Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAI 1992 34 Minning: * Ingileif Arnadótt ir, Stóra-Ármóti Fædd 30. júní 1903 Dáin 7. maí 1992 Ingileif fæddist á Stóra-Ármóti 30. júní 1903 og lést í Ljósheimum á Selfossi 7. maí sl. Ingileif var strax tápmikið barn, en hún var í miðið af þrem systkinum sem kom- ust upp, en þau voru Sigríður, sem var 7 árum eldri, og Jón þremur árum yngri en Ingileif. Foreldrar þeirra, sem bæði voru fædd og uppalin í Rangárþingi fluttust að Stóra-Ármóti árið 1901 og stóðu þar fyrir búi í 40 ár, eða til ársins 1941. Ámi ísleifsson, faðir hennar, var að vísu ættaður frá Stóra- Ármóti, því móður hans var þaðan, dóttir þeirra merku hjóna, Árna Magnússonar og Helgu Jónsdóttur Johnsen sem bjuggu á Stóra- Ármóti um miðja öldina. Helga var dóttir hins þekkta höfðingja og umboðsmanns konungsjarða John- sen, sem bjó á Stóra-Ármóti með mikill reisn á fyrri hluta 19. aldar og voru synir hans og bræður Helgu hinir kunnu bræður, Jón, sem varð bæjarfógeti í Álaborg, Þorsteinn sýslumaður á Kiðabergi og Magnús kaupmaður í Bráðræði í Reykjavík. Öll þessi systkini eiga hina merk- ustu afkomendur, sem margir hafa einkennst af skapfestu, réttsýni og traustvekjandi framkomu. Móðir Ingileifar og þeirra systkina var Guðbjörg Jónsdóttir, en hún var frá Eystri-Sólheimum af traustum bændaættum í Mýrdal. Hér er að sjálfsögðu farið fljótt yfír sögu um ætt þeira Ármóts- systkina, en hér er þó upp talið til þess að benda á helstu eðlisþætti þessara ættar, en þeir voru eins og áður var getið réttsýni, sanngirni og traustvekjandi framkoma bæði heima fyrir og út á við í samfélag- inu. Eins og hér að framaft er greint frá, þá var Stóra-Ármót um langt skeið höfðingjasetur, en til þess að jarðir fengju slíkan titil urðu þær að hafa þá Iandkosti til að bera að höfðingjum væri kleift _að reka þar arðsöm stórbú. Stóra-Ármót hafði allt slíkt til að bera. Jörðin er land- mikil og slægjur taldar mjög góðar, þó að vísu væri þar ekki mjög víð- slægt, beitiland ijölbreytt og í besta lagi skjólgott í öllum áttum, og svo er ótalið það sem ekki var minnst virði, en það var góð og gjöful lax- veiði. í uppvextinum ólst Ingileif upp á stóru og vinnusömu heimili. Mér hefur verið tjáð að þar hafí t.d. allt- af verið tvær vinnukonur fyrir utan systumar, á seinni búskaparárum Áma og Guðbjargar, og höfðu þær að aðalstarfí að spinna band í all- slags pijónles og voðir, sem þá þótti sjálfsagt að vinna á hveiju ári til heimilisnota. Á Ármóti var einnig ætíð einn vinnumaður auk Jóns á þessum árum og svo voru einnig unglingar og liðléttingar viðloðandi í lengpá og skemmri tíma. Ingileif var ekki gömul þegar hún fór að hjálpa til í búskapnum. Hún var aðeins barn að aldri þegar hún fór að gæta lambfjárins á sauðburði og var henni fljótt einkar sýnt um það. Hún lærði fljótt að mjólka og ærnar og kýrnar hændust fljótt að henni, og þegar hún var að verða uppkomin stúlka, þá var hún aðal umsjónarmaður við mjaltir kvía- ánna en þegar hætt var að færa frá var Ingileif aðal mjaltakona í fjósinu og farnaðist það vel. Á fýrstu áratugum þessarar ald- ar var ekki annað að hafa við barna- fræðslu en farskóla og Ingileif sótti farskóla að Langholti í fjóra vetur og var síðan fermd í Laugardælum árið 1917 af sr. Ólafí Sæmundssyni í Hraungerði. Lengri varð mennta- brautin ekki hjá Ingileifu, en þó getur sá sem þettar ritar vottað það, að Ingileif talaði hreint og gott mál, var fróð um sögu þjóðar- innar og var skemmtileg í_ tali og hafði góða frásagnargáfu. Árið eft- ir ferminguna fékk Ingileif leyfí til