Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAl 1992 Heimildarmyndin og hafið Kvikmyndir Sæbjöm Valdimarsson Háskólabíó Verstöðin Island Handrit, gagnasöfnun, sljórn Erlendur Sveinsson. Kvik- myndataka Sigurður Sverrir Pálsson. Leikmynd Gunnar Pálsson. Oflun gamals mynd- efnis Erlendur Sveinsson, Þór- arinn Guðnason. Hljóðupptaka Þórarinn Guðnason, Erlendur Sveinsson. Klipping Erlendur Sveinsson, Sigurður Sverrir Páisson. Þulur Vilhelm G. Kristinsson. Heimildarkvik- mynd í fjórum hlutum um sögu útgerðar og sjávarútvegs frá árabátaöld fram á okkar daga. I. Frá árum til véla. Sýningar- tími 63 mín. II. Bygging nýs íslands. 60 mín. III. Baráttan um fiskinn. 59 mín. IV. Ár í útgerð. 73 mín. Lifandi myndir HF fyrir LÍÚ 1992. Það er svo sannarlega ekki á hverjum degi sem maður verður vitni að stórvirki i íslenskri fjölm- iðlun en hin risavaxna heimildar- mynd Verstöðin ísland flokkast umsvifalaust undir það besta sem við höfum gert í kvikmyndagerð yfir höfuð. Stórbrotið, skemmti- legt og vandvirknislegt verk sem á sér aðeins eina hliðstæðu í öðru meistarastykki, íslenskum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánss- onar. Já, skemmtileg, sem hlýtur að teljast eftirtektarverður árangur þegar haft er í huga að umfjöllunarefnið er „sá guli“, at- vinnuhættir og útvegsmál. Og myndin maraþonseta. En áhorf- endur skemmta sér vel undir þessari fjögurra og hálfrar stund- ar sýningu, því til sönnunar ruku þeir til sæta sinna tímanlega í hléum og klöppuðu hressilega að lokum á þeirri almennu sýningu sem ég sá. En íslenskir kvik- myndahúsagestir hafa ekki bein- línis orð á sér fyrir að sýna tilfinn- ingar sínar á almannafæri! Vitan- lega er það sá augljósi metnaður og vandvirkni snjallra fagmanna sem birtist í öllum þáttum kvik- myndagerðarinnar sem gert hef- ur Verstöðina að einkar ánægju- legri upplifun. Verstöðin ísland er í fjórum hlutum. Þeir þrír fyrstu eru sögu- legir, byggðir á gömlum heimild- um, ljósmyndum og kvikmyndum, svo og leiknum atriðum. Síðasti þátturinn er hinsvegar heimildar- mynd sem lýsir árshringnum í útgerðinni frá flestum sjónar- hornum. Fyrsti kaflinn nefnist Frá árum til véla og þar kynnist áhorfandinn andrúmslofti í ver- búð á ofanverðri síðustu öld. Fylgst með vermönnum á meðan þeir voru enn ofurseldir náttúru- öflunum á opnum bátum, undir árum. Síðar upphafi vélvæðingar og þeim lífsnauðsynlegu ,jónum prímusum" sem fylgdu í kjölfarið, jafnt sem fiskimönnunum og borginmannlegum faktorum. Þessi hluti er leikinn og umhverf- ið m.a. endurbyggðar verbúðir vestur á fjörðum, og á það vel við því þar hafa menn lengst stundað sjóinn af atvinnu- mennsku hérlendis. Þó að tíma- setningin sé undir síðustu alda- mót þá lýsir þessi hluti engu að síður sjávarháttum landsmanna í gegnum aldirnar, svo lítið sem þeir bréyttust frá upphafi til véla- aldar. Endursmíðin er vandvirkn- isleg út í ystu æsar og leikararn- ir sjóbarðir almúgamenn sem gefa rétta mynd af sægörpum fyrri alda. Annar hluti nefnist Bygging nýs fslands og tekur fyrir árin frá 1920 framá miðja öldina. Fiskiskútur og árabátar týna tölunni, þeirra í stað