Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MANIMLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 C 7 hÖGFRÆÐlHve/ýar eru helstu hreytingamar? Lögum nauðungarsölu 1. JÚLÍ nk. taka gildi ný lög um nauðungarsölu nr. 90/1991. Eins og þeir lagabálkar sem fjallað hefur verið um í síðustu pistlum, falla ný lög um nauðungarsölu að þeirra skipan sem lög um aðskilnað dóms- valds og umboðsvalds í héraði nr. 92/1989 mæla fyrir um. STANCVEIDI/S#/fo/rflugan máli ? „Sterkar“flugur ÞEGAR VORAÐI í Iofti gerði Litli fluguhnýtingaklúbburinn hlé á störf- um. Félagarnir höfðu hist vikulega frá því um áramót og raðað fjöð- rum, flosi og hárbrúskum á öngla bæði eftir fyrirmyndum og eigin hugmyndaflugi. Það var því orðið þykkt í öskjunum undir lokin en þó fannst mönnum ráð síðustu kvöldin að hnýta sérstakar úrvalsflugur sem þeir treystu best þegar á reyndi. Með nauðungarsölu er í aðalatrið- um átt við að eign er ráðstaf- að, án tillits til vilja eiganda hennar, á uppboði eða með sölu á almennum markaði, til fullnustu peningakröfu. Strangt til tekið tekur hugtakið, eins og það er not- að í nýju lögunum, þó einnig til vissra ráðstafana sem eru háðar samþykki eiganda. Aðaltilefni nýrra laga um nauðung- arsölu er aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði, eins og áður segir. í lögunum felst sú grundvallar- breyting að framkvæmd nauðungar- sölu verður stjómsýsluathöfn í stað dómsathafnar. Nauðungarsala verð- ur því í höndum sýslumanna, en ekki dómara eins og núgildandi lög gera ráð fyrir, en þau eru frá árinu 1949 (nr. 57). Sýslumaður hefur jafnframt vald til að taka afstöðu til ýmiss konar ágreiningsefna sem upp kunna að koma við framkvæmd nauðungar- sölu. Akvörðun sýslumanns má síðan bera undir héraðsdómara og stöðvast aðgerðir þá í flestum tilfellum á meðan. Jafnframt þeim breytingum sem hér hafa verið raktar eru gerðar ýmsar veigamiklar efnisbreytingar varðandi framkvæmd nauðungar- sölu. Með þeim er leitast við að bæta úr ýmsum göllum sem menn telja vera á núgildandi lögum og komið hafa í ljós við framkvæmd þeirra. Helstu breytingarnar eru eftirfar- andi: 1) Leitast er við að tryggja að sem hæst verð fáist fyrir eignir við nauð- ungarsölu. Því hefur stundum verið haldið fram að eignir seljist fyrir óeðlilega lágt verð þegar þær eru seldar á nauðungaruppboði. Þótt því fari íjarri að það sé almenn regla eru dæmi þess að fengist hafi rpjög lágt verð fyrir slíkar eignir. Ýmsum ákvæðum nýju laganna er ætlað að fyrirbyggja slíkt. í fyrsta lagi má nefna að í þeim er mælt fyrir um heimildir til þess að ákveða að nauð- ungarsala fari fram á almennum markaði. Þá er eign seld með því að leita tilboða í hana með hliðstæðum hætti og í frjálsum viðskiptum, t.d. með atbeina fasteignasala þegar um fasteign er að ræða. Hliðstæð heim- ild er ekki í núgildandi lögum. í öðru lagi er reynt að ná þessu takmarki með því að færa skilmála við upp- boðssölu um annað en greiðslu kaup- verðs nær tíðkanlegum skilmálum í fijálsum viðskiptum og gera þá sveigjanlegri. Þá má í þriðja lagi nefna heimild til handa sýslumanni til að ákveða, ýmist eftir kröfu eða ótilkvaddur, að endurtaka skuli upp- boð, ef hann telur fram komin boð vera Qarri markaðsverði. Þótt hér sé um að ræða heimild sem aðeins verður beitt í undantekningartilfell- um felur hún í sér ákveðna tryggingu fyrir því að eign verði ekki seld á óeðlilega lágu verði. 