Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.05.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. MAl 1992 Óheillagaukar og óminnishegrar Starfslaun rithöfunda, beiskjulaus skrif sem engan hneyksla eftir Þorstein Antonsson Ef einhver skyldi halda að engu máli skipti hvernig bókmenntum er komið í landinu í dag þá skjátlast honum. Alvara málsins er hin sama og ef skipt væri á lækni og bifvéla- virkja við skurðarborð. Framleiddar hafa verið og settar í umferð eftir- líkingar af listafólki sem henta mun betur samfélagsþörf um fyrirsjáan- leika en raunverulegir listamenn gerðu. Þeir reyndust til trafala á leið þjóðarinnar til sinnuleysis. Kaupsýslan, skólar og fleira smíðar menn í hlutverkin til að fullnægja glysgimi sem kemur í staðinn fyrir listþarfir, en sömu öfi sjá til þessa að hinir sem fylla myndu hlutverkin af djúpstæðari þörfum þvælist ekki fyrir. Fyrir vikið verður sá höfund- urinn eða sá myndlistarmaðurinn sem berst fyrir lífi sinu og viti með pensli eða penna að óheillagauk. Ég skal skýra hvað ég á við. Alvörulistamaður er ekki fæddur til að mála eða skrifa fremur en hver annar maður. En hann er fæddur með einhverjum ósköpum samt. Kannski væri full ástæða til að bera hann út strax ef hægt væri að sjá frábrigðin fyrir. En ein- mitt samfélagsform okkar, sjálft lýðræðið, gerir ráð fyrir að frábrigð- in fái að lifa og njóti verndar til að þrífast þrátt fyrir afbrigðileik- ann. Til þess heldur samfélagið opnum félagslegum leiðum bók- mennta og annarra lista. Hafi á annað borð hlaupið snurðá á þann þráðinn svo rækilega sem gerst hefur með þjóð okkar upp á síðkast- ið verður afleiðingin sú sama og alltaf að nokkur hluti mannfólksins fær ekki þrifist við félagsaðstæður sínar, og þá vegna þess hvemig það fólk er gert en ekki vegna þess hvað það gerir. Vegna þess að lífs- skilyrðin eru marklaus, maðurinn finnur sér með engu móti stað, verð- ur skaphöfnin vandrötuð. Það sam- spil listamanns og samfélags sem listaverk er, og þá helst bókmennta- verk, ber við svo búið einnig keim af því hvernig ástatt er um höfund- inn sem félagsveru. Verkið verður torrætt og jafnvel fátt í því í mennskri mynd. Einangrun tján- ingamiðils, þótt ekki sé nema á til- finningar, kemur sér ekki vel fyrir neinn. Menn hrósa því að í seinni tíð hafi höfundar aftur tekið upp hjá sér að skrifa einfaldar sögur með aðaláhersiu á að skemmta. Þessi framvinda mála liggur ljós fyrir og er í sjálfu sér ánægjuleg. En á henni eru heldur en ekki skuggahliðar. Félagsiegt svigrúm til að nota bók- menntir til að uppfylla sérþarfir lokaði'st hreint og beint. Ymsar skýringar hafa verið gefnar á því. Ein er sú að bókmennahefðin í land- inu hafi verið ærið sterk, en að hún hafi ekki verið að sama skapi sveigj- anleg frekar en skapgerð íslendinga yfirleitt og því lagað sig illa að gjör- breyttum lífskilyrðum íslensku þjóðarinnar. Þar af leiddi átök og uppreisn alvöruhöfunda frammi fyrir óhollustusamlegum lífsskilyrð- um sínum og skrifuðu illskilanlegan skáldskap, jafnvel eitthvað sem varla var við hæfi að heimfæra til skilnings eða skáldskapar þótt fært væri í orð (t.d. Orgelsmiðja Jóns frá Pálmholti). Framhaldið skýrir stöðuna. Kreppan í bókmenntum milli þess gamla og þess nýja á sjöunda og áttunda áratugnum hlaut þá sýnd- arlausn að ófyrirsjáanlegir og taugaveiklaðir listamenn hurfu í mannmergð heillar kynslóðar sem eins var komið fyrir og af líkum ástæðum. Þegar „unga kynslóðin“ reis úr öskunni eftir hamskipti upp úr 1980 hafði hún á fullorðinsárum fundið sér lífsviðurværi í fjölmiðlum og við ámóta skilyrði. Eitt var það að hún bauð úr sínum hóp fram ákveðna manngerð til að halda uppi þykjustubókmenntum til að full- nægja gerviþörfum í stað þeirra þarfa sem orðið höfðu hælistækar og loks hlutu