kemur vélv- æddur floti togara og flskibáta af öllum stærðum. Við upplifum hörmungar tveggja styijalda og uppganginn sem þeim fylgdi. Hér kemur í ljós ótrúlegur árangur mikillar gagnasöfnunar. Mest kemur á óvart hversu höfundar hafa verið fundvísir á kvikmyndir frá fyrstu áratugunum. Maður tæpast trúir eigin augum en myndbrot úr söfnum og einkaeign vítt og breitt púslast listilega saman í heilsteyptan sjávarhátta- annál' sem rekur sig svo áfram til nútímans. í þriðja þætti, Baráttunni um fískinn, er eins og nafnið bendir til, fjallað um baráttu okkar fyrir því að vera sjálfstæð þjóð í sjálf- stæðu landi. Og grundvöllurinn er vitaskuld hin helft okkar föður- lands, hafið. Sögufræg þorska- stríð við Bretann og sætir sigrar. Uppbygging, aflabrestir, loðna og síld. Hnípin brottför nýsköpunar- togaranna úr landi á vit erlendra bræðsluofna eftir ómetanlegan þátt í íslensku atvinnu- og efna- hagslífi. Nú hafa kvikmyndagerð- armennirnir úr nógu að moða en þetta er þó veikasti þátturinn. Ekki er handbragðinu um að kenna heldur eru tímarnir ein- faldlega of nálægt okkur. Síðastur en ekki sístur er Ár í Hann hefur löngum verið bak- hjarl íslenska þjóðarbúsins, sæbarði sjósóknarinn. útgerð, veigamesti hluti verksins. Fylgst er með áhöfn og útgerðar- mönnum tveggja skipa, lúins skuttogara og vertíðarbáts. Farið er í veiðiferðir með togaranum, söluferð til Þýskalands, yfírhaln- ingu í Póllandi. Bátnum er fylgt eftir á vetrarvertíð, trollfískiríi og síldveiðum. Kunnar persónur koma við sögu eins og Sigurður Einarsson, Guðrún Lárusdóttir, Hjörtur Hermannsson, Sigurður Georgsson. Hér sjáum útvegsmálin í nýju ljósi. Komumst í snertingu við rammíslenskan raunveruleika og tökum á púlsi atvinnulífsins því við fáum innsýn í líf og störf út- gerðarmannanna í landi sem sjó- mannanna á hafí úti. Fáum að skyggnast bak við tjöldin sem sjaldnast gefst í stöðnuðum sjón- varpsfréttum og kvikmyndagerð- armennirnir forðast að nota bein viðtöl, til allrar guðslukku. Hér sjáum við hinsvegar menn hittast í messanum, ræða málin í vigtar- skúrnum, leggja á ráðin um söl- una á aflanum, kynnumst hinum siðferðilega þætti útvegsbóndans. Skip og menn í tignarlegum atrið- um úti á ballarhafi og sjáum þá ógnarmöguleika í úthafstökum sem hafa að mestu leyti leynst til þessa fyrir kvikmyndatöku- mönnum. Verstöðin Island er dramatísk átakasaga þar sem skiptast á gjaldþrot og góðæri, uppgangs- tímar og erfíðleikar. Og vitaskuld er útvegurinn spegill þjóðarsálar- innar á öllum tímum. Þessi ómet- anlega heimild um undirstöðuat- vinnuveg landsmanna er frábær- lega kvikmynduð, hljóðupptakan óaðfinnanleg, tónlistarvalið oftast gott, einkum í seinni köflunum. Textinn meitlaður og vel fluttur, gallar fáir og minniháttar. Yfír- gripsmikil heimildasöfnunin hef- ur skilað ótrúlegum árangri og fullyrða má að nauðsynlegt sé að sjá þessa merkismynd þar sem hún á heima - á hvíta tjaldinu. Og á því gefst mönnum kostur því Verstöðin ísland er að leggja upp í ferð um landið en einnig verður hún sýnd aftur á almenn- um sýningum í Háskólabíói. Kvikmyndagerðarmennirnir eiga miklar þakkir skildar fyrir