Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JUNI 1992
C 5
—m—
segir Steinþór Kári, aðstoðarbílstjóri
og siglingafræðingur hjá Sigurði
bróður sínum.
Samstarf bílstjóra og aðstoðarbíl-
stjóra er gífurlega mikilvægt. „Það
er oftast nóg að gera við að koma
bílnum áfram, það verður að hafa
góðan mann til að hanga út um
gluggann eða ganga á undan þegar
ekkert sést,“ segir Villi og stundum
fannst manni aðstoðarbílstjórinn
hans, Páll Gestsson, eyða meiri tíma
utan á bílnum en inni í honum. „Það
er líka gott að hafa einhvem til að
hleypa úr dekkjunum fyrir sig,“ seg-
ir Gunni og glottir. Ámi Pálsson
aðstoðartökumaður hafði líka ærinn
starfa að sjá um loftið í deklq'unum
sex.
Á Hofsjökli
Frá Setrinu var ætlunin að halda
yfir Hofsjökul. En það var sama sag-
an og áður, við gátum ekki hreyft
okkur fyrir snjóblindu og urðum að
bíða myrkurs og fara austur fyrir
jökulinn og í skálann í Laugafelli.
Jökullinn yrði að bíða betri tíma en
enginn okkar þekkti hann af reynslu
enda er hann sjaldan farinn. Hann
er iíka mjög sprunginn og því ekki
ráðlegt að fara hann nema í björtu.
Tækifærið gafst hinsvegar daginn
eftir. Það hafði birt lítillega og öðru
hvoru sást til sólar. Við ákváðum
þess vegna að fara í áttina að jöklin-
um á tveimur bílum og sjá svo til
hvað við kæmumst langt. Það er
skemmst frá því að segja að við kom-
umst á toppinn án teljandi vand-
ræða, að vísu komumst við í tæri
við sprungur neðarlega á jöklinum,
en þær voru litlar og ekki hættuleg-
ar bílum þó svo að þær hefðu getað
reynst gangandi mönnum skeinu-
hættar. Þunn snjóskánin yfir þeim
var engan veginn mannheld og þegar
við brutum hana féll niður stórt snjó-
stykki sem hvergi heyrðust koma við
botn. Það er hætt við því að maður
hefði ekki átt afturkvæmt ef hann
hefði fylgt á eftir. En bílamir stóðu
sig vel í viðureigninni við sprungurn-
ar og það var ekki annað að sjá en
Aron væri hæstánægður með nýja
bílinn.
En það er skrítin tilfinning að
standa á toppi Hofsjökuls, stað sem
svo fáir hafa komið á. Það er að vísu
ekki mikið að sjá. Jökullinn er kúpt-
ur og það var tiltölulega dimmt yfir.
Þetta var eins og að standa á þaki
Laugardalshallarinnar ef hún væri
þúsund sinnum stærri. En maður ber
einhvemveginn einkennilega virð-
ingu fyrir þessum aldna höfðingja.
Við höfðum aðeins verið þama
skamma stund þegar jökulþokan fór
að læðast inn og Aron og Gunnar
ákváðu að best væri að koma sér til
baka. Það var eins og sá gamli væri
segja okkur eitthvað: „Ég er búinn
að sýna ykkur nóg. Komið ykkur nú
niður aftur.“
Niður um ís
Næst lá leiðin norður Sprengi-
sandsleið niður í Bárðardal og stans-
að á bænum Víðikeri þar sem við
fengum húsaskjól til að hlynna að
ökutækjunum. Þaðan var svo haldið
austur í Mývatnssveit þar sem öll
bensínflát vom fyllt. Ekki veitti af
þar sem ætlunin var að fara sem
leið lá um Herðubreiðarlindir og
Öskju á Vatnajökul. Það er talsverð
vegalengd og Reykjahlíð var síðasti
staðurinn þar sem hægt var að fá
bensín.
Strax á leiðinni í Herðubreiðarlind-
ir fengum við forsmekkinn af því sem
við áttum í vændum. Suður á hálend-
inu sást ekki ský á himni og Herðu-
breið, drotting íslenskra fjalla, skart-
aði sínu fegursta. Það var ekki laust
við að það færi um mann spennu-
hrollur. Skyldum við fá svipað veður
í Öskju og á jöklinum? Það væri ein-
faldlega of gott til að vera satt. Og
eftir því sem Herðubreið nálgaðist
urðum við vonbetri.