aflausn félagslega með umróti ’68 kynslóðarinnar. Skipt var á mönnum, óheilla- gaukarnir dæmdir úr leik svo að lítið bar á en óminnishegrar valdir í hlutverkin í staðinn, menn sem lausir voru við nauðsynina sem hin- um fylgdi. Þar með urðu höfundar fyrirsjáanlegir. Þessi aðferð hefur þróast, einkum fyrir hugsjón Ragn- ars í Smára að halda uppi hóp rit- höfunda í landinu á föstum launum, þegar sú hugsjón komst til fram- kvæmda, í afskræmdri mynd. Raunar er atvinnumennskan núorð- ið, þessi ríkisrekna, alveg sama eðlis og ritun afþreyingarefnis hvarvetna þar sem slíkt er stundað. Og lesendahóparnir líklega ekki svo frábragðnir hvor öðram heldur, þeir sem einkum vilja afþreyingar- efni og þeir sem stunda það nú að Þorsteinn Antonsson „Eftir óreiðuástand á áttunda áratugnum tók sýndarmennskan við. Nýútkomnar bók- menntir í landinu hafa lengst af verið úrræði við tilbreytingarleysi en eru það ekki frekar núorðið en bandarískir hláturskellir í sjón- varpi.“ halda uppi svokölluðum bókmennt- um í landinu. Afþreyingarhöfundur- inn styggir engan, kafar ekki í sam- félagsmálin, lætur vera að fjalla um efni sem er utan alfaraleiðar eða finnur sér á einhvern máta leið fram hjá því að hlaða verk sitt merking- um sem varanlegt gildi hefðu. Sama um staðgenglana, þetta viðfelldna fólk. Þessa ágætu söluhöfunda á afþreyingarefni, takið eftir að orðið er nánast bannorð í seinni tíð, sem tóku við af flækjufuglunum sam- tímis því að „unga kynslóðin" varð fullorðin, fyrir rúmum áratug. Að hverfa hljóðlega Gallinn er sá að bókmenntir full- nægðu raunverulegri þörf í samfé- laginu en gera það ekki lengur. Þær voru lífsvegur fyrir fólk sem ekkert betra félagssnið hafði og bjó þó yfir hæfileikum sem frá fornu fari hafa verið mikils metnir meðal manna, þótt til vandræða væru. Þessi þörf er bundin erfðum mann- fólksins en ekki siðum eða öðru sem á ytra borði liggur, og þess því ekki að vænta að hún verði skilin eftir einhvers staðar á leiðinni til fullkomnara mannlífs. Á mínu ferð- alagi utan vegar hef ég komist í kast við afleiðingarnar af gervi- lausninni við hinu fyrra kreppu- ástandi, hitt fyrir fólk með skáld- gáfu sem er jafn dauðkreppt til sálarinnar og fyrirrennarar þess forðum tíð þegar Sölvi fór hjá garði, með gleraugu og gekk á skíðum. Menn sem ekki voga sér að skrifa en ættu þó að gera það ef ekki væri fyrir þagnardauðann sem við þeim blasir. Menn sem finna sér ekki stað en myndu áreiðanlega skrifa merkilegar bækur um ís- lenskt mannlíf, og það svo yndislega mikið öðruvísi en þrástaglið í komp- aníinu um starfslaunasjóðinn ef - æ, já - ef. Þeir eru fleiri en einn eða tveir af þessu tagi sem meðtek- ið hafa skilaboðin um að koma sér hljóðlega burt, hafa dreymt fyrir fijótt sálarlíf sitt merkingar inn í þögnina sem bjóða þeim dauðann í einni mynd eða annarri. Auðmýktir fyrir þetta eitt að skapgerðin er ólík hinna sem með bókmenntir fara og hefur tekist að steinblinda almenning á merkingu þessa málefnis. Einkennilegt þetta að auðmýkingar frá öðrum komnar, óviðráðanlegar, kalla á samskonar viðbrögð til sjálfsbjargar, einskonar „first aid“, að auðmýkja sjálfan sig fremur en að láta aðra um það. Einn á miðjum aldri fór núna í jan- úar fyrir eigin hendi og hafði þá komið út fimm ljóðabókum án við- urkenningar. Þar er margt gott. Fyrst er það drykkjuskapurinn. Ástandið út á við batnar auðvitað ekkert en hættir að skipta máli. Eða öllu heldur öðlast tilefni sem hægt er að sættast á. Það særir ekki eins viðkvæma sál að samfé- lagið fyrirlíti drykkjumann sem ekki fæst til að hætta drykkjuskapnum. Vindhögg Jónasar sögumanns Krisljánssonar, ritsljóra DV Kveðja frá Barnaverndarráði Islands í helgarblaði Dagblaðsins-Vísis 9. maí sl. gefur að líta leiðara eftir annan ritstjóra þess, Jónas