þann metnað, virðingu og vand- virkni sem þeir hafa lagt í störf sín og LÍÚ fyrir þann stórhug sem þeir hafa sýnt atvinnuveginum og þeim sem að honum standa. Hér hafa verið sköpuð ómetanleg menningarverðmæti. Tónlistm verður að koma frá hjartanu - segja dönsku tónlistamennirnir í alheimshljómsveitinni Bazaar, sem stödd er hér á landi í tónleikaferð DANSKA alheimshljómsveitin Bazaar er nú stödd hér á landi til tónieikahalds, en sveitin mun halda hér sex tónleika, þá fyrstu í kvöld, laugardagskvöld, í Hótel Valaskjálf. Bazaar er skipuð þremur af þekktustu tónlistarmönnum Danmerkur, en sveitin hefur starfað í sautján ár. Meðlimir Bazaar koma hver úr sinni áttinni, ef svo má segja, en sveitina skipa Anders Koppel orgel- leikari, Flemming Quist Moller konga-, dabuka- og trommuleikari og Peter Bastian fagott-, klarinett-, okarínu- og slagverksleikari. Anders Koppel Iærði ungur á píanó og klarinett og tók snemma þátt í flutningi nútímatónlistar. Hann gerðist atvinnumaður í tónlist 1967, þegar hann stofnaði rokk- sveitina Savage Rose með bróður sínum. Anders sagði skilið við Savage Rose 1974 og hefur síðan verið eftirsóttur tónsmiður, aukin- heldur sem hann hefur sent frá sér plötur einn og í slagtogi við aðra. Anders hefur verið afkastamikið kvikmynda- og sjónvarpstónskáld síðustu ár. Flemming Quist Moller byrjaði tónlistaferil sinn sem jasstrommu- leikari á sextánda árinu. Hann fór síðan að fást við bongótrommuleik og starfaði meðal annars með suður-amerískum tónlistarmönnum í Amsterdam um skeið. Flemming hefur farið margar námsferðir til Tyrklands, Makedóníu, Afríku og Kúbu og hefur leikið inn á grúa hljómplatna með fjölmörgum tón- listarmönnum, en að auki hefur ,hann getið sér orð sem barnabóka- höfundur, teiknimyndasmiður og handritshöfundur fyrir sjónvarp. Peter Bastian er lærður fagott- leikari og var einn af stofnendum danska blásarakvintettsins, sem hefur hlotið alþjóðlega viðurkenn- ingu og hann leikur enn með. Peter starfar sem kennari við konunglega danska tónlistarskólann, en er lík- lega þekktastur í Danmörku fyrir metsölubók sína Ind i Musiken, sem hann var verðlaunaður fyrir. Til viðbótar við tónlistarnám lagði Pet- er Bastian stund á eðlisfræði við Kaupmannahafnarháskóla í níu ár. Peter hefur ferðast víða um Tyrk- land og Búlgaríu, aukinheldur sem hann fer víða um Samabyggðir ár- lega. Peter Bastian kom hingað til lands á síðasta ári og hélt þá fyrir- lestra um tónlist og tónhugsun á vegum Norræna hússins. Hann mun einnig halda fyrirlestra að þessu sinni, í Norræna húsinu og í húsi FÍH. í stuttu spjalli sögðust þeir félag- ar Anders Koppel og Flemming Quist Moller mjög spenntir að spila á íslandi cg ekki síður að fá kost á að sjá ísland, sem hafi lengi ver- ið á óskalista vegna íslenskrar nátt- úru, en það væri líka eftirsóknar- vert að fá kost á að spila fyrir fólk sem ekki þekkir til hljómsveitarinn- ar. Þeir sögðu að þar sem tónlist Bazaar væri að hálfu samin fyrir- fram og að hálfu innblásinn spuni ætti íslandsferðin eftir að speglast í tónlistinni á hveijum tónleikum og vísast réðist blærinn af því sem Danska hljómsveitin