reykjum en afkvæmi Blakks verða sýnd á sýningunni, í fyrsta skipti á hópsýningu. „Vestlendingar í Reiðhöllinni“: Kynbótahross uppi- staðan í sýningrmni HESTAMENN af Vesturlandi verða með sýningu í Reiðhöllinni um helgina undir yfirskriftinni „Vestlendingar í Reiðhöllinni" þar sem þeir munu sýna hross upprunnin að vestan og stóðhesta sem notaðir hafa verið til kynbóta í fjórðungnum. Mikill fjöldi hrossa mun koma þar fram en uppistaðan í sýningunni verða kynbótahross. Afkvæmi sex þekktra stóðhesta verða sýnd, þeirra Ófeigs 818 frá Hvanneyri, Blakks 977 frá Reykjum, Dreyra 834 frá Álfsnesi, Eiðfaxa 953 frá Stykkishólmi, Borgfjörðs 909 frá Hvanneyri og Gusts 923 frá Sauðár- króki. Állir hafa þessir hestar verið mikið notaðir á Vesturlandi og má gera ráð fyrir að þar komi fram mörg af bestu afkvæmum þeirra. Þá verða sýndir þarna stóðhestar og hryssur og A- og B-flokks gæðing- ar. Meðal gæðinga sem koma fram er Gáskasonurinn Haukur frá Hrafnagili sem Gísli Höskuldsson frá Hofsstöðum á en sá hestur hefur vakið mikla athygli þá sjaldan hann hefur komið fram á sýningum. Þess má geta að Haukur er skyldur hinum fræga Hrímni frá Hrafnagili. Einnig munu koma þarna fram gamlir kunn- ir gæðingar sem sýndir hafa verið á Vesturlandi á undangengnum árum. Þá verða sýnd hross frá nokkrum ræktunarbúum á Vesturlandi og má þar nefna bú eins og Skáney, Laugadal, Hrappsstaði og Hallkels- staðahlíð. Ýmis fyrirtæki á Vestur- landi verða með sýningarbása í and- dyri Reiðhallarinnar þar sem þau munu kynna framleiðslu sína. Er sýningarinnar beðið með nokkurri eftirvæntingu því líklegt þykir að þama komi fram fjórðungsmóts- kandídatar en fjórðungsmót Vest- lenskra hestamanna verður haldið sem kunnugt er á Kaldármelum í sumar. Alls verður boðið upp á þtjár sýningar, fösudags-, laugardags og sunnudagskvöld og hefjast þær allar klukkan 20.30. v it. Gott úrval hljóðfæra ó fermingartilboði t.d. REYKJAVÍKUR taugavegi 96 - Sími: 600935 sriHM: loe.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.