Krist- jánsson, undir fyrirsögninni Ótíðindi sögumanns. Ritstjóranum er heitt í hamsi, sem vonlegt er, þar sem hann telur að „sameinuð framganga hræsnara" og „verndara hræsninnar og kerfisins" hafi gert grófa aðför að blaðamönnum sem vilja vinna „heiðarlega að starfi sínu samkvæmt stöðlum, sem tíðkast í löndum, þar sem blaðamennska á bezta sögu“. Geysist sögumaður um víðan völl, frá Kaliforníu í vestri til Tyrklands og Rúmeníu í austri og greiðir óspart vindhögg á báða bóga. Ástæðan fyrir gífuryrðaflaumi ritstjórans er sú að siðanefnd Blaðamannafélags íslands hefur leyft sér að gera at- hugasemdir við skrif DV um barna- verndarmál. Það gerði siðanefndin með úrskurði sínum frá 24. apríl sl. þar sem nefndin kemst m.a. að þeirri niðurstöðu að það teljist ámælisvert brot á siðareglum blaðamanna að birta mynd á forsíðu af barni sem ákveðin barnaverndarnefnd þurfti aðstoð lögreglu til að sinna. Jafn- framt er rakið í úrskurðinum að fréttaflutningur blaðsins af sama tilefni hafi verið aðfinnsluverður og óvandaður. Ekki hafi verið farið rétt með staðreyndir og upplýsingaöflun verið óvönduð og einhæf. Helst er á ritstjóranum að skilja að blað hans sé afskaplega vandað og siðfágað. Detti mönnum eitthvað annað í hug, þá sé það ekki DV að kenna, heldur hljóti sjálfar siðaregl- urnar að vera eitthvað brenglaðar og sá sem hugmyndina fékk hræsn- ari. Ekki sé hægt að kenna sögu- manni um ótíðindi. Menn eiga að mati ritstjórans ekki að gera sið- ferðiiegar kröfur til DV og blaða- menn eiga yfirleitt „hvorki að hafa reglur né lögreglunefnd, sem stuðla að þögn um afglöp og aðrar uppá- komur einstakra þátta stjórnkerfis- ins“, svo að notuð séu hans eigin orð. Skrif ritstjórans dæma sig sjálf og sýna best hvaða kröfur eru gerð- ar til faglegra vinnubragða á DV. Ekki veigrar ritstjórinn sér við að birta á prenti sleggjudóma um mál- efni sem hann hefur augljóslega ekki gert minnstu tilraun til að kynna sér. Er þessi leiðari kannski dæmigerður fyrir vinnubrögð á DV? Eða er ritstjórinn þarna að móta stefnu sem undirmönnum hans ber að fylgja? Menn hljóta að spyrja sig hvort annað efni blaðsins, kannski allt, sé unnið af jafnlítilli fag- mennsku og yfirvegnn og þessi leið- ari. Barnaverndarmál eru og verða afar viðkvæm og vandmeðfarin. Barnaverndaryfir\'öld og starfsmenn þeirra þurfa að aðstoða fjölskyldur nokkurra þúsunda barna á ári hverju, sumar mikið, aðrar lítið. I fáeinum tilvikum vill svo hörmulega til að uppeldi barna, aðbúnaði þeirra eða atíæti er verulega ábótavant þrátt fyrir margháttaðan stuðning jafnvel árum saman. í þeim tilvikum kemur til forsjársviptingar og börn- unum er komið í fóstur. Til slíkra aðgerða kemur sjaldan á Islandi miðað við helstu nágrannalönd okk- ar. Enn sjaldnar kemur til þess að lögregla þurfi að aðstoða barna- vemdaryfirvöld við framkvæmd úr- skurða, reyndar gerist það í hreinum undantekningartilvikum. Slíkar að- gerðir verða óhjákvæmilega átakan- legar og bitna ekki síst á börnunum. Því þarf að vega og meta vandlega í hverju tilviki fyrir sig hvort réttlæt- anlegt sé að leggja það á börn að ganga í gegnum slíka þolraun og Ijóst að þung rök þurfa að liggja að baki ákvörðunar. Vitaskuld eiga sumir þessara ógæfusömu foreldra erfitt með að sætta sig við forsjár- sviptingu, og eðlilegt er að þeir bregðist illa við og standi jafnvel í baráttu við hið illræmda „kerfi“ árum saman. Líðan þessa fólks er starfsfólki barnaverndaryfirvalda fullkomlega skiljanleg og það á sam- úð þess. En nú hafa DV og fleiri fjölmiðlar skorist í leikinn og tekið þá foreldra sem sviptir hafa verið forsjá barna sinna upp á sína arma. DV fylgist vel með þeim málum sem upp koma og birtir reglulega forsíðu- greinar um óhamingju þessa fólks. Gallinn er sá að heimildarmenn blaðsins eru