Morgunblaðið - 26.04.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 26.04.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ SUNNUDAGUR 26. APRÍL 1992 C 27 Myndin er tekin á gatnamótum Smáragötu og Hringbrautar og horft vestur eftir Hringbraut, líklega síðsumars 1950.1 baksýn sjást möstur Loftskeytastöðvarinnar á Melunum vinstra megin við Háskólann, en hægra megin sést Melaskólinn og Þjóðminjasafn. Gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar. Ekki er farið að leggja burðarlag akbrautanna á þeim götukafla sem næst er en verið er að Ieggja gangstéttarkanta. í baksýn sjást fjölbýlis- hús við Eskihlíð, sem voru ný, þegar myndin var tekin, sumarið 1950. Símtalió... ER VIÐ RÓBERTDAN JENSSONFORSTÖÐUMANN Sjórínn mældur Landhelgisgæslan. - Góðan daginn, gæti ég fengið að tala við forstöðumann Sjómæl- inga íslands. Augnablik. Róbert. - Komdu sæll,þetta er á Morg- unblaðinu, Kristín Marja. Segðu mér, eru sjómælingar gerðar eiri- göngu fyrir Landhelgisgæsluna? Nei, en starfsmenn hennar eru ættaðir frá Gæslunni". Hjá Sjó- mælingum er unnið að kortagerð, við gefum út sjókort fyrir íslenska sjófarendur. Tæknin breytist dag frá degi og mikið er talað um það núna að hægt sé að sigla um höf- in án sjókorts. Það er mikill mis- skilningur, ekkert skip er sjófært nema það sé með viðeigandi sjó- kort. - Því er fólk þá haldið þessari firru? Meðal annars vegna þess að í auglýsingapésum um siglingatæki, lóran eða GBS, er mönnum sagt að þeir geti matað tölvu og síðan siglt frá A til B án korts. - En það gengur ekki? Nei, og er auk þess stórhættu- legt. - Ef ég fengi mér bát yrði ég að koma til ykkar og fá mér sjó- kort? Já, þú yrðir að verða þér úti um kort. Við erum reyndar ekki með smásölu, seljum kortin til umboðs- manna okkar. — Það mun vera vandasamt verk að mæla sjóinn? Margir halda nú að það sé lítið mál. En gögn sem fiskimenn nota til dýptarmælinga getum við ekki notað. Við skráum dýpið upp á desi- metra og til að mæla hljóðhraða, gegnum sjóinn fer fyrst og fremst eftir hita og seltumagni, þarf mjög nákvæm tæki. - Voruð þið ekki að fá nýjan bát? Jú, við fengum hann fyrir ári, eftir að hafa verið bátslausir í níu ár. En frá 1946 höfðum við notast við hina ýmsu báta. Á síðasta ári var líka gerður samningur við Sjó- mælingadeild Bandaríkjahers sem hljóðar í stuttu máli þannig að hún lánar okkur, ásamt öðrum þjóðum, mælingatæki og tölvubúnað vegna kortagerðar og fá í staðinn afrit af mælingunum. Við erum komnir með fyrsta flokks tæki út á þetta. Árangur hefur v.erið mjög góður og Bandaríkjamenn hafa haft orð á því. - Höfum við þá nákvæmt kort af landgrunninum? Nei, það eru nú ár og dagur í það. Á árunum 1898 til 1908 mældu Danir alla ströndina með þeirra tíma aðferðum, ljómandi vel unnið verk, en kröfurnar eru aðrar núna. Það eru til mælingar af helstu stöðum en stór hluti af upp- lýsingum í sjókortum eru frá alda- mótum. Síðustu ár hafa hafnir verið dýptarmældar, ákveðin svæði, leiðir inn til fjarða og nú erum við að mæla á Skjálfanda og í Öxarfirði og höfum lokið við 60% af þeirri vinnu. - Hvað er þessi stofnun annars gömul? Við höfum verið félagar í Alþjóð- legu mælinga- stofnuninni síðan 1. janúar 1932. Hér eru 12 stöðu- gildi og við gefum meðal annars út sjókort, leiðsögu- bók, flóðatöflur og vitaskrá. - Hljóðlát en gagnleg stofnun. Þakka þér fyrir spjallið, Róbert. Sömuleiðis. hraði bylgjunnar í Róbert Dan Jensson ÞAÐ er stundum sagt um ríkt fólk að það eigi peninga eins og skít. Ekkert slíkt verður samt fullyrt um þann aðila á ísafirði, sem í marsmánuði 1961 reif og sturtaði niður í salernið miklu magni af peningaseðlum. Þá nýlega höfðu verið settir í umferð nýir peningaseðlar og voru Seðlarnir sem í skólpræsið fóru af eldri gerðinni enn í gildi. Laugardaginn 11. mars skýrði Morgunblaðið frá málinu. Blaðið segir þetta vera nýjan atvinnuveg sem geti skilað mikl- um ábata. Blaðið segir svo frá: „Á mánudagskvöldið voru börn að gramsa og róta í fjörunni fyrir neðan Tanga. Fundu þau þá hundraðkrónuseðil í tvennu lagi. Þetta fréttist um bæinn, og fór eitthvað af fullorðnu fólki að snuðra