En þá kom smávægilegt babb í
bátinn. Gunni og Árni höfðu tekið
forystuna og vom að leita leiða í
gegnum hraunið norðan Herðubreið-
arlinda þegar bíllinn pompaði skyndi-
lega niður um ís. Og þarna sátu
þeir; bíllinn í vökinni í vatni upp fyr-
ir miðjar hurðir og þeir blautir eftir
því. Þetta virðist í fyrstu ekki vera
árennilegt en bfllinn var í gangi og
það vom höfð snör handtök og ísinn
brotinn frá bílnum. Villi slakaði út
spilinu og með dyggri aðstoð Sigga
var bfllinn spilaður upp. „Þetta er
nú ekkert?" sagði Gunni, þó hann
væri bæði blautur og kaldur. „Þegar
við vomm á ferðinni um áramótin
var svo mikill krapi og drulla að við
vomm alvarlega famir að spá í hvað
maður ætti helst að taka úr bílnum
ef hann hyrfi alveg.“ Þetta kostaði
hann samt tvo öxla. Við átökin við
að ná bílnum upp brotnuðu bæði
mið- og framöxullinn.
„Maður þarf nú ekkert að hafa
allt bflaverkstæðið með sér. Þetta er
bara spurning um að hafa réttu hlut-
ina,“ segir Gunni daginn eftir þegar
hann er að gera við fyrir utan Þor-
steinsskála í Herðubreiðarlindum í
10 stiga frosti. „En ég hefði nú
kannski mátt eyða meiri tíma i við-
haldið á honum,“ bætir hann við og
horfír hugsi á bílinn.
Eftir að viðgerðunum var lokið
héldum við í Öskju og eyddum þar
nóttinni í skálanum Dreka sem stend-
ur við mynni Drekagils. Askja er
dulmagnaður staður. Þögnin og
TT/'-IT ro pTT/
auðnin í þessu hrikalega landslagi
er með ólíkindum. Þeir sem hrifíst
hafa af Víti og Drekagiii að sumar-
lagi ættu ekki að láta happ úr hendi
sleppa ef þeir hafa möguleika að
komast þangað að vetri til. Göngu-
ferðin inn í Drekagil í mjúkum
ósnortnum snjónum sem hylur allt
eins og dúnsæng og að sjá fossinn
beinfrosinn inn í botni er lífsreynsla
sem ekki gleymist. Það er eins og
tlminn standi kyrr og þegar litið er
um öxl á leiðinni til baka er eins og
aldrei hafí nokkur maður stigið þama
fæti sínum. Þá fínnst manni lífíð
ósköp forgengilegt og maður sjálfur
harla lítils virði.
Undarlegt fyrirbæri
Skáli Jöklarannsóknarfélagsins í
Kverkfjöllum var næsti áfangastaður
og við héldum sem leið lá úr Öskju
í átt að Dyngjujökli. Veðrið lék við
okkur stillt og kalt en bjart og öku-
ferðin upp aflíðandi jökulinn með
útsýni til Kistufells og Bárðarbungu
í síðdegissólinni var hin mesta
skemmtiferð. En það kólnaði hratt á
leiðinni upp í Kverkfjöll, sem eru
1860 metra há, og teljast með hæstu
tindum landsins. Þegar upp var kom-
ið voru allir hitamælar sprungnir og
frostið sennilega komið niður fyrir
25 stig. Við svoleiðis skilyrði frýs
andardrátturinn I nefinu og mið-
stöðvarhitaður jeppinn er mjög
freistandi kostur.
Næsta mál á dagskrá var að finna
skálann. Enginn okkar hafði komið
þangað áður en hinsvegar voru lóran-
tölumar fyrir hendi. Þrátt fyrir það
reyndist þetta þrautin þyngri. Við
lentum í myrkri og ísnálaþoku sem
er undarlegt fyrirbæri. Henni svipar
til snjókomu en vegna kuldans er
hún mjög fíngerð, kornin eru örþunn
og flöng og varpa til baka nær öllu
ljósi sem á þau fellur. Skyggnið í
ljósum bílanna er þess vegna ákaf-
lega takmarkað og að líta út um
gluggann var engu líkara en að sjá
yfir hafsjó af „glimmer". Við kom-
umst á staðinn þar sem skálinn átti
að vera en sáum hann ekki. Kverk-
fjöll eru ekki þesskonar staður að
nokkum langi að ráfa þar um I svart-
nætti svo við brugðum á það ráð að
ganga tveir á undan bílnum með 20
metra millibili bundnir saman með
kaðli. Ef sá fremri félli niður um
sprungil eða fram af hengiflugi þá
yrðu einhver ráð með að komast upp
aftur. Við lýstum með vasaljósum út
í sortann í von um að fínna skálann.
