Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.06.1992, Blaðsíða 27
C 27 MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1992 SÍMTALIÐ... ER VIÐÍNGIBJÖRGUBJÖRNSDÓTTUR ÍNORRÆNA HÚSINU Á Arnarhóli á 17. júní árið 1983. Talnaglöggnr maður taldi 29.874 höfuð á Arn- arhóli á 17. júní 1948. Gengið til Dómkirkju. Forsetahjónin frú Dóra Þójrhallsdóttir og herra Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Thors forsætisráðherra og frú Ingi- björg. Maístöng ijúní 1 70 30 Norræna húsið. -Góðan dag, ég heiti Guðni Einarsson og hringi frá Morgunblaðinu. Komdu sæll, Ingibjörg Björnsdóttir heiti ég. -Hvað er að gerast í Norræna húsinu þessa dagana? Það er nú fyrst að nefna Maístöngina, sem venjulega er reist um Jónsmessuna, en við ætlum að taka forskot í ár og reisa hana á laugardagskvöldið fyrir Jónsmessu. -Er ekki fullseint að reisa Maístöng í júní? Nei, nei. Eg veit nú ekki hvers vegna stöngin er kennd við maí, þetta er líklega eins konar frjósemistákn. Þessi siður er kominn frá Svíþjóð og ég hef bara ekki kynnt mér nafnið sér- staklega. -Hvers konar stöng er þetta? Þetta er líkt og flaggstöng á hæð. Hún er alltaf skreytt með birkigreinum og blómum, efst hanga hringir á slá svo þetta er líkt og kross. -Hvað gerist svo við stöngina? Það er dans- að í kringum stöngina og sungin lög sem fólkið kann. Við fáum gesti frá Svíþjóð sem syngja fyrir okkur, Þjóð- dansafélagið sýnir þjóðdansa og Grettir Björnsson leik- ur á nikkuna. Þá er farið í leiki með krökkum sem mæta á svæðið. -Hveijir sækja þessar hátíðir? Það eru margir, til dæmis ferðamenn frá Norðurlöndun- um, Islendingar sem hafa kynnst þessu í Svíþjóð og aðrir sem eru komnir á bragðið. Svo má ekki gleyma Jónsmessubál- inu sem er kveikt um tíuleytið. Kemur margt fólk í Norræna húsið yfir sumarið? -Já, mjög margt, en það er allt öðru vísi aðsókn en yfir veturinn. Ferðamenn koma mjög mikið og ráðstefnugestir. Fólk kemur bæði til að skoða húsið og fá upplýsingar. Við sýnum á hveijum degi, klukkan eitt eftir hádegið, mynd sem Saga film gerði og heitir „Island under fire aarstider". -Hvað er fleira á seyði? Við erum með sýningu á olíu- og vatnslitamyndum eftir Hjör- leif Sigurðsson. Svo er sýning hér í anddyrinu á keramik og skartgripum eftir tvo danska listamenn. Svo er kaffistofan opin alla daga og þar liggja frammi dagblöð frá Norðurlönd- um. -Svo það er nóg að gera hjá ykkur! Já, það er alltaf mikið um að vera og mik- ill gestagangur - eins og vera ber. -Ég þakka fyrir samtalið og vertu blessuð. Já, vertu blessaður. Ingibjörg Björnsdóttir. Herjólfur leggur að bryggju í Vestmannaeyjum. Nýr og glæsilegur Heijólfur er að hefja áætlunarsiglingar milli Þorlákshafnar og Vest- mannaeyja. Skipið er nefnt eftir Heijólfi landnámsmanni Bárðarsyni, sem bjó í Heijólfs- dal í Vestmannaeyjum. Nýi Heijólfur er þriðja skipið með' þessu nafni sem sérstaklega er smíðað til siglinga milli lands og Eyja. Við þessi tíma- mót er ekki úr vegi að rifja upp komu fyrsta skipsins. Hetjólfur kom til Vestmanna- eyja 12. desember 1959 og var Éyjamönnum kærkomin samgöngubót. Skipaútgerð ríkis- ins átti skipið og annaðist út- gerðina. Þessi Heijólfur var aðal- lega í ferðum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja og sigldi á nóttunni. Einnig voru farnar ferðir til Þorlákshafnar og jókst tíðni þeirra í takt við bætt hafn- arskilyrði í Þorlákshöfn. í Morgunblaðinu 15. desember 1959 er sagt frá komu fyrsta Heijólfs undir fyrirsögninni „Nýja Eyjaskipið í Reykjavík" og gefín greinargóð lýsing á far- kostinum. „Skipið er... byggttil farþega- flutninga og vöruflutninga. í því eru tveir salir fyrir farþega á aðalþilfari og rúm fyrir 20 far- þega í 10 tveggjamanna klefum undir aðalþilfari, en sófum í tví- skiptum borðsal má breyta í 12 svefnrúm. Enn fremur er gert ráð fyrir að 7 farþegar hafi nokk- ur svefnskilyrði á sófum í getu- FRÉTTALJÓS ÚR FORTÍD Hetjólfur var kærkomin samgöngubót sal og á bátaþilfari er sjúkra- klefi fyrir einn. í skipinu er kælilest fyrir mjólk, en skipið á að flytja mjólk til Vestmannaeyja. Einnig má flytja annað, svo sem beitusíld í kælilestinni. Aðallest fyrir stykkjaVöru er 9.300 rúmfet og auk þess er geymir til olíuflutn- inga.“ Þá er farið nokkrum orðum um stærð og búnað þessa elsta Heijólfs. „Stærð skipsins er um 500 brúttólestir eða 170 nettó. Það er tveggja skrúfu skip með tveim aðalaflvélum. Fjórar bómuvindur eru í skipinu, tvær með 5 tonna lyftigetu og tvær með eins tonns lyftigetu og er dælubúnaður góður.“ Heijólfur kostaði hingað kominn 11 millj- ónir króna á verðlagi þess tíma og þótti ekki mikið fyrir svo vandað skip. Bogi Éinarsson var skipstjóri á Heijólfi um fimm ára skeið og á góðar minningar um skipið: „Það kom aldrei neitt fyrir þetta skip. Heijólfur var gott sjóskip og stöðugur, þungur í botninn og hreyfingarnar hvassar, en það var engin hætta á að hann færi af kjölnum.“ Vestmannaeyingar kvöddu Heijólf með virktum að kvöldi 6. júlí 1976. Þá var Heijólfur annar, sem nú hefur nýlokið þjónustu, kominn og tekinn við áætlunarsiglingum. Um kveðju- athöfnina segir í Morgunblaðinu 8. júlí 1976: „Mikill mannfjöldi safnaðist saman á bryggjunni þegar skipið var kvatt og lætur nærri að fleiri hafi verið við kveðjuathöfn gamla Heijólfs en við móttökuathöfn nýja Heijólfs. Nokkur ávörp voru flutt við þetta tækifæri og skipshöfn gamla skipsins afhentur blómvöndur. Lúðrasveit Vestmannaeyja lék og var það mál manna að skipið hefði verið kvatt á viðeigandi hátt.“ Heijólfur fyrsti var seldur til Hondúras í Suður-Ameríku og fór þangað í september 1977. Þar átti að nota skipið til feiju- flutninga. Er ekki annað vitað en Heijólfur hafi þjónað nýjum eigendum jafn dyggilega undir suðrænni sól og hann gerði í krappri öldu við Islandsströnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.