Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 C 9 Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri ÍSÍ. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson var í vaxandi hverfí í vesturbæ Reykjavíkur og að mörgu leyti tíma- mótaverslun, fyrsta kjörbúðin í einkaeign og skipulögð með nýstár- legum hætti á þeirra tíma mæli- kvarða. Eftir að Melabúðin var opn- uð einbeitti Sigurður sér að rekstri hennar þar til hann stofnaði kjör- búðina Austurver í Skaftahlíð þar sem verslunin Sunnukjör er nú. Síð- ar hóf Sigurður ásamt fleirum stór- huga framkvæmdir við byggingu verslanamiðstöðvarinnar Austur- vers við Háaleitisbraut, en aðrir aðilar tóku við og luku byggingunni. Á kaupmennskuárunum var Sig- urður afar virkur í samtökum kaup- manna og fljótlega kjörinn þar til forystu. Hann var formaður Félags matvörukaupmanna og síðar for- maður og framkvæmdastjóri Kaup- mannasamtakanna í 10 ár. Þetta voru átakatímar í íslenskri verslun- arsögu. „Það var langtímaverkefni að vinna bug á neikvæðum viðhorfum almennings til kaupmannastéttar- innar. Þessi viðhorf hafa loðað við allt frá dögum einokunarverslunar- innar og heildsalar og kaupmenn stundum þótt vondir menn. Þegar ég fór út í verslun var skömmtunar- og haftatímanum að ljúka. Enn voru í gildi óraunhæf verðlagsákvæði og þau voru erfið- ari viðfangs en skömmtunin. Þessi ákvæði drápu niður alla samkeppni og voru óhagkvæm bæði neytend- um og kaupmönnum. Við bundum vonir við að Viðreisnarstjórnin los- aði okkur undan verðlagsákvæðun- um. Átti ég mörg samtöl bæði við Bjarna heitinn Benediktsson for- sætisráðherra og Gylfa Þ. Gíslason viðskiptaráðherra. Þeir töldu- sig ekki geta boðið birginn afstöðu verkalýðsforystunnar, en hjá henni voru verðlagsákvæðin nánast trúar- atriði. Það var venja að viðskiptaráð- herra kæmi á aðalfund Kaup- mannasamtakanna, flytti þar ræðu og svaraði fyrirspurnum. Einu sinni spurði ég Gylfa Þ. Gíslason hvort það væri ekki erfitt að taka afstöðu gegn eigin skoðun og átti þar við verðlagshöftin. Gylfi hóf svar sitt á að vitna í Einar Benediktsson þegar hann sagði að í sér byggju tveir menn, annar skáld og hinn dóni og því miður yrði skáldið oft að hopa fyrir dónanum. Gylfi sagði líkt kom- ið fyrir sér og skáldinu, nema í sér byggju hagfræðingur og stjórn- A þessum árum þóttu menn skrýtn- ir eff þeir sáust hlaupa á almanna- færi. Nú hlaupa tugir manna og kvenna hér efftir Ægissióunni i Reykjavik á hverj- um degi og öllum finnst þaó eólilegt. Augu manna hafa opnast ffyrir því aó iþróttaiókun þarf ekki aó vera fflókin, góó göngufferó er til dæmis góó iþrótt. málamaður og „hagfræðingurinn verður oft að víkja fýrir stjórnmála- manninum". Annað mikið deilumál var sala og dreifing mjólkur. Það voru haldnir fjölmennir borgarafundir i Sj'álfstæðishúsinu við Austurvöll, þar sem mjólkurdreifing var til umræðu. Mjólkursamsalan hélt fast utan um búðirnar sínar 110 og brúsaburðinn. Eftir að farið var að pakka mjólkinni fluttist mjólkursal- an inn í matvöruverslanirnar. Það var bæði búbót fyrir kaupmenn og hagræðing fyrir viðskiptavinina. Neytendásamtökin voru mikill og góður liðsmaður okkar í þessari baráttu." Útbreiðslu- og skrifstofustjóri ISÍ Þegar Sigurður hætti verslunar- rekstri og afskiptum af málefnum kaupmanna var hann enn kallaður til liðs við íþróttahreyfínguna og nú sem útbreiðslu- og skrifstofu- stjóri íþróttasambands íslands, ISI. „Þegar ég kom til ÍSI var nýbúið að taka ákvörðun um að gera trimmið að veruleika á íslandi. Hugmyndin um þátttöku almenn- ings í íþróttum sér til heilsubótar fæddist í Noregi og var kynnt á þingi í Ósló 1969. Hér á landi var stofnuð Trimmnefnd og stóð hún fyrir ýmsum uppákomum til að kynna hugmyndina. Meðal annars var haldin söngvakeppni og bárust um 100 lög. Úrslitakeppnin