að vera um vetrartíma hjá frænd- konu sinni, sem bjó í Reykjavík, og læra þar einhveija handmennt. Dvölin í Reykjavík varð þó eitthvað styttri en ætlað var, þar sem setti að henni óyndi í Reykjavík og fannst henni að hún þyrfti að fylgjast með því hvernig fólki og fénaði liði og heima og því var farið heim fyrr en áætlað var. Já, Ingileif var alla ævi heima- kær. Hún unni bernskustöðvunum og heima á Stóra-Ármóti var hún í sátt við alla. Hvert sem litið var var fegurð og mikilleik náttúrunnar að mæta. Til vesturs var Ingólfs- fjallið eins og dökkur hár veggur, brúnaþungt og alvarlegt, til norðurs sást dalverpið kringum Sogið allt til Þingvalla, milt og broshýrt og þar lengst til baka Botnsúlur, en þar fyrir austan Búrfell, Kálfstindar og Laugardalsfjöllin. Til austurs var Vörðufell á Skeiðum og Hestfjall í Grímsnesi grösugt og kyrrlátt og síðan langt í burtu Hekla, Tinda- fjalla- og Eyjafjallajöklar, fagrir og bjartir og síðan til suðurs sléttan mikla, Flóin og lágsveitir Rangár- þings með opinn faðminn fyrir fjöl- skrúðugu mannlífi og þar úti fyrir ströndinni Vestmannaeyjar, eins og í varðstöðu til að gæta hinna sunn- lensku byggða. Þá er ótalið hið ein- staka fuglalíf, sem er á Stóra- Ármóti. Það stafar að hluta til af því að Hvítá og Ölfusá renna í hálf- hring í kringum landareignina og stórri eyju í ánni, þar sem Sogið rennur út í Hvítá og Ölfusá verður til. Þarna í eyjunni er mikil varp- stöð grágæsa og margar fleiri fugl- ategundir eiga þar friðland um varptímann. Eftir að systkinin, Jón Árnason og systur hans, tóku við búi 1941, snemma á stríðsárunum, minnkuðu umsvifin þar nokkuð. Þau bjuggu þar félagsbúi, en ekkert þeirra gift- ist. Þau héldu þó lengi jörðinni vel við, byggðu nýtt íbúðarhús og nýtt fjós fljótlega eftir að þau tóku við búinu. Á Stóra-Ármóti var þó lengi vel mannmargt, sérstaklega að sumar- lagi. Systkinin voru einstaklega bamgóð og þar voru því oftast nær nokkur börn og unglingar og sum þessara barna voru þarna árum saman og sum ólust þar upp að verulegu leyti. En tíminn leið og aldurinn fór að færast yfír Stóra-Ármótssystk- inin. Vanheilsa fór að gera vart við sig og séð varð að þau yrðu brátt að hætta búskapnum. En þau áttu eitt, sem þeim var mikið í mun að fengi að framræktast á Stóra- Ármóti, en það var fjárstöfn, sem þau höfðu kappkostað að rækta allt frá fjárskiptum og höfðu náð þar mjög miklum og góðum árangri. Einnig var þeim mjög umhugað um að jörðin Stóra-Ármót yrði á einni hendi og rekið þar eitt ijölþætt bú, en sauðféð þó þar í öndvegi. Um þessar mundir kom það í ljós að búnaðarsambandið gat ekki fengið aðstöðu til frambúðar fyrir tilraunastöðina í Laugardælum. Þá var það að systkinin á Stóra- Ármóti buðu Búnaðarsambandi Suðurlands að gefa jörðina sína til reksturs tilraunabús í búfjárrækt. Þetta tilboð var þegið með þökkum vorið 1979, en nokkru seinna um vorið lést Jón Ámason. Sigríður systir þeirra var þá búin að vera alllengi á sjúkrahúsi og átti hún ekki afturkvæmt þaðan. Ingileif var nú orðin ein eftir og sjálf mikið slit- in og alls ekki fær um að stunda þar búskap áfram. Hún fargaði því nautgripunum strax vorið 1979 og hestunum um sumarið, en bauð búnaðarsambandinu ærnar tii kaups. Það var svo um haustið í október að Búnaðarsamband Suðurlands yfirtók jörðina og féð og Ingileif fór þá að Selfossi í litla íbúð sem búnað- arsambandið hafði umráð yfir. Mig tók sárt að sjá hvað hún tók nærri sér að yfirgefa benskuheimilið og það var líka erfitt að horfa á hve mikill einstæðingur hún var orðin. En hún var með sterka skapgerð