Bazaar, Anders Koppel, Peter Bastian og Flemm- ing Quist Moller. fyrir augu bar fyrir tónleikana. Þess má geta að til stendur að hljóð- rita eina tónleikana á Púlsinum og verða þær upptökur að öllu líkum nýttar við plötugerð, en hljómsveit- in hyggst gera breiðskífu í júní. Anders og Flemming sögðu að tónlist Bazaar hefði tekið miklum breytingum þessi sautján ár sem sveitin hefði starfað, enda ekki nema von þar sem þeir væru allir sífellt að þroskast sem tónlistar- menn, en grunnhugmyndin að baki sveitarinnar; að vera aldrei að herma eftir neinum ákveðnum stíl heldur að skapa sinn eigin, hefði haldist alla tíð. Þeir nefndu sem dsemi að í upphafi hafí þeir hrifist af tangótónlist og ákveðið að reyna að spila nokrra tangóa. „Það gekk hræðilega," segja þeir og hlæja að tilhugsuninni, „en nokkru síðar spil- uðum við „óvart“ tangó á tónleik- um, á okkar eigin hátt.“ Þeir félag- ar leggja á það ríka áherslu að tón- listin verði að koma frá hjartanu og segjast einmitt byija tónleika yfirleitt á því að hafa alla orku í núlli og byggja síðan hægt og stíg- andi upp, eftir því sem þeim blæs í bijóst hveiju sinni og einnig eftir því hvaða svörun áheyrendur gefa. Aðspurðir hvort þeir óttist ekki að erfitt geti reynst að fá íslenska áheyrendur til að leggja við hlustir, segjast þeir engar áhyggjur hafa af slíku. „Við erum búnir að vera í Bazaar í sautján ár og spila um allt og kunnum að koma fólki til að hlusta." Bazaar kemur saman árlega til tónleikahalds og sögðu þeir félagar að þó Bazaar væri ekki alltaf starf- rækt þá væri sveitin þeirra aðal- starf; allt annað væri látið víkja fyrir Bazaar og árið væri fyrst skipulagt með Bazaar fyrir augum og síðan séð hvaða tími væri aflögu fyrir annað. Þeir segja sveitina byggjast á fullkomnu lýðræði og það ætti sinn þátt í að halda henni ferskri, en að auki væru þeir félag- arnir allir gríðarlega forvitnir á tón- list og ófeimnir við að veita ólíkum stefnum inn í jlazaar. Texti: Arni Matthíasson Kristni- boðskynn- ing í Laug- arneskirkju MESSA verður í Laugarnes- kirkju sunnudaginn 17. maí kl. 11.00 árdegis. Að þessu sinni mun Ragnar Gunnarsson kristniboði predika og sóknar- prestur þjóna fyrir altari. Lauf- ey Geirlaugsdóttir syngur ein- söng. Ragnar Gunnarsson og fjölskylda hans hafa dvalið í Kenýu um nokkurt skeið og starfað á vegnm kristniboðsins að fræðslu-, boðunar- og líknar- málum. Kristniboðssambandið hefur starfað bæði í Kenýu og Eþíópíu og er mjög athyglisvert að fylgjast með því þrotmikla starfi. í tengslum við messu í Laugar- neskirkju mun verða sýning á munum og myndum frá Kenýu. Eftir messuna verður boðið upp á kaffisopa og gefst þá fólki kostur á að spyija kristniboðann um starfið. Þó svo barnastarfi safnaðarins sé formlega hætt í vetur, munu börn sem koma með foreldrum sínum til messu í sumar fá tæki- færi til að fara niður í safnaðar- heimilið og hlusta á sögu og leika sér meðan á predikun stendur. Þessi háttur verður hafður á strax frá næsta sunnudegi. - Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur. Þú svalar lestrarþörf dagsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.