var haldin á Hótel Sögu og útvarpað í mörgum þáttum. Sigurlagið_ hét „Trimm bostella" og var eftir Ómar Þ. Ragnarsson fréttamann og skemmtikraft. Á þessum árum þóttu menn skrýtnir ef þeir sáust hlaupa á al- mannafæri. Nú hlaupa tugir manna og kvenna hér eftir Ægissíðunni í Reykjavík á hverjum degi og öllum finnst það eðlilegt. Augu manna hafa opnast fyrir því að íþróttaiðk- un þarf ekki að vera flókin, góð gönguferð er til dæmis góð íþrótt. Það er mikilvægt að foreldrar taki börnin með og venji þau við heil- brigða íþróttaiðkun." íþróttir fyrir alla, einnig fatlaða Trimmið breiddist ört út og íþróttaiðkun og líkamsrækt varð sjálfsagður þáttur í lífi íjölmargra. Ymsir þjóðfélagshópar voru þó und- anskildir í fyrstu, þeirra á meðal fatlaðir. „Ég fór á fund hjá íþróttanefnd Evrópuráðsins um almennings- íþróttir. Þar talaði heimsfrægur taugaskurðlæknir, Sir Ludwig Guttman, og sagði það markleysu að tala um íþróttir fyrir alla nema fatlaðir fengju að vera með. Hann sagði frá stórmerku brautryðjanda- starfi með hreyfihömluðu fólki og því að fatlaðir ættu ekki síður er- indi í íþróttir en aðrir. Mér þótti erindið merkilegt og hitti Guttman að máli. Hann bauð mér að heim- sækja sig til Stoke Mandeville, fyr- ir utan London, þar sem er bæki- stöð fyrir mænuskaddaða. Ég þáði boðið og dvaldi hjá Guttman í þrjá daga eftir ráðstefnuna og fræddist enn meir. Kannski hafði ég góðan skilning á þessu málefni eftir að . hafa verið lengi fatlaður sjálfur." Hugmyndin um íþróttaiðkun fatl- aðra fékk góðan hljómgrunn hjá forystu ÍSÍ, sem skipaði undirbún- ingsnefnd með fulltrúum íþrótta- hreyfingarinnar og samtaka fatl- aðra. Sigurður var gerður að odd- vita starfsins og leiddi það fyrstu árin. Fyrsta íþróttafélag fatlaðra var stofnað í Reykjavík 1974. Fé- lögunum fjölgaði með hverju árinu og eftir að íþróttasamband fatlaðra var stofnað 1979 var Sigurður for- maður þess fyrstu fimm árin. Minn- isverður áfangi í þessu uppbygging- arstarfi var stofnun norræns sam- bands fatlaðra íþróttamanna. Það hafði verið einhver vandræðagang- ur með stofnun sambandsins þang- að til Sigurður bauðst til að und- irbúa veglegt stofnþing á íslandi. íþróttasamband fatlaðra á Norður- löndum var stofnað í Reykjavík 1976 og Sigurður kjörinn fyrsti formaður þess. „Það sýndi sig fljótt að ef ein- hveijir háfa þörf fyrir íþróttaiðkun og hreyfingu, þá eru það fatlaðir. Erfíðast var að fá fatlaða til að hafa trú á sjálfum sér og yfirstíga vanmetakennd. íþróttirnar ijúfa félagslega einangrun fatlaðra en kyrrsetan og einangrunin eru helstu vandamálin sem fylgja fötlun. íþróttahreyfíng fatlaðra hefur áork- að ævintýralega miklu og í kjölfar- ið hafa viðhorf til fatlaðra breyst mikið. Fatlaðir hafa einnig fengið meira sjálfstraust. Eftir að ég kom af sjúkrahúsinu með mína fötlun þurfti ég að beita smá tilfæringum við að klæða mig í sokka og þess háttar. Þegar ég fór í sundlaugam- ar var ekki óvanalegt að klefafélag- ar hættu að klæða sig og færu að fylgjast með þessu fyrirbæri sem þeim þótti ég vera. Nú þykir ekkert tiltökumál þótt vemlega fatlað fólk stundi sund og aðrar íþróttir. Við eigum frábært afreksfólk í hópi fatlaðra sem hefur náð ævin- týralegum árangri. Þetta kom vel í ljós þegar fatlaða íþróttafólkið okkar fór að keppa á alþjóðlegum mótum, Evrópumótum og Heims- leikum fatlaðra. Þarna keppir það við jafningja hvaðanæva að úr heiminum og kemur heim hlaðið verðlaunum. Þegar ég lít um öxl og met hveij- um ég hef gagnast um ævina er íþróttastarf fatláðra mér efst í huga. Mér þótti vænt um að vera kallaður „pabbi“ í hópi fatlaða íþróttafólksins, árangurinn af þessu starfi ristir djúpt í huga mínum.