2) Ymsar breytingar eru gerðar á framkvæmd sjálfrar uppboðssölunn- ar, einkum fyrstu stigum hennar. Núgildandi lög þykja vera óþarflega þungiamaleg í þessu efni og er m.a. á það bent í greinargerð, að þegar þau voru sett fyrir rúmum 40 árum hafl menn ekki haft í huga að úrræð- ið yrði notað í þeim mæli sem raun hefur orðið á síðasta áratuginn. Má sem dæmi nefna að undanfarin ár hafa komið fram í Reykjavík einni meira en 20.000 uppboðsbeiðnir, sem flestar eru afturkallaðar á síðari stig- Nauðungaruppboð — Því hefur stundum verið haldið fram að eign- ir seljist fyrir óeðlilega lágt verð á nauðungaruppboðum. um. í hinum nýju lögum er reynt að einfalda meðferð uppboðsbeiðna svo sem kostur er á fyrstu stigum og fram að því að eiginleg sala fer fram. Má sem dæmi nefna reglur í 19. og 20. gr. sem kveða á um auglýsingu uppboðs. Þar er gert ráð fyrir því að hún verði tiltölulega einföld að efni til og birtist aðeins einu sinni í Lögbirtingarblaðinu, í stað þrisvar eins og núgildandi lög gera ráð fyrir. 3) Leitast er við að draga úr íjölda uppboðsbeiðna. Samanburður við nágrannalöndin leiðir í ljós að íslend- ingar skera sig úr að þessu leyti eins og öðru sem að nauðungarinnheimtu vanskilaskulda lýtur. I þessu efni má einkum benda á 9. gr., en þar segir að áður en nauðungarsölu verði krafíst og eftir að krafan er komin í gjalddaga skuli kröfueigandi beina greiðsluáskorun til gerðarþola með minnst 15 daga fyrirvara. Greiðslu- áskorunina skal senda í ábyrgðar- bréfi eða símskeyti eða fela stefnu- votti birtingu hennar. Reynslan verð- ur síðan að skera úr um það hvort þetta úrræði er til þess fallið að draga úr uppboðsbeiðnum. Auk þeirra atriða sem hér hafa verið nefnd eru gerðar margar aðrar breytingar, misjafnlega veigamiklar, sem ekki gefst tóm til að fjalla um í stuttum pistli. Meðferð uppboðs- mála samkvæmt núgildandi lögum hefur sætt margvíslegri gagnrýni, m.a. fyrir það að vera þunglamaleg og seinleg. Er þess að vænta að hin nýju lög muni stuðla að greiðari meðferð þeirra. Hver maður hefur sinn smekk, sína reynslu og sína sérvisku. Þetta var því sundurleitt safn þótt dökkar flugur væru áberandi. Ein- hver hefur búið til þá „reglu“ að dökkar flugur séu bestar í dimmviðri en ljósar í bjartviðri og rauðgular flug- ur í lituðu vatni. Eftir þessu úrvali gera þeir félagar ráð fyrir heldur þungbúnu veðri í sumar og jafnvel skoluðum ám. Sá fyrsti lagði allt sitt traust á Garry sem sumir nefna Gulan hund enda hefur hann af henni góða reynslu, hún hefur gefið honum marga verðiaunafiska. Flugan er áberandi, vængurinn rauður og gul- ur, skeggið bláleitt, búkurinn svart- ur, silfurvafinn. Sá næsti hefur miklar mætur á Munroes Killer en hún er eins konar einfölduð Þrumur og eldingar. Sem flaðrafluga átti sú fluga sér langa og glæsta sögu. Litaraftið er rauð- gult