En það kom að engu haldi. Skálinn
sýndi sig ekki. því var ákveðið að
fara í Grímsvötn u.þ.b. 50 km leið
og gista þar frekar en I bílunum og
þangað komumst við áfallalaust, og
sváfum þar svefni hinna réttlátu.
Það var ógleymanleg sjón sem
blasti við okkur morguninn eftir.
Skafheiður himinn og Vatnajökull,
þetta 8300 ferkflómetra flæmi, blasti
við okkur með öllum sínum tindum
og toppum. Maður trúði varla sínum
eigin augum. Það virtist ekki nema
steinsnar milli Hvannadalshnjúks og
Lómagnúps og þó eru það 45 km.
Fjarlægðarskynið á þessari hvítu
breiðu bregst gjörsamlega.
Við þessar aðstæður ákváðum við
að fara aftur I Kverkfjöll og halda
áfram þar sem frá var horfíð. Páll
og Steinþór Kári ákváðu að það
væri ófært að ferðast alltaf í bíl og
lét þess vegna Gunnar draga sig á
skíðum alla þessa leið. Að fara á
skíðum úr Grímsvötnum í Kverkfjöll
á 2 tímum verður að teljast nokkuð
góður gangur.
Við komumst að því þegar við
sáum förin okkar frá því kvöldið
áður að skálinn var aðeins tæpum
hundrað metrum frá þeim stað þar
sem við komumst næst honum. Og
það sem virtist vera hengiflug í
kvöldið áður voru kannski ekki nema
skaflar og það sem virtust einungis
vera smálægðir í landslaginu reynd-
ust vera jökullón. Ákvörðunin að
fara í Grímsvötn reyndist þess vegna
hafa verið gáfuleg.
Þar sem fjöllin breyta
um lögun
Kverkfjöll eru eitthvert öflugasta
háhitasvæði á landinu. Að vera þar
og virða fyrir sér Hveradalinn og
gufumekkina í íjallshlíðunum með
Herðubreið og Dyngjufjöll við fætur
sér er ógleymanlegt. Við eyddum
þama heilum degi og nutum gest-
risni Kverkfjalla og héldum svo af
stað til síðasta áfangastaðar ferðar-
innar.
Undirritaðan hafði lengi dreymt
um að sjá Snæfell, íjalladrottningu
Austurlands, og þangað var ferðinni
heitið. Leiðin yfir Brúaijökul, sem
er geysistór og sléttur, minnti mest
á eyðimerkurferð. Fjallasýnin þar er
mikil og fögur; Snæfell, Þjófahnjúk-
ar, Herðubreið, Kverkfjöll og austar
ber Goðaborg við himin. Samt eru
það hillingarnar sem eru einkennileg-
astar. Fjöllin breyta stöðugt um lög-
un og leysast jafnvel upp í einhvers-
konar mistri. Maður rifjaði ósjálfrátt
upp sögumar af Fata-Morgana og
munurinn á ís og sandi virtist ekki
svo ýkjamikill. En það gekk nú samt
ekki svo langt að við sæjum pálma-
tré sem betur fer.
Snæfell brást ekki vonum mínum.
Þetta formfagra fjall með jökulhett-
unni verðskuldar það orðspor sem
af því fer. En Austurhálendið hafði
ennþá að geyma mikla fjársjóði og
við áttum enn eftir að reyna það, sem
að öllu öðru ólöstuðu, verður að telj-
ast hápunktur ferðarinnar.
Páskahellir
Laust upp úr 1980 fann Sveinn
Sigurbjamarson á Eskifírði stóran
og mikinn íshelli í Eyjabakkajökli.
Það er ekki vitað til þess að hann
hafí verið kannaður fyrir þann tíma
enda er áin sem í honum rennur efstu
upptök Jökulsár í Fljótsdal og á
sumrin er með öllu ófært í hellinn.
Það er ekki fyrr en farið er að ferð-
ast að vetri til að fólk fer að leggja
leið sína I hann. Nú orðið gera Aust-
fírðingar og Héraðsbúar sér tíðförult
í hellinn, sérstaklega um páska.