“ Framkvæmdastjóri Styrktar- félags lamaðra og fatlaðra Eftir annasöm ár hjá ÍSÍ við uppbyggingarstarf, Iþróttasam- band fatlaðra var komið á legg og þjóðin farin að trimma um allar trissur, þótti Sigurði Magnússyni tímabært að sigla lygnari sjó og draga sig út úr erli íþróttahreyfíng- arinnar. Hann gerðist framkvæmd- astjóri Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Þúsundir Islendinga, ekki síst líkamlega fötluð börn, hafa notið góðs af starfí félagsins. Styrktarfélagið stóð í stórræðum í framkvæmdastjóratíð Sigurðar, verið var að ljúka nýbyggingu við Háaleitisbraut og sumardvalar- heimilið í Reykjadal var endur- byggt. Viðdvölin hjá Styrktarfélag- inu varð ekki ýkja löng. Aftur til forystu í ÍSÍ „Ég var búinn að vera í fímm ár hjá þessu gagnmerka félagi þeg- ar til mín var leitað frá ÍSÍ og ég beðinn um að taka að mér fram- kvæmdastjóm sambandsins. Áframhaldandi uppbygging í Laug- ardal stóð fýrir dyrum og það höfð- aði til mín. Maður fær mikið út úr því að sjá hugmyndir verða að veru- leika. í ÍSÍ hef ég fengið að vinna með mjög góðu fólki. Það á við um forystusveit í samtökum sem þess- um að hún vinnur ekki eftir stimpil- klukku heldur er reynt að vinna verkin á réttan hátt og á réttum tíma. Þá er ekki spurt um frídaga eða yfirvinnu, heldur það eitt að ljúka verkinu. íþróttasambandið er líkt og móð- urskip í stórum flota. Það á að vera traustur bakhjarl, styðja og styrkja íþróttahreyfínguna. Yfírleitt ber ekki mikið á starfsemi ÍSÍ en hún er engu að síður mikilvæg. Meðal verkefna sambandsins eru fræðslu- mál, lyfjamál íþróttamanna, fjár- mál, almenningsíþróttir, unglinga- starfsemi og umsjón með afreks- sjóði ÍSÍ. Starfíð er í stöðugri þróun. Á undanförnum árum hefur verið einkar ánægjulegt að verða vitni að aukinni þátttöku kvenna í iþróttahreyfíngunni. Þeim hefur Qölgað sem iðkendum og ekki síður í stjórnunarstörfum. Góð samtök hafa orðið betri fýrir vikið. Konur búa að annarri reynslu en karlar og skilningur þeirra og sjónarmið eru dýrmæt.“ Sigurður Magnússon var í farar- broddi þegar trimmbylgjan skall á landinu upp úr 1970. Nú er hafínn annar áfangi í hvatningarherferð fyrir almennri íþróttaiðkan með til- komu nýjasta afkvæmis ÍSÍ, sam- takanna Iþróttir fyrir alla. Tilgang- inn með stofnun IFA segir Sigurður vera að hvetja til almennrar íþrótta- iðkunar og ná til fleira fólks. Fyrstu verkefni verða að efla innbyrðis tengsl og upplýsingaflæði í íþrótta- hreyfingunni og að veita fólki ráð- gjöf um hvað það getur gert sér til heilsubótar. Engin uppgjöf Sigurður Magnússon hefur varið stórum hluta starfsævi sinnar í þágu íþrótta og kaupmennsku. Þá hefur hann verið ötull félagsmála- maður á mörgum sviðum og í 15 ár var hann safnaðarformaður Óháða safnaðarins. „Sr. Emil Björnsson, frændi minn og vinur, fékk mig til að vinna að félagsmálum og uppbyggingu safn- aðarins. Þar var óhemju duglegt fólk og konumar í kvenfélaginu sannkallaðar valkyijur". Þegar Sigurður varð sextugur flutti sr. Emil honum langa afmæl- iskveðju, Mannheill, í bundnu máli. Fylgja hér tvö erindi úr kveðjunni: Með sér iöngum margan hreif og magnaði til starfa bjartsýnn ahdi yfir sveif ánægju og þarfa Hann er einmitt einn af þeim sem úrræðunum stjóma, vinna hiklaust höndum tveim og hugsjón öllu fóma. Við höfum setið dijúga stund og stiklað á stóru í lífshlaupi Sigurðar Magnússonar fram á þennan dag. Vissulega hafa þar skipst á skin og skúrir og blaðamaður spyr hvort aldrei hafi hvarflað að Sigurði að gefast upp fyrir mótlæti og erfið- leikum. „Ég hef reynt að vera bjartsýnn og jákvæður. Mér finnst aldrei neitt vera óyfirstíganlegt, hef aldrei gef- ist upp fyrir neinu. Ólafur heitinn Thors kenndi mér þá viskú að mað- ur ætti að hafa vit á að virkja sér vitrari menn. Það hefur verið lykil- atriði í mínum störfum að mér hef- ur tekist að fá gott fólk til að vinna með mér.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.