Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. J.UNI 1992
8 C
ara. Höggið var svo mikið að
mjöðmin gekk til. Þetta hafði þau
eftirköst að ég fékk innilokaða
berkla í hægri mjaðmarliðinn. Það
var ýmislegt reynt til að ráða bót
á þessu en ekkert gekk fyrr en
Snorri Hallgrímsson fékk mig til
meðferðar. Hann var þá nýkominn
frá Svíþjóð og tók til bragðs að
skera mig upp. Ég lá í hálft ár á
Landspítalanum til lækninga. Það
tókst að hreinsa berklana í burtu
en liðnum varð ekki bjargað og
gerviliðir óþekkt fyrirbæri á þeim
árum. Lærleggurinn var græddur
við mjaðmargrindina og Iiðurinn
festur.
Þetta varð mér mikið áfall. Ég
sá fram á að geta aldrei framar
hlaupið, stokkið eða sparkað bolta.
Fötlunin gerði framadrauma íþrótt-
amannsins að engu.“
Til starfa fyrir
íþróttahreyfínguna
Þátttöku Sigurðar í íþróttum var
lokið, en engan veginn afskiptum.
Þegar hann var rétt sloppinn út af
Landspítalanum bauðst honum
starf framkvæmdastjóra ÍBR. Þetta
var fyrsta staðan af því tagi innan
frjálsra íþróttasamtaka í landinu.
„Árin hjá ÍBR voru reynsluríkur
og skemmtilegur tími. Ég kynntist
mörgum eldhugum í forystu íþrótt-
afélaganna í Reykjavík sem höfðu
óstöðvandi áhuga á málefnum
íþróttahreyfingarinnar. Ég get ekki
látið hjá líða að minnast á Gísla
Halldórsson arkitekt sem valdist til
Sigurdur var frumkvöóull aó íþróttahreyf ingu fatlaóra
hér á landi, enda segir hann aó
íþróttaiókun efli sjálfstraust og
rjúfi félagslega einangrun fatlaóra.
eftir Guðno Einarsson
í ÆSKU dreymdi Sigurð Magnússon um að verða afreksmaður
í íþróttum og hafði hann alla burði til að ná góðum árangri á
því sviði. Ekki skorti keppnisskapið og íþróttir voru líf og yndi
Sigqrðar. Grimm örlög bundu endi á feril hans innan íþróttavall-
ar en æskudraumurinn hefur ræst, þó með allt öðrum hætti en
Sigurð óraði fyrir. Hann hefur unnið sín íþróttciafrek utan vall-
ar, gjarnan við skrifborðið, í stöðu framherjans og vinnuþjarks-
ins sem er óþreytandi við að fá fólk til að leggja góðum málum lið.
Sigurður Magnússon er framkvæmdastjóri Iþróttasambands Is-
lands. Hann hefur löngum gegnt ábyrgðarstörfum fyrir íþrótta-
hreyfinguna og í Kaupmannasamtökunum svo fátt eitt sé talið.
Eg er fæddur og uppalinn
á Reyðarfirði, yngstur
í hópi 9 systkina. Móðir
mín var Rósa Sigurðar-
dóttir frá Seyðisfírði og
faðir minn Magnús Guðmundsson
verslunarmaður frá Breiðdal. Þegar
ég var 10 ára missti ég móður mína
og heimilið flosnaði upp.
Sumarið áður en móðir mín lést
var ég í sveit á Kambanesi, einum
austasta bæ landsins. Var ég í góðu
yfirlæti hjá Aðalbjörgu systur minni
sem var gefín þangað í fóstur nán-
ast kornabarn. Þegar móðir mín dó
var ætlunin að senda mig aftur að
Kambanesi en þá gerðist atvik sem
lifir í minningunni.
Mér var komið um borð í gömlu
Esjuna og hún lagði frá bryggjunni
á Reyðarfirði. Þrátt fyrir að ég
hefði aðeins allt það besta af fólk-
inu á Kambanesi að segja öskraði
ég svo mikið að Ásgeir Sigurðsson
skipstjóri lagði Esjunni aftur upp
að og lét kippa mér í land. Ég er
viss um að þama réðust örlög um
hvað úr mér varð. I stað þess að
fara að Kambanesi, þar sem ég
hefði líklega ílendst, fór ég til elstu
systur minnar Aagot, sem bjó í
Reykjavík. Hjá henni var ég næstu
tvö árin þar til ég fór aftur austur
til að taka fullnaðarpróf og láta
fermast."
Gómaður fyrir umferðar-
lagabrot
Á þessum árum voru menn ekki
alltaf háir í loftinu þegar lífsbarátt-
an hófst fyrir fullri alvöru. Sigurður
gerðist sendill hjá Landsímanum í
Reykjavík og eignaðist sitt fyrsta
atvinnutæki.
„Til að fá starfið þurfti ég að
leggja mér til hjól. Þá kostaði nýtt
reiðhjól í Fálkanum 250 krónur og
ég var alveg peningalaus. Þetta
bjargaðist þannig að Emil bróðir
minn, síðar kaupmaður í Grundar-
fírði, gaf mér 50 krónur fýrir út-
borgun. Mánaðarlaunin hjá síman-
um voru 150 krónur og ég samdi
um að borga 50 krónur mánaðar-
lega þar til hjólið væri fullgreitt."