en mun dekkra en á Garry. Þetta er ótrúlega mögnuð fluga og skal eitt dæmi tilfært hér. Ég var að veiðum í Höfuðhyl á sólbjörtum sumardegi og kasta MK nr 10, þríkrækju, svonefndum sjó- birtingsöngli úr grönnum vír. Byija efst í strengnum þar sem sjaldnast er reyndar friður fyrir urriða; en eins og svo oft tók lax eftir að flugan hafði fallið fast við litla grastoppinn ofan við beygjuna austan megin. Þetta er stór fískur og hann kafar í dýpið neðan við hornið, snýr svo við, þýtur upp hylinn og stekkur. Félagi minn sem er að hnýta nýjan taum á línuna sína segir: „Þú ert með vænan fisk, hann er örugglega 10 pund.“ Eg samsinni því en þegar ég reisi stöngina á ný finn ég ekki fyrir físk- inum og segi: „Þetta var sýnd veiði en ekki gef- in. Hann er farinn. - En nei, bíddu, hann er á! “Það er rykkt í en mér finnst rykkurinn þó daufari en ég átti von á. Hvað um það, ég fer var- lega að öllu og að lokum rennir félagi minn háfnum undir 4 punda lax! Hvað hafði gerst? Við sáum báðir að fískurinn sem upphaflega tók var helmingi stærri. Varla hafði hann skroppið saman. Nei, skýringin fékkst þegar öngullinn var losaður. Krókarnir voru aðeins tveir. Þann þriðja hafði stóri fískurinn brotið af og borgið með því lífl sínu, í bili a.m.k. Minni fiskurinn hafði svo rennt sér á tvíkrækjuna þegar öng- ullinn varð laus. Þriðji hnýtarinn birgði sig upp af Black Brahan, svartklæddri flugu með rauðglitrandi búk. Hún minnir á stássbúna glæsimeyju á leið á gala- ball enda mafa margir hængarnir fallið fyrir henni. Sá fjórði treysti Útfararstjóranum best til að leiða laxana til hinstu hvílu. Þetta er dökk fluga í sorgar- búningi sem hæfír nálægð dauðans, búkurinn vaflnn páfuglsfön, sumir vefja grönnum vír yflr til styrktar. Þá er hann með flngerða litaborða, rauðan og gulan, hringvafða við stél- rótina. Þetta er stflhrein og falleg fluga sem ég læt ekki vanta í boxið mitt. Þá er að segja frá þeim fímmta sem valdi sér flugu sem getið hefur sér gott orð í kunningjahópi undan- farin sumur en hún ber einmitt nafn- ið Kunningi og er ættuð frá Patreks- flrði. Hún hefur reynst veiðin í Laxá í Dölum, Hrútafjarðará, Laxá í Aðal- dal, Sogi og Elliðaám og e.t.v. víðar. Hún er svona: Stélrót: 3 vafningar ávalt silfur, rautt og gult flos. Stél: Fanir úr gulri hænsnafjöður, 3-4 rauðar glitræmur. Búkur: Dimmblár, silfurvafinn. Skegg: Gul hænsnafjöður. Vængur: Gult íkomahár' næst búk, 3-4 glitræmur, svart íkornahár yfír. Kinnan Fjöður af skógarhana. Haus: Rauður. eftir Dovíó Mr Björgvinsson eftir Gylfo Pólsson Glæsileiki og þægindin í Hobby hafa svo sannarlega fallið vel í kramið hjá viðskiptavinum okkar enda þurfa þeir ekki að skilja huggulegheitin eftir heima þegar farið er í sveitina. Þú ættir að líta á Hobby hjá eina fyrirtæki landsins sem hefur áratuga reynslu í sölu hjólhýsa. Verðið er mjög gott og greiðslu- kjörin líka: lág útborgun og eftir- stöðvar dreifast á allt að 30 mánuði. Gisli Jónsson & Co. Bíldshöfði 14 Sími 91-686644 Opið um helgar í sumar. Umboðsmenn: B.S.A hf. á Akureyri og bílasalan Fell á Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.