Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 12
12 C MORGUNBLAÐIÐ MENNING ARSTRAUM AR SUNNUDAGUR 21.JÚNÍ 1992 Eldur gakk með mér AÐDÁENDUR sjónvarpsþáttanna Tvídr- anga fá sjálfsagt eitthvað fyrir sinn snúð þegar bíómyndin, sem leiksljórinn David Lynch gerði eftir þáttunum sínurn og heitir Tvídrangar: Eldur gakk með mér eða „Twin Peaks: Fire Walk With Me“, verður sýnd í Regnboganum seinna á árinu. IBIO Bíóin í borginni bjóða uppá nokkurt úrval ágætra mynda þessa dagana. Sú umtalaðasta er auðvitað ógnareðli í Regnboganum með þrumugellunni Sharon Stone í aðalhlutverkinu (hver er Michael Dougl- as?) en það er mynd sem býður fyrst og fremst upp á góða afþreyingu. Einnig er Sean Connery öflugur (Töfralækninum í Laugarásbíói og óhætt er að mæla með Stefnu- móti við Venus í Bíó- borginni fyrir þá sem vilja vandaðar myndir. En líklega er besta myndin í dag „Bugsy“ í Stjömubíói þar sem Warren Beatty fer á kostum í hlutverki Bugsy Siegel, sem byggði fyrsta spilavítið í Nevada-eyðimörkinni. Það er ósvikinn stór- myndabragur yfir henni undir frábærri leikstjóm Barry Levinsons sem gerir söguna um Bugsy að ævintýri um banda- ríska athafnamanninn og frumkvöðulinn, sem hafði reyndar þessar líka skuggalegu hliðar. Bob; úr Tvídröngum. undir lokin og var framleiðslu þáttanna hætt því vinsældim- ar snarminnkuðu eftir góða byrjun en Sheryl Lee segir að menn þurfí ekki endilega að hafa fylgst með þáttunum til að njóta myndarinnar. Hún segist hafa heyrt orð- róm um að gera ætti fram- hald myndarinnar en „ég get ekki haldið áfram mikið leng- ur að leika sautján ára stelpu“. Baráttan.vl A Ekki hefur spurst af auga- fullum íslendingum í myndinni, sem sýnd var á kvikmyndahátíðinni í Cannes, en hún rekur nokkurs konar forsögu þáttanna og lýsir at- burðunum fram að því að lík Lám Palmer finnst vafíð inn í plast við bæinn Tvídranga. Margir af leikurum þátt- anna em í myndinni, en Sheryl Lee með fer hlutverk Lám. Atburðarásin í Tví- dröngum var orðin ansi flókin 9000 hafa séð Ód til hafsins ALLS HAFA rúmlega níu þúsund manns séð mynd Bar- bra Steisand Óð til hafsins með Nick Nolte, að sögn Karl O. Schiöth bíóstjóra í Stjörnubíói. Þá sagði hann að rúmlega 19.000 manns hafi séð fjölskyldumynd Stevens Spi- elbergs, Krók, með Robin Williams og að um 5.500 manns hafi séð svertingja- myndina Strákana í hverfinu, en hún gerist einmitt á þeim stað í Los Angeles þar sem óeirðimar vom hvað mestar fyrir skemmstu. Næstu myndir bíósins em að sögn Karls hnefaleikadr- amað „Gladiator" í leikstjóm Rowdy Herringtons og hroll- vekjan „Stephen King’s Sle- epwalkers" í leikstjóm Mick Garris. Krókur; 19.000 manns hafa nú séð þessa fjölskyldu- mynd Spielbergs Galinn gestur í NÝJUSTU gaman- mynd leikstjórans Franks Oz (Hvað með Bob?) leikur Steve Mart- in mann sem fær óvænt- an gest í sumarhúsið sitt, skringilega konu er Goldie Hawn leikur sem lætur frá upphafi eins og hún sé eiginkona Martins. Myndin heitir „House- sitter" og sagt er að hér sé á ferðinni gaman- söm útgáfa á spennu- myndinni „Fatal Attraction“ en persóna Hawn er ekki alveg með fullu ráði þótt henni takist á undarlegan hátt að bæta líf mannsins sem hún ryðst inná. Martin er með vinsælli leikuram vestan- hafs og Ha- wn vinnur stfft að því að endurvekja sína fomu frægð sem gamanleik- kona. Frank Oz hefur áður unnið með Martin við gaman- myndina „Dirty Rotten Scoundrels" en þrátt fyrir nokkrar góðar afþreying- armyndir á hann erfítt með að fá þá viðurkenn- ingu sem honum ber og komast í A-flokkinn með bestu leikstjóranum. Myndinni er spáð góðu gengi á hasarmyndasumri enda lítið um rómantískar gamanmyndir í ár og Martin er á toppnum. HJóna- bánd eða ekkl; úr gaman- mynd Oz,„Hous- esitter". ■/ Hollywoodmynd Ro- berts Altmans, The Play- er, er maður að nafni Buck Henry að reyna að selja hugmynd