Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAI 1992
4
Ráðherrafundur EFTA
á Islandi í næstu viku
RÁÐHERRAFUNDUR Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA, verð-
ur haldinn í Reykjavík dagana 19.-21 maí en slíkir fundir eru
haldnir tvisvar á ári. ísland fer með formennsku í ráði EFTA
fyrri hluta þessa árs og mun Jón Baldvin Hannibalsson stýra fund-
í frétt frá utanríkisráðuneytinu
kemur frám, að meðal mála á
dagskrá fundarins er samvinna
EFTA og Evrópubandalagsins,
EB, í kjölfar undirritunar samn-
ingsins um evrópskt efnahags-
svæði með tilliti til fullgildingar
samningsins og gildistöku, sam-
skipti við þriðju ríki, einkum ríki
5 Mið- og Austur-Evrópu og innri
uppbyggingu EFTA eftir gildi-
stöku EES, þar með talið framtíð-
arskipulag skrifstofu EFTA í Genf
og Brussel.
Ráðherrar EFTA munu á
fimmtudag eiga fund með varafor-
Stal og skreið undir bíl
LÖGREGLAN handtók í fyrri-
nótt mann sem talið er að hafi
undanfarnar vikur stolið áfengi
af minibar i herbergi á Loftleiða-
hótelinu.
Starfsmaður hótelsins sá til
mannsins þegar hann var á hlaup-
um út, náði af honum áfenginu og
hringdi í lögreglu. Þegar lögreglan
handtók manninn hafði hann skrið-
ið undir sendiferðabíl við hótelið og
smeygt sér milli drifskafts og undir-
vagns.
seta framkvæmdastjórar Evrópu-
bandalagsins, Frans Andriessen,
þar sem m.a. verður fjallað um
bráðabirgðafyrirkomulag sam-
skipta EFTA og EB þar til samn-
ingurinn um EES tekur gildi.
Síðdegis á fimmtudag munu Jón
Baldvin Hannibalsson og Frans
Andriessen eiga fund tii að ræða
tvíhliða samskipti EB og íslands.
í tengslum við ráðherrafundinn
verða haldnir fundir ráðgjafa-
nefndar EFTA, þingmannanefnd-
ar EFTA og sameiginlegur fundur
ráðgjafamefndar EFTA og Efna-
hags- og félagsmálanefndar Evr-
ópubandalagsins.
Miðvikudaginn 20. maí verður
undirritað samkomulag varðandi
framtíðarhlutverk þingmanna-
nefndar EFTA. Síðar sama dag
munu EFTA-ráðherrarnir og efna-
hagsráðherra Slóveníu undirrita
samstarfsyfirlýsingu EFTA-ríkj-
anna og Slóveníu.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Straumöndin á náttúrugripasafninu í Eyjum.
Straumönd á vappi
í V estmannaeyjum
V estmannaeyjum.
UNGIR Eyjapeyjar fundu straumönd á vappi í miðbænum í
vikunni. Fönguðu þeir öndina og komu henni til Kristjáns
Egilssonar, safnvarðar náttúrugripasafnsins, sem tók hana í
sína vörslu.
Kristján sagði að öndinn hefði
verið ansi slöpp er hann fékk
hana en hann ætlaði að reyna
að hressa hana við og sleppa
henni síðan. Hann sagist hafga
boðið henni upp á loðnu, sem
hún hafi kroppað í og ljósátu
sem hann týndi í fjörunum á
Heimaey og hefði hún strax far-
ið að kroppa í hana.
Kristján sagði straumönd
ekki algenga í Eyjum. Þó sæist
hún stundum á sjónum við Eyjar
yfír vetrartímann en hann vissi
ekki til að straumönd hefði áður
sést á bæjarrölti þar.
Grímur
Ríkisskattstjóri:
í
f
»
I
\
»
Reglur um vsk eru
til endurskoðunar
REGLUR um virðisaukaskatt eru nú til skoðunar í fjármálaráðun-
eyti og hjá embætti ríkisskattstjóra. Er það vegna þess að endur-
greiðsla innskatts hefur orðið mun meiri en áætlað var, þau tvö k
ár sem liðin eru síðan virðisaukaskatturinn var tekinn upp. “
Friðrik Sophusson fjármálaráð-
herra sagði á Alþingi á fimmtudag
að verið væri að kanna hvort regl-
ur um innskatt væru misnotaðar
á einhvern hátt en niðurstöður
þeirrar athugunar lægju ekki fyrir.
Friðrik lýsti þeirri skoðun sinni,
að fækka ætti undanþágum veru-
lega í virðisaukaskatti og lækka
skattstofninn um leið. Sömu skoð-
un lýsti Guðmundur Bjarnason,
þingmaður Framsóknarflokks.
VEÐURHORFUR I DAG, 14. MAI
YFIRLIT: Yfir Grænlandshafi er hægt vaxandi lægðasvæði, sem þokast
norðaustur.