Sendlar Landsímans voru undan-
þegnir vissum umferðarreglum.
Sendill sem var með hraðskeyti
mátti til dæmis hjóla á móti umferð
í einstefnuakstursgötum.
„Einu sinni var ég gómaður í
Austurstræti við að hjóla á móti
umferðinni án þess að vera með
hraðskeyti. Var ég kvaddur til yfir-
heyrslu hjá rannsóknarlögreglunni
sem þá var á Fríkirkjuvegi 11. Sig-
urður Magnússon rannsóknarlög-
reglumaður og síðar blaðafulltrúi
Loftleiða tók á móti mér. Hann las
skýrsluna, leit á mig og sagði:
„Elsku drengurinn minn, það nær
ekki nokkurri átt að vera að sekta
svona ungan strák, sem þar að
auki er alnafni minn.“ Þar með var
málið afgreitt.
Haustið 1944 fór ég í undirbún-
ingsdeild Verslunarskólans, sem
var kvöldskóli. Ég hafði talsvert
umgengist breska og bandaríska
hermenn og kom það sér vel við
enskunámið í skólanum. Þegar und-
irbúningsdeildinni lauk hélt ég
áfram námi við Verslunarskólann.
Því miður varð skólagangan enda-
sleppt, því ég varð að hætta eftir
tvo vetur vegna veikinda og féleys-
is.“
Framadraumar bresta
Það var mikið íþróttalíf á fjörðun-
um fyrir austan, bæði knattspyrna
og fijálsar íþróttir. íþróttaáhuginn
vaknaði snemma hjá Sigurði og lét
hann fátækleg skilyrði til íþrótta-
iðkana ekki aftra sér.
„Eitt sumarið samdi ég um að
reka 20 kýr kvölds og morgna.
Gjaldið var 10 krónur á kú og þótti
ekki svo lítið fyrir strák að hafa
200 krónur yfír sumarið. Kúarekst-
ur er fremur tilbreytingalaus iðja
svo ég fann mér fil dundurs að leita
að flötum og kringlóttum steinum
og æfði mig að kasta.
Ég keppti í knattspyrnu með Val
á Reyðarfirði. Það var í leik með
Val sem ég lenti í samstuði við
mjög kröftugan og þungan mótspil-
forystu í íþróttabandalaginu. Hann
er nú heiðursforseti ÍSÍ og formað-
ur Ólympíunefndar íslands. Við
höfum átt nánast óslitið samstarf
í 42 ár.
Það gaf mér mjög mikið að fá
að starfa fyrir íþróttahreyfínguna
og fást við hluti sem ég hafði brenn-
andi áhuga á. íþróttahúsið á Hálog-
alandi var rekið af ÍBR og tilheyrði
starfí mínu að hafa umsjón með
því. Fljótlega fór ég að annast dóm-
gæslu í handknattieik og brátt var
ég 3 til 4 kvöld í viku inni í Háloga-
landi.
Á þessum árum var hafíð mikið
samstarf íþróttahreyfíngarinnar við
Reykjavíkurborg og hefur það eflst
fram á þennan dag. Uppbygging
félagssvæða í hverfunum var í full-
um gangi og borgaryfírvöld höfðu
ríkan skilning á mikilvægi íþrótta
fyrir unga sem aldna. íþróttafélögin
fengu þó ekkert fyrirhafnarlaust.
Það þurfti sífellt að minna á þarfím-
ar.“
Danshús í Mjólkurstöðinni
Sigurður er vinnuþjarkur og víl-
aði ekki fyrir sér 16 til 18 stunda
vinnudag á yngri árum. Hann var
framkvæmdastjóri ÍBR í sex ár og
á því tímabili rak hann eitt vinsæl-
asta danshús borgarinnar í hjáverk-
um um þriggja ára skeið. Dansleik-
irnir voru haldnir í risi Mjólkur-
stöðvarinnar við Laugaveg og í
nafni ljölmargra félaga.
„í þá daga fékkst ekki skemmt-
analeyfi nema út á einhvers konar
félagsskap. Jens Guðbjörnsson for-
maður Ármanns hafði kynnst mér
í gegnum ÍBR og falaðist eftir mér
í starfíð. Þessi aukavinna var helst
um helgar, vinnutíminn frá því um
kvöldmat og fram til klukkan þijú
á morgnana, stundum lengur og
stundum skemur, frá föstudags-
kvöldi til sunnudagskvölds. Mjólk-
urstöðvarböllin voru mikið sótt af
fólki sem kom til að dansa, svo
slæddist alls konar fólk með. Aðal
útkastari og dyravörður var vinur
minn Guðmundur jaki (Guðmunds-
son, formaður Dagsbrúnar). Það
voru afar fáir, ef þá nokkrir, sem
lögðu í hann. Guðmundur var líka
svo laginn við að tala menn til og
gefa þeim í nefíð.“
Kaupmaður á átakatímum
Sigurður hætti störfum hjá ÍBR
og gerðist kaupmaður. Hann tók
við gamalgróinni matvöruverslun,
Blöndu við Bergstaðastræti. Sama
ár reisti hann Siggabúð í Skipa-
sundi og hóf byggingu stórverslun-
Melabúðarinnar. Melabúðin
Mérfinnst
aldrei neitt
óyfirstíganlegt
— segir Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri íþróttasambands
f slands og afreksmaður utan vallar