að framhalds- myndinni The Graduate II“. Eitthvað mun vera til í þessu þjá Altman því höfundur bókarinnar, sem Dustin Hoffman- myndin fræga var gerð eft- ir, hefur skrifað framhaldið og vill að gerð verði bíó- mynd eftir henni. Hann heitir Charles Webb. MLeikstjórinn Andrew Bergman, sem síðast gerði The Freshman með Marl- on Brando hefur sent frá sér nýja bíómynd sem heitir Honeymoon in Vegas og er með Nicholas Cage, Ja- mes Caan og Sarah Jessica Parker í aðalhlut- verkum. Cage vinnur formúu af Caan í fjárhættu- spili og til að sleppa lifandi frá honum verður hann að lána honum kærustuna sína yfír helgi. MEinhver besta teikni- myndin sem Disneyverið hefur gert er Gosi. Hún verður sett í endurdreifingu í sumar rúmum 50 árum eftir að hún var gerð. Dick Jones var aðeins 12 ára þegar hann léði Gosa rödd sína en heldur nú upp á 65 ára afmælið. MNýjasta mynd Barbets Schroeders verður fram- sýnd vestra í sumar en hún heitir Single White Female og segir frá stúlkum tveim- ur sem leigja sama herberg- ið og leggur önnur þeirra líf hinnar í rúst. Með aðal- hlutverkin fara tvær upp- rennandi stjömur, Jennifer Jason Leigh og Bridget Fonda. ““KYIKMYNDIR™™ Hvenœr koma nýju myndimarf Frumsýnmgar SJÁLFSAGT eru margir farnir að bíða með tals- verðri eftirvæntingu eftir þeim þremur íslensku bíó- myndum sem eru i lokavinnslu og verða tilbúnar til sýninga í sumar. Ekki er kominn ákveðinn frum- sýningardagur nema á eina þeirra en ekki er vitað nema í hvaða mánuði hinar verða sýndar. Þetta eru sem flestum er kunnugt myndirnar Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdótt- ur, Sódóma Reykjavfk eftir Óskar Jónasson og Vegg- fóður — erótísk ást- arsaga eft- ir Júlíus Kemp. Tvær þeirra síð- amefndu eru Reykjavíkursögur um ungt fólk, ástir og næturlíf en mynd Kristínar er byggð á atburðunum í kringum strand franska vísinda- skipsins „Pourquoi Pas?“. Kristín sagði í samtali að frumsýningardagurinn hefði verið ákveðinn 30. júlí en dagsetningin var Eftir Arnold Indrióason valin með tilliti til Felix- verðlaunanna. Til að eiga möguleika á að komast í keppnina þurfti að frum- sýna fyrir 1. ágúst. „Síðan hafa okkur borist þær fregnir mjög nýlega að dag- setningunni hafí verið breytt til 1. júlí, sem kom okkur í opna skjöldu," sagði Kristín. Það mun væntan- lega ekki hafa áhrif á áætl- aðan framsýningardag myndarinnar, þó svo að heppilegra hefði verið' að framsýna eftir verslunar- mannahelgina, að sögn Kristínar. Myndin hefur þegar verið sýnd á kvik- myndahátíðinni Cannes og á sérstakri sýningu í París í kjölfarið. Júlíus Kemp sagði í sam- tali að líklega yrði mynd hans, Veggfóður, ekki Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson. Veggfóður — erótísk ástarsaga eftir Júlíus Kemp. Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur. frumsýnd fyrr en síðast í júlí en áður hafði verið talað um 17. júní sem hugsanleg- an framsýningardag eða lok júní. Reyndar koma lög- in í myndinni út á plötu og geisladisk á þjóðhátíðar- daginn en þar era á ferð hljómsveitir eins og Sálin hans Jóns míns, Todmobile, Síðan skein sól og Flosi Ólafsson og Pops en Flosi fer með hlutverk í mynd- inni. Myndin er komin úr hljóðvinnslu og er verið að „negatív-klippa“ hana að sögn Júlíusar. Lengi vel var talað um að Sódóma Reykjavík yrði frumsýnd í ágúst en að sögn leikstjórans Óskars Jónassonar verður myndin að líkindum sýnd í endaðan september í Regnboganum. „Eftirvinnslan hefur tekið dijúgan tíma enda viljum við vanda okkur og þetta er flókin mynd með hraðri atburðarás," sagði Óskar, sem vinnur nú við að klippa saman sýnishom úr mynd- inni til kynningar á henni. Hann sagði að klippingu á myndinni væri lokið og nú sé hún komin í hljóðvinnslu. Diskur og plata með lögum úr myndinni kemur út í ágúst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.