Morgunblaðið - 26.04.1992, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.04.1992, Qupperneq 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. APRIL 1992 HÓTEL HOLT í HÁDEGINU Þríréttaður hádegisverður alla daga. Verð kr. 1.195.- CHATEAUX. Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 m Mrrm lítm m ofíji ot OMO Nýtt 4ra vikna námskeið þar sem tekið er á offituvandanum á raunhæfan og árangursríkan hátt. Námskeiðið býður m.a. uppá: • Fyrirlestra: læknir, sálfræðingur, næringafræðingur, snyrti— fræðingur og fleiri. • Hópvinnu. • Ráðleggingar. • Einkaviðtöl. Leiðbeinandi verður Heiðrún B. Jóhannesdóttir. Námskeiðið verður haldið ífundarsal ÍSÍ í Laugardal og hefst 4. maí nk. Takmarkaður fjöldi er á hverju námskeiði. Innritun og upplýsingar í síma 673137. TERRACINABRÉF Kraftaverkið í kirkjunni og krossfestingin á Yalhúsahæð TERRACINA er lítill bær, hér búa um þrjátíu þúsund manns. A sumrin tvöfaldast sú tala og meira en það, því þá streymir að fólk frá Róm og öðrum borg- um, í sjóinn og sumarfríið. Nú kannast fáir við bæinn, en fram á síðustu öld var hann fastur við- komustaður ferðalanga á leiðinni milli Rómar og Napólí. Hér gistu meðal margra annarra Goethe, H.C. Andersen og Tómas Sæ- mundsson. Og hér eru páskarnir hátið, eins og annars staðar. ítalir eru gefnir fyrir kökur, en baka lítið heima og því er mikið um bakarí og kökubúðir. Munurinn á þessu tvennu er að í bakaríum eru seld bæði brauð og kökur, í kökubúðunum kökur og oftast einn- ig sælgæti og jafnvel ís. Sem stend- ur selja kökubúðirnar páskaegg, sem fást líka í matvöruverslunum. Hér sjást þau stærstu páskaegg sem sem ég hef á ævi minni séð, á stærð við tveggja ára barn, sýnist mér. Þau eru til í ýmsum útgáfum. Það er hægt að fá stór tuskudýr með egg inni í sér, egg í pökkum ásamt leikföngum eða egg pökkuð inn í gljápappír, sem stendur eins og blóm upp af egginu. Sum stóru eggin fást í sellófanpokum og á þau eru málaðar páskamyndir af hænu- ungum og blómum. íslenski stæll- inn, að steypa súkkulaðistall undir eggin, sést ekki hér, þau standa á pappahringjum. Sumar kökubúðir auglýsa að þær útbúi egg með innihaldi að ósk kaupandans. Þá er ekkert því til fyrirstöðu að koma með eitthvert dýrmæti og láta setja inn í eggið, eða málshátt að eigin vali. Sex ára sérfræðingur minn í ítölskum páskaeggjum segir mér að á miða á eggjunum standi hvað sé innan í þeim, svo kaupandinn hefur úr ýmsu að velja. í þýskumælandi löndum er allt fullt af páskaskrauti um þetta leyti, meðal annars margvíslega máluð- um eggjum. Súkkulaðieggin þar eru hóflega stór, lítil á íslenskan mæli- kvarða og dvergvaxin miðað við þau ítölsku. Hér er páskaskraut hins vegar ekki algengt. En það er fleira en páskaeggin, sem fylgir páskun- um hér. Á pálmasunnudag eru seld- ar ólífuviðargreinar fyrir kirkjum úti, svo þann dag má víða sjá fólk á heimleið með litlar greinar. Ágóð- inn rennur til safnaðarstarfsins. I kirkjunum hanga uppi auglýsingar, þar sem fólk er beðið um að gefa sér tíma að aðstoða kirkjuna við að sinna fátækum, einmana eða sjúkum meðbræðrum, líka eyðni- sjúklingum og föngum. Á föstudaginn langa er breytt yfir