Sveinn segist meira að segja oft
hafa haft með sér páskasteikina í
hellinn og grillað fyrir fjölskylduna.
Það er ekki vitað til þess að hellirinn
hafí nafn en Sveinn stingur uppá
nafninu Páskahellir og er það vel við
hæfí.
Hellirinn er geysistór. Lofthæðin
er víðast hvar 4-5 metrar og lengdin
er að minnsta kosti 600 metrar.
Hann er ólíkur öðrum íshellum að
því leyti að hann er kaldur og það
er ekki vitað um jarðhita á þessum
slóðum. Veggimir eru sléttir og
vatnssorfnir og það er líkast því að
strjúka hendinni yfír postulín að
snerta þá. ,Ef lýst er með sterku ljósi
inn í veggina sést marga metra inn
í ísinn. Það er eins og að sjá inn í
aðra veröld þar sem ískristallarnir
liggja djúpfrosnir eins og ekkert geti
haggað þeim. Þegar komið er um
það bil 200 metra inn í hellinn blas-
ir við gat á loftinu þar sem sér í
heiðan himininn. í þessu gati stendur
risavaxið grýlukerti að minnsta kosti
12 metra hátt og 1,5 metri í þver-
mál og ísmyndanimar í kringum það
eru hreinasta listaverk. Gólfíð er úr
glærum ís þar sem áin sytrar undir.
Nokkrir okkar fóru alveg inn I botn
hellisins, eða að minnsta kosti eins
langt og hægt var að komast með
góðu móti. Þá var lofthæðin orðin
nánast engin og orðið svo loftlaust
að það setti að mönnum svima og
það slokknaði á kyndlunum. Þá var
lítið annað að gera en að koma sér út.
Hellirinn er að öllum líkindum ein-
göngu myndaður af vatnsrofi og er
breytilegur eftir því hvernig árar í
jöklinum og stundum finnst hann
alls ekki. Milli Eyjabakkajökuls og
Hátungna myndast uppistöðulón af
jökulbráð og leysingavatni sem
venjulega hleypur fram undir jöklin-
um um mitt sumar og kemur út um
hellinn. Sveinn telur að þetta hlaup
hafí afgerandi áhrif á mótun og
myndun hellisins. En hann hefur
ekki verið rannsakaður til hlítar og
því margt sem ekki er vitað með
vissu. En hvað sem því líður er hellir-
inn stórfenglegt náttúrufyrirbæri og
það eru mikil forréttindi að hafa
fengið tækifæri til að kvikmynda
hann, sem ég veit ekki til að hafí
verið gert áður.
Fráhvarfseinkenni
Eftir að hafa komið á þennan stað
leið manni eins og ekkert gæti kom-
ið manni á óvart lengur og þá var
ekki annað að gera en að halda heim
á leið. Við fórum sömu leið til baka
gistum í Grímsvötnum og héldum
þaðan í Jökulheima og um Hrauneyj-
arfoss til Reykjavíkur. Við höfðum
þá lagt að baki tæpa 2000 kfló-
metra. Það var ekki fyrr en þá að
maður skildi hvað Villi átti við þegar
hann sat á grindverkinu 10 dögum
áður. Fráhvarfseinkennin voru svo
sannarlega erfið og samanborið við
víðáttur hálendisins virðist Lauga-
vegurinn ósköp ómerkilegur.
Það hefur margt misjafnt verið
rætt og ritað um jeppamennsku og
jeppaferðir og oft með réttu. Sá skaði
sem unninn hefur verið á landinu í
gegnum tíðina er óbætanlegur en það
gegnir allt öðru máli um vetrarferð-
irnar. Þá er ekkert tjón unnið á land-
inu. Það er nú einu sinni svo, að
helst er greint frá því sem úrskeiðis
fer, en sem betur fer er það miklu
oftar sem allt fer vel og allur sá fjöldi
fólks sem stundar þessar ferðir kem-
ur heilt heim. Það er von okkar að
þessi kvikmynd eigi eftir að verða
góður vitnisburður um fjalla- og ferð-
amennsku og auki skilning allra á
mikilvægi þess að bera virðingu fyr-
ir þessu einstaka landi en leyfa sér
samt að ferðast um það.
Höfundur erkvikmynda-
gerðarmaður.