SPÁ: Suðvestankaldi og víða stinningskaldi um sunnan og vestanvert
landið. Súld eða rigning sunnan- og vestanlands en þurrt að mestu
norðaustanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG: Fremur hæg suðvestanátt. Skúrir um sunnan-
og vestanvert landið en þurrt og léttir víða til á Norður- og Austur-
landi. Hiti 6-10 stig, hlýjast norðaustanlands.
HORFUR Á MÁNUDAG: Vaxandi austan- og suðaustanátt. Þykknar upp
suðaustanlands með rigningu þegar líður á daginn. Hægari og léttskýjað
norðanlands og vestan. Hiti 8-14 stig, hlýjast norðanlands.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir; 990600.
▼ •SUUíikÆ
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað
r r r * f * * * *
f f * f * *
f r f f * / ***
Rigning Slydda Snjókoma
FÆRÐÁ VEGUM:
Skýjað Alskýjað
. * *
V V v
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
(Kl. 17.30igær)
Góð færð er á vegum í nágrenni Reykjavtkur. Vegir á Suðurlandi eru
greiðfærir og einnig með Suðurströndinni austur á Austfirði. Á Vestur-
landi er yfirleitt góð færð, og fært er um Dali í Gufudalssveit. Á Vest-
fjörðum er yfirleitt ágæt færð nema ófært er um Þorskafjarðarheiði.
Lágheiði er aðeins fær jeppum. Vegna aurbleytu eru sums staöar sér-
stakar öxulþungatakmarkanir á vegum og eru þær tilgreindar með merkj-
um við viðkomandi vegi. Allir hálendisvegirlandsins eru lokaðir vegna
aurbleytu og snjóa.
Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hitl veður
Akureyri 8 alskýjað
Reykjavík Salskýjað
Bergen vantar
Helslnki 18 skýjað
Kaupmannahöfn 19 helðsk/rt
Narssarssuaq 2 skýjað
Nuuk 3 snjókoma
Ósló 17 léttskýjað
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Algarve 23 léttskýjað
Amsterdam 23 heiðskírt
Barcelona 20 heiðskfrt
Berlín 24 helðskírt
Chicago 9 heiðskírt
Feneyjar 27 léttskýjað
Frankfurt 28 heiðskírt
Glasgow 13 skýjað
Hamborg 25 heiðskírt
London 17 skýjað
Los Angeles 17 alskýjað
Lúxemborg vantar
Madríd 28 léttskýjað
Malaga 21 mistur
Mallorca 25 heiðskírt
Montreal 9 léttskýjað
NewYork vantar
Orlando vantar
París 27 helðskfrt
Madeira 18 skýjað
Róm 26 heiðskírt
Vín 22 léttskýjað
Washlngton 17 skúr
Winnipeg 5 heiðskírt
F elagsmálaráðuneytið:
Málþing um stöðu karla
í breyttu samfélagi l
Félagsmálaráðuneytið stend-
ur fyrir opnu málþingi um stöðu
karla í breyttu samfélagi í Borg-
artúni 6 laugardaginn 23. maí
frá kl. 11-16.30. Markmið mál-
þingsins er að leggja'grunn að
umræðu um stöðu karla í
breyttu samfélagi. Hvernig
karlar takist á við kröfur nýrra
tíma sem heimilisfeður og uppa-
lendur jafnframt því að vera
útivinnandi.
Á málþinginu verður fjallað um
hvort löggjöfin og framkvæmd
hennar taki mið af breyttu hlut-
verki karla, breytt þjóðfélag og
breytt hlutverk karla, fyrirmyndir
drengja og karla í ímyndar- og
tilfinningakreppu.
Stjórnendur málþingsins verða
Sigurður Snævarr, hagfræðingur,
og Ari Skúlason, hagfræðingur.
Margrét S. Björnsdóttir, formaður
nefndar um stöðu karla í breyttu
samfélagi, setur þingið og Jó-
hanna Sigurðardóttir flytur ávarp.
Meðal frummælenda eru Elsa Þor-
kesldóttir, framkvæmdastjóri jafn-
réttisráðs, Þorvaldur Karl Helga-
son, forstöðumaður fjölskyldu-
þjónustu kirkjunnar, og Guðmund-
ur Andri Thorsson, rithöfundur.
Skráning væntanlegra þátttak-
enda er í Félagsmálaráðuneytinu.
Þátttökugjald er kr. 1000 og er
hádegisverður og kaffi innifalið.
-----------» ♦ ♦----
Athugasemd frá Globus hf:
Styður auk-
ið frelsi í
viðskiptum
GLOBUS hf. hefur sent Morgun-
blaðinu eftirfarandi athuga-
semd:
„Vegna leiðaraskrifa Morgun-
blaðsins 15. þessa mánaðar þar sem
fram kemur að umboðsaðilar séu
því mótfallnir að einokun ríkisins á
tóbaksvarningi verði aflétt, viljum
við árétta að slíkt hefur aldrei kom-
ið fram í okkar málflutningi og
hljótum við því að mótmæla öllum
skrifum í þá veru.
Hið rétta er að Globus hf. fagnar
auknu frelsi í viðskiptum af hvaða
toga sem er.“