undantekningalaust fólkið sjálft, sem í hlut á, og einhvetj- ir aðstandendur þess. Umfjöllunin verður því eingöngu tilfinningalégs eðlis. Því vakna óhjákvæmilega spurningar um tilgang þessara skrifa. Getur verið að DV hafi svona brennandi áhuga á velferð viðkom- andi barna eða foreldra? Varla, enda þekkja blaðamenn sjaldnast raun- veralegan bakgrunn og sögu barn- anna. Er mögulegt að mál af þessu tæi, þ.e.a.s. tilfinningalega hlaðin, persónuleg og oft spennandi einka- mál séu einfaldlega góð söluvara? Er hugsanlegt að sjálfir siðapostul- arnir ætli sér að hagnast á ógæfu annarra? Þá er áberandi í leiðaranum hvað höfundi eru persónuleg tengsl hugleikin. Það skyldi þó ekki vera að skrif DV hafi komið til vegna einhverra persónulegra tengsla? Getur verið að einhverjir á DV hafi átt hagsmuna að gæta í slíkum málum? Mundi slík spilling nokkuð líðast á síðum DV, Jónas? Ritstjóri DV setur sig dómarasæti og auk þess gagnrýnir hann siða- nefnd Blaðamannafélagsins, Morgunblaðið og barnaverndaryfir- völd með orðbragði götustráksins. Barnaverndarráð ætlar ekki að taka að sér að svara fyrir tvo fyrrnefndu aðilana, þeir eru fulifærir um það sjálfir, kæri þeir sig nokkuð um það. En ráðinu finnst ástæða til að láta í sér heyra þegar ósvífni í garð fólks, sem vinnur erfið barnavernd- arstörf, gengur úr hófi fram. Ráðið er nefnilega ósammála Jónasi sögu- manni Kristjánssyni um það að fjölmiðill í nútímaþjóðfélagi sé ein- hvers konar meinlaus sagnakarl sem ekki má gera ábyrgan fyrir raupi sínu. Hægt er að upplýsa ritstjórann um það að umfjöllun DV um barna- verndarmál að undanförnu hefur í mörgum tilvikum haft mjög alvar- legar afleiðingar í för með sér og komið illa við marga saklausa ein- staklinga, sérstaklega börn. Var leikurinn til þess gerður? Jónasi finnst eðlilegt að gera ráð fyrir áð stjórnvöldum geti orðið á mistök og það sé hlutverk DV að vaka yfir slíku og upplýsa almenning stöðugt um „ofbeldi" og „glæpi“ kerfiskarl- anna. Hins vegar virðist Jónas ekki gera ráð fyrir að honum geti sjálfum orðið á minstu mistök og enginn sé þess umkominn að gera athuga- semdir við skrif hans. Enda lætur hann ekki kúga sig í nokkru máli. Það er athyglisvert að alvarlegur úrskurður siðanefndar verður rit- stjóranum ekki tilefni til að líta í eigin barm og ástunda uppbyggilega sjálfsgagnrýni, heldur bregst hann við með ofstopa og hroka. Barnaverndarráð sér ekki ástæðu til að eyða löngu máli í að gagnrýna hinn dæmalausa leiðara DV en skor- ar á almenning að lesa hann vand- lega, enda er hann verðugt um- hugsunarefni og vekur ýmsar spurn- ingar, s.s. hvaða siðferðiskröfur þarf að gera til fjölmiðla sem vilja láta taka sig alvarlega? Hver er munur- inn á vönduðum og óvönduðum fréttaflutningi? Er DV trúverðugt fréttablað? Barnaverndarráði er Ijóst að mál- efnaleg umræða um barnavernd er mikilvæg og því hefur ráðið ætíð viljað hafa góð og heiðarleg sam- skipti við fjölmiðla sem sýnt hafa getu til að fjalla um þessi mál af skynsemi. Ráðið vill þess vegna beina því til blaðamanna að þeir vandi skrif sín um barnaverndar- mál. Sem betur fer er reynsla barna- verndarstarfsfólks af blaðamönnum yfirleitt með ágætum og margir þeirra eiga lof skilið fyrir vandaða umfjöllun um barnaverndamál. Ráð- ið fagnar því fyrir sitt leyti að blaða- menn skuli sýna þessum málaflokki áhuga, en ítrekar enn og aftur nauð- syn þess að menn kynni sér málin og fjalli um þau af ábyrgð. Þá verða höggin líka — hvort sem þau eru verðskulduð eða ekki — markvissari. Haraldur Johannessen formaður, Sigríður Ingvarsdóttir, Rannvcig Jóhannsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, Jón Kristinsson, Guðfinna Eydal, Guðjón Bjarnason, Sæmundur Hafsteinsson, Guðrún E. Hreiðarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.