Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992
11
I
I
I
I
I
I
I
I
Sinfóníutónleikar
_________Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Vetrarstarfi Sinfóníunnar á
þessu starfsári lauk með tónieikum
í Háskólabíó sl. fimmtudag. A efn-
isskránni voru sinfónía nr. 2 eftir
Madetoja, hljómsveitarverkið Klif-
ur eftir Karólínu Eiríksdóttur og
valsasyrpa úr óperunni Rósaridd-
arinn eftir Richard Strauss. Stjórn-
andi var Petri Sakari, en hann
hefur verið endurráðinn sem aðal-
stjórnandi næsta starfsár.
Sinfónía nr. 2, eftir Leevi Mad-
etoja, er mjög vel samið verk en
sérstaklega þó fyrri hluti seinni
kaflans eða þess þriðja, eftir því
hvort farið er eftir „Tilbrigða" eða
„ókeypismiða“ efnisskránni. Verk-
ið er í raun í tveimur þáttum, sem
hver um sig er tvískiptur og eru
báðir seinni hlutarnir hægir, sem
gerir t.d. niðurlag sinfóníunnar
ákaflega sviplítið. Upphaf sinfón-
íunnar er áhugavert en „annar“
kaflinn er ákaflega langdreginn
og leikurinn með óbó og hornleik-
inn baksviðs, sem Daði Kolbeins-
son og Joseph Ognibene leystu vel
af hendi, er frá hendi höfundar
ofnotaður. „Þriðji" kaflinn eða
fyrri hluti þess seinni, var bragð-
mesti þáttur sinfóníunnar og þar
mátti finna að Petri Sakari stjórn-
aði af mikilli tilfínningu, enda er
hann þarna á „heimasióðum".
Klifur heitir hljómsveitarverk
eftir Karólínu Eiríksdóttur og er
það samið á síðasta ári. Ólíkt fyrri
verkum Karólínu er tónvefurinn í
Klifur mjög þétt ofinn og á köflum
„kaótískur". Innri kaflaskipan
verksins er mikið bundin við af-
markaða hljóðfærahópa, eins og
t.d. upphafið, sem þar sem tónvef-
urinn smá þéttist í. tréblásturs-
hljóðfærunum og lúðrastefið í mið-
hlutanum, þó hugmyndirnar færist
Karólína Eiríksdóttir
einnig á milli hljóðfærahópa. Ann-
að sem einkenndi verkið voru þétt
skipaðir ómstreytuklasar, sem
gerði verkið á köflum einlitt og
að miklu leyti laust við andstæður.
Það sem bætir upp þessi atriði, er
röðun tónhugmyndanna á ýmsa
hljóðfærahópa, svo að innri kafla-
skipan verksins er mjög skýr.
Lokaverkið var valsasyrpan úr
Rósariddaranum eftir Strauss og
þrátt fyrir að verkið sé Ijómandi
fallegt, var þetta fremur dauft
niðurlag á annars ágætum tónleik-
um vetrarins. Hljómsveitin hefur
oft leikið mjög vel og er alltaf
verið að bæta sig, svo að í heild
hefur frammistaða hennar verið
mjög góð. Petri Sakari er góður
starfsmaður og hefur gert margt
gott, þó margir sakni ljóðrænnar
og tilfinningaþrunginnar túlkunar
hjá honum.
Heimsklúbbur Ingólfs:
Berlín um hvítasunnu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Heimskiúbbi Ingólfs:
„Eftir sameiningu Þýskalands var
ákveðið að Berlín yrði að nýju höfuð-
borg landsins. Nú er múrinn horfinn
og vorið blómstrar á breiðstrætinu
fræga Unter den Linden í Berlín, sem
aftur er orðin stærsta borg landsins,
fræg fyrir menntir og listir, sum
merkustu söfn heimsins, Berlínar fíl-
harmoníusveitina, sem Karajan gerði
að víðfrægustu hljómsveit veraldar,
eitt besta óperuhús Evrópu, svo
mætti lengi tekja það sem dregur
ferðamenn til Berlínar. Ekki er hún
síður þekkt fyrir leikhús sín af öllu
tagi og óvenju léttan borgarbraginn
og húmorinn, þar sem flest gengur
án þess að valda sérstakri hneyksl-
an. Stærsta verslunarhús Evrópu er
í Berlín, urmull skemmtistaða og
veitingahúsa allra þjóða.
Þótt ferðamannastraumur til Ber-
línar sé gífurlegur eftir sameiningu
er þetta í fyrsta sinn sem efnt er til
hópferðar íslendinga þangað, svo
vitað sé. Vandað er til ferðar Heims-
klúbbsins, sem hefst 4. júní og stend-
ur í viku, þar af 4 vinnudagar. Gist
verður á fimm stjömu hótelum
Elysee í Hamborg fyrstu nóttina en
síðan sex nætur á Palave hótelinu í
hjarta Berlínar. Farið verður í kynn-
isferðir um Berlín til Potsdam og
dagsferð til að skoða listaborgina
Dresden. Fararstjóri verður Ingólfur
Guðbrandsson. Aðeins verður um
þessa einu ferð að ræða og pantanir
teknar næstu tvo daga.“
(Fréttatilkynning)
STEINAR WAAGE
SKÓVERSLUN
Krossbandainniskór
verð
kr. 1.495,-
Stærðir: 37-42
Ath.: Mikið úrval af sandölum Litur: brúnn
fyrir alla fjölskylduna vínrauður og blár
Póstsendum samdægurs. 5% staðgreiðsluafsláttur.
Toppskórinn,
Veltusundi,
sími 21212
Domus Medico,
Egilsgötu 3,
sími 18519
Kringlunni,
Kringlunni 8-12,
simi 689212
Lærið réttu vinnubrögðin
af fagmönnum
Laugardag og sunnudag kl. 14-18
teiGARDENA'
Sérfræðingar GARDENA kynna fjölbreytt úrval
garðyrkjuáhalda frá þessum heimsþekkta framleiðanda.
RÉTT VORVERK
HEILBRICOARI GROOUR
GRASFLÖT1N OG
GARÐÁBURÐURINN
Hafsteinn Hafliðason garðyrkjumeistari
leiðbeinir um val á garðáburði, mosaeyði
og grasfræi.
TRJÁKUPPINGAR
-KUPPHD RCTT
Kristján Vídalín skmðgarðyrkjumaður
kynnir réttu handbrögðin við tijáklipp-
ingar, leiðbeinir um undirstöðuatriði
og kynnir réttu áhöldin.
- JURTALYF
Steinunn Stefánsdóttir garðyrkjufræð-
ingur leiðbeinir um notkun og rétt val
á efnum til útrýmingar á illgresi og
skaðvöldum í gróðri.
Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070.
f