Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1992 31 Bóndarós Paeonia officinalis Blóm vikunnar Umsjón:Ágústa Björnsdóttir 233.þáttur Meira en öld er liðin síðan fyrstu bóndarósirnar voru fiuttar hingað til iands. Ekki er þó hægt að segja að þær séu meðal þeirra garð- plántna sem algengar geta talist og misjafnar sögur fara af ræktun þeirra. Margar tegundir eru til af bóndarósum en það eru aðallega tvær þeirra, eða öllu heldur af- brigði, sem hér eru ræktaðar af einhveiju ráði. Sú sem betur hefur reynst heitir Paeonia officinalis á fræðimáli og er þetta sú tegund sem við getum með réttu nefnt bóndarós vegna þess að ræktun hennar hefur um aldaraðir verið áberandi mikil við bændabýli í hin- um ýmsu löndum Evrópu. Áður fyrr var mikill fjöldi afbrigða til af þessari tegund en í seinni tíð eru það aðallega 3 eða 4 sem vel eru þekkt. Þau eru öll með þéttfyllt- um blómum og heita: Paeonia officinalis „Rubra Plena“, sem er með dökkrauðum blómum, „Alba Plena“ sem í fyrstu eru bleik, en lýsast og verða að lokum hvít, „Rosea Plena“ með bleikum blómum og „Rosea Superba Plena“, sem er líka með bleikum blómum. Til eru afbrigði með ein- földum blómum og eru þau nú ræktuð hér til reynslu. Villtar plöntur af tegundinni eru sjaldan ræktaðar. nema í grasgörð- um. Þær eru nú líka til hér í nokkr- um görðum til reynslu. Heimkynni P. officinalis eru Sviss, Týrol, Frakkland, norðurhluti Ítalíu og Albanía. Hún vex oft þónokkuð hátt til fjalla. í Alpafjöllunum hefur hún fundist í 1.700 m hæð. Þessi tegund á sér mjög langa ræktunar- sögu. Vitað er að farið var að rækta hana fyrir meira en 1.000 árum. Um miðja 19. öld fór ræktun henn- ar að dragast saman vegna annarr- ar tegundar sem þá var nýbúið að fiytja inn frá Kína. Þessi nýja tegund var Paeonia lactifiora (P. sinensis og P. albiflora), sem oftast er nefnd kínversk bóndarós. Rækt- un hennar var ævaforn í Kína og var hún til í ýmsum afbrigðum sem þóttu bera af hinum gömlu bónda- rósum, sem ræktaðar liöfðu verið fram að þessu í Evrópu. Þetta er sú bóndarós sem algengust er og er mest ræktuð í erlendum gróðrar- stöðvum nú á dögum, en þetta er líka sú tegund sem oftast er á markaðnum hjá blómaverslunum hér á landi. Með fáeinum undan- tekningum hefur hún reynst hér afar iila vegna þess að hin köldu sumur sem við búum við hæfa henni ekki. Fáein afbrigði eru þó til sem biómstra snemma og hafa þau í góðum sumrum reynst allvel. Við ræktun bóndarósa þarf að gæta þess vel að velja þeim skjól- góðan, bjartan og hlýjan stað. Jarð- vegur þarf að vera vel framræstur. Ræturnar þarf að setja það djúpt að 3-4 sm séu niður á efstu brum- in. Hæfilegt bil milli plantna er um 75 sm. Besti tíminn að gróðursetja eða flytja bóndarósir er að haust- inu, frá seinni hluta septemb- ermánaðar og fram í nóvember, á meðan jörð er þíð. Einnig snemma að vorinu, áður en vöxtur byijar. Ef flytja þarf gamlar plöntur er best að skipta þeim um leið, og það smátt að 3-5 brum séu á hveijum rótarhluta. Bóndarósir eru venju- lega nokkuð iengi að ná sér eftir flutning, þess vegna er best að hrófla sem minnst við þeim. Umhirða felst í árlegri áburðar- gjöf snemma vors og aftur að lok- inni blórhgun í júlí/ágúst, til að örva vöxt og þroska nýrra blóm- bruma og tryggja þannig blómgun næsta árs. Stöngla þarf að binda upp til stuðnings hinum stóru blóm- um. Blöð og stöngla má svo skera burt, en þó ekki fyrr en seint á haustinu. Vetrarskýli er óþarft. RAÐAUGi YSINGAR FUNDIR - MANNFAGNAÐUR félag háskólamenntaSra hjúkrunarfrœðlnga Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og Hjúkrunarfélag íslands boða til sameigin- legs félagsfundar miðvikudaginn 20. maí 1992 á Hótel Holiday Inn, fundarsal, 1. hæð, kl. 20.00. Fundarefni: Skoðun á uppbyggingu stéttar- og fagféiaga með hliðsjón af hugsaniegri stofnun nýs félags hjúkrunarfræðinga. IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK Innritun á haustönn 1992 Innritað er á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. Við innritun skulu nemendur láta fylgja prófvottorð frá þeim skólum er þeir hafa áður stundað nám í. Síðasti innritunardagur er 4. júní. Innritað verður í eftirtaldar námsbrautir: - 2. stig fyrir samningsbundna iðnema. - Grunndeild háriðna. - Grunndeild málmiðna 1. og 2. önn. - Framhaldsdeild í málmiðnum. - Grunndeild rafiðna 1. önn. - 3. önn í rafeindavirkjun. - Grunndeild tréiðna 1. og 2. önn. - Tækniteiknun 1. hluti. - Tækniteiknun framhaldsdeildir. - Tækniteiknun með tölvu. Tækniteiknurum og tæknifólki er gefinn kostur á að sækja þá áfanga í Auto-CAD sem eru kenndir í tækniteiknuninni. - Hönnunarnám er byggir á verkstæðinu sem grunni. Námið innifelur almennan kjarna og teikningar auk grunnþekkingar í meðferð tækja og efnis á sviðum tré, málma, plasts og steinaslípunar o.fl. svo og markaðsþekkingu. - Námskeið í trefjaplastiðn. Gefinn verður kostur á fjarnámi í bóklegum greinum, sem undanfara fyrir verklega hluta námsins. - Enskunám fyrir vinnuvélafólk. Gefinn verð- ur kostur á fjarnámi, er verður undanfari verklegra námskeiða, sem fyrirhuguð eru á vorönn. - Meistaraskóli fyrir iðnaðarmenn. - Fornám, auk upprifjunar á námsefni 10. bekkjar innifelur námið verkefnavinnu í verkstæðum skólans og starfskynningu frá atvinnulífinu. Á vorönn verður boðið nám fyrir 1. og 3. stig samningsbundinna iðnema, 3. önn hár- greiðslu, 2. önn í grunndeild rafiðna, 4. önn í rafeindavirkjun, námskeið í vinnuvélatækni auk hluta af ofannefndu námsframboði. Rafvirkjar - rafverktakar Próf í fagtæknilegum áföngum til löggildingar í rafvirkjun verður haldið í Tækniskóla íslands mánudaginn 25. maí 1992 kl. 13.15-14.30. Þátttakendur leggi fram staðfest gögn um að þeir hafi lokið námskeiðunum eða sam- bærilegu námi. Rafmagnseftirlit ríkisins. Fullorðinsf ræðsla fatlaðra Upplýsingar og innritun mánudaginn 18. maí í síma 81306 (Brautarskóli) og þriðjudaginn 19. maí (skólinn við Kópavogsbraut) í síma 41423 milli kl. 10.00-12.00 og 13.00-15.00. Skólastjóri. Til leigu er stæði fyrir flugvél íflugskýli í Fluggörðum, Reykjavíkurflugvelli. Upplýsingar í símum 38213 og 984-51063. Seyðfirðingar í Reykjavík og nágrenni Munið kirkjukaffið og aðalfund félagsins að aflokinni messu í Bústaðakirkju á morgun sunnudag kl. 15.00. Stjórnin. TILKYNNINGAR Orðsending til eigenda reykköfunartækja frá Fenzy/Mandet Frá 3. mars hefur öll þjónusta reykköfunar- tækjanna flust til Slökkvitækjaþjónustu Suð- urnesja, Keflavík, sími 92-14676. Frá sama tíma féll niður þjónustuleyfi Prófunar hf., Reykjavík. Munið að reykköfunartæki skal færa til skoð- unar í prófunarstöð eigi sjaldnar en á 2ja ára fresti. Klif hf., Grandagarði 13, sími 23300. FÉLAGSLÍF Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikuna framundan: Sunnudagur: Brauösbrotning kl. 11.00. Ræðumaöur Hafliði Krist- insson. Almenn samkoma kl. 16.30 í umsjá Samhjálpar. Mánudagur til föstudags: Bænavika. Bænastundir hvert kvöld kl. 20.30. Laugardagur: JESÚGANGAN Mæting kl. 13.30 á Lækjartorgi. Lofgjörðarsamkoma kl. 20.30. Ræðumaður Björn Ingi Stefáns- son. ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferðir sunnud. 17. maí Kl. 9.15 Kirkjugangan 10. áfangi: Leirá. Mæting við Akraborgina, frá Akranesi verð- ur ekið að Vegamótum vestan við Hvítanes þar sem gangan hefst. Gengið verður að Beiti- stöðum og þaðan að Leirá. Eftir móttökur í kirkjunni, þar sem fjallaö verður um kirkjuna og sögu hennar, verður gengið aö Leirárgörðum og Leirárlaug. Fyr- ir þá, sem óska þess að ganga lengra, er gengið áfram að Fiski- læk. Til baka verður farið með Akraborginni kl. 17 fyrir þá, sem Ijúka göngunni við Leirárlaug, en kl. 20 með Akraborginni fyrir þá, sem Ijúka göngunni við Fiski- læk. Kl. 12.15 Kirkjugangan. Mæting við Akraborgina og sameinast árdegishópnum við Beitistaði. Verð í ofangreindar ferðir er kr. 1500/1400. Ath.: Áður auglýst hjólreiðaferð, sem átti að vera sunnud. 17. maí kl. 13, fellur niður. Útivist. FERÐAFÉLAG % ÍSIANDS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682S33 Skrifstofa F.í opnuð í nýja félagsheimilinu í Mörkinni 6 þriðjudaginn 19. maí. Sunnudagsferðir 17. maí Kl. 10.30 Þjóðleið 4: Þorláks- höfn-Selvogur. Mjög skemmti- leg strandganga. Sérstæðar klettamyndanir, gatklettar o.fl. að skoða á leiöinni. Safnið þjóð- leiðum. Fararstjóri: Ólafur Sigur- geirsson. Kl. 13.00 Selvogsheiði-Eirik- svarða-Heilishæð. Gengið á slóðum galdraklerksins Eiriks í Vogsósum að vörðunni sem hann hlóð á Svörtubjörgum til vamar Tyrkjum. Fararstjóri: Guðmundur Pétursson. Verð kr. 1.100,-, fritt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin (stansað við Mörkina 6). Brottfararstaður verður áfram enn um sinn frá BSÍ. Kvöldganga miðvikudagskvöld- ið 20. maf kl. 20: Gálgaklettar- Eskineseyri. Göngudagur F.í. sunnu- daginn 31. maítileink- aður opnun skrifstof- unnar íMörkinni6 Það eru timamót hjá Ferðafélag- inu. Skrifstofa félagsins á Öldu- götu 3 flytur nú um helgina í glæsilegt húsnæði í nýja félags- heimilinu í Mörkinni 6 (austast v. Suðurlandsbraut). Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 18. mai vegna flutningana, en viö opnum á nýja staðnum þriðju- dagsmorgun 19. maí kl. 9. Lítið inn! Göngudagurinn 31. maí verður tileinkaður opnun nýju skrifstofunnar. í boði verður gönguferð kl. 11 (10 km) úr Heiö- merkurreit F.f. niður um Elliöa- árdal í Mörkina og kl. 13 er farin fjölskylduganga um Elliöaárdal- inn. Fjölmenniðl Helgarferðir 22.-24. maí: 1. Eyjafjallajökull-Seljavallalaug. 2. Þórsmörk-Langidalur. Utanlandsferðir fyrir félaga Ferðafélagsins verða eftirfarandi: 1. Suður-Grænland 25/7-1/8. 2. Jötunheimar i Noregi 14/8- 24/8. 3. Kringum Mont Blanc 29/8-9/8. Ný stórkostleg gönguferð í Ölpunum. Nánar kynnt í nýju fréttabréfi. Pantið sem fyrst. Gerist félagar og eignist nýju árbókina. Upplýsing- ar á skrifstofu. Nýtt heimilisfang: Mörkin 6,108 Reykja- vík. Ný númer: Sími: 682533;Fax: 682535. Ferðafélag íslands, velkominíhópinn! VEGURINN Krístið samfélag Smiðjuvegi 5, Kóp. Raðsamkomur með Lindu Bergl- ing frá Arken í Svíþjóð og að- stoðarfólki hennar. Laugardag: Almenn samkoma kl. 15.30. Almenn samkoma kl. 20.30. Sunnudag: Fjölskyldusamvera kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 16.30. Almenn samkoma kl. 20.30. Linda Bergling prédikar og þjón- ar á öllum samkomunum. Allir velkomnir. „Þeir sem vona á Drottinn fá nýjan kraft.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.