og bar sig vel og undi sér þarna í íbúðinni furðu vel á meðan hún gat verið ein. Síðustu árin var hún svo á hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum og er mér óhætt að segja, að þar fékk hún mjög góða hjúkrun og alla aðhlynningu eins og best varð á kosið. Hún fékk friðsælt andlát, þegar vorið var að yfirstíga_ vetrardval- ann. Ég kom að Stóra-Ármóti þenn- an dag og þar var vorið alls staðar að taka völdin. Fuglarnir höfðu hafíð þar hreiðurgerðina og gamla túnið og nýrækt frá í fyrra voru að byija að grænka. Sauðburður var hafinn og alls staðar var að kvikna nýtt líf. Fyrir rúmum 80 árum var Ingileif litla að fylgjast með vorkomunni hér á Stóra- Ármóti og þá lærði hún strax að elska landið og sveitina sína. Síðar á lífsleiðinni var hún reiðubúin að gefa sunnlenskum bændum það sem hún unni mest, sitt dýrasta djásn, jörðina Stóra-Ármót, til þess að reka þar vísindastofnun, öllum þeim til hjálpar sem vilja eija jörð- ina og búa í sveitum landsins. Nú að leiðarlokum kveðjum við Ingileifu Árnadóttur með kærri þökk fyrir hennar líf og starf. Bless- uð veri minning hennar og systkina hennar á Stóra-Ármóti. Hjalti Gestsson. Æskustöðvar mínar eru á Stóra- Ármóti og systkinin Jón og Leifa voru mér sem afí og amma. Ingi- leif var alltaf kölluð Leifa og sjálfri fannst henni Ingileifar nafnið ljótt og notaði það einungis ef nauðsyn krafði. Bara þetta lýsir skapgerð hennar vel. Hún ákvað eitthvað og þar við sat. Það fyrsta sem ég man frá Stóra- Ármóti var hvað ég var dauðhrædd við allar skepnur. Elsti bróðir minn var ráðinn sem kaupamaður að Ármóti í gegnum Ráðningarþjón- ustu bænda og var það farsæl ráðn- ing fyrir alla mína fjölskyldu og vonandi einnig fyrir systkinin á Ármóti, því samtals vorum við systkinin í sveit á Ármóti í 25 sum- ur. Ég var þar í 10 sumur frá 7 ára aldri. Svo vel líkaði mér vistin þar að ég fór sama dag og síðasta prófí lauk á vorin og kom ætíð einni eða tveimur vikum of seint í skól- ann á haustin. Auk þess var ég öll jóla- og páskafrí hjá Leifu og Jóni. Hræðsla mín við dýr hvarf fljót- lega, þar sem Leifa kenndi mér strax að umgangast þau og bera virðingu fyrir hátterni þeirra og lífi. Að þessari kennslu Leifu bý ég enn þann dag í dag og hefur hún mótað líf mitt. Leifa hafði einstakt dálæti á dýrum og bar mikla virðingu fyr- ir þeim, enda voru allar skepnur hændar að henni. Þegar Leifa gekk út á tún með hrífu í hendi fylgdi henni undantekningarlaust dýra- halarófa, hundurinn, gæsin, 1-3 kettir og stundum heimalningur líka. Gæsin hennar Leifu var grá- gæs sem krakkarnir höfðu ungað út heima og Leifa ól svo upp. Leifa var í svo miklu uppáhaldi hjá gæs- inni að gæsin átti það til að veija hana og heimilið með því að bíta ókunnuga. Það má segja að ég sé alin meira og minna upp af Leifu. Seinni ár hef ég gert mér grein fyrir hversu góður uppalandi hún var. Hún var ströng, blíð og réttlát. Hún skamm- aði okkur krakkana þegar það átti við og lét okkur finna það þegar henni mislíkaði við okkur. Á hinn bóginn var Leifa óspör á hrósið og hvatninguna þegar við gerðum vel. Þannig fékk hún okkur til að vinna af vandvirkni og vinna sjálfstætt. Þannig lærðum við krakkarnir að taka sjálfstæðar ákvarðanir og taka hrósi eða skömmum, allt eftir því hvemig til tókst. Jón og Leifa lifðu tímana tvenna. Þau höfðu kynnst kreppunni og lifðu spart. Þau kenndu okkur krökkunum að fara vel með hluti og nýta þá til fulls, en engu var hent. Þó Jón og Leifa hafí lifað sparsömu lífi, þá var langt frá því að þau væru nísk. Þau voru þvert á móti mjög rausnarleg. Greiddu