í fjörunni. Fann það þá talsvert magn af seðlum, allt frá 5 krónum upp í 500 krónur. Enginn var alveg heill og margir í tætlum, en nokkrir svo óskadd- aðir, að hægt var að skipta þeim í banka. Fram á þennan dag hefur fólk svo sífellt verið að finna meira og meira. Allir eru seðlarnir af eldri gerðinni, en vitaskuld jafn gjaldgengir fyrir það. - Fara sumir með feng sinn á lögreglustöðina, en aðrir í banka og fá þar nýja og hreina seðla fyrir. Til þessa hafa menn hirt þarna milli 5 og 10 þúsundir króna, en líklegt má telja, að ekki hafí minna magn farið forgörðum á flæðum. Seðlarnir virðast enn halda áfram að berast út úr ræsinu. Sumir eru rifnir í smá- agnir, aðrir þrí- eða tvírifnir, og enn aðrir lítið eitt sneiddir á jöðr- um. Er engu líkara en einhver hafí rifið seðlana af ásettu ráði og skolað þeim niður um sal- erni. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglunni.“ Að sögn Úlfars Ágústssonar, fréttaritara Morgunblaðsins á ísafirði, var þetta hið furðuleg- asta mál sem aldrei upplýstist. Það var að minnsta kosti aldrei gert opinbert hver hafði hér ver- ið að verki. Það kom af stað miklum sögusögnum um hver þetta gæti verið en að sögn Úlf- FRÉTTALfÓS ÚR FORTIÐ Uppgrip í fjörunni ars hafa menn verið Iitlu nær. Hann minnist þess einnig að hafa gert smáat eftir að upp komst um seðlana í ræsinu: „Eg var tvítugur þegar þetta gerðist í kvikmyndaskála SJ» bU»MÍ« * - Laucardaeur 11. man 1961 sfiröingar tína pen- úr skolpræsinu ÍM/irðt, 10. marz. NYR atvinnuveRur cr kom- inn ul sögunnar hér á Isa- íirOL Enn sem komið er, er bann einungis stundaöur i bjáverkum sem aukavinna, en engu aO siöur hefur hann reynxt ýmsum furOu ábatasamur. Hann er fólg- inn i þvi aO ganga um íjör- una neöan viO skolpraesi og tina saman peningaseOlarifr- ildi. sem þar finnast nú i hrönnum. Ef þau eru nógu heilleg, er fariO meO þau i bankann og þeim skipt fyrir nýja scOla. A -mánudacskvöldið . böra aS (ranua og röta i unni fyrir neðan Tanga. Fundu .tvirifnir, oc enn aðrir liliS cill j hundraðkronastðil i sneiddir á joðium. £r cngu lik- la|i. Þella fréllisl umlara en einhver hafi rifið *eðI- og á þnðjudac fór eill-lana a( ásellu ráði Of skolað »f lullorðnu fólki að | pcim niflur um salerai. Xtiiið i fjörunni Fann það þá „ „4 j rtnntók* hji löcrefl- —. CuSjón. lislkyraiing Mbl. "'j n var alvcg heili og marcir i Ucllum, en ‘ nokkrir svo óskaddaSir, aS hacgt var að skipta þcim i hanka. Fiam i þennan dac hefur fölk svo si- rerið að finna meira o* Allir eru seðlarnir af eldri (erðinni, cn vitaskuld jafn Cjaldcenfir fyrir það. — Fara með feng smn á lögreglu- ..w.a. en aðrir i banka oe fá þar nýja og hreina aeðla fyrii Til þessa hafa menn hii þarna milli 5 og 10 þúsundi króna. en liklegl má telja. ao ckki hafi minna magn farið for görðum á fljrðum. Seðlarnir ' ~ t enn halda jfram að ber j smáagnir. aðrir þri- eða „Vatnajökuir len; í árekstri í Temps; MS. Vatngjökull lentl i árckstri viO rússncskl skip á Tempsá (Thames) i fyrra- kvöld. — Enginn skipvcrja slasaOist, en nokkurt tjón hafa oröiO á skipinu. Franken framseldur rneö skiiyröum llm daginn hafði s'» Gravcscnd og akipaC fryslum fiskL Undir . lagt af sUð niður ána þoku, áleiðis tii Amsi- hafnsógumaður 1-cgar skipið var kv milu niður fyrlr Crav hálfálla, varð árekslur neska skipið „Aleks.i sjin", Rakst slefni skipsins ulan i Valna borðsinegin fyrir fran móta við fjúrðu le- ikcmmdist lalsvcrt, • þjð dvld fyrir ofan r ■:álaráo,vnsyt:2 og var að vinna á Norðurtanga. Að gamni mínu setti ég tvo heila fímm krónu seðla, af nýju gerð- inni í ræsið. Þeir fóru á ör- skammri stundu út í fjöru þar sem fólk var. Þegar kvisaðist út að nýir seðlar kæmu líka færðist fjör í leikinn. Biðu menn nánast með lúkurnar við ræsið og fengu þar ýmsan varning sem betur er tengdur skólpræsum.“ Úlfar segir að nokkur snifsi hafí komist í vörslu byggðasafns- ins og verið þar til sýnis. Þó hafi þau verið horfin þaðan nokkrum árum seinna og enginn vitað hvað af þeim varð. Gátan varðandi pepingasnifsin í skólp- ræsinu á Isafirði er ennþá óleyst.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.