Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992
C 3
Pavol Kovac
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Sumartónleikar að hefjast
ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKAR í Listasafni Sigarjóns hefjast nk. þriðju-
dag 23. júní kl. 20.30. Tónlistarmaður kvöldins er píanóleikarinn
Pavol Kovac, sem getið hefur sér orðstír sem framúrskarandi kon-
sertpíanisti og túlkandi kammertónlistar og einnig sem mikilsvirtur
kennari.
Pavol Kovac, sem er fæddur árið
1946 í Slovakíu, er sonur tónlistar-
fólks og hóf tónlistarnám sitt 5 ára
að aldri. Hann hlaut framhalds-
menntun í Tónlistarskólanum í
Pressburg og meðal kennara hans
var prófessor Rudolf Macudzinski.
Pavol Kovac hefur glæstan feril að
baki og hefur haldið tónleika víða
um heim, meðal annars í Japan.
Til íslands kemur Kovac fyrir milli-
göngu Margrétar Bóasdóttur, söng-
konu.
Á efnisskrá tónleikanna í Lista-
safni Sigurjóns á þriðjudagskvöld
eru eftirtalin verk: Sónata nr. 27,
e-moll, opus 90 eftir Beethoven,
Dansar eftir Smetana, Metamorfos-
is IV eftir E. Suchon, Scherzo nr.
1, h-moll, opus 20 eftir Chopin og
Polonaise nr. 2, E-dúr eftir Franz
Liszt.
Sumarhátíð á Kópavogshæli
HIN árlega Sumarhátíð verður
haldin á Kópavogshæli dagana
21.-27. júní. Þessa viku leggur
heimilisfólk að mestu niður vinnu
til að taka þátt í hátiðarhöldun-
um.
Dagskrá hátiðarinnar byggist á
skemmtidagskrá á sunnudag, mið-
vikudag og laugardag, sem verður
haldin undir beru lofti á Kópavogs-
hæli. Þar verður margt til skemmt-
unar. Þjóðdansafélag Reykjavíkur
sýnir dansa, leikhópurinn Perlan
verður með sýningu, Björn Thor-
oddsen sýnir listflug em er styrkt
af Shell og skátar úr Kópavogi sjá
um kvöldvöku. Þá mætir Ari Jóns-
son, söngvari, ásamt hljómsveit
Stefáns P. og kemur fólki í ærlegt
hátíðarskap eins og honum einum
er lagið. Heimatilbúið efni skipar
stóran sess á hátíðinni, leikfélagið
Loki á Kópavogshæli sýnir Árstíð-
irnar eftir Vivaldi. Heimakórinn
syngur en það er kór starfsmanna
og heimilisfólks. Einnig verður
starfsfólk með ýmsar uppákomur
og sprell og aðalnúmerið er hljóm-
sveitin Draumur Rauðhettu sem er
hljómsveit áhugasamra starfs-
manna. Farið verður í ýmsar ferðir,
s.s. Viðeyjarsiglingu, Þingvallaferð.
bíóferð í boði Háskólabíós og siglt
um Fossvoginn i boði siglingafé-
lagsins Ýmis úr Kópavogi.
Þess má geta að nær allir sem
leggja okkur lið á Sumarhátíðinni
gera það endurgjaldslaust og gefst
okkur með því tækifæri til að hafa
dagskrána fjölbreytta og skemmti-
lega.
(Fréttatilkynning)
Frá sumarspilamennskunni sl. þriðjudag.
__________ Brids____________________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Sumarbrids í Reykjavík
Góð þátttaka var í sumarbrids sið-
asta þriðjudag, þrátt fyrir EM í knatt-
spyrnu. 36 pör mættu til leiks. Úrslit
urðu (efstu pör).
N/S:
Þröstur Ingimarsson - Ulfar Om Friðriksson 568
Höskuldur Gunnarsson - Ómar Olgeirsson 479
DanHansson-ElvarGuðmundsson 471
Halla Bergþórsd. - Kristjana Steingnmsd. 462
Bergljót Sigurbjömsd. - Guðm. Guðmundss. 456
A/V:'
Ingibjörg Grimsdóttir - Þórður Björnsson 517
Lárus Hermannss, - Guðlaugur Sveinss. 513
Dröfn Guðmundsd. - Ásgeir P. Ásbjömss. 503
VignirHauksson-HaukurHarðarson 471
GuðjónJónsson-MagnúsSverrisson 452
Og enn spilaði boltinn inn í dæmið á
fimmtudgeinum. 26 pör mættu þó til
leiks, sem verður að teljast góð mæt-
ing. A-riðils úrslitin urðu;
Guðrún Jóhannesd. - Jón Hersir Elíass. 257
Albert Þorsteinss. - Kristófer Magnúss. 249
Unnar A. Guðmundss. - Eyjólfur Magnúss. 245
SveinnSigurgeirsson-ÞórðurSigfússon 243
Láms Hermannss. - Guðlaugur Sveinss. 223
Guðmundur K. Sigurðss. - Oli B. Gunnarss. 221
Gamla kempan, Guðmudur Kr., lætur
ekki deigan síga, þótt níræðis afmælið
sé ekki langt undan.
Urslit í B-riðli urðu:
Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 129
Andrés Asgeirss. -Jón ViðarJónmundss. 119
Ragnheiður Nielsen - Sigurðra Ólafsson 117
Dan Hansson - Jóhannes Laxdal 116
Og staða efstu manna hefur lítið
breyst. Þröstur Ingimarsson leiðir enn,
er með yfirburðarstöðu á næstu menn,
sem eru: Lárus Hermannsson, Guð-
laugur Sveinsson og Þórður Björnsson.
Yfir 160 spilarar hafa þegar hlotið
stig í sumarbrids, sem telst góður
árangur á 17 spilakvöldum, sem lokið
er. Meðalþátttakan er um 35 pör á
kvöldi. Spilað er alla mánudag, þriðju-
daga (hefst kl. 19), fimmtudaga (hefst
kl. 17) og iaugardaga (hefst kl. 13.30)
í sumarbrids. Spilað er í húsi Brids-
sambandsins, Sigtúni 9. Allt spila-
áhugafólk velkomið.
★ Makrobiofískt fæói (fi
★ Líkamsæfingar, yogo
★ Huqkyrrð, slökun
★ Sérstakir gestir verða í hverjum hóp
(möguleiki á eins manns)
A staðnum er glæsileg sundlaug og nuddpottar
Nánari upplýsingar veitir Gunnlaug Hannesdóttir
í síma 35060 milli lil. 9 og 12 á morgnana.
V Sigrún Olsen
Kær kveðja,
Þórir Barðda
0
Ohifsílóttir,
sdóttir ftfi
uröardóttir
Líkamsrœht er mi
IP. Iiw « •
peirra Iffss
- mæting 5x í viku í leikfimi
- fitumælingar og vigtun
- matardagbók- þátttakendur skila matardagbók og fá
umsögn og ráðgjöf um breytt mataræði
- Ijúffengar mataruppskriftir m. léttu fæði
- aðhald og hvatning
Skemmtilegir tímar í góðum félagsskap og þú losnar við óvelkomna fitu
og lærir að tileinka þér nýjan lífsstíl svo að aukakílóin verði ekki framar
vandamál. Þú færð allar upplýsingar í síma 68 98 68.