kaupafólki sínu ætíð góð laun og gáfu mjög gjarnan gjafir, smáar sem stórar. Leifa hafði sérstakt dálæti á hestum og sagði mér marg- ar sögur af hestum sem hún átti og sá fljótt að áhugi mirin var mik- ill. Þegar ég var 12 ára fór hún með mig að Laugardælum til að skoða folaldshryssurnar. Þar voru um 25 folöld og sagði Leifa mér að velja mér eitt. Ég varð frá mér numin og við eyddum löngum tíma í að skoða folöldin. Þá sem alltaf lét hún mig taka sjálfstæða ákvörð- un og reyndi ekki að hafa áhrif á val mitt. Ég valdi að sjálfsögðu fallegasta litinn, jarpblesótt. Síðar sá ég auðvitað að valið hafði ekki verið skynsamlegt m.t.t. útlits og gæða gripsins. En Blesa var mitt fyrsta hross og átti ég með henni margar góðar stundir. Mesta og stærsta gjöf síðari ára á Suðurlandi er án efa gjöf þeirra Ármóts-systkina til Búnaðarsam- bands Suðurlands, þegar þau gáfu jörðina Stóra-Ármót, sem er ein stærsta jörð í Hraungerðishreppi. Síðustu ár mín á Ármóti höfðu Jón og Leifa miklar áhyggjur af búskap á nálægum jörðum. Þau horfðu á Grímsnesið fyllast af sumarbústöð- um og tóku það mjög nærri sér, sérstaklega Leifa. Þau óttuðust að búskapur myndi leggjast af á Ár- móti, þegar þau féllu frá og allt fyllast af sumarbústöðum. Til þess að tryggja að svo yrði ekki og til að leggja sitt af mörkum til styrkt- ar íslenskum landbúnaði, sérstak- lega sauðíjárrækt, ákváðu þau að gefa Búnaðarsambandi Suðurlands jörðina í von um að búskapur héld- ist á Ármóti eftir þeirra daga. Þegar Jón féll frá fyrir nærri áratug fluttist Leifa á Selfoss. Ég vissi að þessi flutningur yrði henni mjög erfiður. Að yfírgefa dýrin og jörðina yrði henni þungt. Ég hugs- aði mikið um hvaða dýr ég gæti gefíð henni, sem hún gæti haft hjá sér á Selfossi. Ekki mátti hafa hund eða kött í fjölbýlishúsi. Leifa hafði aldrei sérstakt dálæti á músum og hikandi færði ég henni hamstur. Það var eins og við manninn mælt. Hún tók ástfóstri við Snata, en svo nefndi hún hamsturinn, og skrifaði mér mörg bréf um hátterni hans, en þá var ég komin í nám í dýra- lækningum erlendis. Ég veit að Leifu þótt-i vænt um að ég valdi þetta fag, enda má segja að hún hafí hjálpað mér að leggja grunninn að lífsstarfi mínu. Síðustu árin gat ég ekki heim- sótt hana eins oft og ég hefði ósk- að, en ég vissi af konu á Selfossi sem bar mikla umhyggju fyrir Leifu. Þúsund þakkir Tove. Bogga. t Elskulegur eiginmaður minn og bróðir, GUÐMUNDUR JÓNSSON, Þverási 16, Reykjavík, andaðist miðvikudaginn 13. maí. Birna Agústsdóttir og systkini hins látna. t Faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORBJÖRN EYJÓLFSSON, áður til heimilis á Arnarhrauni 13, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. maí. Jóhanna Þorbjörnsdóttir, Þorbjörn Guðmundsson, Vilborg Guðmundsdóttir, Dagbjört Guðmundsdóttir, Lovisa Guðmundsdóttir og langafabörn. Guðmundur Kr. Guðmundsson, Anna Linda Steinólfsdóttir, Loftur Jónasson, Ómar Sigurbergsson, t Ástkaer faðir okkar, ÁSGEIR BJARNI ÁSGEIRSSON, Hátúni 10, lést 11. maí í Landakotsspítala. Jarðarförin hefur farið fram. Katrín Ásgeirsdóttir, Lára Ásgeirsdóttir, Hólmfríður Ásgeirsdóttir. t Alúðarþakkir til allra þeirra, er veittu okkur hluttekningu og hlý- hug við fráfall eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, FRÍMANNS SIGURÐSSONAR, l'ragerði 12, Stokkseyri. Sérstakar þakkir færum við Verkalýðs- og sjómannafélaginu Bjarma, Stokkseyri. Anna Hjartardóttir, Margrét Frímannsdóttir, Jón Gunnar Ottósson og börn. Anna P. Hjartardóttir, Svavar Björnsson og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.