altaristöflur í kirkjunum eða töflunum lokað, ef það er hægt. Þá logar aðeins á ljóstýru í hlið- arkapellu, svo að kvöldi eru kirkj- urnar næstum myrkvaðar. Þá eru þær opnar fram undir miðnætti og fólk gengur frá einni kirkju til ann- arrar. Það er ekki hægt að lýsa andrúmsloftinu í kirkjunum það kvöld, vísast skynjar það hver með sínu hjarta. Föstudagurinn langi er ekki frídagur á Ítalíu. Dagana fyrir páska og um pásk- ana er mikið um tónleika í kirkjun- um og einnig helgileiki. Efni þeirra er ýmist sótt í Biblíuna, ævi helgra manna eða kraftáverkasögur. Einn þeirra var um prest frá fyrri hluta aldarinnar, sem missti trú á brauð- ið og vínið. Flytjandinn var aldraður prestur. Hann stóð hempuklæddur á gólfinu fyrir framan altarið og talaði við sjálfan sig, um leið og hann tilreiddi obláturnar og vínið. Hann sagðist ekki lengur geta trúað því að hann færi með hold og blóð Krists, fyrir honum væri þetta ekki annað en oblátur og vín. Sem hann Tónleikar í Listasafni Signrjóns Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur tónleika í Listasafni Sig- uijóns Ólafssonar þriðjudaginn 28. apríl kl. 20.30. Tónleikarnir eru burtfararpróf Ragnheiðar Haraldsdóttur, blokkflautuleik- ara, frá skólanum. Á efnisskránni eru verk eftir Ph. Verdelot, Van Eyck, Sónata nr. 4 í F-dúr eftir A. Corelli, Svíta í G- moll eftir J.B. de Boismortier, Frag- mente eftir M. Shinohara og Trísón- ata í c-moll eftir Telemann. Á tónleikunum Ieika með Ragn- heiði semballeikararnir Elín Guð- mundsdóttir og Málfríður Konráðs- dóttir, Peter Tompkins leikur á bar- okkóbó og nemendur í Tónlistar- skólanum í Reykjavík leika á blokk- flautur. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Ragnheiður Haraldsdóttir Vortónleikar ÁRLEGIR vortónleikar Lúðra- sveitar Hafnarfjarðar verða í Víði- staðakirkju sunnudaginn 26. apríl og hefjast klukkan 16. Á efnisskrá eru innlend og erlend lög. Um þessar mundir starfa um 30 félagar í sveitinni undir stjórn Stefáns Omars Jakobssonar. HÍTÍB HARMOHIKUHNAR verður haldin í húsi íslensku óperunnar v/lngólfs- stræti í dag kl. 15.00. Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur leikur auk minni hópa. Einnig koma fram þekktir einleikarar t.d. Garðar Olgeirsson, Grétar Geirsson, Örvar Kristjánsson og Mog- ens Bækgárd frá Danmörku. Aðgöngumiðar eru seldir í afgreiðslu Óperunnar. Harmonikufélag Reykjavíkur. RHEINLAND-PFALZ - Ferðaævintýri í eigin bíl Spennandi sumarleyfisland í hjarta Þýskalands. Luxemborg er hliðið að hinum rómantísku héruðum Rheinland-Pfalz. Þangað er um 1-3 tíma akstur með bíl. Njóttu pess að ferðast um Mosel- og Rínarhéruðin. Flug og bíll í A-flokki til Luxemborgar verð frá 28.200 kr. á mann m.v. tvo í btl. FLUGLEIDIR S Traustur fslenskur fer&afélagidA wm\ 'Iysk lurist Information Vesterbrogade 6 d, DK-1620 Kbh. V. Simi: (90) 45 3312 70 95 Flugvallarskattur kr. 1.250.- er ekki innifalinn í ofangreindu verði. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína. Söluskrifstofur okkar og umboðsmenn um allt land eða í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8:00-18:00).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.